Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 72
72 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM BÍÓIN í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/ Arnaldur Indriðason/ Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Brjáluð borg ★★ Fréttamaðurinn Dustin Hoffman hyggst notfæra sér lykilstöðu í gísla- tökumáli til að komast aftur í fremstu röð en fær skömm á öllu saman. Tra- volta er góður í langdregnu hlutverki meðaljóns sem gn'pur til örþilfaráða. Vel gerð að mörgu leyti en skortir sannfæringarki'aft er á líður. US Marshalls ★★★ Tommy Lee Jones er í toppfonni á eftir flóttamanni sem leikinn er af Wesley Snipes. Fínasta afþreying. Out to Sea ★★ Gömlu gleðigjafarnir era enn að. Matthau gerist þreytulegur, að mað- ur segi ekki ósannfærandi, í eilífum eltingaleik við sér yngri konur, og Lemmon er óvenju daufur. Formúl- an faiún að hiksta alvarlega. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Scream 2 ★★★ Enn leikur Wes Craven sér með hryllingsmyndarformið og tekst bet- ur upp en í fyrri myndinni. Áreksturinn ★★★ Gamla stórslysamyndaformúlan virk- ar vel í höndum Mimi Leder í mynd um yfirvofandi endalok Jarðar. Téa Leoni, Morgan Freeman og Robert Duvall fai'a stönduglega fyrir ágæt- um leikhóp þó textinn sé ekki alltaf háreistur. Brellurnar góðar en kunn- uglegar. US Marshalls ★★★ Tommy Lee Jones er í toppformi á eftir flóttamanni sem leikinn er af Wesley Snipes. Fínasta afþreying. The Stupids ★ Dæmalaus þvæla um heimska fjöl- skyldu og vopnasala. Mr. Magoo ★ Ofyndin mynd, 20 árum of seint á ferðinni. Leslie Nielsen lyftir henni ekki upp, er leiðinlegur Mr. Magoo. Fallen +Vz Svæfandi, bitlaus, langdregin og lítt hrollvekjandi hryllingsmynd. Litla hafmeyjan ★★★ Falleg og fyndin kvikmynd þar sem töfrar ævintýrsins blómstra að fullu. The Assignment ★VS2 Furðulegur samsetningur um plön til að handsama hryðjuverkamann- inn Carlos. Langdregin í meira lagi. HÁSKÓLABÍÓ Áreksturínn ★★★ Gamia stórslysamyndaformúlan virkar vel í höndum Mimi Leder í mynd um yfirvofandi endalok Jarð- ar. Téa Leoni, Morgan Freeman og Robert Duvali fara stönduglega fyrir ágætum leikhóp þó textinn sé ekki alltaf hái’eistm-. Brellurnar góðar en kunnuglegar. The Big Lebowski ★★★ Coenbræður eru engum líkir. Nýja myndin er á köflum meinfyndin og kolgeggjuð en nær ekki að fylgja eft- ir meistaraverkinu Fargo. Leikar- arnir hver öðrum betri í sundur- lausri frásögn af lúðum i Lös Angel- es. Búálfarnir ★★★ Virkilega skemmtileg barna- og fjöl- skyldumynd, sem hægt er að mæla með fyrir alla aldm-sflokka. Bíóstjarnan Húgó ★★'/2 Sagan mætti vera skemmtilegri, en Húgó er sætur og börnum finnst hann fyndinn. Titanic ★★★!4 Mynd sem á eftir að verða sígild sök- um mikilfengleika, vandaðra vinnu- bragða í stóru sem smáu, virðingar fyrir umfjöllunarefninu. Falleg ást- arsaga og ótrúlega vei unnin endur- gerð eins hrikalegasta sjóslyss ver- aldarsögunnar. Stikkfrí ★★1/2 Islensk gaman- og spennumynd þar sem þrjár barnungar leikkonur bera með sóma hita og þunga dagsins og reyna að koma skikk á misgjörðir foreldranna. KRINGLUBÍÓ Mouse Hunt ★★ Ævintýraleg saga af átökum músar og tveggja bræðra, sem er konfekt fyrir augað en tyggjó fyrir heilann. The Rainmaker ★★★ Dágott réttardrama með Matt Damon finum í hlutverki nýgræðings i lögfræðistétt. Mr. Magoo ★ Ofyndin mynd, 20 árum of seint á ferðinni. Leslie Nielsen lyftir henni ekki upp, er leiðinlegur Mr. Magoo. Litla hafmeyjan ★★ek411/2 Falleg og fyndin kvikmynd þar sem töfrar ævintýrsins blómstra að fullu. LAUGARÁSBÍÓ Brúðkaupssöngvarínn ★★■/2 