Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 41 JMwgnnÞIiifrife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MALEFNI KÖGUNAR HF. FYRIR nokkrum vikum urðu töluverðar umi’æður um málefni Kögunar hf. og hvernig eignarhald að fyrirtækinu hefur þróazt. Með því hefur verið gengið gegn eindregnum vilja íslenzkra stjórnvalda eins og hann var settur fram í upphafi en hann var sá, að eignaraðild að fyrirtækinu yrði mjög dreifð og átti m.a. að endurspegla hugbúnaðariðnaðinn eins og hann var á þeim tíma. I þessum umræðum hefur margt skýrzt, sem ekki var vitað, þegar Morgunblaðið birti upphaflega umfjöllun sína um málið. Þannig hefur verið upplýst, að stjórn Þróunarfélags íslands hf. sendi þáverandi utanríkisráðherra sérstaka yfirlýsingu hinn 9. júní 1989. í þeirri yfirlýsingu segir m.a.: „... að óski ráðuneytið eftir því, að Þróunarfélagið selji hluta af hlutafjáreign sinni í Kögun að því marki að félagið eigi að hámarki 51% þá skuli félagið selja hlutabréf til þeirra aðila er utanríkisráðuneytið tilnefnir enda sé það grundvallarskilyrði uppfyllt að enginn hluthafi eignist samtals meira en 5% hlutafjár í Kögun.“ Stjórn Þróunarfélagsins, sem stóð að sölu hlutabréfa í Kögun hf. til fyrirtækisins sjálfs og eftirlaunasjóðs þess hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis, að stjórnarmönnum hafi verið ókunnugt um, að yfirlýsingin frá 1989 væri til, þegar hlutabréfin voru seld. Því mótmælti Gunnlaugur Sigmundsson, alþingismaður og framkvæmdastjóri Kögunar hf., í samtali við Morgunblaðið hinn 16. maí sl., þar sem hann skýrði sín viðhorf til málsins og stendur þar orð gegn orði. Jafnframt hefur komið fram, að atkvæðisréttur fylgir ekki eignarhlut hins svonefnda Eftirlaunasjóðs Kögunar, sem er í raun eins konar fjárfestingarsjóður í eigu starfsmanna. Þetta þýðir að Gunnlaugur Sigmundsson og fjölskylda hans ráða Kögun hf. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér greinargerð um Kögunarmálið hinn 15. mai sl. Þar er gerð tilraun til að skýra sjónarmið ráðuneytisins í málinu. Sú tilraun er ófullnægjandi svo að ekki sé meira sagt. Ráðuneytið vísar til þess að samningurinn við Kögun hf. hafi verið gerður áður en breytingarferli hafi hafizt vegna einokunarstarfsemi íslenzkra aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli. Þetta skiptir engu máli í þessu sambandi. Þegar Kögun hf. varð til var öllum orðið ljóst, hvers konar ósvinna hafði viðgengizt í verktakastai'fsemi á Keflavíkurflugvelli áratugum saman. Þar var auðvitað megin ástæðan fyrir því, að þáverandi utanríkisráðherra lagði áherzlu á dreifða eignaraðild að fyrirtækinu. Um það sagði Gunnlaugur Sigmundsson í samtali við Morgunblaðið hinn 16. maí sl.: „Eg gaf honum (þ.e. Jóni Baldvini Hannibalssyni) loforð um að þetta fyrirtæki mundi standast próf og geta tekið að sér umrætt verkefni og að það yrði í dreifðri eignaraðild." Utanríkisráðuneytið bendir á, að stjórn Þróunarfélagsins hafi gefíð einhliða viljayfirlýsingu árið 1989 og ekki hafi verið skriflegur samningur um það efni við ráðuneytið. Það er Ijóst, að þessi einhliða yfirlýsing var ekki tilefnislaus heldur send af gefnu tilefni og í því Ijósi verður að skoða mikilvægi hennar í þessari atburðarás. Utanríkisráðuneytið fékk þegar árið 1993 ábendingar frá Ratsjárnefnd um þróun eignaraðildar að Kögun og hefði þetta mál aldrei komið upp, ef farið hefði verið að ráðum Ratsjárnefndar á þeim tíma. I greinargerð sinni ítrekar ráðuneytið aftur og aftur að ekki hafi verið lagaskilyrði til þess að rifta samningum vegna