Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ankara. Reuters.
TYRKNESK stjórnvöld hvöttu í
gær Austurríkismenn, sem næstir
taka við forsætinu í Evrópusam-
bandinu (ESB) 1. júlí nk., til að taka
tillit til tyrkneskra hagsmuna þegar
þeir taka til við að leika hlutverk
málamiðlara í allrammri deilu sem
staðið hefur undanfarið misseri milli
sambandsins og Tyrklands.
„Við vonumst til að þeir sem
gegna forsæti næst muni takast á við
ástandið eins og það er af meira
raunsæi," tjáði Necati Utkan, tals-
maður tyrkneska utanríkisráðuneyt-
isins, fréttamönnum í Ankara.
Samband Tyrklands við Evrópu-
sambandið hefur verið í mikilli lægð
frá því í desember sl. þegar leiðtogar
ESB ákváðu að leggja aðildarum-
sókn Tyrklands til hliðar um sinn, að
sögn vegna ófullnægjandi mannrétt-
indaástands í landinu og óleystra
deilna þess við Grikkland.
Austurríki tekur við ESB-forsæt-
inu af Bretlandi um mánaðamótin, í
kjölfar leiðtogafundar sem haldinn
verður í Cardiff í Wales um miðjan
júnímánuð. Tyrknesk stjórnvöld
greindu frá því í liðinni viku að þau
væru tilbúin til að taka aftur upp við-
ræður við ESB ef leiðtogamir
myndu á fundi sínum í Cardiff end-
urskoða afstöðuna til Tyrklands og
bjóða því jafnan þátt í viðræðum um
stækkun sambandsins til austurs,
eins og Mið- og Austur-Evrópuríkj-
unum ellefu, sem þegar hefur verið
boðið að samningaborðinu.
uanii
Flugmenn Air
France í verkfalli
Varaðir
við að
halda HM í
gíslingu
París. Reuters.
VARAÐ var við því í Frakk-
landi í gær að flugfarþegar
mættu búast við einum erfíðum
degi til viðbótar, þar sem verk-
fall flugmanna opinbera
franska flugfélagsins Air
France myndi neyða félagið til
að aflýsa flestum áætluðum
ferðum þriðja daginn í röð.
Ný lota í viðræðum flug-
manna við stjómendur fyrir-
tækisins hófst í París í gær,
samtímis því að samgönguráð-
herrann Jean-Claude Gayssot
varaði flugmennina við því að
halda Frakklandi og væntan-
legri heimsmeistarakeppni í
knattspyi’nu í gíslingu.
„Það er ótækt að Frakklandi,
íyrirtækinu [þ.e. Air France],
og heimsmeistarakeppninni sé
haldið í gíslingu. Við verðum að
semja," sagði Gayssot í ávarpi
til neðri deildar þingsins, átta
dögum áður en fýrstu leikimir
á HM í knattspymu eiga að
hefjast.
Flugmannaverkfallið kom í
veg fyrir mestallt flug Air
France í gær, annan daginn í
röð, og ef ekki finnst lausn á því
bráðlega stefnir í að það muni
hafa alvarleg áhrif á skipulagn-
ingu HM.
Talsmenn Air France segja
að verkfallið kosti félagið um
100 milljónir franka á dag, um
1.200 milljónir króna. Lömun
starfseminnar er einstaklega
neyðarleg fyrir félagið í ljósi
þess að það er formlegt flugfé-
lag allra 32 keppnisliða heims-
meistarakeppninnar.
Skipuleggjendur HM gætu
orðið fyrir nýju áfalli á fóstu-
dag, þegar starfsmenn járn-
brautanna ætla í þriggja daga
verkfall.
Reuters
PAKISTANSKIR verkamenn halda á eftirlfldngu af pakistanskri eldflaug og hrópa vígorð til stuðnings
stjórninni vegna kjarnorkutilrauna Pakistana í vikunni sem leið.
Indverjar stórauka út-
gjöldin til varnarmála
Nýju-Delhí. Reuters.
INDVERSKA stjórnin hyggst stór-
auka útgjöld til varnarmála, kjarn-
orkuvera og geimvísinda, samkvæmt
nýju fjárlagafrumvarpi sem lagt var
fram á þinginu á mánudag, þremur
vikum eftir að Indverjar ollu miklu
uppnámi út um allan heim með því
að hefja kjarnorkutih’aunii'.
Útgjöldin til varaarmála eiga að
hækka um 14% samkvæmt fyrsta
fjárlagaframvarpi stjórnarinnar,
sem er undir forystu flokks þjóðern-
issinnaðra hindúa.
Útgjöldin til kjamorkuveranna
eiga að aukast um 68% og tU geim-
vísinda um 62%. Vestrænir sérfræð-
ingar segja að geimvísindarannsókn-
h- Indverja hafi gert heraum kleift
að smíða eldflaugar sínar.
Montek Singh Ahluwalia, fjár-
málaráðherra Indlands, sagði að
efnahagslegar refsiaðgerðir Banda-
ríkjanna og nokkurra annarra ríkja
myndu ekki hafa veruleg áhrif á
efnahag Indlands á fjárhagsárinu
sem hófst í apríl.
ICEBLUE
Fjárlagafrumvarpið jók enn á
spennuna í Suður-Asíu og Kínverjar
hvöttu í gær Indverja og Pakistana
til að varast kjarnavopnakapphlaup.
