Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Leit að jarð- sprengjum SÖFNUNARÁTAK Hjálparstofn- unar kirkjunnar vegna hreinsunar á jarðsprengjum stendur nú yfir, en í dag, miðvikudaginn 3. júní verður sérstakur bíll frá stofnun- inni á Ráðhústorgi á Akureyri. Þar er tekið við framlögum í söfnunina en einnig verður hringt í fólk. Átakið hófst í síðustu viku í Reykjavík en svo er farið hringinn um landið. Á hverjum stað gefst vegfarendum kostur á að prófa að leita að jarðsprengjum á gervigras- bletti og heyrist sprenging ef stigið er á sprengju. Gen’ilimir og hjóla- stótt sem framleiddir eru í þriðja- heimslöndunum verða til sýnis. Hjálparstofnunarfólk verður á Húsavík á morgun, 4. júní og Egilsstöðum 6. júní. Morgunbl aðið/Kristj án ÁRNÝ Runólfsdóttir og eigendur Heilsuhornsins þau Hermann Huijbens og Þóra G. Ásgeirsdóttir í versluninni á nýja staðnum. Heilsuhornið í Hafnarstræti HEILSUHORNIÐ hefur flutt í Hafnarstræti 91, í rúmbetra og hentugra luísnæði þar sem unnt verður að veita betri þjónustu. Eigendur Heilsuhornsins, Þóra G. Ásgeirsdóttir og Hermann Hui- jbens, hafa rekið verslunina frá ár- inu 1993 og hefur verið kappkost- að að verða við óskum viðskipta- vina um aukið og bætt vöruval. Á þessum stað er hefð fyrir rekstri matvöruverslunar, en fyrsta sölubúðin, Nýlenduvöru- deild KEA, var opnuð þar árið 1930, en breyttist fljótt í Matvöru- deild. í Heilsuhorninu er allt undir merkjum heilbrigðra lífshátta, líf- rænnar ræktunar, en meðal nýj- unga má nefna olivubar, lífrænt grænmeti, ávexti, nýja bætiefna- línu og heilsukodda. Sparisjóður Svarfdæla á Dalvík Borgar hlut í hjálmum SPARISJÓÐUR Svaifdæla á Dalvík hefur greitt niður hjálma bæði til barna og fullorðinna um árabil, en m.a. er um að ræða reiðhjólahjálma, skíðahjálma og hjálma fyrir hesta- fólk og vélhjólakappa. Alls gi'eiðir sparisjóðurinn 1.500 krónur af verði hvers hjálms sem íbúar á starfssvæði hans festa kaup á og hefur, að sögn Friðriks Friðriks- sonar sparisjóðsstjóra, varið til þess mörg hundruð þúsund krónum, en nákvæmari tölu hafði hann ekki til- tæka. Nú er svo komið að dalvísk börn sjást ekki öðru vísi á skíðum en með hjálm, annað þykir ekki við hæfi og þá hefur því hestafólki sem ber hjálm við útreiðar fjölgað mjög. „Við höfum gert þetta lengi og varið mikl- um peningum í þetta forvarnastarf og okkur þykh þeim vel varið,“ sagði Friðrik. Morgunblaðið/Björn Gíslason Gamall sumarbú- staður brann GAMALL sumarbústaður skammt sunnan við bæinn Glerá ofan Akureyrar brann sl. laugardag. Bústaðurinn, sem er steinhús með timburþaki, var ekki lengur í notkun en talið er að kveikt hafi verið í honum. Slökkvilið Akureyrar var kallað á vettvang en eigandi bústaðarins sá ekki ástæðu til að slökkviliðið réðist í slökkvi- starf. Slökkviliðsmenn fylgdust með því í rólegheitunum er sumarbústaðurinn brann og aðeins útveggir stóðu eftir. Bjargað úr klett- um við Knarr- arnes UNGRI stúlku var bjargað úr klettum norðan við Knarrar- nes á Svalbarðsströnd aðfara- nótt sunnudags. Hún hafði lent þar í sjálfheldu i um 15 metra hæð yfir grýttri fjöru. Mikill viðbúnaður var og leit- að var aðstoðar og sendur á vettvang, auk