Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 MORGUNB L AÐIÐ FRÉTTIR Bjargsig í Látrabjarg Ekki óhugs- andi á næsta ári ÓLAFUR Ái-nason, einn tíu landeig- enda við Látrabjarg og sá eini sem lagðist gegn því að björgunarsveitin Blakkur fengi að síga í Látrabjarg til eggjatöku í vor eins og sagt var frá í blaðinu á sunnudaginn, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að bjargsig væri alltaf ábyrgðarhlutur og fara yrði varlega í það. Hann vildi ekki gefa upp ná- kvæma ástæðu fyrir andstöðu sinni en sagði að menn myndu ræða sam- an um málið og ekki væri óhugsandi að gefa grænt ljós á næsta ári. „Björgunarsveitarmenn standa ekki við gefín loforð. Okkar sam- skipti hafa alltaf verið í fullri vin- semd en ég held að menn verði bara að fletta upp í huga sínum eftir ástæðunni,“ sagði Olafur og bætti við að sér væri ekki kunnugt um að neinn hinna landeigendanna væri á móti ákvörðun sinni. „Ég hef frekar fengið hrós fyiár en hitt,“ sagði Ólaf- ur í samtali við Morgunblaðið. Eggjataka í Látrabjargi hefur verið árlegur viðburður í starfí björgunarsveitarínnar um áratuga- skeið og er bæði mikilvæg fjáröflun fyrir sveitina og góð æfíng í bjarg- sigi. -------»»»------ Þorvaldur Gylfason, prófessor Vill ekki út- skýra nánar PORVALDUR Gylfason, prófessor við Háskóla Islands, segist ekki vilja útskýra nánar við hvað hann eigi með neðangreindum orðum sínum sem féllu í grein í Morgunblaðinu 24. maí síðastliðinn, þegar Morgunblað- ið leitaði eftir því við hann í gær. í greininni segir: „Einn angi þessa vanda er hin algera leynd, sem grúf- ir sums staðar eins og þykkasta þoka yfir fjárreiðum stjómmálaflokka. Hvar fá flokkarnir peninga? Hvers vegna má ekki segja frá því? Þessi vandi brennur heitast í þeim löndum, þar sem stjórnmálamenn eru iðnast- ir við að myija undir sjálfa sig, einka- vini sína og fámenna hagsmunahópa með því að afhenda þeim á silfurfati mikil verðmæti úr fómm almennings (t.d. aflakvóta) og neita jafnframt að upplýsa, hverjir fjármagna einka- neyslu þeirra sjálfra (t.d. afmæl- isveizlur)." Morgunblaðið/RAX PILTARNIR galvösku: Óli Valur Þrastarson, Grímur Aspar Birgisson, Guðgeir Guðmundsson, Albert Örn Sigurðsson, Sigurjón Ólafsson, Hallur Ingi Pétursson og þjálfunarsljórinn, Mikael R. Ólafsson. f ÁHÖFN varðskipsins Týs eru alla jafna um 19 manns en þeg- ar Týr lét úr höfn í gær voru fleiri um borð. Sex upplitsdjarf- ir ungir menn voru með, tilbún- ir að taka til hendinni og Iæra eitthvað nýtt. Síðustu fjögur ár hefur hópur nemenda fengið starfskynningu um borð í varðskipi Landhelgis- gæslunnar. Þeir hafa siglt einn hefðbundinn túr og fengið að taka þátt í störfum skipveija. I ár eru eingöngu piltar í hópn- um og voru þeir allir að útskrif- ast úr tíunda bekk í vor. Þeir mættu tímanlega fyrir brottför til að fræðast um störf Land- helgisgæslunnar og hvað þeirra bíður næstu tvær vikur. Piltamir neita því að stress eða kvíði geri vart, við sig, þó hefur enginn þeirra reynslu af lengri sjóferðum. Þeir telja smá sjóveiki heldur ekkert vandamál, ef