Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Eirikur Ágúst Brynúlfsson, bóndi á Brúarlandi, Hraunhreppi í Mýrasýslu, fæddist á Hrafnkelsstöðum í sömu sveit hinn 15. janúar 1942. Hann lést á heimili sínu 25. maí síðastliðinn. Árið 1955 flyst hann með foreldrum sín- um og systkinum að Brúarlandi sem þá var nýbyggt úr landi Hrafnkels- staða. Foreldrar Ei- ríks voru hjónin Halldóra Guð- brandsdóttir, fædd 1911, og Brynjúlfur Eiríksson, fæddur 1910. Móðir hans 87 ára að aldri lifir son sinn en faðir hans lést árið 1976. Systkini hans eru: Helga, fædd 1936, gift Borge J.I. Jónssyni (2 dætur), Ólöf, Það er mánudagurinn 25. maí. Vorið er farið að skarta sínu feg- ursta. Sauðburðurinn er í algleym- ingi og annir bóndans eru hafnar yfir almenn mörk vinnu og hvfldar. Á þessum árstíma er oft naumur munur á nóttu og degi. Það var þá og við þessar kringumstæður að hann Gústi bróðir okkar var kallað- ur á brott, mitt í dagsins önn aðeins 56 ára að aldri. Líklega hefði hann ekki valið sér sjálfur hentugri dán- arstað hefði hann mátt þar um ráða því hann hneig niður við fjárhús- dymar með sólina í hádegisstað á aðra hönd en fagran fjallahringinn á hina. Þetta var hans umhverfi, þama var starfsvettvangur hans og þar lá einnig áhugasvið hans því segja má að umhirða sauðfjár hafi verið honum í blóð borin allt frá bamsaldri. Á þeim tíma var hann gjaman samferða föðurafa sínum og alnafna Eiríki Ág. Jóhannessyni við hin daglegu störf í kringum kindurnar. Hann var þá strax sér- lega fjárglöggur og má gjaman nefna það hér þegar hann „strák- pollinn" deildi harkalega við Guð- brand móðurafa sinn um hver ætti ákveðnar kindur sem sá síðarnefndi var að setja í hús. Það kom hins vegar í ljós síðar að það var stráksi sm hafði haft rétt fyrir sér. Ávarp Ingólfs heitins móðurbróður okkar til ljósmóðurinnar þegar hún kom að taka á móti drengnum í því aftakaveðri sem þá var, að þakið fauk af fjárhúsunum í heilu lagi „Þarna taka fjárhúsin ofan fyrir þér“ gætu eins hafa verið ætluð hinum ófædda sveini. Gústi byrjaði snemma búskap með eigin fjárstofn sem smástækkaði og tók alfarið við fjárbúi föður okkar 1973. Hesta átti hann alltaf allnokkra og hafði yndi af nærvæm við þá. Hann hugsaði vel um skepnur sínar, ræktaði upp góðan fjárstofn og komst þokkalega af fyrir þann lífsstíl sem hann tamdi sér og gætti þess að fjárfesta ekki meira en hann væri borgunar- maður fyrir. Hann naut þess gjam- an þegar tóm gafst frá daglegu amstri að hverfa á vit náttúmnnar til veiðiskapar í net eða á stöng og þann dag sem hann dó var hann bú- inn að ákveða ferð í svartbaksegg eftir hádegið. En ferðaáætlunin breyttist bæði snögglega og hastar- lega. Eiríkur kvæntist ekki né eign- aðist börn en hafði aftur á móti al- veg sérstakt lag á að hæna að sér böm annarra og þá ekki síst böm okkar systkinanna sem hann leiddi gjaman með sér, lét þau hjálpa sér og kenndi þeim að umgangast og þekkja skepnumar. Þau era því orðin mörg frændsystkinin sem í dag kveðja hann og syrgja. Kæri bróðir. Við þökkum þér af heilum hug fyrir samfylgdina sem okkur finnst nú að hafi verið alltof stutt. Einnig viljum við fyrir hönd bamanna okkar þakka fyrir þær stundir sem þú gafst þeim með þér. Þegar