sjúkra- og lög- reglubíla, hópur björgunar- sveitarmanna. Sigið var niður til stúlkunnar og hún síðan hífð upp á brún. í gærmorgun var tilkynnt innbrot í Efnaverksmiðjuna Sjöfn á Akureyri, en þaðan var stolið um 150 þúsund krónum. Engar skemmdir voru unnar við innbrotið. Að sögn varðstjóra var ný- liðin hvítasunnuhelgi ein sú rólegasta í mörg ár. Nokkur umferð var í bænum og ná- grenni hans en hún gekk nán- ast óhappalaust fyrir sig, en nokkrir voru þó teknir fyrir of hraðan akstur. ÚTSKRIFTARHÓPUR Menntasmiðju kvenna ásamt kennurum. Morgunblaðið/Kristján Vel á annað hundrað konur hafa útskrifast TUTTUGU og fjórar konur útskrifuðust úr Mennta- smiðju kvenna á Akureyri að þessu sinni, en alls hafa þá útskrifast hátt á annað hundrað konur frá skólan- um. Menntasmiðja kvenna er þróunarverkefni sem verið hefur í gangi í fjögur ár á vegum Akureyrarbæjar, fé- lags- og menntamálaráðuneytum, en einnig hefur Rauði ki-oss fslands styrkt skólann sérstaklega fyrir ungar mæður. Náminu í Menntasmiðju kvenna hefur verið skipt niður í þrjá megin þætti, þ.e. bóklegt, list- og verk- greinar og sjálfstyrkingu. Yfirmarkmið þessara þriggja þátta er að efla og auka sjálfsmat og styrk til að byggja á að nánii loknu. Um er því að ræða heild- stæðan skóla fyrir fullorðna sem hefur að innihaldi öðruvísi námsefni með öðrum áherslum en hinir hefð- bundnu framhaldsskólar. Þær konur sem stundað hafa nám í Menntasmiðj- unni eru á öllum aldri, allt frá 18 ára aldri til 70 ára og allt frá því að vera ekki með grunnskólapróf í að hafa lokið háskólaprófi. Menntasmiðjan starfar frá kl. 9 til 16 alla virka daga í 16 vikur samfleytt. Andlát ÓLAFUR JÓAKIMSSON ÓLAFUR Jóamiksson skipstjóri í Ólafsfirði lést í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri mánudaginn 1. júní síð- astliðinn. Ólafur fæddist á Siglufirði 11. maí 1924. Foreldrar hans voru þau Ólína Ólafsdóttir og Jóakim Meyvantsson sjómaður. Ólafur hóf sjósókn snemma, fyrst á smábátum frá Siglu- firði, en árið 1943 flutti hann til ísafjarðar þar sem hann var m.a. á Huganum 11. Hann hélt suður til Reylqavíkur þar sem hann var á síðutogaranum Tryggva gamla og síðai' á Drangey. Sumarið 1946 og þrjú næstu sumur var hann við síld- veiðar á Helga Helgasyni frá Vest- mannaeyjum sem þá var stærsta síldarskipið í flotanum. Hann flutti til Ólafsfjarðar árið 1949 og var fyrst á mótorbátnum Einari Þveræingi sem var í eigu Magnúsar Gamalíelssonai', en hjá því fyrirtæki starfaði Ólafur alla tíð þar til hann hætti sjómennsku árið 1984. Var Ólafur skipstjóri á Einai'i Þveræingi til ársins 1959 en það ár sótti hann nýtt skip, Guð- björgu til Noregs og var skipstjóri á því til ársins 1966. Það ár fékk út- gerðin nýtt skip, Sigur- björgu ÓF-1 sem hann stýrði til 1979 þegar hann tók við nýrri Sig- urbjörgu sem var skuttogari. Hann lét af störfum árið 1984 og starfaði eftir það sex ár á hafnarvoginni í Ólafsfirði. Ólafur lauk gagnfræðaprófi og síð- ar prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1951. Eftirlifandi eiginkona hans er Fjóla Baldvinsdóttir. Þau eignuðust fjóra syni, Guðna, Ægi, Sigurð og Jóakim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.