Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 56
,56 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ
Harðsnúið
landsmótslið
Fáks valið
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
PÁKSMENN verða erfiðir viðureignar í A-flokki á landsmótinu. Þar mæta, talið frá vinstri, Prins og Viðar,
Lykill og Sigurbjörn, Geysir og Ragnar, Ormur og Atli, Reykur og Sveinn, Kolfinnur og Þorvaldur og sigur-
vegarinn Elri og Sigurður, með á myndinni eru Jan Jansen og kona hans, Sigríður.
HESTAR
Víðidalur
HVÍTASUNNUMÓT FÁKS
^ GÆÐINGAVAL Fáksmanna hef-
ur löngum rómað verið og að loknu
árlegu hvítasunnumóti er óþarft að
velkjast í vafa um að þeir mæta
sterkir til leiks á landsmótinu í sum-
ar. Mótið var nú með nokkuð breyttu
sniði þar sem hápunktur gæðinga-
keppninnar var á laugardag fyrh'
hvítasunnu í stað annars í hvíta-
sunnu eins og verið hefur. Var það
því stíf en spennandi dagskrá sem
hófst með yfirlitssýningu kynbóta-
hrossa fyrir hádegi. Um hádegisbOið
hófust úrslit gæðingakeppninnar og
voru sjö knapar og hestar í úrslitúm
eða sá fjöldi sem félagið sendir á
landsmótið í hverjum flokki.
, Firnasterkir fímmgangshestar
Þótt oft hafi keppnin verið spenn-
andi í A-fiokki er óhætt að fullyrða
aldrei hafi hún verið jafn mögnuð og
nú. Reykur frá Hoftúni sem Sveinn
Ragnarsson sat hafði naumt forskot
að lokinni forkeppni en Kolfinnur frá
Kvíarhóli sem Þorvaldur Þorvalds-
son sat fylgdi fast á hæla hans með
nánast sömu einkunn. Prins frá
Hvítárbakka sem Viðar Halldórsson
sat var skammt undan og fast á hæla
hans kom Geysir frá Dalsmynni sem
—*'igurður V. Matthíasson sat. Fjórt-
án efstu úr forkeppninni mættu í
fullnaðardóm og þar riðlaðist röðin
talsvert. Kolfinnur náði efsta sætinu,
ungur hestur, Ormur frá Dallandi
sem Atli Guðmundsson sat, skaust
upp í annað sætið og Reykur var
þriðji. Elri frá Heiði sem Sigurður V.
Matthiasson sat vann sig upp úr
fjórtánda sæti í fjórða sætið og
Geysir var í fimmta sæti og Lykill
frá Engimýri sem Sigurbjörn Bárð-
arson sat vann sig upp í sjötta sæti
og Prins féll í sjöunda sætið.
I úrslitunum riðlaðist röðin enn
frekar Því Elri og Sigurður sigi'uðu
glæsilega eftir þvi'num stráða braut-
ina á toppinn. Kolfinnur og Þorvald-
ur komu næstir og Reykur og
"V Sveinn héldu þriðja sætinu en Orm-
urinn ungi féll í fjórða sætið og þrír
næstu héldu sínum sætum. Fáks-
menn hafa líklega aldrei sent svo
jafnsterka sveit af A-flokkshestum á
Iandsmót. Ósagt skal látið hvort
þarna á meðal leynist sigurkandídat
en allir geta þessir hestar á góðum
degi blandað sér í toppbaráttuna á
Melgerðismelum. Reynir nú á snilli
knapanna að haga þjálfun gæðing-
anna þannig að þeir verði á toppnum
á réttum tíma. Ef taka á einn út úr
hópnum þá er Ormui' frá Dallandi
ungur og þar af leiðandi eins og
óskrifað blað. Ef Atla tekst að bæta
skeiðgetuna má ætla að hann geti
umfram aðra knapa látið sig dreyma
stóra drauma. Töltið og svo ekki sé
nú talað um brokkið er afar gott í
klárnum.
