Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 66
66 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
MEFUR. þðMOKKORN TÍMAH
HNEfSfSAP/MBÐ FULLAN
'—\ - /VIUNNINN ?
Tommi og Jenni
Smáfólk
LOOK WHAT I 60T1THAT
WEIRD KID JU5T 50LD
METME BATTHATUIAS
U5ED BY ROY HOBB5Í
BOY, LOOK AT
THI5 BAT! THI5
15 A REAL
COUECTOR'S ITEM!
-ZC
^WHO Y1 DON T
WA5 ROY/ HAVE THE
H0B85? SLI6HTE5T
Sjáðu hvað ég fékk! Þessi Hver var Roy Hobbs?
skrýtna stelpa seldi mér kylf- Hver var Roy Hobbs? Ertu að
una sem Roy Hobbs notaði! grínast?
Vá, sjáðu þessa Hver var Roy Hobbs?
kylfu! Þetta er ekta Ég hef ekki minnstu
safngripur! hugmynd um það!
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Einstök börn
Styrktarnefnd Kíwanisklúbbsins
Korpu:
FJÁRÖFLUNARÁTAK Kíwanis-
klúbbsins Korpu til stuðnings börn-
um með sjaldgæfa alvarlega sjúk-
dóma.
Kiwanishreyfínguna á Islandi þarf
vart að kynna. En eins og flestir vita
er hún þjónustuhreyfing sem hefur
það að meginmarkmiði að styðja við
bakið á þeim sem minna mega sín.
Kiwanisklúbburinn Korpa í
Reykjavík er ungur klúbbur þar sem
félagar eru 14 afar duglegar og virk-
ar konum.
Fyrir örfáum mánuðum höfðum við
Koipukonur spumh- af félagi sem
nefnist Einstök böm. Félagið var
stofnað snemma á sl. ári og í dag era
innan félagsins 26 langsjúk böm og
eru þau flest á aldrinum 1-16 ára.
Þessi böm eru einstök hvað það varð-
ar að þau eiga í raun ekki heima inni í
öðram sjúklingafélögum sem fyrir
eru vegna þess hve margvíslegum og
í mörgum tilfellum afar alvarlegum
og sjaldgæfum sjúkdómum þau era
haldin. Dæmi eru um að í kringum
einn lítinn einstakling séu allt að 13
sérfræðingar. Mörg þessara bama
hafa verið í rannsóknum og aðgerðum
hér heima og erlendis jafnvel allt frá
fæðingu og þannig vh-ðist fí-amtíðin
bíða þehTa. Foreldrar þessara bama
hefa sjálfír reynt efth- megni að afla
sér vitneskju um svipuð sjúkdómstil-
felli erlendis og reynt að koma sér í
sambönd við sérfræðinga og foreldra-
félög starfandi erlendis í gegnum
Internetið. Mikil þörf er fyrir fjár-
magn til rannsókna á þeim sjaldgæfu
sjúkdómum sem sum bamanna eru
haldin.
Erfitt er að gera sér í hugarlund
hvílíkt erfiði og álag þetta er bæði
fyrir börnin - þessar hetjur - for-
eldra þeirra og systkini. Systkini
þessara sjúku einstaklinga fara enn-
fremur mikils á mis í sínum upp-
vexti. Mikil þörf er fyrir sálfræðiað-
stoð þessum fjölskyldum til handa.
Foreldrar þurfa að dvelja með þess-
um sjúku börnum langdvölum fjarri
heimilum og öðrum börnum sínum
og verða fyrir tekjumissi sem óhjá-
kvæmilega fylgir slíku. Nokkrar af
þessum fjölskyldum búa úti á landi
og eiga ekki auðvelt um vik þegar
dvelja þarf langdvölum næiTÍ
sjúkrahúsum hér syðra. Ennfremur
þurfa sum barnanna að fara í að-
gerðir erlendis - jafnvel oft á ári. Að
vísu búum við Islendingar í velferð-
ai'þjóðfélagi þar sem samtrygging
ríkir en flestir sem til þekkja vita
hversu skammt hún nær þegar um
alvarlega og langvarandi sjúkdóma
er að ræða.
Eftir að hafa beðið um fund með
formanni Einstakra barna, Önnu
Maríu Þorkelsdóttur, ákváðum við
Korpukonur að gera að átaksverk-
efni okkar fjáröflun til handa Ein-
stökum börnum og fá ykkur - lands-
menn góðir - til liðs með okkur.
