Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 62
62 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
KRISTINN B. JÚLÍUSSON
lögfræðingur,
fyrrverandi bankaútibússtjóri
á Eskifirði og Selfossi,
Vallholti 34,
Selfossi,
andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands laugardaginn 30. maí.
Útför hans verður gerð frá Seifosskirkju laugardaginn 6. júní kl. 13.30.
Brynhildur Stefánsdóttir,
Halldór Kristinsson, Guðrún H. Björnsdóttir,
Arndís Kristinsdóttir, Konráð J. Hjálmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn og faðir,
HAFLIÐI MAGNÚSSON
kjötiðnaðarmeistari,
Bergþórugötu 59,
andaðist á Droplaugarstöðum laugardaginn
30. maí.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 5.
júní kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamiegast afþakkaðir.
Guðrún Beinteinsdóttir,
Margrét Hafliðadóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
KETILL ÞORSTEINS PÉTURSSON,
Vesturbergi 42,
er látinn.
Nína Þ. Þórisdóttir,
Inga S. Ketilsdóttir,
Kristín E. Ketilsdóttir,
Malcolm Armistead.
+
Elskuleg móðir mín, dóttir okkar og systir,
HRAFNHILDUR BRYNJA FLOSADÓTTIR,
lést af slysförum 1. júní sl.
Axel Óli Alfreðsson,
Rannveig Höskuldsdóttir,
Flosi Jónsson,
Aðalsteinn Flosason,
Guðlaug Flosadóttir.
+
Elskulegi maðurinn minn,
ÓSKAR INGMAR HUSEBY JÓHANNSSON,
Norðurbrún 1,
er látinn. Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Björg Elísdóttir.
+
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
SIGURÐUR HELGASON
hæstaréttarlögmaður,
Þinghólsbraut 53,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
föstudaginn 5. júní kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega
bent á Landssamtök hjartasjúklinga.
Gyða Stefánsdóttir,
Helgi Sigurðsson, Ingunn Vilhjálmsdóttir,
Júlía Sigurðardóttir,
Stefán Sigurðsson, Elín Friðbertsdóttir,
Grétar Már Sigurðsson, Dóra Guðrún Þorvarðardóttir,
Guðrún Sigurðardóttir, Guðjón Viðar Valdimarsson,
Margrét María Sigurðardóttir, Vignir Sigurólason
og barnabörn.
ÁSTA
SIGHVA TSDÓTTIR
+ Ásta Sighvats-
dóttir fæddist í
Reykjavík 1. maí
1897. Hún lést á öldr-
unardeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur við Tún-
götu hinn 25. maí síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Dómkirkjunni 2. júní.
I upphafí Brekku-
kotsannáls ritar Hall-
dór Laxness eitthvað á
þá leið að næst því að
missa móður sína sé
fátt hollara ungum
börnum en að missa föður sinn.
Þessi orð voru skrifuð í ljósi þess að
rithöfundurinn ólst að hluta upp hjá
afa sínum og ömmu. Þrátt fyrir þá
ógæfu að njóta ekki fullrar hand-
leiðslu foreldra sinna, þá leiddi það
til þess að hann naut umhyggju og
umsjónar afa síns og ömmu.
Mér varð hugsað til þessara orða
Halldórs Laxness, þegar mér barst
sú frétt í vikunni að amma mín, Asta
Sighvatsdóttir, hefði látist 25. maí,
eitthundrað og eins árs gömul. Hún
var því öldungur í víðasta skilningi
þess orðs.
Ég naut þess eins og Laxness að
vera alinn upp að hluta til hjá afa
mínum og ömmu og get tekið undir
það með Nóbelsskáldinu að fátt er
betra veganesti en fá að vaxa úr
grasi undir handleiðslu þeirra.
Amma var fædd 1. maí 1897 í
Reykjavik, ein af níu börnum hjón-
anna Sighvats Bjarnasonar banka-
stjóra í Reykjavík og eiginkonu
hans, Agústu Sigfúsdóttur frá Tjörn
á Vatnsnesi. Flest dóu systkini
ömmu ung að árum nema Sigfús
Pétur, Bjarni og elsta systirin,
Emilía, sem lifði fram undir áttræð-
isaldur. Voru miklir kærleikar með
ömmu og systkinum hennar.
