Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 49
AÐSENDAR GREINAR
Undirritum Kyoto-bókunina!
NÚ HAFA öll ríki
Vestur-Evrópu, að Is-
landi undanskildu,
undirritað Kyoto-bók-
unina við Ramma-
samning Sameinuðu
þjóðanna um loftslags-
breytingar. Innan vé-
banda OECD eru það
einungis Bandaríkin
sem verma tossabekk-
inn með Islendingum.
Illu heilli hefur ríkis-
stjórn Islands markað
þá stefnu að undirrita
ekki fyrr en séð verður
hvort gengið verður að
kröfum þess efnis að
allar meiri háttar fjár-
festingar í stóriðju hér á landi
verði undanþegnar ákvæðum
Kyoto-bókunarinnar.
Kyoto-bókunin kveður á um að
losun gróðurhúsalofttegunda í iðn-
ríkjunum - samtals 38 að tölu -
skuli vera 5,2% minni að meðaltali
á tímabilinu 2008-2012 en viðmið-
unarárið 1990. Island, hins vegar,
fær að auka losun sína um 10% á
sama tímabili. Þar með fékkst við-
urkennd sú sérstaða að endumýj-
anleg orka er nýtt í mun meiri
mæli hér en annars staðar, þó svo
að losun gróðurhúsalofttegunda á
íslandi sé vart minni á hvem íbúa
en gerist í aðildarríkjum Evrópu-
sambandsins.
Þessi tilhliðrun dugði þó engan
veginn til að mæta kröfum ís-
lenskra stjórnvalda enda ljóst að
árið 2010 stefnir í 26% aukningu á
losun gróðurhúsalofttegunda mið-
að við 1990. Þvi var samþykkt sér-
stakt ákvæði að kröfu Islands, sem
tekur til áhrifa stórra verkefna á
heildarlosun lítilla hagkerfa á borð
við hið íslenska. Það er
útfærsla þessa ákvæðis
sem verður meðal ann-
ars samið um í Bonn
dagana 2.-12. júní og á
4. fundi aðildarríkja
Rammasamningsins í
Buenos Aires í nóvem-
ber í ár.
Hætt er við að sú
stefna, að undirrita
ekki Kyoto-bókunina,
muni fremur skaða
samningsstöðu Islands
en bæta. Undirritun
felur ekki í sér að Is-
land afsali sér samn-
ingsrétti um hvernig
hið íslenska ákvæði
verður útfært. Undirritun er öðru
fremur viljayfirlýsing af hálfu Is-
lands um að stjórnvöld hér vilji ná
þeim markmiðum sem þjóðir
heims hafa sett sér með Kyoto-
bókuninni. Líkt og þær þjóðir sem
þegar hafa undirritað, þó enn sé
ekki útkljáð um fjölda atriða í
samningaviðræðum milli aðildar-
ríkja Rammasamningsins. Ekkert
hindrar því Island að setja nafn
sitt undir þann árangur sem náðist
í Kyoto, enda verður Kyoto-sam-
komulagið ekki lagalega bindandi
fyrir ísland fyrr en Alþingi hefur
staðfest það.
Óskynsamlegt er fyrir íslensk
stjórnvöld að draga lappirnar í
þessu mikilvæga máli. Slík stefna
vinnur Islandi enga samúð í þeirri
erfiðu samningsstöðu sem fyrir er
og líklega gerir það mun erfiðara
fyrir önnur ríki taka undir mál-
ilutning íslands.
Auðséð er hverjum þeim sem
hefur kynnt sér stefnu íslands á al-
þjóðavettvangi, að sá árangur sem
náðst hefur í því augnamiði að
tryggja hagsmuni landsins varð-
andi verndun og nýtingu auðlinda
byggir á jákvæðri og uppbyggi-
legri þátttöku íslands í samstarfi
þjóða. Hafréttarsáttmálinn er
besta dæmið um það. Einnig má
nefna undirbúningsvinnu að al-
þjóðlegum, lagalega bindandi sátt-
mála um þrávirk lífræn efni þar
sem töluverður árangur hefur
náðst, þökk sé framlagi Islands.
Dæmi um hið gagnstæða er
gjaldþrot hvalveiðistefnu stjórn-
valda, sem líkast til hefur kostað
þjóðina miklar fjárhæðir og álits-
hnekki, fyrir utan bakslag í um-
hverfismálaumræðu innanlands,
sem vart verður metið til fjár.