Veldi Farsæls fallið
Farsæll frá Arnai'holti hefur verið
ósigrandi frá því hann vann í B-
flokki hjá Fáki fyrir tveimur árum
og allt útlit fyrir að hann myndi hafa
lítið fyrir sigri á landsmóti á þessum
vettvangi. En nú hitti hann fyrir
ofjai-1 sinn sem var Valíant frá Hegg-
stöðum sem sá snjalli knapi Hafliði
Halldórsson sat. Valíant var feikna
góður um helgina og er það fyrst og
fremst hin mikla reising með góðum
höfuðburði og hárri fótlyftu sem ger-
ir hestinn að því djásni sem hann er.
Þar fyrir utan er hann vel rúmur og
jafnvígur á gangtegundimar. Þessir
tvefr hestar báru höfuð og herðar yf-
ir keppinauta sína og má hiklaust
ætla að að þeir verði tveir á meðal
þriggja efstu hesta í B-flokki á
landsmótinu komi ekkert óvænt upp
á. Farsæil virtist ekki í eins góðu
formi og hann hefur verið undanfar-
in tvö ár og má sjálfsagt rekja það til
mjög erfiðra veikinda í vetur þegar
honum var vai-t hugað líf. Nái knap-
inn Ásgeir Svan Herbertsson að
koma honum í gamla formið er við-
búið að mætist stálin stinn þegar
þessir miklu gæðingai' etja kappi á
landsmótinu. Valíant sigraði einnig í
töltkeppni mótsins og var hann þar
einnig nokkuð öruggur með sigurinn
og þar með vaknar sú spurning
hvort Hafliði og Valíant eigi mögu-
leika á íslandsmeistaratitli í tölti í
sumar.
I yngri flokkunum voru línur yfir-
leitt nokkuð skýrar, sigurvegaramir
áttu allir það sammerkt að vinna
nokkuð örugglega í úrslitum. Davíð
Matthíasson mætti með Prata sinn
frá Stóra-Hofi, gamalreyndan gæð-
ing og fengu þeir íyrsta sæti á línuna
hjá dómurum. Höfðu þeir einnig
góða foi-ystu eftir forkeppnina. Hið
sama má segja um Sylvíu Sigur-
bjömsdóttur sem keppti á Djákna
frá Litla-Dunhaga, hafði ágæta for-
ystu eftir forkeppni unglinga og
hlaut fyrsta sætið í úrslitum í öllum
tilvikum að einu undanskildu og sigr-
aði af miklu öryggi. Maríanna Magn-
úsdóttir sem keppti á Ekkju frá Hól-
um í barnaflokki þurfti að hafa örlítið
meira fyrir sínum sigri en hún var í
öðra til þriðja sæti eftir forkeppni en
tók af skarið og sigraði með yfirburð-
um. Hryssan hennai' er sérlega falleg
og fer vel hjá þessum efnilega knapa.
Hvítasunnumót Fáks tókst með
miklum ágætum að þessu sinni. Veð-
urguðimir léku við hvern sinn fingur
alla dagana sem mótið stóð yfir og
var nú eitthvað annað upp á teningn-
um en fyrir nokkrum áram þegar
Fáksmenn héldu hvert mótið á fætur
öðru í leiðinda veðri og stundum
slagviðri.
Úrslit hvítasunnumótsins urðu
annars sem hér segir:
A-flokkur gæðinga
1. Elri frá Heiði, eigandi og knapi Sig-
urður Matthíasson, 8,38/8,59.
2. Kolfinnur frá Kvíarhóli, eigendur
Göran Montan, Ólafur H. Einarsson
og Gunnar Baldursson, knapi Þon'ald-
m' Þorvaldsson, 8,62/8,70.
3. Reykur frá Hoftúni, eigendur
Sveinn Ragnarsson og Ralf Ludvig,
knapi Sveinn Ragnarsson, 8,62/8,67.
4. Ormur frá Dallandi, eigandi Þórdís
A. Sigurðai'dóttir, knapi Atli Guð-
mundsson, 8,57/8,69.
5. Geysir frá Dalsmynni, eigandi Ai'n-
gi-ímur Ingimundarson, knapi Sigurð-
ur V. Matthíasson, knapi í úrslitum
Ragnar Hinriksson, 8,57/8,53.
