Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný dómstólalög taka gildi 1. júlí Dómstólaráð sér um stjórnsýslu héraðsdómstóla B-757-300 hleypt af stokkunum Seattle. Morgunblaðið. DÓMSTÓLARÁÐ, skipað fimm mönnum, tekur til starfa 1. júlí nk. þegar ný dómstólalög taka gildi. Auk ráðsins hefur verið skipað í nefnd um dómarastörf og nefnd um hæfí héraðsdómara og tekur sú skipan gildi um leið og lögin. Dómstólaráð sér um stjómsýslu héraðsdómstólanna eftir gildistöku laganna. í lögunum segir m.a. um hlutverk ráðsins að það fari með fjárreiður héraðsdómstóla, geri til- lögur til dómsmálaráðherra um sameiginlega fjárveitingu til þeirra og skipti á milli þeirra fé sem þeir fá á fjárlögum. Ráðið ákveður fjölda dómara og annarra starfsmanna við hvem héraðsdómstól og setur al- mennar reglur um flutning dómara á milli þeirra. Ráðið safnar upplýs- ingum um fjölda og afgreiðslu mála við héraðsdómstóla og gerir eftir þörfum ábendingar af því tilefni og stuðlar að öðm leyti að því að gætt sé skilvirkni og hraða við rekstur dómsmála. Ráðið kemur fram gagn- Lögreglan hafði samband við Sverri RANNSÓKNARDEILD lög- reglunnar í Reykjavík hafði samband við Sverri Her- mannsson, fyrrverandi banka- stjóra, í fyrrakvöld í fram- haldi af orðum sem hann lét falla í útvarpsfréttum fyrr um daginn, en þar sagði Sverrir m.a. að hann hefði ekkert við það fólk að tala sem hefði barist gegn sér, næst væri að draga fram haglabyssuna. Guðmundur Guðjónsson yf- irlögregluþjónn sagði að í framhaldi af þessum ummæl- um Sverris hafí lögreglan skoðað málið. ,^Að þeirri rann- sókn lokinni sáum við ekki ástæðu til neinna aðgerða,“ sagði Guðmundur. Sverrir staðfesti að lögreglan hefði haft samband við sig í fyrra- kvöld en vildi ekkert tjá sig um málið. vart stjómvöldum og öðrum í þágu héraðsdómstólanna sameiginlega og gerir tillögur um það sem getur orðið til úrbóta í störfum héraðs- dómstóla eða löggjöf sem um þá gildir. Dómstólaráð á skv. lögunum að gefa út ársskýrslu um starfsemi sína og héraðsdómstólanna. Ráðið hefur verið skipað þeim Sigurði Tómasi Magnússyni og Val- tý Sigurðssyni, sem voru kosnir úr hópi héraðsdómara, dómstjórar kusu Frey Ófeigsson og Friðgeir Bjömsson og fulltrúi ráðherra er Snjólaug Ólafsdóttir, forstöðumað- ur íslensku ráðherraskrifstofunnar hjá Norðurlandaráði. Nefndir um hæfi og störf dómara Nefnd um hæfí héraðsdómara hefur verið starfandi og starfar áfram á sama girnnni og verið hefur. Hana skipa frá 1. júlí Þórunn Guð- mundsdóttir, tilnefnd af Lögmanna- félaginu, Sigríður Ingvarsdóttir, til- nefnd af Dómarafélaginu, og Hrafn Bragason, tilnefndur af Hæstarétti. I nefnd um dómarastörf hafa ver- ið skipuð Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari, tilnefndur af ráðherra, formaður, Helgi I. Jóns- son héraðsdómari, tilnefndur af Dómarafélagi íslands, og Sigurður Líndal prófessw, tilnefndur af laga- deild Háskóla Islands. Nefnd um dómarastörf setur m.a. almennar reglur um hvers konar aukastörf geti samrýmst embættisstörfum dómara og reglur um að hvaða marki samrýmanlegt sé embætti dómara að hann eigi hlut í félagi eða atvinnufyrirtæki. Kvörtunum þeirra, sem telja að dómari hafí gert á hlut sinn með störfum sínum, skal beint til nefnd- ar um dómarastörf og telji nefndin slíka kvörtun tæka til meðferðar skilar hún rökstuddu áliti um málið. Nefndin getur fundið að störfum viðkomandi dómara eða veitt hon- um áminningu. BOEING-verksmiðjumar hleyptu af stokkunum síðastlið- inn sunnudag nýrri þotu, B-757- 300, að viðstöddum fulltrúum tveggja fyrstu kaupendanna, sem eru Flugleiðir og þýska leiguflugfélagið Condor, og fjölda starfsmanna. Þýska félag- ið, sem hefur pantað 12 þotur, fær þá fyrstu afhenta í janúar 1999 og Flugleiðir fá sína í árs- byijun 2001 en fyrirtækið hefur ákveðið kaup á tveimur. „Við erum ánægð með að þessi tvö evrópsku fyrirtæki skuli hafa sýnt þessa framsýni að vera fyrstu kaupendur," sagði Tom Basacchi, yfirmaður sölu Boeing í Evrópu við athöfn- ina. Row Woodard, forstjóri Boeing, kvaðst vona að banda- rísku flugfélögin sigldu í kjölfar- ið þegar þotan væri komin í gagnið. „Flugleiðir hafa verið að leita leiða til að lækka kostnað, sér- staklega í fluginu yfir N-Atlants- hafið og þess vegna höfum við síðustu misserin rætt við full- trúa Boeing um hvað tæki við af henni,“ sagði Hörður Sigur- gestsson, stjómarformaður Flugleiða, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins við at- höfnina í Seattle. „Við höfum líka verið að leita að stærri vél, t.d. fyrir New York og Baltimore, og þetta varð til þess að Flugleiðir ásamt Condor hófu viðræður við Boeing um að smíða vél sem væri hagkvæmari en þær sem við erum með núna.