Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Ljóðlist ís-
lenskra kvenna
s
Asgerður Júníusdóttir, mezzósópran, tekur
þátt í uppákomum Listaklúbbs Þjóðleik-
húskjallarans um þessar mundir. Guð-
mundur Asgeirsson átti vlð hana stutt
spjall um söng, ljóðlist og sitthvað fleira.
LISTAKLUBBUR Þjóð-
leikhúskjallarans hefur
um nokkurra ára skeið
gegnt mikilvægu hlut-
verki í menningarlííi borgarinnar.
Á mánudaginn var stóð klúbburinn
fyrir uppákomu tileinkaðri Ijóða-
gerð íslenskra kvenna. Nýjasta bók
Helgu Kress prófessors, „Stúlka",
var uppsprettan að dagskrá kvölds-
ins. Helga fjallaði um
fjölda íslenskra
skáldkvenna, skáld-
skap þeirra og mis-
hlægilega ritdóma
eftir karla, milli
þess sem skáldkon-
umar Ingibjörg
Haraldsdóttir og
Vilborg Dag-
bjartsdóttir lásu
valin ljóð.
_ Tvisvar steig
Ásgerður Júníus-
dóttir óperu-
söngkona á svið
og flutti nokkur
lög við ljóð eftir
konur. Iwona
Jagla lék undir á píanó. Þáttur Ás-
gerðar í dagskrá kvöldsins tengist
verkefni sem hún vinnur að um
þessar mundir, útgáfu geisladisks
með lögum eftir ýmis tónskáld sem
öll eiga það sameiginlegt að vera
samin við ljóð kvenna.
myndin að þessu ákveðna viðfangs-
efni frá Helgu komin. Hún benti
mér á að þama væri efni sem hefði
verið vanrækt, því þrátt fyrir að
mikið sé til af ljóðum eftir konur og
lögum við þau, hefur sáralítið verið
gert af því að taka þau mmarkvisst
upp til útgáfu. Verkefnið er mjög
spennandi og ég vinn um þessar
mundir að því að grafa upp og velja
skemmtilegt efni. Reyndar hef ég
•.•••:>,
itörlásuv rd0ttir «g
lasu valin ljóa. s
lítinn tíma einmitt
núna, því ég er á fuliu í próflestri.
Að prófum loknum sný ég mér
hinsvegar að fullu að plötunni og ef
allt fer að óskum kemur hún út fyr-
ir jólin.“
Vanræktur þáttur
sönglistarinnar
.Diskurinn kemur til með að inni-
halda lög við ljóð íslenskra kvenna
frá Vatnsenda-Rósu allt til dagsins
í dag,“ segir Ásgerður um sína
fyrstu stóm útgáfu. „Þótt platan
tengist bókinni ekki beint er hug-
Leikkona eða
húsmæðrakennari
Ásgerður hefur stundað söng-
nám í áratug og því kom á óvart að
hún skyldi þurfa að standa í
próftökum nú. „Ég fann að það var
ákveðin hindrun að hafa ekki stúd-
entspróf og dreif mig því í öldunga-
ÆVINTYRI
í ÚTLÖNDUM!
Ertu 18-30 ára og langar að
gerast skiptinemi í útlöndum?
Örfá laus pláss: Honduras, Japan, Mexikó,
Nýja Sjáland, Suður-Kórea, Sviss, Taiwan.
Brottför í lok sumars.
Alþjóðleg ungmennaskipti — AUS
Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík
Símar 561 4617 og 561 4674.