Þægileg, rómantísk gamanmynd með Adam Sandler í hlutverki söngvara sem er óheppinn í ástum. Deconstructing Harry ★★★ Woody Ailen segir okkur hversu erfitt er að vera rithöfundur og gyð- ingur í mynd þar sem slegið er á gamla strengi sem alltaf hljóma jafn vel. Það gerist ekki betra ★★★Í4 Jack Nicholson í sallafínu foimi sem mannhatari, rithöfundur og geðsjúk- lingur sem tekur ekki inn töflurnar sínar - íyn- en gengilbeinan Helen Hunt, homminn Greg Kinnear og tíkin vekja upp í honum ærlegar til- finningar. Rómantískar gaman- myndir gerast ekki betri. Vítamín- sprauta fyrir geðheilsuna. REGNBOGINN Óskar og Lúsinda ★★'/ Undarleg mynd um utangarðsfólk er falleg fyrir augað og tónlistin góð og Ralph Fiennes hefur tæpast verið betri en efni og framvinda hitasótt- arkennt. American Werewolf in Paris ★★V2 Hryllingur og grín blandast vel sam- an í varúlfaafþreyingu sem byggist á gamalli og góðri hefð. Great Expectations ★★ Litlaus en snyrtileg útgáfa klassískr- ar sögu Dickens skilur lítið eftir í sínum nútúmaumbúðum. Jackie Brown ★ ★!/ Nýja myndin hans Tarantinos er fagmannleg, vel leikin, oft fyndin, en næstum drukknuð í óhófslengd. Allt snýst um flókna fléttuna (minnir á The Killing meistara Kubricks), allir reyna að hlunnfara alla útaf hálfri milljón dala. Persónurnar, allar mis- miklar minnipokamanneskjur, eru dýrlega leiknar af Samuel L. Jackson, Bridget Fonda, Robert Forster, Michael Keaton og ekki síst Pam Grier. Anastasia ★★★ Disney er ekki lengur eitt um hituna í gerð úrvalsteiknimynda. Anastasia jafnast á við það besta sem gert hef- ur verið. Frábærar teikningar, per- sónur og saga, sem fer frjálslega með sögnina af keisaradótturinni (?) og byltingu öreiganna. Good Will Hunting ★★‘/2 Sálarskoðun ungs manns í vörn gagnvart lífinu. Frekar grunn en ágætlega skemmtileg. STJÖRNUBÍÓ Brúðkaupssöngvarínn ★★!4 Þægileg, rómantísk gamanmynd með Adam Sandler í hlutverki söngvara sem er óheppinn í ástum. U beygja ★★'/2 Oliver Stone er í stuði í ofbeldisfullri nútíma kúrekamynd. Skemmtileg og léttgeggjuð en svolítið langdregin Erlend verðbréf > SCUDDER GLOBAL Opportunities FUNDS Greater Europe Fund og Strategic Global Themes Fund skarta hæstu einkunn hjá hinu virta matsfyrirtæki Momingstar eða fímm stjömum. Ávöxtun hjá Greater Europe Fund var 41% árið 1997 og hækkun 26% á fyrsta ársfjórðungi 1998. Hjá Strategic Global Themes Fund var ávöxtun 25% 1997 og hækkun á fyrsta ársfjórðungi 1998 12%. fe -o VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • Sími 560 89 00 Veffang: www.vib.is ■ Netfang: vib@vib.is ERLENDAR Sigmar Guðmundsson fjallar um ,yAdore“ sem kom út í gær. Urrandi snilld HLJÓMSVEITIN Smashing Pumpkins var stofnuð í Chicago árið 1989 af Billy Corgan. Hann fékk til liðs við sig James Iha, trommarann Jimmy Chamberlain og kvenkyns- bassaplokkara að nafni D’Arsy og ’lét þau læra lög sem hann samdi. Fljótlega fór sveitin að vekja eftir- tekt í Chicago og hróður hennar barst tO útgáfufyrirtækja sem slógust um sveitina. Arið 1991 kom svo fyrsta platan út og var henni gefið nafnið Gish. Arið 1993 leit platan Siamese Dr- eam dagsins ljós og fékk hún frá- bærar viðtökur hjá gagnrýnendum jafnt sem almenningi og seldist í meira en 4 milljónum eintaka. „Mellon Collie“ og „The Infinite Sadd- ness“ var svo gefin út árið 1995 og er hún söluhæsta tvöfalda plata allra tíma (10 milljón eintök seld, takk fyrir). Einnig hafa komið út plöturnar „Pisces Iscariot" og „The Aeroplain Flies High“ en þær inni- halda báðar aukalögin af smáskífum sveitar- innar og teljast því ekki til eiginlegra breiðskffa. Billy