Morgunblaðið - 03.05.1998, Side 4
4 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1998
FRETTIR
MORGUNB LAÐIÐ
VIKAN 26/4 - 2/5
►STEFNT er að því að
leggja fram nýtt og breytt
frumvarp um gagnagrunna
á heilbrigðissviði á Alþingi
næsta haust og afgreiða það
20. oktðber. Heilbrigðisráð-
herra segir góðan stuðning
við þessa málsmeðferð.
►KOSNINGAÁTÖK eru haf-
in innan VSÍ um kosningu
formanns á aðalfundi sam-
bandsins 7. maí næstkom-
andi. Komin eru fram tvö
framboð til formanns, ann-
ars vegar frá Ólafi Baldri
Ólafssyni, sem verið hefur
formaður VSÍ undanfarin
þrjú ár, og hins vegar frá
Víglundi Þorsteinssyni,
varaformanni VSÍ.
►LANDSVIRKJUN er að at-
huga möguleika á því að
nýta fjarskiptakerfi sitt bet-
ur með því að leigja öðrum
aðilum aðgang að því. Kom
þetta fram í ræðu Halldórs
Jónatanssonar forsfjóra á
samráðsfundi fyrirtækisins á
fimmtudag.
►BRESKA stórverslunar-
keðjan Debenhams mun
opna stórverslun í nýrri
verslunarmiðstöð, Smára-
lind, sem taka á til starfa í
Kópavogsdal haustið 2000.
►UNG kona brenndist i
sturtu í Reykjavfk á mið-
vikudag þegar kalda vatnið
var tekið af íbúð hennar.
Nokkrum dögum áður
brenndist önnur kona í
sturtu. Báðar þurftu læknis-
meðferð. Læknir segir að
vatn í krönum hér sé alltof
heitt og slys vegna þess al-
geng.
Lögreg-lustjóri stjórn-
unarlega ábyrgur
EMBÆTTI lögreglustjóra í Reykjavík
getur ekki gert viðhlítandi grein fyrir
hvarfi tæplega 3,5 kílóa fíkniefna sem
vera áttu í geymslum lögreglu, sam-
kvæmt rannsókn Ragnars H. Hall, setts
ríkislögreglustjóra. Enn er ekki vitað
hvar þessi efni eru niðurkomin. Ríkis-
lögreglustjóri kveðst ekki telja að
ástæður vöntunar efna verði beinlínis
raktar til ásetnings eða gáleysis starfs-
manna embættisins, en hann telji hins
vegar að lögreglustjóri í Reykjavík beri
einn „stjómunarlega ábyrgð á því að
skýrar reglur og starfsfyrirmæli skuli
vanta um þennan mjög svo mikilvæga
þátt í starfsemi embættisins", eins og
segir í skýrslunni sem skilað var á
fimmtudag.
Mikill hagvöxtur
á Islandi
LANDSFRAMLEIÐSLA hér á landi
jókst um 5% á liðnu ári. Að mati OECD
var landsframleiðsla á íbúa á íslandi
17% hærri en að meðaltah í OECD-ríkj-
unum og var fsland í 5. sæti á eftir Lúx-
emborg, Bandaríkjunum, Sviss og Nor-
egi. Vöxtur landsframleiðslu hér á landi
á síðasta ári var tvöfalt meiri en að
meðaltali í Evrópuríkjum innan OECD.
Af einstökum ríkjum Vestur- og Mið-
Evrópu varð meiri vöxtur í aðeins einu
rító, írlandi, en þar jókst landsfram-
leiðsla um 7,5%.
Myllu-úrskurði skotið
til dómstóla
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnis-
mála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun
samkeppnisráðs að ógilda yfirtöku
Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubak-
aríi. Samkeppnisráð sendi í gær frá sér
yfiriýsingu þar sem úrskurði nefndar-
innar er mótmælt og hefur ráðið ákveð-
ið að skjóta honum til dómstóla
Danir hamstra
sem aldrei fyrr
ALLSHERJARVERKFALL sem
hófst í Danmörku aðfaranótt mánudags
hefur sett mitónn svip á lífið í Kaup-
mannahöfn og um landið allt. Fólk
hamstrar vörur sem aldrei fyrr, og hef-
ur þetta æði vatóð marga til umhugsun-
ar um hvað geti verið á seyði. Aðeins
um helmingur strætisvagna í Kaup-
mannahöfn var á ferð og undarlegar
gloppur voru í vöruúrvali kjörbúðanna.