Veraldarsýn utanríkisráðherra i
Hætt er við, segir Árni
Finnsson, að þessi
stefna muni fremur
skaða samningsstöðu
Islands en bæta.
umhverfismálum virðist því miður
enn takmarkast af því sjónarhomi
sem gefst þegar horft er í gegnum
sigtið á hvalskutulbyssu. A al-
mennum fundi á kynningarfundi
um orkumál á Egilsstöðum hinn
13. maí sl. líkti hann kröfum um að
Island undirriti Kyoto-bókunina
við að Islendingar „lúffi fyrir út-
lendingum“. Iðnaðarráðherra tók í
sama streng þegar hann ásakaði
Hjörleif Guttormsson um að vilja
„leggjast flatur fyrir útlending-
um“.
Þetta er vitaskuld reginmisskiln-
ingur á eðli og inntaki alþjóðlegs
samstarfs í umhverfismálum. Eða,
ætla íslensk stjómvöld verja stór-
aukna losun gróðurhúsaloftteg-
unda í þágu stóriðju hér á landi
með sams konar rökum og Indverj-
ar beita nú til að verja tilraunir sín-
ar með kjarnavopn? Nefnilega að
þeir hafi ekki undimtað samning
um bann við kjarnorkuvopnatil-
raunum og séu því ekki bundnir af
honum.
Spurningin snýst um það hvort
íslendingar vilji vera þjóð meðal
þjóða. Þjóð sem tekur á sig skuld-
bindingar og fómir í þeim málum
sem varða umhverfisvernd líkt og
við gemm kröfur um til annarra
þjóða varðandi vemdun sjávar
gegn mengun. Þegar til lengri tíma
er litið kunna slíkar fórnir að reyn-
ast dýrmæt fjárfesting og nægir að
nefna framtíðarmöguleika við nýt-
ingu vetnis til að knýja bíla og skip.
Sérstaða Islands byggir öðm
fremur á knýjandi nauðsyn þess að
koma í veg fyrir óafturkræfar
hnattrænar breytingar á lífríkinu
af völdum loftslagsbreytinga,
mengun sjávar, rányrkju, eyðingu
ósonlagsins og vemdun líffræði-
legs Qölbreytileika. Vemdun ís-
lenskrar náttúm er það fordæmi
sem við viljúm og verðum að veita
öðmm þjóðum. Mikilvægur hluti
þess starfs er að taka heilshugar
þátt í alþjóðlegu umhverfisvernd-
arstarfi. Það væri Islandi til mikils
framdráttar á yfirstandandi undir-
búningsfundi í Bonn fyrir 4. þing
aðildarríkja Rammasamningsins í
Buenos Aires ef Island undirritar
Kyoto-bókunina nú þegar.
Höfundur situr í stjóm Náttúru-
vemdarsamtaka íslands.
Árni
Finnsson
Mikfá úrval af
falleguiti púififatiiðái
SköljvOrB<is«g II Simi 551 4050 Rrykjavik
Gul blóm
ö
Alltaf fenkt... Sc/CCf
VARAHLUTIR
AUKAHLUTIR
Hjálmar, barnastólar, grifflur,
blikkljós, bjðllur, hraöamælar,
brúsar, töskur, slöngur, skít-
bretti, Ijós, bögglaberar, stand-
arar, demparagafflar, stýris-
endar, dekk, hjólafestingar á
bíla og margt fleira.
íl
-Vt:.
BR0NC0 og DIANIOND 16“ og 20“
fjallahjól barna með fótbremsu,
skítbrettum, standara, keðjuhlíf og gliti.
Stráka- og stelpu stell.
5 ára 16“ frá kr. 11.500. stgr. 10.925.
6 ára 20“ frá kr. 12.500. stgr. 11.925.
SCOTT FJALLAHJÓL með dempara.
PURGATORY 21 gírs með Shimano
ACERA. Verð 39.900, stgr., 37.905.
YECORA 21 gírs með Shimano STX
gírum, RST 360 gaffli, V-bremsum og
álstelli. Verð 50.500, stgr. 46.900.