sorgin kveður dyra er gott að eiga góðan vin. Það reyndi einn bróðirinn þegar vinur hans rétti fædd 1938, gift Páli Sigurbergssyni (6 börn), Ragnheiður Hrönn, fædd 1939, gift Hauki M. Arin- bjaraarsyni (4 böra), Halldór, fæd- dur 1943, giftur Ástu Sigurðardótt- ur (2 synir), Brynj- ólfur, fæddur 1945, giftur Fanneyju Einarsdóttur (3 syn- ir), Guðbrandur, fæddur 1948, giftur Snjólaugu Guð- mundsdóttur (2 syn- ir), og Guðmundur Þór, fædur 1950, giftur Ásdísi Baldvinsdótt- ur (3 böra). Eiríkur Ágúst var ókvæntur og baralaus. Útför Eiríks fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. honum eftirfarandi vísu sem hann orti er hann frétti andlát þitt: M sorgin nístir sálarstreng, samt huggun hver einn finnur hér, því hver sem grætur genginn dreng, á góða mynd í huga sér. (Bogi Sigurðsson.) Við biðjum góðan Guð að taka vel á móti þér og vemda og styrkja móður okkar á erfiðri stundu. Systkinin. Það var mikið reiðarslag þegar við fengum fréttina um að Gústi frændi, Eiríkur Ágúst Brynjúlfs- son, væri dáinn, þetta gat ekki staðist. Hann ætlaði að gefa á síð- ustu jötuna fyrir hádegismat og koma svo inn að borða, en í þetta sinn kom hann ekki inn, hann varð bráðkvaddur fyrir framan fjárhúsin sín. Þegar komið var að honum sátu hundarnir hans tveir hvor sínu megin við hann og drúptu höfði. Og nú þegar við systkinin setjumst nið- ur til að minnast hans em vissir at- burðir sem við öll minnumst sam- eiginlega. Á vorin vorum við oft tíma og tíma á Brúarlandi hjá Gústa og ömmu. Það vom mörg árin sem eitthvert okkar fór að hjálpa Gústa í sauðburðinum. Þar kynntumst við hans hugmyndum um hvernig um- gangast skyldi lambféð og hjálpa til við burðinn og þar skyldi allt gert á réttan hátt. Kindurnar vora Gústa allt og alltaf átti hann tvo hunda, sem kyn- slóð eftir kynslóð hétu Snati og Týri, og fylgdu honum hvert fót- spor. Hann átti líka alltaf hesta og Glæsir gamli, Gletta og Mó-Skjóni eru okkur lang minnisstæðust. Við höfum öll farið á Glæsi sem var mikið uppáhald hjá frænda og var hann kominn yfir þrítugt þegar hann var felldur. Gústi frændi tók aldrei bílpróf en komst samt allra sinna ferða óheft, hestamir, traktorarnir og það nýjasta, fjórhjólið, sem hann fékk sér fyrir nokkrum árum, voru sá ferðamáti sem hann viðhafði. Það var mikill spenningur á hverju sumri, á meðan við vorum yngri, þegar Gústi kom hestaferð- ina sína vestur. Og aftur biðum við eftir því að hann kæmi við í kaffi, þegar hann, að haustinu, var á leið- inni inn í Dali, þar sem hann var skilamaður til síðasta dags. Svo fengum við að hjálpa honum að draga í Mýrdalsrétt og síðan var endað í kjötsúpu heima í Hauka- tungu. Gústi frændi kom marga vetur að taka af heima og þá var fylgst með hverri hreyfingu og smá saman lærðist hvernig ætti að flokka ullina því Gústi hafði þann starfa í mörg ár að safna saman ull um allar sveitir, sem umboðsmaður Álafoss. Það eru ótal minningar sem koma upp í hugann og endalaust væri hægt að telja upp. Skarðið sem myndaðist við fráfall Gústa frænda verður ekki fyllt. Hann var fastur punktur í tilverunni og miss- ir okkar er mikill. Við þökkum þér, kæri frændi, fyrir þann auð sem þú hefur gefið okkur á samleiðinni og mun nýtast hér