Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998 39 4 og samverkamenn í leikhúsinu á sjöunda og áttunda áratugnum og brölluðum margt, svo sem söngleik sem hét því voðalega nafni Horna- kórallinn (Kristján Arnason samdi söngtextana) og útvarpsleikrit með söngvum um Alexander páfa og hans frægu börn og veslings tengdasyni. Alltaf stóð til að setja saman óperu um gamian mynd- höggvara, sem ekki var einhamur, og ungan og metnaðarfullan „list- fræðing“, sem vildi komast að galdrinum. Og ekki má gleyma „huldukonunni", sem þjónaði öðr- um sem ambátt en fórnaði sér fyrir hinn. Textinn liggur fyrir nokkurn veginn, en sjálf tónlistin verður ekki til úr því sem komið er. Leifur ráðgerði að ljúka annarri óperu fyr- ir haustið, en tónsmíðinni hafði seinkað vegna veikindanna. „Hún verður varla tilbúin fyrr en í sept- ember,“ sagði hann í einni heim- sókn minni til hans á sjúkrahúsið. Heimsóknirnar urðu ekki margar eftir það. Fárveikur hafði Leifur geislaspil- ara og heyi'nartól við höndina þar sem hann lá, og meðal hljóm- diskanna á borðinu voru kvartettar Beethovens. Ég spurði hann hvort Melos væri góður í síðustu kvar- tettunum. Hann rétti mér heyrnar- tólin og sagði á sinn snaggaralega hátt: „Hlustaðu." Ég hlýddi á upp- hafið á þeim í C moll opus 131, sem eftilvill er sá fegursti sem saminn hefur verið. En þó að Leifi auðnaðist ekki að ljúka við sinn síðasta ópus, mun minningin um fjölmenntaðan og skapheitan mann, hjartahlýjan og fyndinn og óvenju gáfaðan, lifa með þeim sem kynntust honum. Og tón- list hans mun lifa okkur alla. Vertu sæll, gamli vinur. Oddur Björnsson. Ef okkur mönnunum væri ætlað að skilja hver annan hefði Leifur Þórarinsson, tengdafaðir minn, orð- ið mér ráðgáta. Hann var ekki ein- faldur maður. Og ég held að hann hafi ekki haft neina löngun til að verða það. Ég hafði ekki þekkt hann lengi þegar ég áttaði mig á að hann gat á skömmum tíma haldið fram tveimur andstæðum skoðun- um á sama máli og báðum með jafn miklum þunga, ekki vegna þess að honum hafi verið létt að skipta um skoðun, heldur vegna þess að hann var sannfærður um þær báðar. Það er ef hann hafði þá nokkra skoðun yfir höfuð. Einhverju sinni spurði ég hann hvers vegna hann hefði skyndilega og öllum að óvörum gengið í Sjálf- stæðisfélagið á Hellu. Hann hélt yf- ir mér fyrirlestur sem innihélt hug- myndabaráttu tuttugustu aldar og mér sýndist hún vera háð í hausn- um á honum á meðan. Síðan trúði hann mér fyrir því hvað einhver Drífa væri ágæt kona. Og hélt því síðan fram að eina von almennilegs fólks væri að Sjálfstæðisflokkurinn yrði svo sterkur, illur og grimmur að fólk léti ekki bjóða sér það leng- ur og risi upp. Skírteini hans í Sjálfstæðisfélaginu á Hellu var hans korn í mælinn. Það var náttúrlega ekki hægt að skilja svona nokkuð svo ég gekk niður í fjöru. Við vorum staddir í húsi á Eyrarbakka sem hann og Inga leigðu og vildu endilega að sem flestir hefðu einhver not af. Leifur hafði fengið gefna blokk af loðnu í fiystihúsinu og var að hugsa um að skrifa músík og lifa á loðnu í nokkra mánuði. Hann sporðrenndi tveimur hráum og kjamsaði af vellíðan. Svona borða Japanir loðnu. Tveimur vikum síðar henti ég restinni. Þessar vikur á Eyrarbakka var Leifur mér ákaflega góður. Hann gekk um húsið hummandi, eldaði dásamlegan mat og sýndi mér og mínu verkefni hljóðláta virðingu og hvatningu. A kvöldin ræddum við um bækur sem við höfðum lesið sem börn og unglingar. Þær voru svo til þær sömu. Þegar Leifur fór að ræða um kynni sín af höfundum þeirra eða þýðendum reyndi ég að skjóta að einhverju sem ég hafði heyrt eða lesið. Síðan fór hann að segja frá köllum og kellingum úr bæjarlífinu þegar hann var að alast upp, krökkum sem voru með hon- um í skóla, foreldrum þeirra og frændfólki. Þegar hann spurði mig hver hefði aftur verið bróðir þessa eða hins vildi ég ekki trufla hann með þekkingarleysi mínu og lét sem ég væri að reyna