hún heiji á þá verði þeir bara að láta sig hafa það að æla að- eins í sjóinn. Þeir hlakka til ferð- arinnar og búast við að fá að reyna eitt og annað. Einn þeiira stefnir á nám í Sjómannaskólan- um í haust svo það lá beint við fyrir hann að sækjast eftír þessu, annar er þegar byijaður í vél- stjómaraámi. Hinir segjast leggja í þessa ferð til að prófa eitthvað nýtt og spennandi. Allir sem em að útskrifast úr tíunda bekk geta sótt um að fari við þrif, málningarvinnu og annað viðhald. Þeir standi einnig vakt í vélarrúmi, en Mikael segir það í raun hættu- legasta staðinn um borð og því fái þeir bara að fylgjast þar með. Piltarnir standa líka vaktir í brú og taka þátt í að koma skipinu milli áfanga- staða. Um borð í varðskipi má alltaf eiga von á óvæntum verkefnum og lögð er áhersla á að piltarnir fái að reyna sem flest og fá góða mynd af öllu því sem fer fram um borð. Lærdómsrík ferð Mikael segir nemendur yfir- leitt ánægða með þessa reynslu og alltaf sé einn og einn sem vilji starfa við þetta. Einn mess- inn þeirra, Steinunn Einars- dóttir, kom t.d. í starfskynn- ingu ‘95. Steinunn birtist rétt í þessu og gefur piltunum það heilræði að ef þeir verði sjó- veikir skuli þeir alls ekki leggj- ast í koju heldur finna sér eitt- hvað að gera og reyna að dreifa huganum. Mikael segir engan heraga ríkja um borð, lögð sé áhersla á almenna mannasiði og kurteisi. Hann telur að ef nemendur fylgist vel með og spyrji um það sem fyrir augu ber geti þetta verið hin lærdómsríkasta ferð. Galvaskir í starfskynningu á varðskipi Morgunblaðið/RAX STEINUNN Einarsdóttir, messi, gefur góð ráð. komast í starfskynningu hjá Landhelgisgæslunni. Hópurinn sem kemst að er svo valinn með aðstoð námsráðgjafa og skóla- skrifstofa. Þjálfunarstjórinn Mikael R. Ólafsson segir störf um borð í varðskipi fjölbreytt og strák- arnir fái að prófa ýmislegt. Þeir standi tvær fjögurra tíma vaktir á sólarhring. Á vöktun- um vinni þeir í eldhúsi, á þil- Yfírlýsing bankaráðs Landsbanka Islands hf. HÉR fer á eftir yfirlýsing banka- ráðs Landsbanka Islands hf. sem samþykkt var 1. júní 1998: „I tilefni af fréttum undanfarna daga um greiðslu Landsbanka ís- lands hf. á ferðakostnaði fyrir Sverri Hermannsson fyrrverandi bankastjóra í ferð til Svíþjóðar í aprílmánuði sl. og vegna óskar Sverris sjálfs til bankans um upp- lýsingar til íjölmiðla af þessu til- efni tekur bankaráðið fram eftir- farandi: Sverrir Hermannsson fór ásamt maka sínum til Svíþjóðar dagana 4.-13. api-íl sl. Þá gegndi hann enn- þá starfí bankastjóra. Áður en ferðin hófst hafði bankinn greitt ferðakostnað samtals kr. 353.451. Af þessari fjárhæð voru kr. 197.802 vegna fargjalda, annars vegar vegna flugferðar þeirra hjóna fram og til baka milli Kefla- víkur og Stokkhólms en einnig vegna ferðar fram og til baka milli Stokkhólms og Helsinki með „Silja Line“ (ferjufyrirtæki) dagana 10.