Kögunar, þegar í Ijós kom hvert stefndi með eignarhald að fyrirtækinu. Það breytir engu um þá staðreynd, að þegar litið er yfir málsmeðferð ráðuneytisins sjálfs eins og henni er lýst í greinargerð þess frá 15. maí sl. kemur í ljós að utanríkisráðuneytið er staðið að stórkostlegri vanrækslu í hagsmunagæzlu fyrir íslenzkan almenning í málefnum þessa fyrirtækis. Sagan af Sameinuðum verktökum og Regin hf. hefur verið endurtekin og er það með ólíkindum, þegar horft er til reynslunnar af fyrrnefndu fyrirtækjunum. Einkaréttarsamningur Kögunar hf. rennur út eftir eitt ár. Miðað við þá þróun mála, sem lýst hefur verið i Morgunblaðinu á undanförnum vikum er algerlega óhugsandi, að þessi samningur verði endurnýjaður að óbreyttum aðstæðum. Krafan hlýtur að vera sú, að eignaraðild að fyrirtækinu verði endurskoðuð frá grunni og tilraun gerð til að bæta úr því, sem misfarizt hefur á undanförnum árum. Jafnframt getur vel komið til álita, að fyrirtæki, sem nýtur slíkrar sérstöðu á grundvelli samnings, sem íslenzk stjórnvöid hafa gert við erlent ríki, verði látið greiða hæfilegt einkaréttargjald í almannasjóði og ekki úr vegi að það gjald taki m.a. mið af því, sem gerzt hefur í málefnum fyrirtækisins á undanförnum árum. Gunnlaugur Sigmundsson, alþingismaður og ráðandi eigandi í Kögun hf., hefur marglýst því yfir á undanförnum vikum, að hann vilji standa við gefin loforð um dreifða eignaraðild að fyrirtækinu og má því gera ráð fyrir, að hann verði fús til samstarfs um þær breytingar á eignarhaldi að Kögun hf. sem tryggt geti framtíð fyrirtækisins sem slíks. Alþingi hefur lítið sem ekkert fjallað um málefni Kögunar eftir að þau komu upp á yfírborðið og má það furðu gegna. En þingið hefur tíma og svigrúm til þess áður en spurningin um endurnýjaðan samning Kögunar hf. kemur til ákvörðunar stjórnvalda. Paavo Lipponen forsætisráðherra Finnlands EMU er tæki- færi fyrir Finna Paavo Lipponen hefur gegnt embætti for- sætisráðherra Finnlands í þrjú ár. Lipponen kemur í opinbera heimsókn til Islands í dag og ræddi Steingrímur Sigurgeirsson við for- sætisráðherrann á skrifstofu hans í þinghús- inu í Helsinki af því tilefni. PAAVO Lipponen, forsæt- isráðherra Finnlands, kemur í opinbera heim- sókn til íslands í kvöld. Á morgun mun hann m.a. eiga fundi með Davíð Oddssyni for- sætisráðherra, Halldóri Ásgiímssyni utanríkisráðherra, Ólafl G. Einars- syni, forseta Alþingis, og Ólafí Ragn- ari Grímssyni, forseta Islands. Paavo Lipponen varð formaður fínnska Jafnaðarmannaflokksins árið 1993 og hefur verið forsætisráðherra Finnlands frá árinu 1995. Þetta er ekki fyi'sta heimsókn Lipponens til Islands. Hann hefur komið hingað nokkrum sinnum áður og segist eiga góða vini á Islandi, jafnt í hópi stjórn- mála- sem embættismanna. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem hann kemur til Islands sem forsætisráð- herra Finnlands og segir hann það vera sérlega ánægjulegt að geta farið heim með beinu flugi á milli Islands og Helsinki, en í síðasta mánuði voni teknar upp beinar flugsamgöngur milli Islands og Finnlands. Hvergi jafnnáið samstarf Lipponen segir vangaveltur um það hvort Norðurlandasamstarfíð skipti Finna minna máli í kjölfar þess að þeir gengu í Evrópusam- bandið vera hefðbundnar. Állt frá sjötta áratugnum hafi Finnar líkt og aðrar Norðurlandaþjóðir unnið að því að efla samstaifið við önnur Evr- ópuríki. Nú hafí þeir öðlast fulla að- ild að ESB. „Samstarf Norðurland- anna hefur verið liður í þessu og Norðurlöndin hafa verið fi-umkvöðlar að því að efla samvinnu ríkja. Hvergi í heiminum er að finna svæði þar sem samstarf ríkja er jafn-_______ náið. Þetta er því ekki Tækifa jarðarhafsins af náttúrulegum ástæðum. Nú er því tækifærið til að leggja áherslu á hina noiTænu vídd, ná stöðugleika í samskiptum við Rússland og nýta þá möguleika sem til staðar eru.