Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Leit að
jarð-
sprengjum
SÖFNUNARÁTAK Hjálparstofn-
unar kirkjunnar vegna hreinsunar
á jarðsprengjum stendur nú yfir,
en í dag, miðvikudaginn 3. júní
verður sérstakur bíll frá stofnun-
inni á Ráðhústorgi á Akureyri. Þar
er tekið við framlögum í söfnunina
en einnig verður hringt í fólk.
Átakið hófst í síðustu viku í
Reykjavík en svo er farið hringinn
um landið. Á hverjum stað gefst
vegfarendum kostur á að prófa að
leita að jarðsprengjum á gervigras-
bletti og heyrist sprenging ef stigið
er á sprengju. Gen’ilimir og hjóla-
stótt sem framleiddir eru í þriðja-
heimslöndunum verða til sýnis.
Hjálparstofnunarfólk verður á
Húsavík á morgun, 4. júní og
Egilsstöðum 6. júní.
Morgunbl aðið/Kristj án
ÁRNÝ Runólfsdóttir og eigendur Heilsuhornsins þau Hermann
Huijbens og Þóra G. Ásgeirsdóttir í versluninni á nýja staðnum.
Heilsuhornið í Hafnarstræti
HEILSUHORNIÐ hefur flutt í
Hafnarstræti 91, í rúmbetra og
hentugra luísnæði þar sem unnt
verður að veita betri þjónustu.
Eigendur Heilsuhornsins, Þóra G.
Ásgeirsdóttir og Hermann Hui-
jbens, hafa rekið verslunina frá ár-
inu 1993 og hefur verið kappkost-
að að verða við óskum viðskipta-
vina um aukið og bætt vöruval.
Á þessum stað er hefð fyrir
rekstri matvöruverslunar, en
fyrsta sölubúðin, Nýlenduvöru-
deild KEA, var opnuð þar árið
1930, en breyttist fljótt í Matvöru-
deild.
í Heilsuhorninu er allt undir
merkjum heilbrigðra lífshátta, líf-
rænnar ræktunar, en meðal nýj-
unga má nefna olivubar, lífrænt
grænmeti, ávexti, nýja bætiefna-
línu og heilsukodda.
Sparisjóður Svarfdæla
á Dalvík
Borgar hlut
í hjálmum
SPARISJÓÐUR Svaifdæla á Dalvík
hefur greitt niður hjálma bæði til
barna og fullorðinna um árabil, en
m.a. er um að ræða reiðhjólahjálma,
skíðahjálma og hjálma fyrir hesta-
fólk og vélhjólakappa.
Alls gi'eiðir sparisjóðurinn 1.500
krónur af verði hvers hjálms sem
íbúar á starfssvæði hans festa kaup á
og hefur, að sögn Friðriks Friðriks-
sonar sparisjóðsstjóra, varið til þess
mörg hundruð þúsund krónum, en
nákvæmari tölu hafði hann ekki til-
tæka. Nú er svo komið að dalvísk
börn sjást ekki öðru vísi á skíðum en
með hjálm, annað þykir ekki við hæfi
og þá hefur því hestafólki sem ber
hjálm við útreiðar fjölgað mjög. „Við
höfum gert þetta lengi og varið mikl-
um peningum í þetta forvarnastarf
og okkur þykh þeim vel varið,“ sagði
Friðrik.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Gamall
sumarbú-
staður
brann
GAMALL sumarbústaður
skammt sunnan við bæinn
Glerá ofan Akureyrar brann sl.
laugardag. Bústaðurinn, sem
er steinhús með timburþaki,
var ekki lengur í notkun en
talið er að kveikt hafi verið í
honum.
Slökkvilið Akureyrar var
kallað á vettvang en eigandi
bústaðarins sá ekki ástæðu til
að slökkviliðið réðist í slökkvi-
starf. Slökkviliðsmenn fylgdust
með því í rólegheitunum er
sumarbústaðurinn brann og
aðeins útveggir stóðu eftir.
Bjargað
úr klett-
um við
Knarr-
arnes
UNGRI stúlku var bjargað úr
klettum norðan við Knarrar-
nes á Svalbarðsströnd aðfara-
nótt sunnudags. Hún hafði
lent þar í sjálfheldu i um 15
metra hæð yfir grýttri fjöru.