„Við emm hlynntir algjöra banni
og eyðUeggingu kjamavopna og and-
vígir hvers konar útbreiðslu kjarna-
vopna,“ sagði talsmaður kínverska
utanríkisráðuneytisins, Zhu
Bangzao, þegar hann var spurður
hvort Kínverjar myndu hefja kjarn-
orkutilraunir að nýju. Annar emb-
ættismaður í utanríkisráðuneytinu
vildi ekki svara spurningunni beint.
„Ég er ekki að ýja að því að Kínverj-
ar muni gera þetta. En ég vil segja í
fullri hreinskilni að við verðum að
taka tillit til þessarar þróunar,"
sagði hann.
Árangnr tilraunanna ýktur?
Pakistanar tilkynntu í vikunni sem
leið að þeir hefðu sprengt sex kjarn-
orkusprengjur í tih-aunaskyni og
jafn margar og Indverjar frá árinu
1974.
Bandarískir leyniþjónustumenn
sögðust á mánudag vera að kanna
hvort Indverjar og Pakistanar hefðu
ýkt árangurinn af kjamorkutilraun-
unum. Þjóðirnar hafa þrisvar sinn-
um háð stríð sín í milli frá því þær
öðluðust sjálfstæði árið 1947 og hafa
báðar hag af því að ýkja hernaðar-
mátt sinn í von um að fyrirbyggja
árás. Pakistanar hafa haldið því fram
að sú tækni, sem þeir hafa notað við
sprengingarnar, sé miklu háþróaðri
og öruggari en sú sem Indverjar
hafa beitt.
Bandarískir leyniþjónustumenn
telja að sprengikraftur kjarnorku-
sprengjunnar, sem Pakistanar
sprengdu á laugardag, hafi verið um
eitt til tvö kílótonn og um helmingi
minni en öflugustu sprengjunnar
sem Pakistanai- sprengdu tveimur
dögum áður. Eitt kílótonn jafngildir
sprengimætti 1000 tonna af sprengi-
efninu TNT og kjarnorkusprengjan
sem Bandaríkjamenn vörpuðu á
Hiroshima árið 1945 var 15 kílótonn.
Bandarískir sérfræðingar sögðu
að þótt sprengjan, sem sprengd var
á laugardag, væri ekki mjög öflug
væri það ekki endilega vísbending
um að Pakistanai- væru skammt á
veg komnir á þessu sviði ef markmið
þeirra væri að smíða kjarnaodda fyr-
ir meðaldrægar eldflaugar sínar.
Forsætisskipti í ESB framundan
Tyrkir hvetja
Austurríkis-
menn til dáða
Menem
bjóði sig
ekki fram
KOSNINGADÓMSTÓLL í Ar-
gentínu úrskurðaði á mánudag
að Carlos Menem, forseti
landsins, gæti
ekki boðið sig
fram í kosn-
ingunum á
næsta ári þar
sem hann
mætti ekki
gegna emb-
ættinu í þrjú
kjörtímabil.
Menem var
fyrst kjörinn
forseti 1989 og endurkjörinn
1995 eftir að stjórnarskránni
var breytt til að gera honum
kleift að gegna embættinu í tvö
kjörtímabil. Dyggustu stuðn-
ingsmenn forsetans töldu að
túlka mætti stjórnarskrána
þannig að hann mætti gefa kost
á sér aftur.
Kabila
stokkar upp
LAURENT Kabila, forseti
Lýðveldisins Kongó, hefur
stokkað upp í stjórn sinni og
vikið frá sex ráðherrum sem
hafa sætt rannsókn vegna emb-
ættisbrota. Deogratias Bugera,
einn af helstu bandamönnum
forsetans, fékk sæti í stjórn-
inni. Bugera er leiðtogi sam-
taka sem steyptu Mobutu Sese
Seko einræðisherra fyrir rúmu
ári.
Botha bendl-
aður við árás
og sáttanefndin
tilkynnti í gær
fyrrverandi for-
seti, hefði ver-
ið bendlaður
við sprengju-
tilræði í höfuð-
stöðvum suð-
ur-afrísks
kirkjuráðs ár-
ið 1988. Adria-
an Vlok, fyrr-
verandi lög-
reglumálaráð-
herra, segist hafa fyrirskipað
tilræðið að beiðni Botha. 21
særðist í árásinni.
Var ekki
sonur Loðvíks
DNA-rannsókn hefur leitt í ljós
að Karl Wilhelm Naundorff,
sem lést í hollenska bænum
Delft árið 1845, var ekki sonur
Loðvíks 16. eins og hann hafði
haldið fram. Loðvík krónprins
er talinn hafa látist í fangelsi
árið 1795, tveimur áram eftir að
foreldrar hans voru hálshöggn-
ir í frönsku byltingunni, en því
var haldið fram að prinsinum
hefði verið bjargað og annar
drengur settur í fangelsið.
Kjarnakljúfi
Letta lokað
STJÓRN Lettlands ákvað í
gær að loka eina kjamakljúfí
landsins, sem hefur aðallega
verið notaður í vísindaskyni en
þótti of dýr í rekstri. „Lettland
verður ekki lengur „kjarnorku-
stórveldi", sagði Janis Gaigals,
mennta- og vísindamálaráð-
herra landsins.
SANNLEIKS-
í Suður-Afríku
að P.W. Botha,
P.W. Botha
Carlos
Menem