Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 80
ÍSLANDSFLUG gorir fteirum fsert aó fljúga 570 8090 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 FÓSTHÓLF3040, NETFANG: R1TSTTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Keflavíkur- flugvöllur Landgangur féll niður „Galina er sann- kölluð dívau RIJSSNESKA sópransöngkonan Galina Gorchakova söng sig inn í hjörtu gcsta á tónleikum Lista- hátíðar í Reykjavík í Háskóla- bíói í gærkvöld svo að fagnaðar- látum ætlaði aldrei að linna. Galinu hefur verið líkt við Maríu Callas og stundum er hún kölluð rödd 21. aldarinnar. Galina er vafalaust ein fremsta söngkona sem sótt hefur Islendinga heim en hún hefur sungið í mörgum af sögufrægustu óperuhúsum heims, svo sem Covent Garden, Metropolitan, Bastillu-óperunni, Þjóðaróperunni í Vínarborg, Kölnaróperunni og La Scala. Jón Ásgeirsson, tónlistargagn- rýnandi Morgunblaðsins, segir í dómi um tónleikana í gærkvöld: „Galina Gorchakova er sannköll- uð „díva“, sem ræður yfir mikl- um raddstyrk, svo að það hlýtur að vera mikil upplifun að heyra hana með hljómsveit í einhverri af átakasenum óperubókmennt- anna. Þéttleiki raddarinnar á öllum styrkleikasviðum, tónsvið- ið í heild, túlkun og mótun tón- hendinga er í þeim gæðaflokki, sem aðeins snillingar hafa á valdi sínu.“ Jón segir að tónleik- amir eigi eftir að lifa lengi með þeim sem á hlýddu. ■ Seiðmagnaður/38 Morgunblaðið/Ásdís ÞAÐ óhapp varð þegar verið var að keyra landgang að þotu Atlanta sem lenti á Keflavíkurflugvelli um helgina að keðja í landganginum slitnaði með þeim afleiðingum að hann féll niður. Engin slys urðu á mönnum og í stað landgangsins var gripið til stigabfls til þess að koma mann- skapnum, sem voru flugáhafnir frá Atlanta, frá borði. Að sögn Omars Ingvarssonar, umsjónarmanns Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, hefur Vinnueftirlit ríkisins málið til athugunar. Skipting á kolmunnakvóta NEAFC Byggt á veiðireynslu BYGGT verður m.a. á veiðireynslu þegar skipt verður upp veiðiheimild- um á kolmunna innan Norðaustur- Atlantshafsnefndarinnar, NEAFC. íslendingar hafa lítið gefíð sig að veiðum úr þeim stofni. Kolmunna- veiðar við íslands hafa verið slitrótt- ar en á síðasta ári veiddust um 10.500 tonn. Snorri Rúnar Pálmason í sjávarút- vegsráðuneytinu á sæti í vinnuhópi sem farið hefur yfír gögn sem hafa þarf í huga þegar og ef kemur að því að skipta upp veiðiheimildum úr kolmunna- og makrílstofnunum. Vinnuhópurinn mun væntanlega skila yfirliti í tengslum við aðalfund NEAFC sem haldinn verður i nóvem- ber. Snorri Rúnar segir að íslendingar hafi lítið gefið :úg að veiðum úr þess- um stofnum. ,Á móti kemur að þessar tegundir hafa veiðst innan okkar lög- sögu og það gefur okkur spil á hendi.“ ■ Stjórnun/Dl Pavarotti vill syngja með Björk „EINSTÖK rödd. Ég vona að við getum komið fram saman einn góðan veður- dag,“ sagði ítalski tenórinn Luciano Pavarotti um Björk Guðmundsdóttur í samtali við danska blaða- manninn Peter Bennett. Pavarotti ræðir í samtal- inu m.a. samstarf við popp- stjörnur, sem hann segir að margir unnendur sí- gildrar tónlistar kunni ekki að meta. „En við alla þessa gagnrýnendur vil ég segja, að ég held að þetta sé rétta leiðin til að koma klassískri tónlist til stærri áhorfendahóps. Ég geri einskonar samning við tón- listarunnendur, sem ekki þekkja óperuna; ég syng dálitið af ykkar tónlist ef þið hlustið á dálítið af minni.