eftir sem hingað til. Elsku amma, þú átt okkur öll að og sameiginlega þiggjum við styrk frá Guði. Systkinin frá Haukatungu. Og hver á þá að sjá um rollurn- ar, lömbin og allt það sem honum þótti svo vænt um, ekki getur lang-amma gert það, hún er orðin svo gömul, var það fyrsta sem ég sagði við mömmu þegar hún og pabbi sögðu mér að nafni frændi, Eiríkur Ágúst Brynjúlfsson, hefði orðið bráðkvaddur fyrr um daginn. Eg vildi að ég væri orðinn aðeins stærri svo ég gæti hjálpað eitthvað til, en ég er bara átta ára svo kannski geri ég það þegar ég verð eldri. En mig langaði ekki í sveit- ina, ekki þennan dag, ég þurfti að jafna mig aðeins. Það var bara ekki hægt að fara í fjárhúsin og enginn nafni með, það verður síð- ar. Við nafnamir vomm að ræða saman fyrir fáum dögum hvemig við ætluðum að ráðstafa kindinni minni, henni Eiríku, og lömbunum hennar næsta haust, því að ég átti, eins og svo margir af ungum ætt- ingjum í gegnum tíðina, kind í sveitinni. Nafni var einstaklega góður við krakka og mér fannst gott að koma á Brúarland og fara með honum í fjárhúsin. Hann leiddi mig um allt, sýndi mér og sagði hvernig allt var og kenndi mér jafn- framt um leið. Hann tók mig með sér á fjórhjólið og við þeyttumst um allt eins og kóngar. Já, mikið hef ég verið heppinn að eiga þennan frá- bæra frænda! Að kvöldi þessa sorgardags, þeg- ar ég fór að sofa, bað ég Guð að leyfa nafna að sjá um kindurnar i himnaríki því að hann væri svo góð- ur í því og liði best innan um kind- ur. Og því vona ég nú að hann sé fjárhirðir hjá Guði. Elsku nafni frændi, þakka þér fyrir að hafa ver- ið til og leyft mér að vera með þér og þegar ég verð gamall karl og fer tfl Guðs þá veit ég að þú tekur á móti mér. Þinn nafni, Eiríkur Ágúst Brynjarsson. Það dimmdi og dagurinn varð öðmvísi eftir en áður, þegar okkur barst sú fregn að Gústi á Brúar- landi, Eiríkur Ágúst Brynjúlfsson, hefði orðið bráðkvaddur fyrir utan fjárhúsin sín, mánudaginn 25. maí sl. Þetta var reiðarslag sem enginn átti von á. Kannski af því að ein- hvern veginn var Gústi eilífur í okk- ar augum. Hann hafði lítið breyst frá því að við mundum eftir honum fyrst og við gengum að honum jafn vísum og þeirri staðreynd að sólin kemur upp að morgni og sest að kvöldi. Og nú hefur hans sólarlag borið að, alltof fljótt. Gústi var bóndi af lífi og sál, lifði og hrærðist fyrir kindurnar sínar. Fyrir þær var fátt nógu gott og þeirra þarfir gengu gjarnan fyrir hans eigin. Hann var að mörgu leyti bóndi af gamla skólanum, ekki mikið fyrir breytingar, alla vega ekki breytinganna vegna, en til- einkaði sér nýjungar að yfirveguðu máli. Hafði ákveðnar skoðanir á þeim málum sem honum fannst sig einhverju varða, annað lét hann af- skiptalaust. Gústi fór vel með, hugsaði vel um sitt og var ekki þurftafrekur maður. Hann átti eng- an sinn líka. Það var alltaf jafn gaman að koma að Brúarlandi, þar sem hann bjó stærstan hluta ævi sinnar og nú síðustu árin með móð- ur sinni, og rökræða við hann um hlutina. Að skipta um skoðun var nú ekki það sem Gústi gerði dag- lega, alla vega ekki bara til þess að skipta um skoðun. Hann var strangheiðarlegur, gerði sömu kröfur til annarra og sjálfs sín í þeim efnum sem og mörgum öðr- um. Sama má