“ Lipponen segir að íslendingar og Norðmenn verði sjálfír að taka ákvörðun um það, hvernig hagsmun- um þeirra gagnvart ESB sé best borgið. Ríki Austur-Evrópu búi hins vegar við aðrar aðstæður. Þá sé mik- ilvægt fyrir Finna og Evrópusam- bandið að Eystrasaltsríkin verði smám saman tekin inn í sambandið. Öll þrjú taki nú þátt í aðlögunarferli og sé Eistland í forystuhóp þeirra. Áhættuþættir í Rússlandi Hinn voldugi nági-anni Finna í austri, Rússland, hefur löngum haft afdrifarík áhrif á sögu Finnlands. Lipponen segir að hvað samskiptin við Rússland varði leggi hann áherslu á að þau verði samfelld. „Það hefur ákveðin þróun átt sér stað frá stríðslokum. Við höfum getað tekið þátt í vestur-evrópskri samvinnu. Þessa stundina einkennist staðan af stöðugleika. Bágt efnahagsástand og ótraustir pólitískir innviðir, ekki síst rússneska flokkakerfíð, gera hins vegar að verkum að ákveðnir áhættuþættir eru til staðar. Skoðun okkar er sú að okkur beri af festu og ákveðni að fallast á Rússa sem jafn- réttháa samstarfsaðila og okkur ber að styðja umbótastefnuna. Sú þróun mun taka langan tíma. Þjóðernis- hyggjan veldur vissulega áhyggjum, en ekki einungis í Rússlandi heldur einnig í Vestur-Evrópu. Ef við viljum lýðræðislegt Rússland verðum við _________ einnig að fallast á afleiðing- 'i til að ar þess. Lýðræðisþróunin núllsummudæmi heldur |eqqja áherslu Set;ur að vissu leyti kynt aukum við möguleika okk- - hin_ nor. undir þjóðernishyggjunni. ar til að hafa áhrif. Við tök- . . . Við í Evrópu höfum hins um þátt í hinum sameigin- rænu vlt,a vegar á vettvangi ÖSE fall- lega markaði og Norður- landasamstarfíð heldur áfram. Hið norræna samstarf mun halda áfram að verða til en ég vona að Norður- löndin muni geta tekið fullan þátt í alþjóðavæðingunni á öllum sviðum. Við lítum svo á að Evrópa sé í mikilli þróun og að sú þróun eigi sér ekki síst stað á vettvangi Evrópusam- bandsins. Við stöndum frammi fyrir einstöku tækifæri áður en aðildar- ríkjum ESB fjölgar. Við höfum nú tækifæri til að móta þessa þróun af fullu afli. Áhrif okkar verða hlutfalls- lega minni að lokinni stækkun ESB. Við munum hins vegar njóta góðs af auknum stöðugleika og stærri mörk- uðum. Á næstu öld mun þungamiðja Evrópusamstai'fsins færast til Mið- “”“" ist á ákveðnar gi-undvallar- reglur. Þær gilda í Rússlandi jafnt sem á okkar svæðum. Þátttaka Rúss- lands í Eystrasaltsráðinu er mikil- væg sem og samstarfssamningur Rússa við ESB, þátttaka þeirra í G8 og friðarsamstarfi NATO. Allt skipt- ir þetta máli til að auka stöðugleika í Rússlandi." Það hafa orðið stakkaskipti í um- ræðum í Finnlandi um varnar- og ör- yggismál á síðastliðnum áratug. Finnar hafa tekið upp samstarf við NATO á ýmsum sviðum og ekki ligg- ur lengur „bann“ við umræðu um hugsanlega NATO-aðild. En getur forsætisráðherrann gert sér í hugar- lund að Finnar taki einhvern tímann skrefíð til fulls í þeim efnum? „Finn- Lipponen og bendir á að vel sé hugs- anlegt að evróið verði bráðlega við- skiptagjaldmiðill Evrópu og þar með Norðurlandanna allra að Isíandi og Noregi undanskildum. „Við viljum hafa áhrif á þessa þróun með þeim hætti að það myndist ekki gjá milli þeirra sem standa fyrir innan og þeirra sem eru fyrir utan.