Morgunblaðið - 03.05.1998, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Frá Ásljörn.
hlýtt er í veðri og sólin skín er synt í
Innritun
hafín að
Astjörn
INNRITUN er hafin í sumarbúðim-
ar við Ástjörn, sem eru í skógivöxn-
um þjóðgarði við Jökulsárgljúfur í
Kelduhverfi, skammt frá Ásbyrgi.
Frá 13. júní til 15. ágúst í sumar
munu 6-12 ára drengir og stúlkur
dvelja þar. Flest börnin dvelja í tvær
vikur, en hægt er að dvelja þar í allt
að átta vikur. Hinn 16.-23. ágúst
verður ungiingavika fyi'ir 13-16 ára.
Starfið við Ástjörn er byggt á
kristilegum grundvelli. Á kvöld-
stundum er mikið sungið, börnin
heyra sögur úr Biblíunni og er kennt
Guðs orð og góðir siðir. Skógurinn,
sem umlykur tjömina og svæðið,
veitir fjölmarga möguleika til úti-
vem og leikja. Vatnið er sívinsælt
enda em meira en 25 bátar af ýms-
um gerðum á staðnum og hornsíla-
veiðar eru löngu sígild íþrótt. Þegar
tjörninni. Af og til er farið í göngu-
ferðir og skoðunarferðh’ í Ásbyrgi,
Hljóðakletta og fleiri staði. Stutt frá
Ástjörn er hestaleiga.
Við Ástjörn er körfubolta-, knatt>
spymu- og blakvöllur og nýtt
íþróttahús. Einnig era ýmis leiktæki
í húsunum.
Hægt er að greiða dvöl með VISA
eða EURO. Á hverju ári koma mörg
börn frá höfuðborgarsvæðinu og
Flugfélag íslands býður sérstakt
sumarbúðafargjald frá Reykjavík.
Allar nánari upplýsingar eru veitt-
ar hjá forstöðumanni, Boga Péturs-
syni, Víðimýri 16, Akureyri, og á
skrifstofu Ástjarnar á Akureyri.
Atskák-
kvöld Hellis
TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur at-
kvöld mánudaginn 4. maí. Fyrst em
tefldar þrjár hraðskákir þar sem
hvor keppandi hefur 5 mínútur til að
ljúka skákinni og síðan þrjár at-
skákir, með tuttugu mínútna um-
hugsun.
Mótið fer fram í Hellisheimilinu í
Þönglabakka 1 í Mjódd, efstu hæð.
Sami inngangur og hjá Bridgesam-
bandinu og Keilu í Mjódd. Mótið
hefst kl. 20.00. Þátttökugjald er kr.
300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir
15 ára og yngri), en kr. 500 fyrir
aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Rétt er að vekja athygli á ný-
breytni í verðlaunaveitingu á at-
kvöldunum. Sigurvegarinn fær mál-
tíð fyrir tvo hjá Pizzahúsinu. Þá hef-
ur einnig verið tekinn upp sá siður
að draga út af handahófi annan
keppanda, sem einnig fær máltíð
fyi-ir tvo hjá Pizzahúsinu. Þar eiga
allir jafna möguleika, án tillits til ár-
angurs á mótinu.
Mótið er öllum opið.
Hafnarfjörður
Fundur um um-
hverfís- og
skipulagsmál
FRAMSÓKNARMENN í Hafnar-
firði boða til opins fundar þriðju-
daginn 5. maí um umhverfis- og
skipulagsmál í bænum undir yfir-
skriftinni Hvernig bætum við og efl-
um byggð í Hafnarfirði?
Frummælendur verða Finnur
Ingólfsson iðnaðarráðherra, Þor-
steinn Njálsson heimilislæknir og
Ingvar Kristinsson verkfræðingur.
HAFÐU
SAMBAND!
Allar nánari upp-
lýsingar veita sölu-
og þjónustufulltrúar
auglýsingadeildar
Morgunblaðsins
en þeir verða á
skrifstofu Morgun-
blaðsins á Akureyri
í Kaupvangsstræti 1
dagana 5.-7. maí nk.
á Akureyri
<
cc
*
O)
0c
<
o
í tengslum við vöru- og þjónustusýninguna í íþróttahöllinni á Akureyri
dagana 15.-17. maí nk. gefur Morgunblaðið út sérstaka sýningarskrá
sem mun fylgja sérblaðinu Daglegu lífi. Skránni verður dreift á öllu
dreifmgarsvæði blaðsins frá Hvammstanga og austur á Egilsstaði og á
sýningunni. Þá verður Morgunblaðinu dreiff inn á öll heimili á Akureyri
föstudaginn 15. maí nk.
Daglegt líf verður þennan dag helgað fjölbreyttu mannlífi á Akureyri
(/) með margvíslegum viðtölum og greinum.
Pantana- og skilafrestur auglýsinga
er til kl. 12.00 föstudaginn 8. maí.
Simanúmer á skrifstofu Morgunblaðsins á Akureyri er 461 1600, bréfasími 461 1603 • Símanúmer í söludeild sérauglýsinga er 5691111, bréfasími 5691110
Þorsteinn skipar 1. sæti á B-listan-
um en Ingvar það fjórða. Pall-
borðsumræður verða á eftir og
verður stjórnandi pallborðsins
Hjálmar Árnason alþingismaður.
Fundurinn verður haldinn í
Hraunholti, Dalshrauni 15, og hefst
hann klukkan 20.30.
Fundur um
rannsóknir á
lækningajurtum
MANNELDISFÉLAG íslands boð-
ar til fræðslufundar um rannsóknir
á íslenskum lækningajurtum þriðju-
daginn 5. maí kl. 20.30 í Norræna
húsinu.
Steinþór Sigurðsson, lífefnafræð-
ingur á Raunvísindastofnun Háskóla
Islands, mun flytja fyrirlestur. Hann
vinnur nú ásamt fleiri vísindamönn-
um að rannsóknum á íslenskum
lækningajurtum. Tuttugu ár era nú
liðin frá stofnun Manneldisfélagsins
og heldur það aðalfund sinn kl. 20.
Námskeið um
Kjalnesingasögu
BJARKI Bjarnason íslenskukennari
heldur þriggja kvölda námskeið um
Kjalnesingasögu á veitingastaðnum
Álafoss föt bezt í Mosfellsbæ og
hefst það mánudaginn 4. maí kl. 20
og verður síðan framhaldið 6. maí og
11. maí.
Á námskeiðinu verður farið yfir
efnisatriði sögunnar, rætt um ís-
lendingasögur almennt og þann
hugai'heim sem þær em sprottnar
úr. Gerð verður grein fyrir tengingu
sögunnar til allra átta s.s. við rímur
eftir Grím Thomsen og tónlist Ed-
vards Grieg.
Eftir námskeiðið verður farið í
fjölskylduferð á slóðir sögunnar á
Kjalarnesi og í Kjós með tilheyrandi
grilli.
Ekki þarf að skrá sig fyrirfram en
þátttökugjald er 1.500 kr.
Vorfundur Fjall-
kvennanna
KVENFÉLAGIÐ Fjallkonurnar
heldur vorfund þriðjudaginn 5. maí
kl. 20.30 í Safnaðarheimili Fella- og
Hólakirkju.
Kvenfélag Árbæjar kemur í heim-
sókn. Skemmtiatriði og happdrætti.
Konur eru hvattar til að mæta með
hatta og taka með sér gesti.