að rifja það upp. Þegar Inga kom austur og hafði hlustað á þetta um stund benti hún Leifi á að ég væri þrjátíu árum yngri en hann. Hann gaut á mig augunum en Iét ekki slá sig út af laginu og hélt áfram. Stundum var eins og hann gæti verið sá sem hann vildi vera hverju sinni, gæti jafnvel látið eins og sá sem hann var að tala við væri sá sem hann vildi. Ég var því stundum ágætur en líka oft argasti bjáni. Þegar ég rakst á hann síðastliðið sumar á Skólavörðustígnum, nýbúinn að ganga fram skrefinu lengra en ég þorði, sagði hann mér að ég væri alltof linur, ég þyrði engu og vildi gera öllum allt til hæfis. Þá var honum engin barátta nokkurs virði nema maður hefði allan heiminn á móti sér. Það er stundum sagt í minning- argreinum um skaphunda að þeir hafi ekki verið allra. I illum ham var Leifur ekki neins. Þá voru allir ónýtir, ekki vondir en óttalega vit- lausir. Svo talaði hann sig svo reið- an að hann rauk til og skellti hurð. En á milli svona gosa var hann ör- látasti maður sem ég hef kynnst. Stundum fannst mér eins og hann hefði beðið svo lengi eftir einhverj- um til að ala sig upp að hann væri orðinn vanur því að vera ótaminn. Það væri sjálfsagt auðvelt að horfa yfir lífshlaup Leifs og komast að því að það hefði verið bölvað basl. Hann var duglegur að koma sér í bobba en ólaginn við að finna lausn. Einhverju sinni sagði hann að sér fyndist tónverki aldrei að fullu lokið. Því meir sem hann samdi, þvi meir safnaðist upp af hálfköruðum verkefnum. Þetta við- horf leiðir náttúrlega ekki til léttrar göngu. Og þegar við það bætist að Leifur kunni ekki að forðast spennu og vildi helst af öllu semja á meðan hljóðfæraleikararnir biðu eftir nótunum, þá fylgdu þessu mik- il átök en lítil laun. Hann plægði og sáði, plægði og sáði - án þess að stefna að neinni uppskeruhátíð. Ég heyrði Leif aldrei ræða vinn- una sína. Og Alda Lóa segir mér að hún hafi aldrei heyrt hann gera það heldur. Þegar hún var alast upp vann hann heima en án þess að nokkur tæki eftir því. Barátta hans og glíma fór fram í hausnum á hon- um og þar voru reglurnar og mark- miðin skráð. Ég hugsa að honum hafi fundist það frekleg innrás í einkalíf sitt þegar einhver reyndi að hæla verkunum hans. Hann var eini dómarinn með lögsögu og ég held hann hafi aldrei keppt að hlið- hollri niðurstöðu hjá öðrum. Mig grunar jafnvel að hann hafi átt það til að hrista svoleiðis nokkuð af sér. Ég held því að Leifur hafí verið einmana, einmana og sótt í baráttu án lausnar. Og hann stóð vörð um þetta ástand. I það sótti hann þá togstreitu, leit og löngun til tján- ingar sem honum var nauðsynleg til að geta unnið. I þessum skilningi var líf hans eins konar fórn. En hver segir að það sé yfirleitt til einhver lausn? Og hvers vegna ættum við þá að láta sem svo sé? Þegar Leifur háði sitt dauðastríð eins og margreyndur baráttujaxl, af því sem kalla mætti gamaldags karlmennsku, skildist mér að það er ekkert fyrir utan það líf sem við lifum. I lífi sérhverrar manneskju er allt sem er. Og hún er allt sem hún hefur lifað og reynt, ekki að- eins það sem hún stefndi að. Og er þá ekki baráttan það sem mestu skiptir þegar öll kurl koma til graf- ar, ekki glórulaust stríð við allt og alla heldur glíman við okkur sjálf? Um leið og ég þakka Leifi við- kynninguna vil ég eigna honum þennan lærdóm. Og ég áskil mér rétt til að sannfærast um eitthvað allt annað á morgun. Það er annað sem Leifur kenndi mér. Gunnar Smári Egilsson. INGIBJORG FRIÐGEIRSDÓTTIR + Ingibjörg Frið- geirsdóttir fædd- ist í Borgarnesi 14. ágúst 1906. Foreldr- ar hennar voru Frið- geir Sveinbjarnarson 1876-1933, bóndi og verslunarmaður í Borgarnesi, og kona hans, Ingibjörg Líf- gjarnsdóttir, 1881- 1906. Ingibjörg ólst upp á Ytri-Rauðamel í Eyjahreppi hjá Gesti Guðmundssyni bónd, 1878-1962, og Ólöfu Guðnýju Svein- bjarnardóttur, 1878-1968. Árið 1927 giftist hún Friðjóni Jónssyni, 1895-1976, bónda á Hofsstöðum í Álftaneshreppi. Ingi- björg fluttist það ár að Hofsstöðum og bjó síðan þar til æviloka. Ingibjörg og Friðjón eignuðust fjögur börn. Elstur er Gest- ur, f. 27.6. 