Amma giftist afa, Karli Helgasyni
símstöðvarstjóra, árið 1927. Fyrst
bjuggu þau á Blönduósi, en fluttust
til Akraness árið 1947, þar sem afi
var símstöðvarstjóri þar til hann fór
á eftiriaun árið 1973, og fluttist þá til
Reykjavíkur.
Heimili þeirra við
Heiðarbraut 24 á Akra-
nesi var hvorki stórt né
glæsilegt á nútíma
máta. Aftur á móti var
það einkar hlýlegt og
bar sterk einkenni ein-
stakrar smekkvísi
þeirra. Þar sem það var
miðsvæðis í bænum var
oft gestkvæmt. Og jók
það á gestaflauminn að
afi og amma voru bæði
frammáfólk í félagsmál-
um. Afi var í Rotary og
Oddfellow, meðhjálpari
í Akraneskirkju, og
mikið inni í félagsmálum Póst- og
símamannafélagsins. En amma var í
barnaverndarnefnd Akraness, í
kvenfélaginu, og slysavarnafélaginu.
Ég er ekki frá því að þar eigi fé-
lagsmálaáhugi okkar bræðranna
upptök sín. Allt frá barnsaldri vor-
um við báðir á kafi í félagsmálum.
Ekki bara þeim hefðbundnu sem
börn og unglingar tóku þátt í, eins
og skátafélögum og íþróttafélögum.
Við bjuggum til alls kyns félög.
Leynifélag pottorma Uppskagans,
knattspyrnufélag sem síðar gaf af
sér knattspyrnuhetjur eins og Teit
Þórðarson, frímerkjaklúbbinn Þyril
sem alvarlega þenkjandi ungmenni
staðarins skipuðu, og meira að segja
prjónaklúbb, þótt ég neitaði tilvist
hans seinna meir. Félagsmálabakt-
erían hefur fylgt mér síðan, bæði
heima og erlendis.
Afi og amma voru gestrisin og
hrókar alls fagnaðar, enda var vina-
hópur þeirra stór. Og bæði voru þau
heimsborgarar þótt sú nafngift ætti
fremur við um ömmu. Hún hafði
numið vefnað í Kaupmannahöfn og
Stokkhólmi áður en hún hóf kennslu
í vefnaði við Kvennaskólann á
Blönduósi. Þar kynntist hún afa,
sem var tíu árum yngri en hún.
Amma var veraldarvön, talaði mörg
tungumál, og átti vini og kunningja
um alian heim.
Vinahópurinn spannaði allt litróf
þjóðlífsins. Listamenn og
lífskúnstnerar gistu hjá þeim á
ferðalögum sínum um landið. Út-
+
KRISTJÁN HALLGRÍMSSON
fyrrverandi apótekari
á Seyðisfirði, í Vestmannaeyjum
og Hafnarfirði,
til heimilis á Sléttuvegi 11,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu á 75. aldursári.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Kirsten Hallgrímsson,
Kristján H. Kristjánsson.
+
Útför elskulegrar frænku og systur,
HULDU KRISTJÁNSDÓTTUR,
áður til heimilis að Búðargerði 8,
fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn 4. júní
kl. 13.30.
Kristján Helgason,
systkini hinnar látnu og aðrir aðstandendur.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
FANNAR ÓSKARSSON,
lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 28. maí sl.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 6. júní kl. 11.00.
Helga Sigtryggsdóttir,
Sandra Fannarsdóttir,
Jósebína Fannarsdóttir, Valtýr Stefánsson,
Fanney Fannarsdóttir, Stefnir Davíðsson,
Halldóra Fannarsdóttir,
Jóhanna Fannarsdóttir
og barnabörn.
lendingar komu og heimsóttu þau,
einkum frá Danmörku, þar sem
amma hafði eignast marga vini á
námsárum sínum. Aðrir komu úr
nágrannabyggðum Akraness þegar
þeir þurftu í kaupstaðinn. Og síðast
en ekki síst ættingjar víðsvegar að
af landinu.
Það er mér einkar minnisstætt að
um hver jól kom eplakassi frá
Skatskærgárd í Danmörku frá Önnu
vinkonu ömmu. Ferskir ávextir voru
fágætir á þessum tíma, og þóttumst
við bræðurnir góðir þegar við gátum
gefið vinunum í hverfinu glæný epli
komin alla leið frá Danmörku, eða í
sumum tilfellum notað þau sem mik-
ilvæga skiptimynt í viðskiptum pott-
ormanna á Skaganum.