A sjúkrahúsum var starfsfólk beðið að
fara sparlega með hreint lín því þvottar
féllu víða niður.
Almennt reiknuðu menn með því að
verkfallið myndi standa fram í miðja
þessa viku að minnsta kosti, en þá
mætti búast við að ástandið yrði orðið
svo alvarlegt að lýst yrði yfir neyðará-
standi og stjórn Pauls Nyrups
Rasmussens myndi setja bráðabirgða-
lög. Helsta hörgulvaran í Kaupmanna-
höfn í vikunni var þó ger. Sögur bár-
ust m.a. af konu nokkurri sem keypt
hafði 75 50 gramma gerpakka, sem
reikna má með að dugi í 150 brauð
sem ætla má að endist meðalfjölskyldu
í fimm mánuði.
Flest veitinga- og kaffihús eru opin,
en áttu erfitt með að afla birgða.
Verkalýðsfélögin voru treg að veita
undanþágur, en umsóknir um þær voru
fjöldamargar. Á þriðjudagskvöld buðu
samtök atvinnurekenda til undirbún-
ingsviðræðna þar sem huga átti að til-
lögum alþýðusambandsins áður en
formlegar samningaviðræður hæfust.
Kosovo líkt við
handsprengju
VARNARMÁLARÁÐHE RRA Grikk-
lands, Atós Tsohatzopoulos, sagði á
mánudag að mikil hætta væri á að
átökin, er geisað hafa í Kosovo-héraði í
Serbíu, breiddust út til nálægra ríkja.
Hvatti hann til þess að Serbar og Alb-
anir, sem eiga í erjum í Kosovo, yrðu
beittir auknum þrýstingi til samninga.
„Kosovo er eins og handsprengja, og ef
við drögum pinnan lengra út springur
hún,“ sagði ráðherrann.
►FLOKKUR Helmuts Kohls,
kanslara Þýskalands, beið
mikinn kosningaósigur í sam-
bandslandinu Sachsen-Anhalt
um si'ðustu helgi, en
hægriöfgaflokkur, Þýska
þjóðarbandalagið (DVU),
hlaut óvænt nærri 13 af
hundraði atkvæða. Flokkur
Kohls tapaði rúmlega 12%
frá i sfðustu kosningum.
Segja stjórnmálaskýrendur
þetta meiriháttar áfall fyrir
stjórnina f Bonn.
►UMBÓTASINNINN Borís
Nemtsov var skipaður að-
stoðarforsætisráðherra Rúss-
lands á þriðjudag. Viktor
Khristenko, sem áður var
fjármálaráðherra, er einnig
aðstoðarforsætisráðherra.
Tilkynnt var um skipan
nokkurra ráðherra í sljóm
Sergeis Kíríjenkos. Nemtsov
greindi síðar frá því að hann
myndi fara með orku- og
eldsneytismál í nýju stjóra-
inni. Þessi málaflokkur er
mjög mikilvægur í rússnesku
efnahagslífi.
►BRESKIR vfsindamenn
greindu frá þvf á mánudag
að þeir hefðu uppgötvað gen,
eða arfbera, sem virðist geta
stuðlað að þvf að gera
krabbameinsvaldandi efni
skaðlaus. Nokkrar gerðir
þessa gens finnast f manns-
lfkamanum. Segja vfsinda-
menn að þetta geti þýtt að f
framtfðinni verði hægt að
koma í veg fyrir tiltekin
krabbamein.
►ÍSRAELAR héldu f vikunni
upp á að fimmtfu ár eru liðin
frá því stofnað var sjálfstætt
ríki gyðinga. Blásið var f 50
horn um allt landið, og
Benjamin Netanyahu, forsæt-
isráðherra las upp úr ræðu
sem David Ben-Gurion flutti
við stofnunina 1948.
Morgunblaðið/Golli
TALIÐ er að nálægt 10 þúsund manns hafi verið
í kröfugöngu verkalýðsfélaga í Reykjavík og á
útifundi á Ingólfstorgi.