“ Finnska fyrirmyndin PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands. Reuters ar fylgdu hlutleysisstefnu á eftir- stríðsárunum en við vorum hins veg- ar ekki hlutlausir. Við höfðum ákveðna stefnu og vildum hafa áhrif á gang mála. Nú fylgjum við ekki hlutleysisstefnu heldur stöndum utan bandalaga og höldum uppi sjálfstæð- um vörnum. Við gætum tekið þátt í varnarbandalagi ef við æsktum þess. Eg hef engin áfoim eða fyrirætlanir um NATO-aðild. Evrópa sam- anstendur í dag fyrst og fremst af gráum litbrigðum. Við viljum eins nána samvinnu og möguleg er án að- ildar. Á hinn bóginn eru innan ESB uppi áform um varnarmálasamvinnu. Við teljum hvað það varðar að menn eigi ekki að heíja klifrið á tindinum. Eini möguleikinn sé að auka sam- vinnuna í áföngum. Á síðustu ríkjaráðstefnu lögðum við fram tillögu ásamt Svíum um framtíð Vesturevrópusambandsins og vildum þar með leggja okkar til málanna. Það er mikilvægt að Evr- ópuríkin geti tekið á málum er hættuástand myndast. Nú eru þau háð bandarískum hersveitum þegar alvarleg mál koma upp. Það er hægt að gera sér í hugarlund aðstæður þar sem Bandaríkin neita að leggja til herafla. Jafnvel við slíkar aðstæður væri hins vegar nauðsynlegt að njóta góðs af hernaðarkerfi NATO. Allt tekur þetta langan tíma. Okkar af- staða er raunsæ og jarðbundin. Markmið okkar er hins vegar að ESB þrói fram afl til að varðveita hagsmuni sína án þess að vera al- gjörlega háð Bandaríkjunum en þó innan ramma NATO.“ Fyrstir í EMU En þótt NATO-aðild sé ekki á dag- skrá hafa Finnar tekið ákvörðun um að gerast aðilar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu frá upphafi, einir Norðurlandaþjóða. Hinar Norð- urlandaþjóðirnar tvær, sem aðild eiga að Evrópusambandinu, Danir og Svíar, ákváðu að standa utan EMU að minnsta kosti fyrst um sinn. EMU-ákvörðunin var mikill sigur fyrir Paavo Lipponen en hann hefur um nokkun-a ára skeið verið ötull talsmaður þess að Finnar gerðust að- ilar að hinum sameiginlega gjald- miðli. Hvernig stóð á því að hann mat aðstæður á annan hátt en starfs- bræður hans í Danmörku og Svíþjóð? „Saga ríkjanna þriggja gagnvart ESB er ólík. í flestum málum eru að- stæður svipaðar og stefnan sömuleið- is. Stundum skilja hins vegar leiðir. Danir gerðust snemma aðilar að sambandinu og reynsla þeirra af þjóðaratkvæðagi-eiðslum hefur sín áhrif. Hin landfræðilega lega skiptir einnig máli. Svíar hafa verið mjög já- kvæðir gagnvart samstarfínu en sjálft aðildarferlið gekk ekki nógu vel. Sænskir kjósendur klofnuðu í af- stöðu sinni, m.a. vegna þess að um- ræðu hafði skort um Evrópumál. Aðildarumsóknin árið 1990 kom líkt og þruma úr heiðskíru lofti. Það hef- ur haft mikil áhrif á EMU-afstöðu þeiiTa. Hvað okkur varðar gekk það átakalaust að gerast aðilar. Vissulega eru til einangrunarsinnuð öfl í Finn- landi, sem höfðu lagt áherslu á sam- starf við Sovétríkin á sínum tíma og litu samstarf við Vestur-Evrópu hornauga. Þeir eru margir sem hafa ekki áttað sig á því að raunverulegar breytingar hafa átt sér stað í Austur- Evrópu er breyta aðstæðum okkar. í EMU felast fleiri tækifæri fyrir okkur en aðra, t.d. Svía. Okkar fyrir- tæki njóta góðs af þessu í ríkum mæli þar sem þau eru ekki alþjóð- lega þekkt. Að auki má benda á hag- sögu okkar sem einkennst hefur af reglubundnum sveiflum, skorti á stöðugleika og gengisfellingum. Með þátttöku eykst trúverðugleiki hag- kerfís okkar. Við teljum Evrópusam- bandið hagstætt smáríkjum. Þegar upp er staðið eru það stóru ríkin sem þurfa að gefa upp meira af fullveldi sínu. Það er þessi hugsunarháttur í Evrópumálum sem stendur að baki ákvörðun okkar.