“ Þá víkur Pavarotti að tónleikum tenóranna þriggja; Domingo, Carrer- as og Pavarottis og segir, að hann telji tónleika þeirra í París 20. júlí ekki verða þeirra síðustu sam- an. ■ „Popperukonungurinn“/39 _ Bflasalan svipuð nú og allt árið 1994 SALA á nýjum fólksbílum jókst um tæp 40% í maí síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Alls seldust 1.449 nýir fólksbflar en 1.036 bílar í maí 1997 sem er 39,8% aukning. Fyrstu fimm mánuði árs- ins hafa selst 5.225 nýir fólksbílar en á sama tímabili í fyiTa seldust 5 2M.026 bflar. Söluaukningin það sem af er þessu ári er því tæp 30%. Sé miðað við að meðalverð á fólksbfl sé 1,5 milljónir kr. hafa landsmenn keypt bfla íyrir rúma 7,8 milljarða kr. það sem af er árinu. Salan gæti farið yfir 13.000 bfla Allt árið í fyrra seldust 10.146 nýir fólksbílar. Haldist söluaukn- ingin um 30% verður bflasalan á þessu ári tæplega 13.200 bflar. Bflasalan nú, íyrstu fimm mánuði ársins, 5.225 bílar, slagar hátt í alla bflasölu ársins 1994 þegar 5.390 nýir fólksbflar seldust. Mesta markaðshlutdeild í fólks- ^bílum það sem af er árinu hefur Toyota, 17,3%, VW, 9,9%, og Niss- an, 9,1%. Sá elsti sem fer holu í höggi MAGNÚS Guðmundsson, fyrrverandi flugstjóri, fór holu í höggi á Nesvelli i gær. Hann verður 82 ára eftir tvo mánuði og er elsti íslending- urinn sem fer holu í höggi. Hann náði draumahögginu á 2. braut, sem er 120 metrar og notaði 7-járn. Tölvunefnd gerir alvarlegar athugasemdir við IE og samstarfslækna • • Oll vinnsla bönnuð með- an gerðar verði úrbætur TÖLVUNEFND gerir mjög alvarlegar at- hugasemdir við erfðarannsóknir sem unnið er að á vegum íslenskrar erfðagreiningar hf. og samstarfslækna fyrirtækisins. Þetta kemur fram í bréfi sem Tölvunefnd hefur sent IE og hópi samstarfslækna hennar. I bréfinu segir að fulltrúar Tölvunefndar hafi farið í eftirlitsferð í aðsetur ÍE 27. maí síðastliðinn og komið hafi í ljós að alvarlegir misbrestir eru á að sam- starfslæknarnir og ÍE fari að þeim skilmálum sem Tölvunefnd setti til að tryggja persónu- vernd þess fólks sem tekur þátt í umræddum ' erfðarannsóknum. í bréfinu veitir Tölvunefnd frest til 20. júní á meðan gerðar verði úrbætur og séð til þess að í hvívetna verði farið að þeim tilmælum sem nefndin hefur sett um framkvæmd umræddra rannsókna. „Fram að þeim tíma er öll frekari vinnsla óheimil,“ segir í bréfinu. Tekið er fram að ef ekki verði orðið við tilmælum nefndarinn- ar megi vænta þess án frekari viðvarana að gripið verði til þess að-eyða gögnum, stöðva vinnslu eða beita öðrum úrræðum skv. lögum. Starfsmenn ÍE vinna með hin nafngreindu gögn Tölvunefnd bendir á í bréfinu að allar heimildir sem hún hefur veitt til rannsókna sem unnar eru í samstarfi við ÍE byggist á þeirri forsendu að sam- starfslæknar fyrirtækisins beri ábyrgð á varð- veislu og trúnaði allra gagna um sína sjúklinga og ábyrgist að engin persónutengd eða persónutengj- anleg gögn berist öðrum og óviðkomandi aðilum. „I ljós kom að það sem vinnuferlið gerir ráð fyrir að unnið sé af samstarfslæknum er í raun unnið af Islenskri erfðagreiningu hf. Athugunin sýndi að það eru starfsmenn Islenskrar erfða- greiningar hf. sem vinna með hin nafngreindu gögn en hvorki samstarfslæknarnir (ábyrgðar- menn rannsóknanna) né fólk sem starfar í þeirra umboði. Þá leiddi athugun Tölvunefndar og í ljós að sá starfsmaður sem þar er i forsvari hafði aldrei séð skilmála Tölvunefndar og þekkti ekki efni þeirra. Er ljóst að við slíkar aðstæður er úti- lokað að samstarfslæknarnir geti ábyrgst fulla vernd þeirra upplýsinga sem þeir bera ábyrgð á gagnvart sínum sjúklingum eða það öryggi sem ætla verður að sjúklingar þeirra og aðrir þátttak- endur treysti á,“ segir m.a. í bréfinu. Trúnaðarbrestur hefur áður átt sér stað „Tekið skal fram að Tölvunefnd lítur mál þetta mjög alvarlegum augum. Er málið sérstaklega alvarlegt þegar haft er í huga að svipaður trúnað- arbrestur hefur áður átt sér stað, sbr. að í síðustu eftirlitsheimsókn nefndarinnar í fyrirtækið (25. nóvember 1997) kom í ljós að ýmsu var ábótavant varðandi öryggi gagna og m.a. reyndust starfs- menn ÍE hafa undir höndum sjúklingalista frá SÁÁ,“ segir ennfremur í bréfi Tölvunefndar. ■ Alvarlegir misbrestir/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.