segja um vinnu. Það var ekki í kot vísað að biðja Gústa fyrir krakka og þar nutum við góðs af. Hann var natinn leiðbeinandi, tók okkur ætið sem jafningja og talaði aldrei niður til okkar. Gústi átti alltaf hest sem hægt var að setja barn á og var ýmist farið til að smala eða bara í skemmtiferð. Jafnvel áður en við gátum almennilega gengið, fengum við að fara á bak og teymt undir okkur um hlaðið. Þegar aldur leyfði var kennt að leggja á hest, stjórna honum, og hvernig gagnkvæm virð- ing ætti að einkenna samskipti manns og hests. Við þessar ferðir eru margar dýrmætar minningar bundnar og enginn hefur kennt okkur betur en hann að umgangast dýrin og bera virðingu fyrir þeim. Þegar litið er til baka er efst í huga þakklæti fyrir allan þann auð sem hann færði okkur með því að gefa leiðsögn sína um lífið og tilver- una, að því búum við alla ævi. Tryggð og trúmennska vom einnig mjög ríkir þættir í fari hans og fengum við að njóta þess ríkulega. Kæri frændi og vinur, við þökkum þér fyrir samiylgdina. Tómleikinn og söknuðurinn er mikill en björt minn- ing lifir í hjörtum okkar um einstak- an mann. Elsku amma og langamma. Við vitum að spor þín em þung og biðjum því algóðan Guð að leiða þig og styrkja á þessari erfiðu göngu. Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu, sem fógnuðu vori í grænni hlíð, stríðustu straumvötnin óðu og storkuðu frosti og hríð, lyftu þegjandi þyngstu tökum, þorðu að berjast við lífskjör hörð. - Peir hnigu bognir í bökum Að bijósti þér, ættaijörð. (Davið Stefánsson.) Fjölskyldan Mávakletti 5, Borgarnesi. Mig langar í örfáum orðum að minnast Gústa, elskulegs frænda míns. Á mínum yngri árum þegar ég var í sveit hjá Gústa og ömmu, hófust flestar sögur sem ég sagði vinum mínum á: „Ég og Gústi frændi." Hann var barngóður og við krakkarnir fengum að vasast með honum við flest þau verk sem til falla í sveit. Þau ævintýri vora uppspretta þessara sagna minna. Vorið 1996 kom ég aftur í sveitina til ömmu og Gústa til að aðstoða við sauðburðinn, og urðu þessi endur- nýjuðu kynni mín af vorverkunum í sveitinni til þess að styrkja tengsl mín við sveitina og Gústa. Hann frændi minn hafði sínar skoðanir og sitt lag á hlutunum. Minningin um Gústa mun alltaf lifa með mér og sögurnar mínar halda áfram að byrja á: „Ég og Gústi frændi." Ég bið góðan Guð að styrkja ömmu á sorgarstundu, og þakka þær stundir sem ég hef átt með frænda mínum. Sigurður Halldórsson. Hugur minn lamaðst við að fá þær sorgarfréttir að hann Gústi frændi minn og nafni væri dáinn. Mig langar að þakka þér, elsku frændi minn og nafni, fyrir allt sem þú hefur verið mér og gerðir fyrir mig. Ef ég get verið stolt yfir ein- hverju í lífinu, þá get ég verið stolt af því að heita í höfuðið á honum Gústa frænda og henni ömmu minni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) EIRIKUR AGUST BRYNJÚLFSSON Elsku amma og við öll, mér er orða vant, en Guð veri með okkur öllum og styrki okkur í þessari miklu og sám sorg. Halldóra Ágústa Pálsdóttir (nafna). Öll eram við eitthvað. Alltof al- gengar era þó öfgar í báðar áttir út frá þessari einföldu staðreynd, sem ein og sér er yndisleg. Við gerum lífið að alltof flóknu ferli með því að stækka eða minnka