1928; Ólöf, f. 21.1. 1930; Friðgeir f. 1.10. 1931, d. 16.1. 1994; Jón, f. 16.9. 1939. Bamabömin era ellefu. títfor Ingibjargar fór fram frá Borgarnes- kirlqu 28. apríl og var jarðsett á Álftanesi þann sama dag. Ingibjörg Friðgeirsdóttir var um árabil fulltrúi Sambands Borg- firskra kvenna í stjórn Byggða- safns Borgarfjarðar. Þar kynntist ég henni nokkuð á síðustu árum. Þá var heilsa hennar tekin að bila og hún átti erfitt með að komast um. Það breytti því hins vegar ekki að hugsunin var skýr, skoð- anirnar ákveðnar, úrræðin tilbúin og framsýnin vakandi. Ingibjörg var fróð og fylgdist vel með öllu sem var að gerast í kring um hana. Hún hafði frá mörgu að segja og sagði skemmtilega frá. Sem fulltrúi í stjórn Byggða- safnsins reyndist hún ötul og framsýn. Hún lifði sjálf miklar breytingar í þjóðfélaginu og skildi þörfina fyrir varðveislu muna og minja. Henni var ljóst að það þurfti að varðveita söguna kom- andi kynslóðum svo þær gætu af henni lært og búið okkur betri framtíð. Ingibjörg unni ljóðum og þar hefur hún skilið sjálf eftir sig spor en ljóð eftir hana hafa birst í safn- ritum. Þar kemur fram virðing hennar fyrir lífinu og umhverfi sínu sem jafnan átti hug hennar. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Ingibjörgu fyrir langt og farsælt starf í stjórn Byggðasafns Borgarfjarðar. Guðmundur Guðmarsson. Elsku amma Imma. Það er mik- ið skarð í okkar fjölskyldu að þú skulir ekki vera heima á Hofs- stöðum þegar við heimsækjum ykkur í sumar. Það var alltaf gaman að koma til ykkar og fá kaffibolla og tala loksins saman, fara að skoða hestana, jafnvel á bak. Ferðinni lauk yfirleitt með því að fara líka í fjöru í Straum- firði og þá var dóttir okkar alveg heilluð, allt hlutir sem hún hafði ekki alltof nálægt sér. Amma mín, það verður tómlegt í sumar. Við minnumst þín. Svala, Ulrich og Susanne Kastenholz. + Okkar hjartfólgna eiginkona og móðir, ÞÓRUNN INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, Jöldugróf 14, Reykjavík, lést þriðjudaginn 21. apríl. Hefur verið kvödd í kyrrþey. Samfylgd þökkuð. Þökkum samúð og hlýhug. Ingvar Björnsson, Smári Þröstur Ingvarsson, Gréta Alfreðsdóttir, Úlfheiður Kaðlín Ingavarsdóttir, Richardt Svendsen, Auðbjörg Nanna Ingvarsdóttir, Þorbergur Leifsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, AUÐUNN KRISTINN MAGNÚSSON, Skjólbraut 7a, Kópavogi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 25. apríl, verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 6. maí kl. 15.00. Sigríður Auðunsdóttir, Hafsteinn Júlíusson, Svava Auðunsdóttir, Jakob Magnússon, afabörn, langafabörn og langalangafabarn. Ástkær eiginmaður minn og faðir, ÁGÚST VILHELM ODDSSON frá Akranesi, Sjávargrund 9b, Garðabæ, lést á heimili sínu fimmtudaginn 30. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Eltn G. Magnúsdóttir, Ragnar E. Ágústsson. + Bróðir okkar, JÓNAS HARALDSSON rafvirki, Ljósheimum 22, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 5. maí kl. 10.30. Systkinin. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR I. GUÐMUNDSDÓTTIR, Hringbraut 91, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 4. maí kl. 13.30. Þórir K. Karlsson, Jean Karlsson, Guðmundur Karlsson, Svanhvít Magnúsdóttir, Jónína Karlsdóttir, Guðbjörg Karlsdóttir, Haraldur Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, PÁLÍNA K. NORÐDAHL, áður til heimilis í Bólstaðarhlíð 68, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir, aðfaranótt mánudagsins 20. apríl, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 5. maí kl. 15.00. Kjartan G. Norðdahl, Elín Norðdahl, Kjartan K. Norðdahl, Hrafnhildur G. Norðdahl, Anna K. Norðdahl, Ingvi Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.