“ Aukin tíðni ferða til New York, Baltimore og Boston Hörður sagði viðræður við Boeing hafa staðið lengi áður en kaupin á 757-300 vom afráðin og ýmsir möguleikar skoðaðir. Flugleiðir fá sínar þotur afhent- ar 2001 og 2002. „Þetta er hugsað þannig að við emm að auka tíðnina á New York, Baltimore og Boston og ef við gemm ráð fyrir að vöxtur verði almennt 5% á næstu 4 ár- um myndi það þýða að 300-gerð- in myndi þá henta þar sem 200- gerðin dugar í dag og þess vegna er þessi tímasetning ákveðin,“ sagði Hörður. B-757-300-gerðin er 7,10 metmm lengri en 200-gerðin og tekur um 40 fleiri farþega. For- stjóri Condor, Pietman Kirchner, staðhæfði við athöfn- ina að kostnaður á hvert far- þegasæti væri sá lægsti af sam- keppnisfærum þotum og lægri en hjá mörgum breiðþotum. Flugprófanir eiga að hefjast í júlí og verða notaðar í það þijár fyrstu þotumar. Morgunblaðið/Jóhannes Tómasson LEIFUR Magnússon, framkvæmdasljóri þróunarsviðs, Hörður Sigurgestsson, sljórnarformaður, Kristinn Halldórsson, yfirmaður viðhaldsstöðvar, og Joe Herron, fulltrúi Flugleiða hjá Boeing, fyrir framan nýju vélina. 35 ára karlmaður flutti til landsins 130,5 grömm af amfetamíni í iðrum sér Dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi 35 ÁRA karlmaður var í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir innflutning á 130,5 grömmum af amfetamíni frá Amsterdam hinn 14. janúar sl. Mað- urinn hafði gengist við innflutningi en ekki sölutilgangi. Hinn 14. janúar sl., kl. 15 30, kom ákærði til landsins með flugvél frá Amsterdam. Hann kvaðst ekkert hafa meðferðis sem sér þætti skylt að gefa upp við tollgæslu. Tollgæsl- an á Keflavíkurflugvelli tók hann til skoðunar. Ekkert fannst við hefð- bundna leit en við röntgenskoðun kom í Ijós aðskotahlutur í enda- þarmi. Ákærði kvaðst einungis vera þar með eina pakkningu og losaði hann sig við hana. Síðan kannaðist hann við að vera með aðra en að lokum komu alls fímm pakkningar í ljós. Við rannsókn reyndust þar vera 130,5 grömm af amfetamíni. Tekið var sýni til greiningar og reyndist magn amfetamínsúlfats í því 74% sem svarar til 54% af am- fetamínbasa. Ákærði synjaði fyrir sölu fíkniefna. Hinn 15. janúar sl. gekkst ákærði við innflutningi am- fetamíns, sem hann taldi liðlega 100 grömm. Ákærði kvaðst hafa keypt efnið fyrir 1.300 gyllini til eigin nota. Ákærði gaf skýrslu fyrir dómin- um efnislega samhljóða því sem að ofan greinir. Hann segist hafa farið i helgarferð til Amsterdam á fóstu- degi sér til skemmtunar, verið í am- fetamínneyslu í ferðinni og farið að reyna að verða sér úti um efnið. Hann kveðst hafa hitt mann á bar og keypti af honum amfetamín íyrir sem svarar um 45.000 krónum en þá hafði kviknað sú hugmynd með ákærða að spara sér kaup á efninu hér heima en hann kveðst neyta amfetamíns að staðaldri. Hann kveðst hafa pakkað efninu inn í einnota gúmmíhanska og komið því fyrir í endaþarmi. Hann viðurkenn- ir að hafa neitað sök í byrjun en segist hafa komist að samkomulagi við aðstoðarlandlækni um að gang- ast við þessu. Hann segist ekki hafa vitað nákvæmlega um magn efnis- ins en rengir ekki að það sé 130,5 g. Hann segist ekki hafa vitað um styrkleikann, segir það ekki hafa komið til tals. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að um var að ræða sterkara efni en hér er á markaði. Samkvæmt því sem rakið hefur verið telst fullsannað, með játningu ákærða og sýnilegum sönnunar- gögnum, að ákærði hafí flutt 130,5 grömm af amfetamíni til landsins eins og greinir í ákæru. Þegar litið er til styrkleika efnisins, magns þess og allra aðstæðna þykir annað ekki verða álitið en að ákærði hafí ætlað efnið til sölu að verulegu leyti. Telst ákærði því hafa framið brot það sem honum er gefíð að sök, að því er fram kemur í dómn- um. Ákærði hefur sjö sinnum sætt refsingum samkvæmt sakavottorði. Hinn 23. maí 1997 hlaut hann 6 mánaða fangelsisdóm fyrir brot á 1. mgr. 226. gr. almennra hegning- arlaga og lögum og reglum um ávana- og fíkniefni og hinn 17. október sl. hlaut hann 70.000 króna sekt fyrir umferðar- og fíkniefna- brot og var sviptur ökurétti frá 17. október 1997. Hinn 13. febrúar sl. hlaut hann loks 50.000 króna sekt, hegningarauka, fyrir fíkniefnabrot og var lögreglustjórasátt 6. desem- ber 1996 fyrir sakarefni sem ákært var út af felld úr gildi með dómin- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.