Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 35
MORGUNB LAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 35
__________LISTIR
Lysting er
sæt að söng
TÓMLIST
Þjððarbókhlaða
LISTAHÁTÍÐ
Tónlistaratriði á opnun sumarsýning-
ar Landsbókasafns Islands - Há-
skólabókasafns í samvinnu við Col-
legium Musicum, „Trú og tónlist í ís-
lenzkum handritum fyrri alda“. M.a.
útsetningar Elínar Gunnlaugsdóttur,
Jóns Nordal og Snorra Sigfúsar Birg-
issonar á lögum úr skinn- og pappírs-
handritum Landsbókasafns. Hallveig
Rúnarsdóttir sópran; Nora Kornblu-
eh, selló; sönghópurinu Hljómeyki u.
stj. Bernharðs Wilkinssonar. Þjóðar-
bókhlöðuhúsi Landsbókasafns Islands
- Háskólabókasafns að Birkimel,
laugardaginn 30. maí kl. 14.
AÐ EINHVERS staðar milli
3.000 og 7.000 nóteruð forn lög, sem
ekki einu sinni hinn mikli safnari
séra Bjarni Þorsteinsson virðist
hafa vitað um, hafi legið gleymd og
grafln öldum saman í handritasöfn-
um og fyrst komið fram á síðustu
misserum fyrir atbeina Collegium
Musicum í Skálholti, er að sönnu
menningarleg stórfrétt sem hlýtur
að vekja undrun og ánægju, en
einnig ýmsar spurningar.
Hér skal aðeins látið nægja að
spyrja, hvort Islendingar eigi í
raun slíka stórgjöf á silfurfati
skilda, úr því enn skuli engin opin-
ber stofnun á háskólastigi sinna
vísindalegum rannsóknum á tón-
listararfl landsins. Meðan svo er
ástatt mætti jafnvel líka spyi-ja,
hvort þessum nótnahandritum væri
ekki betur fyrir komið erlendis, þar
sem tök ei-u á að rannsaka þau
sómasamlega.
Eina sanngjarna mótbáran fælist
í því að nota tilefni þessa merkis-
fundar til að leggja markvissan
grunn að stofnun þeirrar tónvís-
indadeildar á háskólastigi er verið
hefur tímabær í áratugi. Bíða henn-
ar gífurleg verkefni, því það er
kunnara en frá þurfi að segja, að
mestöll vitneskja um tónsögulega
fortíð okkar er enn á hálfgerðu
frumstigi. Sker ísland sig þar dap-
uriega úr hópi annarra Norður-
landa.
Verðmæti fornhandrita ætti að
vera augljós þjóð sem beinlínis
byggir menningarlegt sjálfstæði
sitt á sagnaritunarhefð miðalda;
hefð sem enn er rithöfundum okkar
ótæmandi hvatning. Að hin ný-
fundnu handrit geti einnig veitt
tónskáldum nútímans innblástur,
kom glöggt fram af seinni tónlistar-
atriðunum milli erinda Kára
Bjarnasonar handritavarðar, Jóns
Þórarinssonar tónskálds og Krist-
jáns Vals Ingólfssonar Skálholts-
rektors.
Að frátöldu fyrsta atriðinu, ein-
rödduðum tíðasöng á messudegi
heilagrar Sesselju, úr sekvenzíu á
messudegi heilags Lárentíusar
(m.a. verndardýrlings bókavarða),
fágætu dæmi um fjórradda söng
(Felix ille anime) og tvíradda lagi
(Heyi' þú oss himnum á) í flutningi
Hljómeykis, voru öll seinni atriðin
byggð á lögum úr handritunum ný-
fundnu, og stundum alllangt í út-
færslu frá tónmáli upphafsmyndar:
Guðs almáttugs dóttir dýr (útsetn-
ing Elínar Gunnlaugsdóttur fyiúr 5
kvem-addir), Þrjár þjóðlagaútsetn-
ingar úr Kvæðabók Olafs á Söndum
fyrir blandaðan kór eftir Jón Nor-
dal og loks „Lysting er sæt að
söng“, 4 lög í útsetningu Snorra
Sigfúsar Birgissonar fyrir sópran
og selló, er nefndust Músíkulof,
Sálmur, Hvítasunnukvæði og
Vókalísa.