-12. apríl. Restin kr. 155.649 voru dagpeningar fyrir Sverri. Þessi kostnaður var greiddur að ósk Sverris. Hinn 27. janúar sl. voru sam- þykktar í bankaráði Landsbanka Islands hf. reglur um greiðslu kostnaðar vegna ferðalaga banka- stjóra. Þar kemur m.a. fram að ferð þurfi að vera þáttur í starfi bankastjóra fyrir bankann til þess að bankinn greiði ferðakostnað- inn. Sé heimilt að greiða fargjöld og gistingu vegna maka „ef tilefni ferðar er þannig vaxið“, eins og það er orðað í reglunum. Þá er kveðið á um að gera skuli sérstakt ferðauppgjör vegna hverrar ferð- ar, þar sem komi fram tilefni hennar og greinargerð um kostn- aðarliði. Ríkisendurskoðun vakti athygli bankaráðsins á ofangreindum greiðslum vegna ferðar þessarar með bréfi 18. maí sl. Þá hafði bankanum ekki borist ferðaupp- gjör frá bankastjóranum fyrrver- andi. Tekið skal fram að kostnað- urinn er eignfærður í bókhaldi bankans, þar til ferðauppgjör berst, en er þá gjaldfærður ef allt er með felldu. í framhaldi af bréfi Ríkisendurskoðunar var lögmanni bankaráðsins falið að gera athuga- semdir við Sverri Hermannsson vegna málsins og óska skýringa hans. Það gerði lögmaðurinn með bréfi dags. 22. maí sl. Svar hefur ekki enn borist við því bréfí. Með- an svo stendur, telur bankaráðið ekki ástæðu til að tjá sig frekar um þennan ferðakostnað opinberlega." Ferðakostnaður bankastjóra Landsbanka Hálfs árs bið eftir uppgjöri alvanaleg - segir Sverrir Hermannsson SVERRIR Hermannsson segh' al- vanalegt að utanlandsferðh banka- stjóra séu ekki gerðar upp fyrr en allt að hálfu ári eftir að þær séu farn- ar. Hann segist hafa rætt við yfir- mann fjárhagsdeildar bankans, Hauk Þór Haraldsson, strax að lokinni Sví- þjóðarferð sinni í apríl, um að hann myndi skila skýrslu um ferðina og gera upp þegar færi gæfíst, enda hefði hann þá haft í ýmsu að snúast. Hann segist nú munu borga sjálfur alian kostnað vegna ferðarinnar. Bankaráð Landsbankans gaf á mánudaginn út yfirlýsingu varðandi umi-ædda ferð Sverris og var það í til- efni af fréttum af henni og vegna ósk- ar Sverris sjálfs. Þar segir að Ríkis- endurskoðun hafí 18. maí síðastliðinn vakið athygli bankaráðsins á greiðsl- um til Sverris vegna ferðarinnar, sam- tals kr. 353.451, fyrir fargjöldum hans og maka og dagpeningum íyrir Sverri. Bankaráðið bendir á að sam- kvæmt samþykkt þess um greiðslu kostnaðar vegna ferða bankastjóra frá 27. janúar síðastliðnum þurfí ferð að vera þáttur af starfi bankastjór- ans fyrir bankann til þess að hann greiði ferðakostnaðinn. Heimilt sé að greiða fargjöld og gistingu vegna maka „ef tilefni ferðar er þannig vaxið“, eins og segir orðrétt í yfírlýs- ingunni. Einnig segii’ að gera skuli sérstakt ferðauppgjör vegna hven’ar ferðar, þar sem fram komi tilefni og greinargerð um kostnaðarliði. í framhaldi af bréfi Ríkisendur- skoðunar var lögmanni bankaráðs- ins falið að kom á framfæri athuga- semdum við Sverri vegna málsins og var það gert í bréfí 22. maí síðastlið- inn. „Ég á ekki í neinu togi við þennan mannskap sem þarna ræður ríkjum og ég mun gera þetta upp við fyrsta tækifæri og engin eftirkaup hafa við þá,“ sagði Sverrir í samtali við Morgunblaðið í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.