“ En hefur fínnski forsætisráðherran áhyggjur af því að Svíþjóð, nánasta samstarfsríki Finna í viðskiptamálum, standi utan EMU? Lipponen segir Finnum jafnt sem Svíum nauðsynlegt að geta tekið þátt í samkeppni á heimsmai-kaði. Það sé enginn valkost- ur að standa utan EMU. „Það verður ekki til neitt sem kallast__________ „EMU-laus svæði“. Það er einungis tímaspursmál hvenær evi'óið nær til allra ríkja. Á sama tíma á sér stað alþjóðleg þróun er byggist á fyrií’tæ kjasam ru n a. Þróunin ' er í átt að stærri einingum. fyrirtæki hafa undanfarið Mikilvægt að Eystrasaltsrík- in verði tekin inn í ESB Finnsk fjárfest fjórfalt meira í Svíþjóð en sænsk fyr- irtæki í Finnlandi. Það á sér mikill efnahagslegur samruni stað á fyrir- tækjasviðinu. Samstarf Finna og Svía er nánara en nokkurn tímann áður í sögunni. Þessi þróun á sér einnig stað í norrænu samhengi. Við getum nýtt Norðurlöndin sem miðstöð til að ná ákveðnum styrk þannig að fyrirtæki okkar geti tekið þátt í samrunanum í Evrópu.“ En hver telur Lipponen að verði örlög Islands og Noregs ef mat hans er að Evrópuríkjum verði ekki vært utan EMU. „Þetta er mál sem ég hef hug á að ræða á Islandi,“ segir Staða efnahagsmála hefur batnað til muna í Finnlandi á síðustu árum og var grunnurinn að þeim bata lagð- ur í „þjóðarsáttarsamningum" árið 1995. Hefur Lipponen orðið tíðrætt um „fínnska kerfið“, breiða samstöðu ríkisstjórnar og aðila vinnumarkað- arins til að treysta og tryggja stöð- ugleika í efnahagslífinu. En á hið „fínnska kerfi“ að hans mati einungis við sem leið út úr alvarlegri kreppu eða getur það einnig komið að gagni til lengri tíma litið? „Finnska kerfíð á ekki einungis við í kreppu heldur getur nýst við aðrar aðstæður. Við þurfum á því að halda til að geta lag- að okkur sem best að alþjóðlegum efnahagsmálum og gripið til nauð- synlegi'a aðgerða í því sambandi, t.d. varðandi vinnumarkað og atvinnu. Það þarf að létta undir með atvinnu- lífínu, athuga skattamál, almanna- tryggingar og bæta menntun." En hvernig stendur á því að á sama tíma og breið samstaða næst á vinnumarkaði virðist sem pólitísk átök í landinu verði heiftarlegri? „Núverandi ríkisstjórn byggir á breiðri pólitískri samstöðu. Það hef- ur gert það að verkum að við höfum nú fjarlægst þau átök sem einkenndu finnskt þjóðlíf í tíð fjögun'a ríkis- stjórna, átök n'kisstjórnar og verka- lýðshi-eyfingar. Við búum hins vegar við stjórnarandstöðu Miðflokksins sem vill hverfa aftur til hinna hörðu átaka. I því felst hægrisveifla er við viljum ekki taka þátt í.“ Innan margra evrópskra Jafnaðar- mannaflokka hefur átt sér stað hug- myndafræðileg endurskoðun á síð- ustu árum og er Verkamannaflokk- urinn í Bretlandi líklega skýi'asta dæmið um það. Hvemig metur Lipponen stöðu fínnskra jafnaðar- manna í dag? „Endurnýjun Verka- mannaflokksins breska og fylgis- aukning hefur gert að verkum að margir telja að noirænu krataflokk- arnir hafí álíka þörf fyrir endurnýj- un. Það ber hins vegar að hafa hug- fast að bresku stéttarfélögin frömdu nánast sjálfsmorð á áttunda áratugn- um er hrakti Verkamannaflokkinn í stjórnarandstöðu. Það er gleðiefni að flokkurinn skuli nú þora að taka upp norrænari stefnu. Við stöndum nærri Verkamannaflokknum en innan hans er ekki hefð fyrir samstarfi aðila vinnumarkaðarins. Frá sjötta ára- tugnum hafa sænskir og finnskir jafnaðarmenn sætt sig við markaðs- hagkerfið sem raunveruleika og byggt upp velferðarkerfi okkar. Það verður ekkert lýðræði án markaðssamfélags. Hið mikilvæga er að byggja upp afl til að vega upp á móti markaðsöflunum, jafnt innan einstakra ríkja sem á evrópskum vettvangi. Þá verður að tryggja að velferðarkerfíð umbuni ekki aðgerð- arieysi. Það verður að vera jafnvægi milli réttinda og ábyrgðar. Á níunda _________áratugnum gengum við of langt í þá átt að sætta okk- ur við aðgerðai'leysi og því verðum við nú að ná jafn- vægi á ný. Eg held að hægt sé að viðhalda vel- “““““ ferðarsamfélagi okkar í grundvallaratriðum ef við ýtum und- ir atvinnusköpun.