Eins og kynnir tók réttilega
fram, var bókhlöðuhljómburðurinn
hannaður til að drepa hljóð en ekki
mikla, og því miður heppilegur fyrir
miðalda gregorssöng, en söngur
hinna fimm karla úr Hljómeyki úr
tíðasöng Sesselju og síðar hinna sex
kórkvenna úr sekvenzíu úr Lárentí-
usarmessu var þrátt fyrir aðstæður
kyrrlátur og stílhreinn. Hið
fjórradda sönglag, Felix ille animi,
sem íljótlega hverfur frá latínu til
móðurmáls („O, þú elskulegi og
minn sætasti lausnari"), er líklega
einstætt í sinni röð, hvað svo sem
kann að hafa verið tii hér á landi
fyrir handritabrennur siða-
skiptaumbyltingar. í fáguðum flutn-
ingi alls Hljómeykisins minnti þetta
fallega litla kórverk einna helzt á
ítalskan lofsöng frá því kringum
1500, „lauda“ (eins og t.d. hin kunna
þrenningarhylling Alta Trinitá
Beata), en þó voru þættir sem bentu
til yngri aldurs, eins og þverstæður
í raddfærslu.
Heyi’ þú oss himnum á, tvíradda
söngafbrigði af íslenzkum kvintsöng
en öllu frjálslegi'a, var síðan sungið
af körlum. Konur sungu þar næst
útsetningu Elínar Gunnlaugsdóttur
á Guðs almáttugs dóttir dýr, er hún
kaus að hafa fyrir kvenraddir ein-
göngu. Var það sérlega falleg út-
setning og byggði mikið á þrávirk-
um tvíundar-bordún undir laglínu
er undir lokin breiddist út í hníg-
Morgunblaðið/Ásdís
STYRKÞEGAR, menningarmálafulltrúi og menningarmálanefnd Hafnarfjarðar.
MENNINGARMÁLANEFND
Hafnarfjarðar afhenti styrki
nefndarinnar í Víðistaðakirkju í
vikunni og var myndin tekin við
það tækifæri. Styrkinn hlutu að
þessu sinni: Aðalheiður Skarp-
héðinsdóttir, Lárus Jón Guð-
mundsson, Lárus Einarsson,
Kammerkór Hafnarfjarðar, Sig-
ríður Ágústsdsóttir, Gaflarakór-
inn, Yngvi Guðmundsson, María
Tréliög’g-
myndir
á Víði-
staðatúni
Á VÍÐISTAÐATÚNI hefur verið
komið fyrir nokkrum tréhögg-
myndum, sem Hafnarfjarðarbær
hefur keypt, eftir Guðjón Krisins-
son frá Dröngum á Ströndum.
Guðjón hefur höggvið myndirnar
úr rekaviði og vann þær í smiðju
sinni í Árbæ í Ölfusi í vetur.
Stór hluti höggmyndanna hef-
ur verið sendur til Grænlans þar
sem þær verða sýndar um miðjan
júní.
Tuttugu og
sjö styrkjum
úthlutað
Eiríksdóttir, Þórunn Stefánsdótt-
ir, Sigríður Erla, Alexía Björg
Jóhannesdóttir, Lúðrasveit Hafn-
arfjarðar, Hjalti Snær Ægisson,
Símon Jón Jóhannsson, Natalia
Chow, Þóra B. Jónsdóttir, Sigrún
L. Bergsdóttir, Jón Kr. Gunnars-
son, Ágúst Georgsson, Stolía, Að-
alheiður Elín Pétursdóttir, Þór
Elís Pálsson, Björn Pétursson,
Gunnar. B. Guðmundsson, Alda
Ingibergsdóttir, Gildisskátar í
Hafnarfírði og Rúnar Brynjólfs-
son.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
UNNIÐ að uppsetningu tréhöggmyndanna. I bakgrunni eru einnig
verk eftir Guðjón Krisljánsson í eigu Hafnarfjarðarbæjar.
andi klasahljóm. Söngur
Hljómeykiskvenna var kyrrlátur og
fallegur.
