Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Mjúki maður-
inn og þriggja
daga skeggið
KVIkVIYfVIHn
Laugarásbíó og
Stjii rnubfó
BRÚÐKAUPSSÖNGVARINN
„THE WEDDING SINGER"
★ ★ xk
Leiksljóri: Frank Coraci. Aðalhlut-
verk: Adam Sandler, Drew
Barrymore, Judge Reynolds, Steve
Buschemi. New Line Cinema. 1998.
ADAM Sandler er sannarlega
einn af fremstu gamanleikurum
Bandaríkjanna. Hin lágstemmda
en rökvísa og hæðnislega gaman-
semi sem hann hefur tileinkað sér
í myndum á borð við „Happy
Gilmore“ og „Billy Madison" er oft
óborganleg þegar hún er sett í
samhengi við spaugilegt veraldar-
vafstur mannsins. Stundum er eins
og hann sé eini maðurinn með
sæmilegu viti í þúsund kflómetra
radíus.
I nýjustu gamanmynd Sandlers,
Brúðkaupssöngvaranum, reynir
auk gamanseminnar á sönglist
leikarans og verður ekki annað séð
en hún sé nokkur. Einnig reynir
betur á leikhæfileika Sandlers en
oft áður því hlutverkið er í og með
alvarlegt og hann stenst prófíð.
Eins og titillinn ber með sér
leikur hann söngvara sem tekur að
sér að syngja við brúðkaup. Þetta
er árið 1985 og menn eru enn að
þjást af glysgjörnum klæðaburði
og uppblásinni hártísku diskótíma-
bilsins; mjúki maðurinn er kominn
úr skápnum og hið ofsa snyrtilega
þriggjadaga skegg er á öðrum
hverjum kjamma (hvílíkir tímar!).
Sandler hefur allt þetta og besti
vinur hans kannski ennþá frekar.
Helsta áhugamál Sandlers er að
undirbúa brúðkaupið sitt en þegar
til kemur mætir kærastan hans
ekki í giftinguna og hann fínnur
huggun í gengilbeinu, sem líka er á
leiðinni að gifta sig.
Brúðkaupssöngvarinn er svo-
kölluð rómantísk gamanmynd og
ástarsagan í henni fær talsvert
mikið pláss á kostnað skensins.
Sandler er í alvarlegra hlutverki
en áður sem ástsjúkur skemmti-
kraftur og veldur því ágætlega og
Drew Barrymore í hlutverki geng-
ilbeinunnar er fín á móti honum
svo ástarsagan virkar vel þótt hún
sé kannski full væmin. Spaugið er
meira notað sem skreyting á hana.
Innanum og samanvið er að finna
gott glens sem tengist ártalinu
1985 eins og gersamlega banvæn
Boy George eftirherma og diskó-
stællinn er eilíflega hlægilegur.
Hér er um prýðilega skemmtun
að ræða sem blandar saman gamni
og alvöru þannig að úr verður
ánægjulegur kokteill sem ætlað er
að gleðja alla, konur bæði og karla.
Arnaldur Indriðason
Sportfatnaóur
fyrir sumarió
Mikið úrval af
sportfatnaði, t.d.
jakkar, vesti, buxur,
síð pils, blússur og
bolir.
Safarí fatnaður
frá Feminella.
20% afsláttur
af sportgöllum
3. til 6. júní.
Opið á laugardögum
frá kl. 10-14.
Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147
Giraarion
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks í fasteignaleif
www.mbl.is/fasteignir
*
Sumarsýning Is-
lenska brúðuleikhúss-
ins var opnuð um
mánaðamótin. Sús-
anna Svavarsdóttir
leit við á þessu uppá-
haldssafni sínu og
spjallaði við brúðu-
meistarann, Jón E.
Guðmundsson, um
upphaf og framtíð
leikhússins.
Morgunblaðið/Þorkell
Þetta er göfug
listgrein
SUMARSÝNING íslenska
brúðuleikhússins var opnuð núna
um mánaðamótin maí-júní. Eins
og undanfarin sumur, verður
sýningin opin frá kiukkan 13-15
á laugardögum og sunnudögum.
Sýndar verða brúður úr safninu
sem brúðumeistarinn, Jón E.
Guðmundsson, hefur skapað á
síðustu 45 árum - en íslenska
brúðuleikhúsið var stofnað árið
1954. Á sýningunni í sumar sýnir
Jón brúður frá fyrstu árum leik-
hússins og gefur því þar að líta
fjölskrúðugasta dýrasafn, meðal
annars, páfagaukinn Pétur páfa,
apann sem gekk lengi á gæslu-
völlum borgarinnar fyrstu árin
sem Jón sýndi þar, að ógleymd-
um Hananum og Hænunni,
ásamt Rönku.
„Ég geri það að gamni mínu
núna að sýna hvernig brúðubíll-
inn byrjaði," segir Jón, á meðan
við skoðum hans einstaka heim í
litla leikhúsinu við Flyðru-
granda, þar sem persónur úr
ótal ævintýrum hafa raðað sér
meðfram veggjum og bíða þess
að taka á móti gestum. Upphafíð
að þessu dýrmæta safni var með
þeim hætti að Hafliði Jónsson,
þáverandi garðyrkjustjóri í
Reykjavík, hringdi í Jón, sem
var kennari í Austurbæjarskóla,
og spurði hvort hann gæti gert
eitthvað fyrir börnin á leikvöll-
unum um sumarið eftir að
kennslu væri lokið. „Mér datt í
hug að ég gæti skapað ævintýra-
heim handa þeim með brúðunum
mínum, sem ég hafði þegar nýtt
með góðum árangri í kennslu,"
segir Jón. „Ég vissi að ég yrði að
fá einhvern með mér í verkefnið
og gaf mér góðan tíma í að velta
því fyrir mér hver það ætti að
vera. Niðurstaðan var Sigríður
Hannesdóttir leikkona. Hún
hafði starfað með mér að leik-
sýningum sem við höfðum sýnt
um allt land. Hún var ekki bara
ákaflega fær í sínu fagi, heldur
var hún líka sú besta manneskja
sem ég hafði starfað með. Hún
var til í að taka þátt í leikvalla-
verkefninu með mér og næstu
þrjú árin starfræktum við
brúðubílinn í hennar eigin bíi.