FULL BÚÐ AF HJÓLUM
Á FRÁBÆRU VERÐI
BR0NC0 PR0 TRACK 24“ og 26“ 21
gírs fjallahjól á mjög góðu verði. Shima-
no gírar, Grip-shift, átaksbremsur, ál-
gjaröir, brúsi, standari, glit, gírahlíf og
keðjuhlíf. 24“ fjólublátt og 26“ grænt.
24“ Verð kr. 22.900, stgr. 21.755
26“ Verð kr. 23.900, stgr. 22.705
VIVI barnahjól, með hjálpardekkjum og
fótbremsu. Létt, sterk og meðfærileg
barnahjól. Karfa og dúkkusæti.
Frá 3 ára 12,5“ kr. 9.700, stgr. 9.215.
Frá 4 ára 14“ kr. 10.900, stgr. 10.355.
BRONCO TRACK 20“ 6 gíra með Shima-
no gírum og Grip-Shift. Átaksbremsur,
álgjarðir, standari, brúsi, glit, gírahlíf og
tvöföld keðjuhlíf.
Verð kr. 17.900, stgr. 17.005
VIVI barnahjól, með hjálpardekkum og
fótbremsu. Létt, sterk og meðfærileg
barnahjól. Margar fleiri gerðirtil.
Frá 3 ára 12,5“ kr.11.400, stgr. 10.830.
Frá 4 ára 14“ kr. 11.700, stgr. 11.115.
SC0TT TIMBER, vandað 21 girs hjól
með Shimano gírum, álgjörðum, átaks-
bremsum og fleiru. Auk þess mikið úrval
af SC0TT hjólum af ýmsum gerðum.
Verð frá kr. 25.900, stgr. 24.605.
DIAMOND SAHARA 24“ 18 gíra fjalla-
hjól með skítbrettum og bögglabera á
frábæru verði. Shimano gírar, álgjarðir,
átaksbremsur, brúsi, standari, glit, gíra-
hlíf og keðjuhlif. Verð kr. 24.900,
stgr. 23.655
BRONCO PRO TRACK 24“ og 26“ 21 gírs
fjallahjól á mjög góðu verði. Shimano
gírar, Grip-shift, átaksbremsur, álgjarðir,
brúsi, standari, glit, gírahlíf og keðjuhlíf.
24“ Verð kr. 22.900, stgr. 21.755
26“ Verð kr. 23.900, stgr. 22.705
BRONCO TRACK 26“ 18 gírs fjallahjól á
ótrúlega góðu verði. Shimano gírar,
átaksbremsur, álgjarðir, brúsafesting,
standari, glit, gírahlíf og keðjuhlíf. Bæði
herra- og dömustell. Verð áður kr.
22.900 Tilboð kr. 19.500, stgr. 18.525
DIAMOND EXPEDITION 26“ 21 gírs
fjallahjól meö skítbrettum og bögglabera
á frábæru verði. Shimano gírar, EZ-fire,
átaksbremsur, álgjarðir, brúsi, standari,
glit, girahlíf og keðjuhlíf. Herra svart og
dömu dökkrautt. Með Grip-shift, herra
dökkblátt og dömu milliblátt.
Verð aðeins kr. 26.900, stgr. 25.555
Viðurkenndir reiðhjólahjálmar frá HAM-
AX og Brancale. Auðvelt að stilla stærð
með stillanlegu bandi aftur fyrir hnakka.
Mjög léttir og meðfærilegir. Hamax
með skyggni kr. 2.990, stgr. 2.840.
Brancale, barna frá kr. 2.300 og full-
orðins frá kr. 2.600
Barnastólar frá HAMAX í Noregi, viöur-
kenndir stólar með öruggri tvöfaldri fest-
ingu á hjól. Örugg festing fyrir bamið
með axlaólum og fótstigi og teinavörn.
Bike Rider Lux kr. 4.700, stgr. 4.465
KISS frá kr. 5.500, stgr. 5.225
GIANT B0ULDER 500. 26“ 21 gírs
Shimano/Grip-Shift, CrMo steli, og vel
útbúið fjallahjól frá heimsþekktum
framleiðanda. Verð kr. 25.900, stgr.
24.605. Einnig margar gerðir af GIANT
með og án dempara. ______________
Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar,
samsett og stillt á fullkomnu reiðhjóla-
staðgreiðsluaf
sláttur
Símar 553 5320
568 8860
Ármúla 40
Iferslunin
Ein stærsta sportvoruverslun landsins
Árs ábvrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið
og
V