Útsetningar Jóns Nordal á þrem
þjóðlögum úr Kvæðabók séra Ólafs
Jónssonar á Söndum fyrir blandað-
an kór sem frumfluttar voru í fyrra
voru hér endurfluttar af Hljómeyki.
Þó að stíllinn sé 20. aldar, nær hann
að sameinast ljóðahugsun frumlúth-
ersku á undraverðan hátt. Var túlk-
un Hljómeykis sérlega fáguð og
samstillt, og bar mjúkur þéttleiki
samhljómsins af í lokaerindi 3.
kvæðis („Svoddan eitt sorgar-
kvæði“), er sungið var á fisléttu pí-
anissimói.
Rúsínu í pylsuenda mátti með
sanni kalla frumfiutning Hallveigar
Rúnarsdóttur sóprans og Nóru
Kornblueh sellóleikara á „Lysting
er sæt að söng“, útsetningu Snorra
S. Birgissonar á 4 lögum úr hand-
ritasafni Landsbókasafnsins: „Mús-
íkulofí" til dýrðar St. Sesselju, er
ski-áð er með hóffjaðranótum í 18.
aldar handriti, Sálmi (Lofíð Drottin,
þér heiðnar heimsins þjóðir, Hvíta-
sunnukvæði eftir séra Jón Magnús-
son (1601-75) og að lokum lagi úr
Hymnodia Sacra, er Snorri nefnir
Vókalísu, enda texta sleppt.
„Alglaðir allir senn / upphefjum
hijóðin skær“ hét í upphafi Músíku-
lofsins, og mætti halda að hér væri
vísað til silfurbjölluraddar Hallveig-
ar, er söng allt verkið með birtu og
tandurhreinum tærleika við vel út-
færðan sellóundirleik. Sellópartur-
inn var bráðskemmtilega saminn og
gekk upp í frumlega en sannfær-
andi sameiningu nútíðar og fortíðar,
og tókst þó sérstaklega vel til að því
leyti í Hvítasunnukvæðinu. Er
óhætt að kalla þetta einfalda en
meistaralega vei gerða og túlkaða
verk sérlega heillandi lokaatriði á
óvenju eftirminnilegri handritasýn-
ingaropnun.
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Hallgrímur
FRIÐRIK Vignir Friðriksson,
skólastjóri Tónlistarskólans,
fékk afhent gjafabréf frá Rósant
Rósantssyni, talsmanni hollvina-
samtakanna.
Hollvina-
samtök
tónlistar-
skólans
GrundarQörður. Morgunblaðið.
í GRUNDARFIRÐI hafa nokkrir
einstaklingar tekið sig saman og
stofnað eins konar hoilvinasamtök
tónlistarskólans. í vor var safnað fé
til hljóðfærakaupa fyrir skólann og
safnaðist ein milljón króna hjá fyr-
irtækjum og einstaklingum. Fyrir
þessa fjárhæð var hægt að kaupa
fimm fiðlur, tvo saxófóna, tvær
básúnur, þrjár harmonikkur,
bassagítar, ýmsar trommur og
túbu. Var þetta kærkominn stuðn-
ingur við skóiann og eykur fjöi-
breytni í tónlistarkennslu á staðn-
um.
Allt fyrir áhorfíð
KviKfiiYíimir
Bfóborgin
BRJÁLUÐ BORG
(„MAD CITY“) irk
Leikstjóri Costa-Gavras. Ilandrit
Tom Matthews, e. sögu Erics Willi-
ams. Tónlist Thomas Newman. Kvik-
myndatökustjóri Patrick Blossier.
Aðalleikendur Dustin Hoffman, John
Travolta, Mia Kirshner, Robert
Prosky, Alan Alda, Ted Levine, Blyt-
he Danner. 115 mín. Bandarísk.
Warner Bros 1997.
FJÖLMIÐLAFÁRIÐ er í
brennidepli í Brjálaðri borg og við
stýrið er Costa-Gavras, (Z), sem
ætti að vera manna best fallinn til að
koma því til skila á kröftugan hátt.
