Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ , TÓNLISTIN var lengi á leiðinni til ís- lands svo að telja verð- ur í öldum. Fimm hundruð ára gersemar tónlistar voru með öllu ókunnar á íslandi til skamms tíma en eru vaktar til lífs á síðustu tímum. Islendingar vissu ekki að klassísk tónlist væri til fyrr en á síðustu áratugum. Tón- skáld eins og Mozart og Beethoven að ekki ' sé talað um Bach, Handel, Telemann og Vivaldi, hvað þá aðrir minni spámenn, voru með öllu óþekktar stærðir í huga al- mennings og eru jafnvel enn, sakir sinnuleysis um almenna tónlistar: menntun í grunnskólum landsins. I ÐataCard Plastkortaprentarar fyrir félaga- og viðskiptakort. Gæðaprentun í lit Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, fax 588 4696 íslensku skólamála- stefnunni, ef hún er til, hefur gleymst hve áhrifamikill uppalandi góð tónlist er, mótar, fágar og agar iðkand- ann um leið og hún er eins konar andóf við hina vélrænu veröld, sem firrir og ógnar vit- rænu lífi og kæfir við- kvæmar tilfinningar. En tónlistin hefur numið land hér á hjara heims svo að um munar og eftir er tekið. Fram- farirnar eru stórstígar í mörgum greinum tón- listar, bæði í söng og hljóðfæraleik. Má þakka það starfi Sinfóníuhljómsveitar Islands, góðu sönguppeldi í nokkrum skólum landsins, fáeinum úrvalskónim, en ekki síst starfsemi tónlistarskól- anna, sem hefur brotið blað í tón- listariðkun Islendinga. Aheyrendur í samkomusal Vídalínskirkju í Garðabæ urðu vitni að merkum menningaiviðburði sl. föstudags- kvöld, þegar söngdeild Tónlistar- skóla Garðabæjar flutti hina vin- sælu óperu Mozarts „Brúðkaup Figaros" í heilu lagi undir stjóm Snæbjargar Snæbjörnsdóttur yfir- kennara við þvílíka hrifningu gesta að mörg atvinnuleikhús hefðu verið sæmd af slíkum undirtektum. Söngkennsla á heimsmælikvarða Snæbjörg Snæbjarnardóttir hef- ur unnið íslenskri söngmenningu svo mikið gagn með kennslu sinni að enginn getur komist hjá að við- urkenna árangur hennar, sem lýsir * Aheyrendur urðu vitni að menningarviðburði, segir Ingólfur Guð- brandsson, þegar þeir hlustuðu á „Brúðkaup Figaros“ í flutningi söngdeildar Tónlistar- skóla Garðabæjar. sér best í frammistöðu nemenda hennar heima og erlendis, en þeir stefna hver af öðrum inn á svið þekktra óperuhúsa Evrópu. Hér sannast hið algilda, að „varðar mest... að undirstaða rétt sé fund- in“. Raddbeiting nemenda Snæ- bjargar bregst varla, þegar hún fær góðan, óspilltan efnivið. Röddin er lögð vel frammí og í efstu hæðir hljómsins. Fyrir bragðið berst röddin vel og áreynslulaust. Þetta einkenndi ílutninginn á Brúðkaupi Figarós hjá nærri öllum flytjendum og gerði hann óvenju samstæðan. Eg held að fáir hafi gert sér grein fyrir, hve mikið var færst í fang, og þeim mun einstakari var árangur- inn. Sannast hér sem jafnan, hvers virði góð tilsögn er og hvers virði er skóla að hafa frábærum kennurum á að skipa. Tónlistarskólinn í Garðabæ er framsækin stofnun, sem getur verið stolt af framtaki sínu. Þar virðist ríkja samtök og góður vinnuandi, enda tóku nokkrir af hljóðfæra- kennurum skólans þátt í flutningn- um með nemendunum og virtust hafa hina bestu skemmtun af. Kom- in er á legg ágæt hljómsveit nem- enda við skólann, sem hefur getið sér gott orð. Þá virðist þess skammt að biða að skólinn geti sett upp óp- eru með samleik hljómsveitar, sem auðvitað mundi kóróna starf sem þetta og byggja upp dýrmæta reynslu nemenda í söng og samleik. Að þessu sinni var óperan flutt við öruggan píanóleik Kolbnjnar 0. Óskarsdóttur og Valgerðar Andrés- dóttur. Óperan var flutt á ítölsku, og virt- ust hinir ungu flytjendur ekkert víla fyrir sér að koma öllu til skila í tón- Æ* WARNERIS Flott undirföt ■ lí ; OÍ// Kringlunni s. 553 7355 VS^~/ um, leik og söng, en leikstjóri var Hrafnhildur Hagalín. Leikurinn var óþvingaður og öryggi flytjenda ótrúlegt, miðað við slíka frumraun. Agætir búningar gerðu flutninginn trúverðugan, þótt leiktjöld vantaði. Öryggið, góður söngur og einlæg söng- og leikgleði gerðu sýninguna svo skemmtilega að allir gleymdu tímanum. Þetta er hinn sanni gald- ur - tímalaus upplifun þess sem gerist á sviðinu. Auðvitað eru söngnemarnir mis- langt á veg komnir, en nær undan- tekningarlaust