Netfang: aus@isholf.is
http://www.iearn.org/iearn.icye
ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI
Morgunblaðið/Kristinn
ÁSGERÐUR Júníusdóttir óperusöngkona flutti nokkur lög við ljóð eft-
ir konur við undirleik Iwona Jagla.
deild MH, til að ljúka stúdentsprófí
sem ég var langt komin með á sín-
um tíma,“ svaraði hún þegar spurt
var. „Ég vil geta farið í háskóla ef
mig langar til þess. Mjög ung ákvað
ég að verða leikkona eins og
mamma mín, sem hefur slíka
menntun. Sú ákvörðun stóð öll mín
æskuár, fyrir utan tímabil þegar ég
var tólf ára. Þá ákvað ég einhverra
hluta vegna að verða húsmæðra-
kennari. Hugmyndin var nokkuð
sniðug, en ég átta mig ekki alveg á
því hvaðan hún kom.“
Ein í óperuflutningi
„Þegar ég bjó mig undir inntöku-
próf í Leiklistarskólann mörgum
árum seinna fór ég í einkatíma hjá
ömmusystur minni, Guðmundu Elí-
asdóttur óperusöngkonu, til að fá
smáæfingu í söng. Síðan hef ég ekki
hætt. Ég varð fyrir einhverri opin-
berun þennan dag. Frelsið og tján-
ingin sem býr í sönglistinni heillaði
mig algjörlega og upp frá því vissi
ég að þetta vildi ég gera.
Ég var í einkatímum hjá Guð-
mundu í þrjú ár, fór svo í Söngskól-
ann og lauk áttunda stigi þar. Að
lokum endaði ég í London þar sem
ég var við nám í tvö ár. Fyrir ári
kom ég svo heim aftur og hef verið
að koma mér fyrir síðan. Platan
sem ég vinn að núna er tiieinkuð
ljóðasöng, en ég hef alltaf mestan
áhuga á óperunni. Þó hef ég ýmis-
legt annað í huga líka. Ég er til
dæmis búin að stofna óperufélag, ef
félag getur kallast, því ég er ein í
því enn sem komið er. Þar vil ég
einbeita mér að því að setja upp
minni verk, til dæmis fyrir einn
söngvara og lágmarksfjölda hljóð-
færaleikara."
Aftur í Þjóðleikhús-
kjallarann
Áhugasamir þurfa ekki að bíða
þess lengi að heyra í Ásgerði. Hún
stjórnar næstu uppákomu Lista-
klúbbsins í Þjóðleikhúskjallaranum
mánudaginn 4. maí. Dagskráin
verður tileinkuð vorinu og þar
munu „skáld og rithöfundar flytja
frumsamið og gamalt efni, allt til
dýrðar hækkandi sól“, eins og segir
í kynningu. Auk Ásgerðar koma
þar fram Sjón, Hallgrímur Helga-
son, Bragi Olafsson, Margrét Lóa
Jónsdóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir,
Áshildur Haraldsdóttir, Linda Vil-
hjálmsdóttir og Gunnlaug Þor-
valdsdóttir sem hefur þjálfað sig í
að herma eftir ýmsum fuglategund-
um með blístri.
Forsýning á hinni
umdeildu mynd „Lolita“
BRESKI leikarinn Jeremy Irons
mætti á forsýningu myndarinnar
„Lolita“ í Warwick listamiðstöð-
inni í Coventry á dögunum. Mynd-
in hefur valdið miklum deilum um
barnaklám og sifjaspell en í mynd-
inni leikur Irons prófessor
nokkurn sem á í kynferðislegu
sambandi við stjúpdóttur sína sem
er leikin af Dominique Swain.
Myndin er byggð á skáldsögu
Vladimirs Nabakov sem vakti
hneykslan og reiði manna þegar
hún var fyrst gefín út. Það er leik-
stjórinn Adrian Lynne sem leik-
stýrir „Lolitu" en hann gerði með-
al annars myndirnar „9 !4 Weeks“
og „Fatal Áttraction" sem báðar
vöktu athygli og umtal á sínum
tíma.