Mikil þátttaka í úti-
fundi í Reykjavík
ALLGÓÐ þátttaka var í hátíðahöldum fyrsta maí í
Reykjavík en heldur dræm á Akureyri. Talið er að
hátt í 10 þúsund manns hafí sótt útifund á Ingólfs-
torgi í Reykjavík en rúmlega 200 tóku þátt í kröfu-
göngu á Akureyri.
í Reykjavík var kröfuganga frá Skólavörðuholti
niður á Ingólfstorg þar sem útifundur fór fram.
Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit verkalýðsins
fóru fyrir göngunni. Ræðumenn á útifundinum
voru þau Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður
Sjúkraliðafélags íslands, og Finnbjörn A. Her-
mannsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur.
Einnig flutti Heimir Magni Hannesson ávarp en
hann er formaður Félags nema í matvæla- og veit-
ingagreinum.
Á fundinum í Verkalýðshúsinu á Akureyri flutti
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands ís-
lands, ræðu. Fram kom meðal annars hjá ræðu-
mönnum gagnrýni á húsnæðisfrumvarpið sem nú
liggur fyrir Alþingi og þeir sögðu ekki vera kjör-
um þeirra lægst launuðu til framdráttar.
FÓLK á öllum aldri var á útifundinum í Reykjavík.
Rafræna greiðslumiðlunarkerfíð opið fslandspdsti
Fagna því að niður-
staða sé loks fengin
SAMKEPPNISRÁÐ hefur mælt fyrir um aðgang Póstgíróstofunnar að
rafrænu greiðslumiðlunarkerfí banka og sparisjóða, svokölluðu RÁS-
kerfi, sem annast færslur vegna greiðslukorta. Lítur ráðið svo á að synj-
un þeirra sem að kerfinu standa hafi skaðleg áhrif á samkeppni og úti-
loki Póstgíróstofuna frá markaði fyrir rafrænar millifærslur. Einar Þor-
steinsson forstjóri íslandspósts segist fagna því að úrskurður skuli loks
hafa fengist. Málið hafi tekið langan tíma því hátt á annað ár sé liðið frá
því erindið var lagt inn til Samkeppnisstofnunar.
FORLAGfÐ
Nauðsynleg
áhugafólki
um garðrækt
Jafnt fyrir
byrjendur sem vana
garðyrkjumenn.
550 blaðsíður í
stóru broti.
’ 3.000 litmyndir og
skýringarteikningar.
Laugavegi 18 • Sími 51S 2500 • Síöumúla 7 • Sfmi 510 2500
Einar segir að aðgangur að raf-
rænu greiðslumiðlunarkerfi banka
og sparisjóða hafi verið til umræðu
hjá fyrirtætónu frá 1993. „Við mun-
um skoða stöðu okkar upp á nýtt í
Ijósi úrskurðarins en ljóst er að þessi
mikli dráttur þýðir að staða okkar í
dag er önnur en hún hefði verið ella,
þróunin á kortamarkaðinum hefur
verið það ör á undanfornum árum.
Við munum hins vegar skoða málið í
nýju ljósi og meta stöðuna í ljósi
kostnaðar,“ segir hann.
Einar segir debet-kort á gíróreitói-
inga verða fyrst til skoðunar hjá ís-
landspósti. .Auðvitað þarf að meta
þetta upp á nýtt. Fjárhagsstaða ís-
landspósts er ektó sú sama og var hjá
Pósti og síma og því þarf að meta
stöðuna að nýju,“ segir hann.
í niðurstöðu samkeppnisráðs segir
að Póstgíróstofunni hafi ítrekað ver-
ið synjað um aðgang að því rafræna
greiðslumiðlunarkerfi sem bankar,
sparisjóðir og greiðslukortafyrirtæki
hafi komið upp. „Að mati samkeppn-
isráðs er ljóst að synjun um aðgang
Póstgíróstofunnar að kerfinu er í
reynd synjun allra þeirra aðila er
starfa á markaði fyrir rafræna
greiðslumiðlun. Þannig lítur sam-
keppnisráð svo á að synjunin hafi í
för með sér skaðleg áhrif á markað-
inn,“ segir í niðurstöðu.
Þá segir að aðgangur skuli veittur
Póstgíróstofunni á sömu kjörum og
gegn sömu skilmálum og gilda gagn-
vart öðrum aðilum hins rafræna
greiðslumiðlunarkerfis banka og
sparisjóða.