Einn af vinum afa og ömmu var
Jóhannes Kjarval málari og gisti oft
hjá þeim. Eitt sinn sendi hann mál-
verk til að þakka fyrir gestrisnina.
Þegar amma sagði söguna af mál-
verkinu sem hékk yfir píanóinu inni
í stofu, þá gleymdi hún ekki að
nefna að á kortið sem fylgdi verkinu
var einungis skrifað: „Geymið snær-
ið utan af umbúðunum, Islendinga
vantar alltaf snæri.“ Sjálfsagt var
listamaðurinn að vitna í Jón Hregg-
viðsson sem einmitt bjó í Akranes-
hreppi fyrr á tímum og var sakfelld-
ur af Dönum fyrir að hafa stolið
snærisspotta.
Amma var einkar umburðarlynd
við okkur strákana og voru vinir
okkar alltaf velkomnir á Heiðar-
brautina. Algengt var að við kæm-
um heim með fjölda vina og kunn-
ingja og fengjum eftirmiðdagssnarl
hjá ömmu, heitt vatn með mjólk og
sykri og Ingimarskex. Eins var
amma hin rólegasta eftir að mús-
íktilraunir okkar bræðranna hófust
og leyfði Karli bróður mínum að
breyta stássstofunni í æfingasal
skólahljómsveitarinnar, þar sem
Karl barði á píanó afa daginn út og
inn.
Oft komu einstök sambönd ömmu
í góðar þarfir. Einkum man ég eftir
því þegar þurfti að koma okkur
bræðrunum í sveit. Þá var amma
komin í símann og lagði á ráðin með
hinum fjölmörgu vinkonum sínum
um allt land. Við bræðurnir lentum
hjá sérstaklega góðu fólki, Kalli
skammt frá Akranesi á Neðra-
Skarði í Leirársveit og ég á Hofs-
stöðum á Mýrum hjá Ingibjörgu
Friðgeirsdóttur og eiginmanni
hennar, Friðjóni. Við hændumst að
þessu öðlingsfólki, sem tók okkur að
sér í fjóra mánuði á ári í meira en
hálfan áratug, og héldum sambandi
við það fram á fullorðinsár. En
amma þekkti eingöngu úrvalsfólk,
svo ekki var við öðru að búast.
Þótt amma væri heimavinnandi
húsmóðir, þá var hún kvenréttinda-
kona síns tíma. Hún var fylgjandi
því að konur ynnu úti og studdi
móður mína og tengdadóttur sína,
sem snemma varð einstæð móðir,
með ráðum og dáð. Eins og áður
sagði var hún þar að auki frammá-
manneskja í félagsmálum kvenna
og stuðlaði sem slík að jafnréttis-
málum. Enda var jafnræði á heimili
afa og ömmu einstakt og voru þau
samheldin hjón. Eftir að afi dó
minnkaði lífsvilji ömmu mikið. Hún
lifði engu að síður í átján ár til við-
bótar, þótt síðustu árin hafi hún
verið í litlu sambandi við þennan
heim. I síðustu skiptin sem ég heim-
sótti hana þekkti hún mig ekki.
Samt fannst mér eins og hún skynj-
aði nærveru mína og virtist yfir
henni mikill friður.
Heil öld er löng mannsævi og
amma sá tímana tvenna. Hún er af
þeirri kynslóð sem að mestu leyti er
horfin í dag. Kynslóðinni sem mót-
aði Island tuttugustu aldarinnar.
Fólkinu sem færði landið úr sveit-
inni og á mölina, gerði heimóttarfólk
að heimsborgurum. Hennar kynslóð
er kynslóðin sem gaf okkur þá arf-
leifð sem gerði okkur kleift að
byggja Island eins og það er í dag.
Um leið og ég kveð ömmu mína,
Astu Sighvatsdóttur, og þakka
henni fyrir leiðarljós það sem hún
veitti mér á lífsleiðinni, þakka ég
einnig hennar kynslóð fyrir þá arf-
leifð sem hún hefur skilið eftir sig og
fylgir okkur inn í 21. öldina.
Hvíli hún í friði.
Sigmjón Sighvatsson,
Los Angeles.