Átakið hefst nú um helgina með því
að DV mun laugardaginn 30. mai
fjalla um félagið Einstök börn - bar-
áttu litlu hetjanna - og hafa viðtal
við formann félagsins. Utvarpsstöðin
Matthildur FM 88,5 mun leggja sitt
af mörkum í þessari fjáröflunarher-
ferð með okkur dagana 30. maí til 8.
júní og mun verá með umfjöllun um
Einstök börn ásamt ýmsu sem þeim
viðkemur. Landssíminn og Tal hf.
hafa lánað okkur Korpukonum síma-
línur, tæki og tól til afnota vegna
þessa átaksverkefnis. Ennfremur
gefa Auglýsingastofan Hausverk og
Prentsmiðjan Prentmet okkur gerð
auglýsingar sem dreift hefur verið.
Hafa allh- þessir aðilar tekið því stór-
kostlega vel að gera þetta söfnunará-
tak með okkur þannig úr garði að
fjárhagslegur árangur verði sem
mestur fyrir Einstök börn og fjöl-
skyldur þeirra.
Við Korpukonur skorum á ykkur
landsmenn góðfr að leggja þessu
brýna fjáj’öflunarátaki okkar lið.
Stofnaður hefur vci'ið reikningur i
Búnaðarbanka íslands, 324-13-19000
Einstök börn/Kiwanisklúbbur Korpa
kt. 460396-2479. Hægt er að greiða
með gíroseðli í öilum bönkum og
sparisjóðum. Ennfremur bendum við
á símanúmer fjársöfnunarinnar sem
er 567-1900.
SIGRÚN HÖSKULDSDÓTTIR.
Fyrir hönd styrktarnefndai-
Kíwanisklúbbsins KORPU,
Orlagasaga
auðnuley singj a
Frá Ólafí Lárussyni:
ÁGÆTI Hannes Hólmsteinn.
Oft má hafa gaman af sendingum
þínum í Morgunblaðinu. Þær rata þó
ekki alveg réttan veg á stundum.
Það stakk mig orðalag þitt um
Napóleon Bónaparti, sem þú kallar
söguhetju Halldórs Laxness.
Halldór gerði þessa sögu og fleira
er hann snuddaði í heiðinni forðum
og Bjartur karlinn í Sumarhúsum
(sem sumir vilja meina að sé Bjarni
bóndi í Veturhúsum) varð til.
Þú segir orðrétt: Bóni „sem var
geðveikur umkomuleysingi austur á
fjörðum".
Þú átt sjálfsagt við auðnuleysingi,
en ekki umkomuleysingi, og að nefna
menn geðveika í endurfrásögn er
einfaldlega ekki við hæfi.
Örlagasaga Finnboga Finnssonar,
f. 11.09. 1860, í Skoruvík á Langa-
nesi, d. 3.12. 1932, er flóknari og
margslungnari en svo, að hægt sé að
afgreiða með þvílíku orðfæri: „Hann
var geðveikur."
Annars læt ég Bóna um að svara
fyrir sig að lokum, en hér segir hann
álit sitt á ungu kynslóðinni: „Þefr
telja sér nú flest fært,_ sem vita ekki
hvað þeir era að fara. Eg er ekki van-
ur að setja út á sköpunarverk drott-
ins. En það var áreiðanlega yfirsjón
af honum að setja ekki ofurlítinn hala
á hann Grím í Gunnólfsvík.“ Eftir
stutta þögn bætti hann við: „Hann
hefði þá átt hægara með að slá dálítið
meira um sig en hann gerir.“
Foreldrar Finnboga voru Finnur
Gunnarsson (Barna-Finnur) og
Kristín Guðmundsdóttir (dóttir Rifs-
Jóku).
Saga Finnboga, eða Bóna prins
eins og hann var nefndur, er örlaga-
saga Islendings úr fortíðinni, ömur-
leg og döpur í senn. Lesa má um
þennan þátt sögunnar í Sagnaþætti
Benjamíns Sigvaldasonar, 1. bindi,
útg. af Iðunni 1950. Segir þar af fólki
og örlögum þess í N-Þingeyjarsýslu.
ÓLAFUR LÁRUSSON,
Grandavegi 1, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
i