Morgunblaðið - 03.06.1998, Síða 51

Morgunblaðið - 03.06.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 51 AÐSENDAR GREINAR Hekluvegur Guðna GUÐNI Ágústsson alþingismaður er höf- undur greinar sem birt- ist í Morgunblaðinu hinn 22. maí sl. Þar ber þingmaðurinn sig aum- lega eftir að hafa verið bendlaður við heimsku og fáfræði í sama blaði nokkrum dögum áður. Sárindi Guðna eru skilj- anleg en þar er ekki við aðra að sakast. Guðni skýrir frá því í grein sinni að eitt það fyrsta sem hann hafl lært af móður sinni hafi verið mikilvægi þess að virða skoðanir annarra. Eitt- hvað virðist Guðni gefa lítið fyi'ir þessi heilræði móður sinnar og er það miður. Þannig úthrópar hann fólk sem ekki er sammála skoðun- um hans um að veita skjólstæðingi sínum leyfi til að ryðja veg á Heklutind og veita sömuleiðis einkaleyfi á flutningi ferðamanna á fjallið. Þeir sem bera virðingu fyrir Heklu og vara við hug- myndum um að ráðist sé á þessa náttúruperlu með jarðýtum í von um skjótan gróða kallar Guðni: sérvitringa, sjálfskipaða riddara, öfgamenn og fólk haldið mikilmennsku! Skilaboð Guðna til þeirra sem búa í Reykjavík og á öðrum þéttbýlisstöðum og hafa áhyggjur af fram- kvæmdagleði athafna- manna á hálendinu eru skýr: athafnamenn í sveitarfélögum sem liggja að hálendinu hafa fullan rétt á að setja jarðýtusár á náttúruperlur og lýsa yfir einkarétti hvað aðgang varðar. Þeim sem gagnrýna þetta eru ekki vandaðar kveðjurnai'. Fyrir skemmstu kom í ljós að fyrirtæki eitt hefur lýst yfir einkarétti á aðgangi að Langjökli frá vestri. Einum af ráðhen'unum og samflokksmanni Guðna var ekki Jón Viðar Sigurðsson skemmt. Spuming er hvort ráð- herranum sé kunnugt um hug- myndir Guðna um að veita skjól- stæðingi sínum leyfi til vegagerðar á Heklutind og einkarétt á flutningi ferðamanna á fjallið. Guðni fullyrðir að með því að veita framkvæmdamanninum leyfi til að ryðja veg á Heklutind yrði fjallið eitt af undrum veraldar. Svo mörg voru þau orð. Hekla er merki- legt eldfjall. Hún rís tignarlega yfir Ég leyfi mér að full- yrða, segir Jón Viðar Sigurðsson, að Hekla þurfí ekki á að halda jarðýtusárum í nafni gróðavonar athafna- manns til að öðlast meiri virðingu. sléttum Suðurlands og nýtur virð- ingar. Ég leyfi mér að fullyrða að hún þurfi ekki á að halda jarðýtu- sárum í nafni gróðavonar athafna- manns til að öðlast meiri virðingu. Hvað þá að þar með yrði hún eitt af undram veraldar. Höfundur er jarðfræðingvr. KOMDU l FISKVINNSLUSKÓLANN! Hagnýtt nám til framtíðar í nútímaskóla. $$ Kennslan í dag byggir á að koma skólanum og nemendum hans inn í 21. öldina. Frá árinu 1995 hefur námið verið í stöðugu endurmati og því breytt í takt við þróun tímans. Hin aukna tæknivæðing í sjávarútvegi hefur verið höfð að leiðarljósi. Markmið skólans er að útskrifa fiskiðnaðarmenn sem geta tekið að sér gæða- verk- og framleiðslustjórnun. Nemendum skólans hefur vegnað vel í störfum og margir hafa unnið sig upp í toppstöður. Allmargir nemendur hafa haldið áfrarn námi á háskólastigi. <Í£ Inntökuskilyrði hafa verið rýmkuð. Almennt er gerð krafa um 52 einingar úr framhaldsskóla. Umsækjandi með verulega starfsreynslu getur fengið inngöngu í fomám eftir reglum þar um, þó hann uppfylli ekki kröfuna um 52 einingar. Almennt nám í Fiskvinnsluskólanum er 4 annir og útskrifast nemendur þá sem fiskiðnaðarmenn. Námið er lánshæft. T| Umsóknarfrestur er til 5. júní. Hvaleyrarbraut 13 220 Hafnarfirði Sími: 565 2099 Fax: 565 2029 Gsm: 892 0030 Heimasíða: http://rvik.ismennt.is/~fiskvin Netfang: gislier@ismennt.is «« baftinnréttTnaar CASA MIA Fallegt, vandað og ítalskt. Casa Mla matardiskur kr. 540,- Casa Mia súpudiskur Casa Mia kaffibolli m/undirskál kr. 510,- kr. 790,- Casa Mia kökudiskur kr. 490,- Casa Mia undirdiskur kr. 1.260,- Casa Mia salatskál kr. 1.370,- Casa Mia skál kr. 460,- Casa Mia rjómakanna kr. 660,- Casa Mia sykurskál kr. 1.490,- Casa Mia teketill kr. 2.190,- Casa Mia krúsir kr. 440,- Casa Mia fat kr. 2.330,- Casa Mia er matarstell úr sérhertu postulíni sem endist vel og þolir bæði uppþvottavél og örbylgjuofn. Oplð mánudaga til íimmtudaga 9-18 Föstudaga 9-19 Laugardaga 10-16 Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 510 8020

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.