“ Fyrstur í feðraorlof Lipponen giftist fyi'r á árinu Paivu Hertzberg og eiga þau von á barni í haust. Hann hefur lýst því yfír að hann hyggist taka feðraorlof og hef- ur það vakið athygli, ekki síst fyrir þær sakir að líklega er hann fyrsti forsætisráðherrann, er fer í slíkt or- lof. „Jú, það er rétt. Ég hef sótt um orlof er barnið fæðist,“ segir Lipponen aðspurður um þetta. „Að minnsta kosti ætla ég mér að taka mér nokkurra daga frí til að geta tekið þátt og aðstoðað. Ég hlakka til þess að gera þetta.“ Niðurstöður Hæstaréttar í skaða- bótamáli harðlega gagnrýndar Hagsmunum almenn- ings vikið til hliðar Niðurstaða Hæstaréttar hvað varðar ógild- ingu reiknistuðuls skaðabótalaganna frá 1993 er harðlega gafflirýnd 1 samtölum við Morgunblaðið. JÓN Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, segir að niðurstaða Hæstaréttar hvað varðar ógildingu reikni- stuðuls skaðabótalaganna frá árinu 1993 sé mikið áfall fyrir réttarríkið og að með dómnum sé hagsmunum almennings af því að stjórnarskrárvernduð réttindi manna séu virt vikið til hliðar fyrir vildarhagsmunum dómaranna gagn- vart einum starfsbróður sínum, en Jón Steinar sótti málið fyrir Hæsta- rétti. Jón Steinar sagði að í þessu máli hefði verið tekist á um það hvort skaðabótalögin frá árinu 1993 stæð- ust stjórnarskrána. Þar reyndi í fyi'sta lagi á það hvort aflahæfí manna væru eignaréttindi sem nytu verndar sem slík og á það sjónarmið hefði dómurinn fallist, enda hafí það svo sem verið óhjákvæmilegt þar sem augljóst sé að aflahæfi manna sé verðmætasta og mesta eign hvers manns. Að fenginni þessari niðui'- stöðu sé sagt, og enginn ágreiningur um það, að löggjafinn hafi auðvitað heimild til þess að setja reglur um það hvemig eigi að ákvarða bætur þegar aflahæfi manna sé skert, enda sé það markmið slíki'a reglna að full- ar bætur komi fyrir. „Hér hefði ég haldið að rökstuðn- ingi dómsins gæti lokið, því það ligg- ur alveg ljóst fyidi' að skaðabótalögin frá 1993 era fjarri því að bæta mönn- um að fullu fjártjón sem þeir verða fyrir þegai- þeir missa starfsorku sína. Það lágu auðvitað fyrir ítarleg- ar upplýsingar og útreikningar í málinu sjálfu sem sýna þetta og það er líka þannig að löggjafínn hefur meira að segja sjálfur viðurkennt það að þessi lög voru fjarri því að bæta mönnum tjón að fullu með þeirri breytingu sem gerð var á lög- unum 1996. Stuðullinn var hækkaður í 10 og síðan reyndar sett niður nefnd til þess að fjalla um frekari breytingar á lögunum, allt í því skyni að tryggja fullar bætur,“ sagði Jón Steinar. Hann sagði að þegar framvarpið var flutt 1993 hefðu fylgt því athuga- semdir sem sögðu að stefnt væri að fullum bótum með lögunum. „Það var auðvitað bara ósatt og hefur margoft komið í ljós síðan. Hæsti- réttur velur þann kost að taka upp úr þessum athugasemdum með lög- unum einhverjar almennar staðhæf- ingar um slíka hluti sem þessa og byggja dóminn nánast á því í stað þess að skoða það efnislega hvort reglur laganna tryggðu mönnum slíkar bætur. Það er auðvitað það sem var verið að leggja fyidr dóm- stólinn. Það var ekki verið að