þetta „eitt- hvað“ fyrir sjálfum okkur, því að við vitum í raun ekki hvað það er. Það eina sem við vitum með vissu er að við eram eitthvað sem deyr. Sama hversu erfiður dauðinn er, er hann kaldhæðnislega það einasta eina öragga við lífið. Þrátt fyrir mikilmennsku og brjálæðislega yfirgangssemi mannsins við móður jörð verður honum aldrei ljósara en þegar dauðinn hrifsar til sín líf í fullu fjöri, hversu algerlega undirorpinn hann er lögmálum náttúrunnar, hversu lítill hann er í samanburði við hana og hún ein mikil. Það er erfitt fyrir okkur að sætta okkur við smæð okkar, að geta ekkert gert við dauðanum, sætta okkur við að hann sé órjúfanlegur hluti lífsins og takast á við sorg okkar, vitandi það að við verðum að fyrirgefa náttúranni dauðann, því hún er líka lífið og eftir lögmálum hennar lifum við. Menn era misjafnlega tengdir náttúranni. Gústi frændi okkar, bóndi af lífi og sál, lifði í nánu sam- bandi við náttúrana eins og flestir bændur gera. Hann var ókvæntur og ást hans og athygli beindist því enn meira að dýranum. Fyrir vikið tengdist hann búskapnum og nátt- úranni enn sterkari böndum, þó að fyrir honum hafi það sennilega að- eins verið hinn eini sanni hvers- dagsleiki. En hversu yndislegt er það ekki þegar hversdagsleikinn er samofinn náttúrunni, þar sem upp- runa alls er að finna. Inn í þennan hversdagsleika frænda okkar komum við bræður oft. Gústi var einstaklega hrein- skilinn og skóf venjulega ekkert utan af hlutunum. Fyrir ófáum systkinabörnum sínum þyrfti hann t.d. að útskýra hvernig nýr ein- staklingur í náttúrunni verður til og það gerði hann af sinni ein- skæru hreinskilni yfir eðlileika hlutanna. Fyrir honum var þetta jafn sjálfsagt og að vatn er blautt - svo blátt áfram. Þannig var hann, hreinskiptinn. Gústi var afskap- lega staðfastur og lærðum við fljótt að yfirleitt fór betur á því að hann réði, enda var hann natinn og nákvæmur, sérlega varðandi skepnurnar. Þannig var hann okk- ur góður lærifaðir og einstök fyrir- myndi, ekki síst hvað dugnað snerti. Þó að Gústi sameinaði áhugamál og starf hafði hann mjög gaman af að ferðast, ekki síst á hestum, og var unun að hlusta á hann segja ferðasögur af sér, þar sem eftirtektargáfa hans naut sín, þó að ekki leyfði hann sér oft þennan munað. Elsku frændi! Svo fjölmargar minningar era tengdar þér. Þú átt þinn hluta í uppeldi okkar. Þú sýnd- ir okkur flóann, hvernig krækja átti fyrir keldurnar, og fjallið, kenndir okkur örnefnin jafnhliða því hvern- ig fara á að skepnum. Að hossast í dráttarvéinni í fjórar klukkustundir inn á Vatnshlíð og aftur til baka var þess virði. Þú kenndir okkur að sitja hest og þegar þú keyptir Bláu merina eða fjórhjólið, sagðirðu okk- ur einfaldlega að halda okkur fast. Þú kenndir okkur ásamt öðram að vinna og munum við alltaf búa á því. Jólin áttum við líka alltaf sam- an. Gústi! Við erum afar þakklátir fyrir að hafa mátt taka þátt í hvers- dagsleikanum þínum og hafa fengið að gera hann að okkar og einfald- lega hafa mátt fylgja þér hluta þíns vegar. Nú skilja leiðir, en vonandi finnum við allir okkar veg áfram. Minningin um þig, Gústi frændi, lif- ir. Brynjúlfur og Guðmundur, Brúarlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.