Corg- an semur alla tónlistina sjálfur og er reyndar einræðisherra í band- inu. Hann rak trommarann Jimmy Chamberlain úr sveitinni fyrir tveimur árum vegna heróínneyslu og þá héldu margir að sveitin væri búin að vera. Fastur og sérstakur trommustíll Jimmy var eitt af sér- kennum sveitarinnar og reyndar höfuðaflið í þéttleika hennar. Skarð hans er vandfyllt, sem sést best á því að tveir trommarar hafa að mestu séð um ásláttinn eftir að Jimmy var rekinn, þeir Matt Wal- ker og Matt Cameroun. En þótt hinn hárlausi Billy Corgan sé harður húsbóndi og fari sínu fram er ekki hægt að væna hann um getuleysi í lagasmíðum. Tónsnilli hans er nefnilega í öfugu hlutfalli við hárafjöldann á höfðinu. Allar breiðskífur Pumpkins eru urrandi snilld og hafa gert popp- skríbenta um víða veröld hland- blauta af hrifningu. Þar sem popp- arinn hárlausi er nánast í guðatölu á mínu heimili og lagasmíðar hans á sama stalli og bækur Laxness, þá var eftirvæntingin að sama skapi mikil þegar að ég fékk plötuna Adore í hendur. Og ekki varð ég fyrir vonbrigðum. Platan Adore er gargandi vitnisburður um snilld Smashing Pumpkins og jafnframt vitnisburður um bi'eytta stefnu. Ki'aftmiklu rokklögin sem löngum voru aðall sveitarinnar eru horfin og í staðinn fáum við hugljúfar ballöður sem auðveldlega fram- kalla tár á hvörmum samvisku- lausra fjöldamorðingja. Eða það held ég að minnsta kosti. A plöt- unni eru 15 lög í fullri lengd og eitt 17 sekúndna örverpi að auki og þau standast fyllilega samanburð við það besta sem sveitin hefur áður gert. Lögin Tear, Daphne Descends, Perfekt, Pug, Annie Dog og For Martha framkalla gæsahúð við fyrstu hlustun og al- gleymi við frekari hlustanir. Ég þori að veðja aleigunni að ég heyri ekki betri plötu á þessu ári. Og hún batnar við hverja hlustun en það er besti mælikvarðinn sem til er á gæði tónlistar. Það er samt skrítið að hlusta á heila plötu með Smashing Pumpk- ins án þess að það blæði úr eyrun- um á manni. Vælandi gítarveggur yfir hamslausri trommukeyrslu heyi-ir nú greinilega fortíðinni til en nútíðin er pakkfull af ægiflott- um vangalögum. Og það er smart. Fyrir stuttu las ég viðtal við Billy Corgan þar sem hann lýsti því fjálglega hvernig erfið æska hans Ég þori að veðja aleigunni að ég heyri ekki betri plötu á þessu ári og þunglyndi er oft kveikjan að lagasmíðum hans. Ef það er for- senda snilligáfunnar, þá vona ég í eigingirni minni að hann verði þunglyndur það sem eftir er. í sama viðtali sagði hann jafnframt að hann ætti eftir að búa til músík til æviloka og að ekkert gæti breytt því. Ekki ætla ég að kvarta yfii’ því en þó efast ég um að hann geti haldið endalaust áfram á sömu braut. Snilldinni hljóta að vera ein- hver takmörk sett. Ég gæti haldið áfram með há- stemmdai' lýsingar um gæði plöt- unnar út í hið óendanlega. Og reyndar haft um málið íleiri og gagnmerkari orð en Jóhanna Sig- urðardóttir hafði um húsnæðis- kerfið sáluga i þinginu á dögunum. En ég nenni því ekki. Þess í stað hvet ég rokkunnendur til að sann- færa sjálfa sig, því mín skoðun á tónlist þarf ekki að vera allra. Og meðan ég man, smáábending til forsvarsmanna listahátíðar. Hvernig væri nú að fá Smashing Pumpkins til landsins í stað þess að púkka endalaust uppá einhverja franska kerlingu með horn. Ég skal ábyrgjast að tónleikar með graskerunum eru betri skemmtan en falskur útvarpskór frá Dan- mörku og að popparinn sköllótti hreyfir við fleíri sálum hér á fróni en kínverskir karlmenn sem leika sér að flugdrekum á gamals aldri. Takk og bless.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.