Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
r . \
HÁSKÓLABÍÓ
HASKOLABIO
jaanBHifflii -swbi!^! mwhmbh swbwwii «MB»iig»[ swbwbiíi
www.áamtBm.is og mbl.is
Ástir og undirföt
á mánudögum
ÞEGAR gamanþátturinn „Veron-
ica’s Closet", eða Astir og undirfót,
var frumsýndur í Bandaríkjunum í
fyrra var talið nær öruggt að hann
myndi njóta vinsælda vegna þess
að þátturinn var settur á milli hinna
geysivinsælu gamanþátta „Sein-.
feld“ og íæknadramans „ER“.
Þættirnir snúast um Veronicu
Chase, sem er hátt skrifuð í heimi
undirfataiðnaðarins, en hún hafði
einu sinni verið sýningarstúlka og
notfært sér frægðina til þess að
j koma á fót sinni eigin undirfata-
framleiðslu og þarf hún að kljást
við ýmiss konar vandamál í einka-
lífinu og á vinnustaðnum.
Það er leikkonan Kirstey Alley
sem fer með hlutverk Veronicu og
hafa gagnrýnendur lofað leik henn-
ar í þáttunum í hástert, hún þykir
hafa öðlast aftur þá persónutöfra
sem hún sýndi í Staupasteini forð-
um daga, en Alley fékk Emmy-
verðlaunin fyrir hlutverk sitt, sem
Rebecca, í þeim þáttum.
Kvikmyndaferill Alley hefur ekki
verið upp á marga fiska en myndir
eins og „Madhouse" „Sibling Ri-
valry“ og „Look Who’s Talking“
hafa ekki hjálpað ferli hennar mjög
mikið.
Mótleikarar Alley í „Veronica’s
Closet" eru ekki af verri endanum
en þeir eru Wallace Langham, sem
er þekktastur úr „Larry Sanders
Show“ en þeir þættir hafa notið
mikilla vinsælda vestanhafs þótt
þeir hafi ekki enn borist hingað til
lands. Langham er í hlutverki að-
stoðarmanns Veronicu, sem virðist
aldrei ná langt í kvennamálum og
þvi kemst sá orðrómur á kreik að
hann sé samkyrihneigður og reynir
hann staðfastlega að neita því.
Dan Cortese leikur fyrrverandi
nærfatamódel sem orðið er að
kynningarfulltrúa íyrirtækisins og
svo virðist að minna sé í höfðinu á
honum en var í gamla fataskápnum
hans. Kathy Najimy, sem margir
ættu að kannast við úr „Sister Act“
myndunum er háttsettur yfirmaður
í fyrirtækinu og er ekki feirnin við
LEIKARAR þáttarins „Veronica’s Closet'* sem hefur göngu sína á rík-
issjónvarpinu á mánudagskvöldið.
N autin
heiðruð
► ÞAÐ voru leikrænir tilburðir
sem spænskir nautabanar sýndu
á ráðstefnu í Sevilla á dögunum
þegar þeir lyftu í sameiningu
kálfi einum. Sýningunni var ætl-
að að heiðra nautin sem eru not-
uð í hinu þjóðlega nautaati Spán-
verja en alþjóðleg hátíð var opn-
uð í Sevilla sama dag.
Nýjung! Þýsk gæðavara
Ekta augnahára- og augna-
brúnalitur sem samanstendur af
litakremi og geli sem blandast
saman, allt í einum pakka.
Mjög auðveldur í notkun, fæst í
þremur litum og gefur frábæran
árangur.
Útsölustaðir snyrtivöruverslanir og apótek:
Nana Lóuhólum, Libia Mjódd, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Andorra Hafnarfirði,
Spes Háaleitisbraut, Sandra Smáratorgi, Ingólfs Apótek, Apótekið Skeifan ehf,
Holtsapótek, Vesturbæjar Apótek, Borgar Apótek, Lyfjakaup Mosfellsbæ,
Hringbrautar Apótek, Austurbæjar Apótek, Árbæjar Apótek, Húsavíkur Apótek,
Stjörnu Apótek Akureyri, Dalvíkur Apótek, Borgarness Apótek, (safjarðar Apótek,
Kaupfélag Hvammstanga, Hafnarapótek Höfn.
TANA Cosmetics Einkaumboð: S. Gunnbjörnsson ehf., s. 565 6317
*
www.mbl.is
að láta Veronicu og aðra
heyra það.
Gamla brýnið Robert
Prosky, úr þáttunum „Hill
Street Blues“ og mörgum
kvikmyndum, leikur foður
Veronicu, sem einnig er
einkabílstjóri hennar.
Christopher McDonald leik-
ur svo eiginmann Veronicu,
sem gefur mörgum sýning-
arstúlkunum hýrt auga.
McDonald sást síðast í
myndinni „Flubber11 á móti
Robin Williams.
Framleiðendur þáttanna
eru þau Kevin Bright, Da-
vid Crane og Martha
Kauffman en þau standa
einnig að baki þáttunum
um Vini. Það er hinn
kunni sjónvarpsþáttaleik-
stjóri James Burrows
(Vinir, Staupasteinn) sem
leikstýrir fyrsta þættin-
um um Veronicu.
KIRSTIE Alley er siálf V •
irfatafyrirtækinu.
----------
Heiðursdoktor
í lögfræði
► GAMANLEIKARANUM BiU
Cosby var veitt heiðursdoktors-
nafnbót í lögfræði við Pepperdi-
ne háskólann í
Kaliforníu nú á
dögnnum. Það
var rektor skól-
ans, David Da-
venport, sem
rakti feril Cos-
bys áður en
hann sæmdi
hann nýju nafn-
bótinni. Það
kom svo í hlut leikarans að
þakka fyrir sig og ávarpa út-
skriftarárgang Pepperdine. Al-
gengt er að sljörnur Hollywood
fái nafnbót sem þessa í heiðurs-
skyni fyrir vel unnin störf.