biðja hann að endurprenta einhverjar innihaldslausar yfirlýsingar í at- hugasemdum með lögunum sem vora samdar af einum af reglulegum dómuram Hæstaréttar, starfsbróður þeiraa dómara sem kváðu upp þenn- an dóm,“ sagði Jón Steinar. „Dómurinn er auðvitað bara hneyksli. Hann felur það í sér að fólki er ekki dæmdur sá réttur sem það á samkvæmt stjórnarskrá og það sem er ógnvekjandi við þessi vinnubrögð er það að dómurinn, þ.e.a.s. reglulegu dómararnir, synja því að víkja sæti. Ég gerði kröfu um að þeir gerðu það, byggða á þeirri forsendu að þeir væra í raun og veru að dæma um það hvort starfsbróðir þeirra hefði við ráðgjöf sína til stjórnvalda og Alþingis lagt það til að stjórnarskráin væri brotin. Auð- vitað sat hann ekki sjálfur í dómn- um, en ég taldi að fastir starfsbræð- ur hans gætu ekki dæmt um þetta, enda hlýtur hver maður að sjá að það er ekki eðlilegt að þeir geri það,“ sagði Jón Steinar. Hann sagði að dómurinn hefði synjað um þetta með rökstuðningi sem hefði ekki komið málinu neitt við og hefði verið útúrsnúningur á þeim í’ökum sem sett voru fram fyrir þessari kröfu. „Það er auðvitað að mínum dómi bara ljóst að hér er ver- ið í einhverjum erindisrekstri þar sem hagsmunum almennings af því að stjórnarskrái'vernduð réttindi manna séu virt er vikið til hliðar fyr- ir viidarhagsmunum dómaranna gagnvai-t einum starfsbróður sínum. Þetta eru þung orð að segja en það er óhjákvæmilegt að segja þau. Það er líka óhjákvæmilegt að segja það að Hæstiréttur Islands er ein af helgustu stofnunum okkar samfé- lags og þeir dómarar sem sitja þar núna hafa ekkert leyfi til þess gagn- vart okkur hinum að vanvirða stofn- unina með þeim hætti sem þeir gera með þessum dómi,“ sagði Jón Stein- ar ennfremur. Veldur vonbrigðum Atli Gíslason, hæstaréttarlögmað- ur, sagði að dómur Hæstaréttar veldi miklum vonbrigðum. „Mér fínnst Hæstiréttur ekki vera sá ör- yggisventill í þrískiptingu ríkisvalds- ins sem hann hefði átt að vera í þessu máli.“ Atli sagði að Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu að þessi rétt- indi, þ.e.a.s. aflahæfíð, væri verndað af stjórnarskránni, en kæmist síðan af því með einhverjum almennum klisjum að ekki væri um bótaskyldu að ræða í þessu tilviki. I þeim efnum væru tekin upp rök að talsverðu leyti sem væri að finna í greinargerð með skaðabótalögunum sem reynsl- an hefði sýnt að stæðust ekki mörg hver. „Það hefur einnig verið sýnt fram á það í fjöldamörgum málum, meðal annars þessu máli sem var fyrir Hæstarétti, að lögin skertu bótarétt frá því sem var mjög umtalsvert. Löggjafinn hafði reyndar viðurkennt það sjálfur með því að hækka marg- feldisstuðulinn úr 7 upp í 10 og það vita það allir sem koma nálægt þess- um málum, bæði lögmenn og trygg- ingarfélögin, að bótafjárhæðir hafa lækkað gífurlega í kjölfar lagasaetn- ingarinnar, en Hæstiréttur treystir sér ekki til þess að horfast í augu við það og taka af skarið í þessum efn- um,“ sagði Atli ennfremur. Hann sagði að áður hefði skaða- bótarétturinn byggt á fordæmum og lögmenn hefðu nánast aldrei rekið mál fyrir dómstólum vegna tölulegs ágreinings um uppgjör, heldur ein- göngu varðandi það hvort um væri að ræða sök í málum eða ekki. Nú stæðu deilur um hvern einasta þátt skaðabótalaganna, þannig að réttar- sviðið væri í uppnámi frekar en hitt. „Aðalatriðið er að það hefur orðið gríðarleg skerðing á bótarétti fólks og Hæstiréttur treystir sér ekki til þess að dæma þetta misrétti í burtu. Það gengur mjög nærri réttlætis- kennd minni. Henni er misboðið með skaðabótalögunum og það að þau