Mikill viðbúnaður var og leit-
að var aðstoðar og sendur á
vettvang, auk sjúkra- og lög-
reglubíla, hópur björgunar-
sveitarmanna. Sigið var niður
til stúlkunnar og hún síðan
hífð upp á brún.
í gærmorgun var tilkynnt
innbrot í Efnaverksmiðjuna
Sjöfn á Akureyri, en þaðan
var stolið um 150 þúsund
krónum. Engar skemmdir
voru unnar við innbrotið.
Að sögn varðstjóra var ný-
liðin hvítasunnuhelgi ein sú
rólegasta í mörg ár. Nokkur
umferð var í bænum og ná-
grenni hans en hún gekk nán-
ast óhappalaust fyrir sig, en
nokkrir voru þó teknir fyrir of
hraðan akstur.
ÚTSKRIFTARHÓPUR Menntasmiðju kvenna ásamt kennurum.
Morgunblaðið/Kristján
Vel á annað hundrað
konur hafa útskrifast
TUTTUGU og fjórar konur útskrifuðust úr Mennta-
smiðju kvenna á Akureyri að þessu sinni, en alls hafa
þá útskrifast hátt á annað hundrað konur frá skólan-
um.
Menntasmiðja kvenna er þróunarverkefni sem verið
hefur í gangi í fjögur ár á vegum Akureyrarbæjar, fé-
lags- og menntamálaráðuneytum, en einnig hefur
Rauði ki-oss fslands styrkt skólann sérstaklega fyrir
ungar mæður.
Náminu í Menntasmiðju kvenna hefur verið skipt
niður í þrjá megin þætti, þ.e. bóklegt, list- og verk-
greinar og sjálfstyrkingu. Yfirmarkmið þessara
þriggja þátta er að efla og auka sjálfsmat og styrk til
að byggja á að nánii loknu. Um er því að ræða heild-
stæðan skóla fyrir fullorðna sem hefur að innihaldi
öðruvísi námsefni með öðrum áherslum en hinir hefð-
bundnu framhaldsskólar.
Þær konur sem stundað hafa nám í Menntasmiðj-
unni eru á öllum aldri, allt frá 18 ára aldri til 70 ára
og allt frá því að vera ekki með grunnskólapróf í að
hafa lokið háskólaprófi. Menntasmiðjan starfar frá kl.
9 til 16 alla virka daga í 16 vikur samfleytt.
Andlát
ÓLAFUR
JÓAKIMSSON
ÓLAFUR Jóamiksson
skipstjóri í Ólafsfirði
lést í Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
mánudaginn 1. júní síð-
astliðinn.
Ólafur fæddist á
Siglufirði 11. maí 1924.
Foreldrar hans voru
þau Ólína Ólafsdóttir og
Jóakim Meyvantsson
sjómaður. Ólafur hóf
sjósókn snemma, fyrst á
smábátum frá Siglu-
firði, en árið 1943 flutti
hann til ísafjarðar þar
sem hann var m.a. á
Huganum 11. Hann hélt suður til
Reylqavíkur þar sem hann var á
síðutogaranum Tryggva gamla og
síðai' á Drangey. Sumarið 1946 og
þrjú næstu sumur var hann við síld-
veiðar á Helga Helgasyni frá Vest-
mannaeyjum sem þá var stærsta
síldarskipið í flotanum. Hann flutti til
Ólafsfjarðar árið 1949 og var fyrst á
mótorbátnum Einari Þveræingi sem
var í eigu Magnúsar
Gamalíelssonai', en hjá
því fyrirtæki starfaði
Ólafur alla tíð þar til
hann hætti sjómennsku
árið 1984. Var Ólafur
skipstjóri á Einai'i
Þveræingi til ársins
1959 en það ár sótti
hann nýtt skip, Guð-
björgu til Noregs og var
skipstjóri á því til ársins
1966. Það ár fékk út-
gerðin nýtt skip, Sigur-
björgu ÓF-1 sem hann
stýrði til 1979 þegar
hann tók við nýrri Sig-
urbjörgu sem var skuttogari. Hann
lét af störfum árið 1984 og starfaði
eftir það sex ár á hafnarvoginni í
Ólafsfirði.
Ólafur lauk gagnfræðaprófi og síð-
ar prófi frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík árið 1951.
Eftirlifandi eiginkona hans er Fjóla
Baldvinsdóttir. Þau eignuðust fjóra
syni, Guðna, Ægi, Sigurð og Jóakim.