allir stóðu sig vel og fóru langt framúr væntingum. Frammistaða Benedikts Elfars í hlutverki Figarós og Margi'étar As- geirsdóttur sem Súsönnu vekja glæstar vonir um hæfileika, sem með frekara námi og reynslu geta skilað þeim langt á þyrnum stráðri braut listarinnar. Margi'ét var sem fædd í hlutverk sitt, er hún skilaði af miklu öryggi og einstæðum þokka. Rödd hennar er tandurhrein og fagurhljómandi, svo að spá má henni frama í framtíðinni. Af öðrum flytjendum vakti athygli mikil og þétt rödd Jóhönnu Héðinsdóttur í hlutverki Rósínu greifafrúar, jafn- ung og hún er að árum, en einnig prýðilegur flutningur og myndug- leiki Gunnars Kristmundssonar í hlutverki Almaviva greifa. Snæbjörg sat við stjórnvölinn og stýrði öllum flutningnum með bravúr, eins og hún hefði aldrei gert annað. Var sannarlega kominn tími til að Snæbjörg fengi að sanna hvað í henni býr. Stór óperuhús úti í heimi gætu verið stolt af henni sem kennara og æfingastjóra. Það var glaður hópur þakklátra áheyi'enda, sem gekk útí vornótt- ina að lokinni sýningu í samkomu- sal Vídalíns. Ástæða er til að þakka Tónlistarskóla Garðabæjar fyrir framtak sitt og sýna það í verki með því að fjölmenna á sýningarn- ar tvær, sem eftir eru í kvöld og á föstudag klukkan átta bæði kvöld- in. A meðan er listahátíð í Garða- bæ. Höfundur er forstjóri. Parqcolor býður uppá nýja vídd í klæðningu á stigum NÝTT Á íslandi ABET GROUP HPL PARKET VALHNOTA HPL PARKF.T BF.IKl HPL PARKET EIK HPL TRÖPPUNEF VALHNOTA HPL TRÖPPUNEF BEIKI HPL TRÖPPUNEF EIK 1200X190X6,5mm 1200X190X6,5mm 1200X190X6,5mm 400X3650X6,5mm 400X3650X6,5mm 400X3650X6,5mm BYGGINGAVÖRUR Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 - SÍMl 553 8640 - 568 6100 ____________________FRÉTTIR Listahátíð í Garðabæ Ingólfur Guðbrandsson A U G LÝ S I IM G A R FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði er boðaðtil áríðandi fundar í Sjálfstæðishúsinu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.00 stund- víslega. Fundarefni: Meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins í bæjarstjórn. Stjórnin. FUNOIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Látravíkur ehf. verður haldinn í Reykjavík 16. júní að Grundarlandi 12 kl. 16.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. TIL SÖLU Hve lengi endist þögnin? Þögn alþingismanna um „óhefðbundin" við- skipti tveggja ráðherra, (P.P. og H.Á.) við fíkni- efnasala, sem þeir upplýstu um á Alþingi 17.2. 1998. Skýrsla um samfélag, sem lýsir stjórn- arfari, fæst í Leshúsi, Reykjavík. Plötusög Til sölu plötusög, Striebig veggsög. Er í topplagi. Mjög nákvæm. Verð 150 þús. Upplýsingar í síma 587 5609. ÞJÓIMUSTA Langar þig að missa allt af, 5—15 kg á einum mánuði? eða langar þig að hjálpa öðru fólki að ná árangri? Hringdu og kynntu þér tækifærið. Hulda, sími 896 8533. HÚSINIÆOI ÓSKAST Til leigu Laugarneshverfi-Reykjavík 160 fm efri hæð til leigu á góðum stað við Gull- teig, góð bílastæði. Byggt sem íbúðarhúsnæði, en hentar vel sem atvinnuhúsnæði t.d. fyrir lækna, nuddstofu, fótaaðgerðastofu, hársnyrti- stofu eða sem skrifstofuhúsnæði. Einnig er til leigu í sama húsi kjallarahúsnæði meðfullri lofthæð, með góðri aðkeyrslu (bílskúrshurð), um 140 fm. Apótek á jarðhæð. Upplýsingar í símum 481 1116 og 481 2016. 3ja—4ra herbergja íbúðir óskast til leigu Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinudu þjóðanna auglýsir eftir íbúðarhúsnæði fyrir nemendurskólans. Skólinn starfar í sex mánuði á ári og verðurfyrsti hópurinn frá miðj- um ágúst 1998 fram í miðjan febrúar 1999. Nemendur eru frá þróunarlöndunum, þeir eru flestir á aldrinum 30-40 ára, hafa hlotið háskól- amenntun og gegna ábyrgðarstöðum í heima- löndum sínum. Þörf er á tveimur eða þremur 3ja-4ra herb. íbúðum, með húsgögnum og þvottaaðstöðu. íbúðirnar þurfa að liggja vel við almennings- samgöngum, eða vera nokkuð miðsvæðis. Nánari upplýsingar veitirTumi Tómasson á Hafrannsóknarstofnun í síma 552 0240. HÚSIMÆOI í BOOI Seltjarnarnes Til leigu fra júlí/ágúst 200 fm endaraðhús með eða án húsgagna. Innbyggður bílskúr, 4—5 svefnherb., arinn í stofu, sólskáli o.fl. Upplýsingar í síma 562 2848 og 898 2848.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.