6. Lykill frá Engimýri, eigandi og
knapi Sigurbjörn Bárðarson, 8,50/8,52.
7. Prins frá Hvítárbakka, eigandi og
knapi Viðar Halldórsson, 8,60/8,51.
B-flokkur
1. Valíant frá Heggstöðum, eigandi
Skúli Jóhannsson, knapi Hafliði Hall-
dórsson, 8,85/8,74.
2. FarsæU frá Arnarhóli, eigandi og
knapi Ásgeir S. Herbertsson,
8,70/8,67.
3. Blikar frá Miðhjáleigu, eigendur
Guðbjörg Friðriksdóttir og Ragnar
Hinriksson, knapi Ragnar Hinriksson,
8,55/8,59.
4. Filma frá Reykjavík, eigendur
Magnús Arngrímsson og Arngrímur
Magnússon, knapi Gylfi Gunnarsson,
8,63/8,57.
5. Hektor frá Akureyri, eigendur
Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Ey-
vindsdóttir, knapi Kristbjörg Eyvinds-
dótth', 8,67/8,54.
6. Húni frá Torfunesi, eigandi og knapi
Sigurbjörn Bárðarson, 8,49/8,52.
7. Snillingur frá Austvaðsholti, eigandi
og knapi Gunnar Arnarsson, 8,58/8,52.
B-flokkur-áhugamenn
1. Tígur frá Álfhólum, eigandi og knapi
Sara Ástþórsdóttir, 8,36.
2. Hlynur frá Forsæti, eigandi og
knapi Þóra Þrastardóttir, 8,32.
3. Tvistur, eigandi og knapi i forkeppni
Arna Rúnarsdóttir, 7,98.
4. Þorri frá Langholti II, eigandi Ing-
veldm- 0. Jónsdóttir, knapi Björn
Karlsson, 8,05.
5. Frökk frá Sauðárkróki, eigandi og
knapi Arna Rúnarsdóttir, 7,98.
Ungmenni
1. Prati frá Stóra-Hofi, eigandi og
knapi Davíð Matthíasson, 8,50.
2. Náttfari frá Kópavogi, eigandi og
knapi Gunnhildur Sveinbjarnardóttir,
8,43.
3. Dári frá Keldudal, eigandi Svava
Kristjánsdóttir, knapi Ragnheiðm-
Kristjánsdóttir, 8,33.
4. Ljóri frá Ketu, eigandi Símon
Traustason, knapi Matthías Ó. Bárðar-
son, 8,33.
5. Stefnir frá Enni, eigandi og knapi
Kristján Daðason, 8,27.
6. Hrókur frá Grenstanga, eigandi og
knapi Edda S. Þorsteinsdóttir, 8,25.
7. Gjafar frá Traðarkoti, eigandi Páll
Briem, knapi Hannes Sigurjónsson,
8,25.
Unglingar
1. Djákni frá Litla-Dunhaga, eigandi
Sigurbjöm Bárðarson, knapi Sylvía
Sigurbjörnsdóttir, 8,51.
2. Gríma, eigandi Ingólfur Jónsson,
knapi Viðar Ingólfsson, 8,46.
3. Stirnir frá Kvíarhóli, eigandi Krist-
björg Eyvindsdóttir, knapi Þórdís E.
Gunnarsdóttir, 8,47.
4. Fjalar frá Feti, eigandi og knapi
Árni Pálsson, 8,47.
5. Hrafn frá Rip, eigandi og knapi
Unnur B. Vilhjálmsdóttir, 8,30.
6. Örn frá Páfastöðum, eigandi Auð-
unn Kristjánsson, knapi Þórunn Krist-
jánsdóttir, 8,38.
7. Sóldögg frá Álfhólum, eigandi Sara
Ástþórsdóttir, knapi Hrefna M.
Ómarsdóttir, 8,38.
Börn
1. Ekkja frá Hólum, eigandi og knapi
Maríanna Magnúsdóttir, 8,44.
2. Sverta frá Stokkhólma, eigandi
Skúli Jóhannsson, knapi Steinar T.
Vilhjálmsson, 8,44.
3. ísold frá Álfhólum, knapi Fannar Ö.