MYNDBÖND
s
Astin er
máttug
Brimbrot
(Breaking the Waves)
Drama
★★★★
Framleiðandi: Zentropa Entertain-
ment. Leikstjóri og handritshöfund-
ur: Lars von Trier. Kvikmyndataka:
Robby Miiller. Umsjdn með tónlist:
Joachim Holbek. Aðalhlutverk: Emily
Watson, Stellan Skarsgárd, Katrin
Cartlidge, Jena-Marc Barr og Adrian
Rawlins. Danmörk 1996.
Zentropa/Háskólabíó. Myndin er
bönnuð innan 16 ára.
ÞÁ ER komið að meistarastykki
Danans furðulega Lars von Trier.
Fyrir mér er kvikmyndin Brimbrot
algjört snilldarverk og ég minnist
þess ekki síðan í æsku að hafa horft
á nokkuð sem hefur haft jafnmikil
áhrif á mig. Þegar ég sá myndina á
opnun Kvikmyndahátíðar Reykja-
víkur 1996 þá grét ég svo mikið að
ég var að hugsa um að fara heim í
hléi, en svo gat ég ekki togað mig
frá þessari mynd sem er dásemdin
ein.
Staður og stund er afskekktur
smábær í Skotlandi í upphafi átt-
™ unda áratugar-
ins, þar sem
kirkjan ræður
öllu og dæmir lif-
endur og dauða.
Bess er ung
kona sem fellur
fyrir aðkomu-
manninum Jan
og giftist honum
þrátt fyrir að
hann sé litinn
hornauga af samfélaginu. Hún er
fullviss um að geta axlað þá ábyrgð
sem fylgir því þegar tvær mann-
eskjur sameinast í Guði. Hjóna-
bandið byrjar vel en Jan lendir í
slysi og lamast fyrir neðan háls. Jan
vill að Bess haldi áfram að lifa lífínu
lifandi og krefst þess að hún fái sér
elskhuga. Fyrst óar henni við því, en
síðan reynir hún að uppfylla óskir
eiginmannsins viss um að það muni
lækna hann.
Bess er einlæg og góðmennskan
ein frá hjartarótum. Því miður eru
samfélagsreglur, og sérstaklega
ekki á þessum stað, settar til að
henta fólki eins og henni sem þríft á
ástinni og trúnni. Því fær hún að
finna fyrir þegar hún reynir að
bjarga lífi eiginmannsins. En sann-
ast í lokin að þeir deyja ungir sem
guðimir elska. í þessari mynd er
allt sem segja þarf um hræsni trúar-
innar og samfélagsins, og kristallast
það í atriðinu þegar Bess liggur í yf-
irliði fyrir framan kirkjuna og prest-
urinn gengur í burtu án þess að
rétta henni hjálparhönd.
Lars von Trier hefur valið til liðs
við sig úrval bestu leikara Evrópu.
Mest mæðir á Emily Watson í hlut-
verk Bess, Stellan Skarsgárd sem
leikur Jan og Katrin Cartlidge sem
er Dodo mágkona Bess og hennar
vemdari í einu og öllu. Þau sýna öll
framúrskarandi leik hvert og eitt,
og er samleikur þeirra sérstaklega
raunsær og áhrifaríkur. Watson er
án nokkurs efa stjarna myndarinn-
ar, og þvílíkur leikur hefur ekki sést
í háa herrans tíð. Hún hlaut tilnefn-
ingu til óskarsverðlaunanna fyrir
vikið sem hún hreppti reyndar ekki,
og það er hneyksli að mínu áliti. Það
verður erfitt fyrir hana að gera bet-
ur en þetta, enda eru þvílík hlutverk
ekki skrifuð á hverjum degi.
Einlægnin, tilfinningasviftingam-
ar og það hversu persónuleg myndin
er gerir hana einstaka og ótrúlega
heillandi. Sá sem ekki lætur hrífast
af þessum mannlega harmleik sem
byggir á grunntOfinningum mann-
eskjunnar í einfaldleika sínum hlýt-
ur að eiga við vandamál að stríða.
Brimbrot er mynd sem allir kvik-
myndaunnendur verða að sjá.
Hildur Loftsdóttir