Eftir þessi þrjú ár bauðst
borgin til að skaffa bíl, vegna
þess að þetta þótti svo mikil og
góð starfsemi. Ég vildi, hins veg-
ar, þróa Islenska brúðuleikhúsið
i aðrar áttir og bauð Helgu
Steffensen að taka við bílnum.“
Síðan hefur mikið vatn runnið
til sjávar og heill heimur af
prinsessum og prinsum, bónda-
dætrum og -sonum, hermönnum,
sóturum, kerlingum, körlum,
hundum, köttum, fuglum og
hljóðfæraleikurum hefur fengið
á sig mynd í snilldarhöndum
Jóns. Heimur sem nú er verið að
skrásetja, ásamt höggmyndum
hans, til að gera að safni. Safni
sem er svo stórt að Jón kemst
ekki lengur fyrir á vinnustofunni
sinni.
„Ég er að fá heim fjörutíu
brúður og tíu höggmyndir sem
hafa verið á sýningu í Japan í
heilt ár,“ segir Jón. „Sú sýning
átti að standa í hálft ár en það
var ákveðið að framlengja hana
um sex mánuði í viðbót. Það var
óskaplega gaman að sjá hvernig
Japanir stilltu verkunum upp á
þessari sýningu. Þær voru með-
höndlaðar eins og önnur lista-
verk. Hver einasta brúða var
sett í glerkassa sem var opinn
efst, þannig að strengirnir og
stjórntækið nutu sýn.“
Það er ljóst að Jóni þykir ákaf-
lega vænt um þá virðingu og við-
urkenningu sem Japanir hafa
sýnt verkum hans, því sýningin
hefur fengið mikla og góða um-
fjöllun í þessu fjarlæga landi.
„Þeir taka brúðuleikhús alvar-
lega,“ segir hann og bætir við:
„Þeir sjá að þetta er göfug list-
grein.“
Göfug listgi-ein, sem einstakur
listamaður hefur starfað við, og
við skulum vona að íslendingar
ranki við sér og uppgötvi þennan
fjársjóð með tíð og tíma. Ékki er
líklegt að Jón skapi fleiri brúður
og setji upp fieiri leiksýningar,
því eins og hann segir sjálfur, þá
er safnið orðið svo stórt að hann
kemst ekki lengur að hefilbekkn-
um. En hvar ætlar hann að hafa
safnið sitt til sýnis þegar búið
verður að skrásetja það?
„Ég veit það ekki,“ svarar
hann. „Ég er að bíða eftir svari
um það hvort ég fái styrk frá rík-
inu til þess að ættin geti haldið
þessu við. Ég er ekki ríkur mað-
ur að fé - gæfa mín hefur legið
annars staðar. Ég hef fengið
smástyrki vegna leiksýninga í
gegnum tíðina, en þeir hafa ekki
dugað til að borga leikurum sem
hafa lagt fram raddir til brúðu-
leikhússins."
En hefurðu ekki fengið styrki
til að reka leikhúsið?
„Nei, það hafa aðrir fengið
þá.“
Hvers vegna ertu að þessu?
„Það er ekki hægt að taka
myndsköpun frá manni, rétt eins
og það er ekki hægt að þagga
niður í rithöfundi. Myndsköpun
er aiveg sérstök. Hún er lífið. Og
á meðan lundin er góð, hjartað
starfar rétt, sálin er í lagi og
maður hugsar gott til annarra,
þá er allt í lagi.
Það er mér líka í blóð borið að
vera sístarfandi. Uppeldi mitt og
heimili byggðist á því að skapa
og njóta þess. Þar var ekki bara
lesið eitthvað sem gleymdist.
Móðir mín var mikil hannyrða-
kona og faðir minn var alltaf að
smíða og skera út í öll möguleg
efni. Þannig voru kvöldin hjá
okkur.“
Sýningar Islenska brúðuleik-
hússins verða opnar fyrir al-
menning í sumar á laugardögum
og sunnudögum, frá 13-15, eins
og fyrr segir, og stuttu seinna
verður opnað fyrir leikskóla og
dagheimili. Nú þegar eru famar
að berast pantanir frá þeim - og
þetta minnsta leikhús á íslandi
hvað fermetra varðar, en svo
fjallstórt þegar litið er á sköpun-
arferli eins manns - er ekki síður
fyrir börn en fullorðna. Það er
listaverk.
Dek/vTopp
FYRIR BYGGINGARIÐNAÐ
Epoxy inndælingarefni
Epoxy rakagrunnur
Epoxy steypulím , ■ r| •
Steypuþekja GOII 13^11 IF
IONABABGÓLF CU Smiðiuvegi
,p
Smiðjuvegur 72, 200 Kópavogur
Sími: 564 1740, Fax: 554 1 769