Það gengur upp og ofan.
Dustin Hoffman leikur Max
Brackett, fyrrverandi fréttamann
hjá stóru stöðvunum, sem lenti í
árekstri við yfirmann sinn (Alan
Alda) í beinni útsendingu og er nú i
útlegð við héraðssjónvarp í Kali-
forníu. Dag einn er hann að sinna
ómerkilegri frétt á héraðsbókasafn-
inu er atburðarásin snýst honum
óvænt í hag; hann er staddur í miðju
gíslamáli. Sem telst afar eftirsókn-
arvert hlutskipti manns í hans fagi.
Sam Baily (John Travolta),
brottrekinn öryggisvöi'ður með ekk-
ert of mikið á milli eyrnanna, kemui'
aðvífandi, vopnaður haglabyssu og
sprengiefni til ná frekar athygli
fyrrverandi yfirmanns síns, safn-
stjórans (Blythe Danner). Eitt leiðir
af öðru, meinleysinginn Baily er
skyndilega kominn í vond mál, búinn
að slasa fyrrverandi vinnufélaga
sinn lífshættulega og loka barnahóp
inná safninu. Gamli fréttahaukurinn
nýtir í fyrstu aðstöðu sína útí ystu
æsar, sem skotpall til fyrri frama.
Hans betri maður tekur smám sam-
an völdin, fær samúð með lítilmagn-
anum.
Mymdin fer mjög vel af stað, þeir
Hoffman og Travolta eru báðir sér-
staklega traustvekjandi í hlutverk-
um sínum. Dustin sýnir enn og aftur
hversu magnaður leikari hann er.
Túlkar óaðfínnanlega umskipti
Bracketts frá gráðugum fréttahauk
sem einskis svífst, yfir í mann sem
hefur óbeit á strfí sínu, og að lokum
sjálfum sér. Travolta flaggar
óvæntri hiið lítilmagna sem að öllu
jöfnu gi'einist ekki úr hjörðinni.
Verður síðan, sem hendi sé veifað,
fjölmiðlamatur á landsvísu. Kom tii
að verja heiður sinn en verður eftir-
sótt augnabliks áhorfsefni og ógæfu-
maður. Ræður ekki við framvind-
una, fer útaf laginu. Travolta er
ósvikinn minnipokamaður og dettur
gjörsamlega inní persónuna, hennar
ytri sem innri mann. Thomas
Newman sannar, líkt og í Óskari og
Lúcindu, annarri mynd sem verið er
að sýna í borginni, að hann er að
koma sér fyrir í hópi bestu kvik-
myndatónskálda samtímans. Robert
Prosky leikur héraðsfréttastjórann,
alltaf jafn góður. Tom Levine sem
lögreglustjórinn og Alan Alda báðir
traustir. Mia Kirshner gerir einnig
góða hluti í túlkun nýliða í frétta-
mannastétt sem „selur sína sál fyrir
gi’autarskál".
Þessi ágæti mannskapur setur
svip sinn á Brjálaða borg, en því
miður bregðast handritshöfundur-
inn Tom Matthews og leikstjórinn
Costa-Gavras. Handritið er lang-
dregið, skrykkjótt og ómarkvisst.
Myndin sveiflast á milli ádeilu á
óforskömmuð vinnubrögð frétta-
miðla í vesturheimi, sem hugsa um
áhorfið númer 1, 2 og 3 - mannlega
hliðin skiptir ekki máli - satíru og
drama. Travolta-persónan líður
mest fyrir sveiflurnar, undir lokin er
Sam Baily orðinn gjörsamlega
ósannfærandi og aðstæðurnar líka.
Costa-Gavras og Matthews reyna að
vekja okkur til umhugsunar um
hverskonar óargadýr sjónvai'psmið-
illinn getur orðið, og tekst það iengi
vel. Missa tökin á lengd og gildi
áherslna og fara að lokum offari í
sögu sem reynist, þegar upp er stað-
ið, hafa oft verið betur sögð.
Sæbjörn Valdimarsson