skuli fá stimpil Hæstaréttar á sig sem góð og gild lög. Ég vona bara að þessi nefnd sem er að störfum og Al- þingi bæti úr þessu ranglæti hið fyrsta og rétti hlut tjónþola, sem ekki eiga sér skipulagðan málsvai-a,“ sagði Atli að lokum. Athyglisverður dómur Hjá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, hæstaréttarlögmanni, kom fram að hæstaréttardómurinn væri athyglis- verður og vildi hann nefna þrjú at- riði í því sambandi. í fyrsta lagi hafi örorkunefnd í reynd tekið sér það vald að ákvarða hvort skaðabætur til slasaðra skuli gi'eiddar samkvæmt 5. gi’. eða 8. gi’. skaðabótalaga og þetta hafi nefndin gert með því að vísa frá beiðni um mat á varanlegri örorku. „Með þessu hefur nefndin gert ýmsu slösuðu fólki erfitt að sækja rétt sinn til skaðabóta og ef málinu hefur ekki verið haldið áfram hefur nefndin hugsanlega hindrað eða tafið að viðkomandi einstaklingur fengi greiddar bætur fyrir varanlega ör- orku, hafi nefndin metið miska hans 15% eða lægi’i, samkvæmt 5. gr lag- anna. Hæstiréttur segir réttilega í þessum dómi að nefndinni sé þetta óheimilt. Hana skorti vald til þess að úrskurða um að með mál skuli fara samkvæmt 8. gr. skaðabótalaga. Það er mjög kærkomið að fá þetta álit réttarins. Ég hafði bent nefndinni á þetta bréflega, en hún ekki sinnt þeirri ábendingu,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði að Hæstiréttur segði líka réttilega i dómnum að ákvæði 8. gr. skaðabótalaga sé undantekning- arákvæði, sem-skýra beri þröngt, og telji að varanlega örorku hins slas- aða eigi að gera upp samkvæmt 5.-7. gr. laganna. Hæstiréttur dæmi svo skaðabætur á grundvelli mats eins læknis á varanlegri örorku hins slas- aða og noti til þess útreiknings með- altekjur iðnaðarmanna þar sem tekj- ur þess slasaða síðustu 12 mánuði fyi’ir slys vora ekki marktækur við- miðunargrandvöllur. Þetta sé að hans mati stefnumarkandi ákvörðun hjá Hæstarétti. Þetta fordæmi sé mjög mikilvægt við túlkun á þessum greinum laganna og geti dregið mjög úr þeirri mismunun sem sé milli fólks samkvæmt skaðabótalög- unum eftir því hvort fólki séu greiddar bætur eftir 5.-7. grein eða eftir 8. grein laganna. „Ég er hins vegar ekki sammála rökstuðningi Hæstaréttar þegar hann kemst að þeirri niðurstöðu að 6. grein skaðabótalaga brjóti ekki gegn 72. gr. stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur fellst á það að í aflhæfi manna era fólgin eignarréttindi sem njóta verndar 72. gr. stjómarskrár- innar. Það finnst mér hárrétt álykt- un og hélt að eftirleikurinn væri þá auðveldur fyrir Hæstarétt því það er búið að sýna fram á með óyggjandi hætti að margfóldunarstuðull 6. greinar skaðabótalaga bætir ekki fjártjón slasaðs fólks að fullu. Gestur Jónsson hrl. og Gunnlaugur Claes- sen hafa sýnt fram á þetta í álits- gerðum sínum og Alþingi hefur líka viðurkennt þetta með því að hækka stuðulinn," sagði Vilhjálmur enn- fremur. „En því miður fer Hæstiréttur út í það að ræða fram og til baka um hin ýmsu markmið laganna, talar um að örðugt sé að bera bótakerfin saman og að mati löggjafans verði ekki haggað, í stað þess að reyna að finna út hvort tjón þess manns sem rak þetta mál sé að fullu bætt eða ekki með bótareglum skaðabótalaga, en um það snýst málið,“ sagði Vilhjálm- ur. Hann sagði að þessu deilumáli væri hins vegar ekki lokið að sínu áliti. Best væri auðvitað að ljúka því á þann hátt sem löngu væri tímabær að Alþingi lagfæri lögin þannig að þau verði í reynd réttarbót, en þannig hafi þau verið kynnt í upp- hafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.