Ómarsson, 8,38.
4. Erill frá Leifsstöðum, eigandi Þor-
björg Sigurðardóttir, knapi Sigþór
Sigurðsson, 8,47.
5. Leó frá Múla, eigandi og knapi Sæ-
þór F. Sæþórsson, 8,35.
6. Vinur, eigandi og knapi Unnur G.
Ásgeirsdóttir, 8,33.
7. Dímon frá Skiðbakka, eigandi Gunn-
ar Arnarsson, knapi Eyvindur H.
Gunnarsson, 8,36.
Tölt - opinn flokkur
1. Hafliði Halldórsson á Valíant frá
Heggstöðum,
2. Sigurbjöm Bárðarson á Oddi frá
Blönduósi, 7,10/7,42.
HESTAR
Veðreiðar Fáks
í Víðhlal
Hestamannafélagið Fákur hélt á
annan í hvítasunnu í samvinnu við
Ríkissjónvarpið veðreiðar sem
sjónvarpað var beint. Keppt var í
800 og 350 metra stökki og 150 og
250 metra skeiði.
SÁ VONARNEISTI um endur-
reisn kappreiða sem kviknaði síðast-
liðið haust er nú orðinn að lítilli týra
og verður vonandi orðinn góður bál-
köstur að hausti ef allt gengur eftir.
Á annan í hvítasunnu héldu Fáks-
menn öðra sinni veðreiðar í beinni
sjónvarpsútsendingu. Öfugt við
frumraunina var veður nú skaplegt
og greinilegt að gamalkunnugt and-
rúmsloft ríkti í Víðidalnum.
Undin-itaður valdi þann kostinn að
upplifa veðreiðarnar heima í stofu
framan við sjónvarpsskjáinn og hafði
góða skemmtun af. Útsendingin hófst
klukkan 14 en fyrr um daginn höfðu
farið fram undanrásir. Allir skráðir
hestar höfðu farið einn sprett en
milliriðlar og úrslit síðan í beinni út-
sendingu.
Þátttaka var mjög góð miðað við
það sem verið hefur á kappreiðum
undangenginna ára og nú í fyrsta
Endurreisn kappreið-
anna í sjónmáli
skipti í mörg ár var boðið upp á tvo
riðla í 800 metra stökki. Sex hestar
vora skráðir til leiks og kom vel í Ijós
að þessi grein á hringvelli hentar öðr-
um fremur vel fyrir sjónvarp. Sprettr
urinn tekur rúma mínútu og býður
upp á spennu sé keppnin jöfn og hross
skiptist á um að hafa forystu. Ef sjón-
varpsútsendingar ná vinsældum má
ætla að möguleikar skapist á lengri
vegalengdum. Vegleg peningaverð-
laun vora greidd fyrir þrjá fljótustu
hestana. 75 þúsund fyrir fyrsta sæti,
30 fyrir annað og 15 fyrir þriðja sæti.
Nýr kappreiðakóngur
Eins og gefur að skilja voru öll
hrossin sem skráð voru til leiks að
keppa í fyrsta skipti og tímarnir því
eðlilega ekki góðir sé mið tekið af
gullaldaráram kappreiðanna. Öfugt
við það sem áður tíðkaðist var það
hryssa sem hafði sigur. Var þar á
ferðinni Frigg frá Breiðabólstað und-
an Rúbín frá sama stað, kunnum sýn-
ingarhesti. Eigandi er Halldór P.
Sigurðsson en hann virðist vera að
skipa sér á bekk sem eigandi góðra
kappreiðahrossa. Knapi var Daníel
Ingi Smárason sem hefur getið séð
gott orð í yngri flokkum í gangteg-
undakeppni. Af skráðum hrossum í
800 metrunum var eitt fimm vetra
gamalt og má mikið vera ef ekki sé
sex vetra lágmarksaldur í þessa
grein samkvæmt gildandi reglum
enda hafa fimm vetra hross lítið er-
indi í þessa vegalengd.
í 350 metrunum sigraði annað
hross frá Halldóri bónda á Efri-
Þverá, Kósi frá sama stað. Hann
sigraði einnig í sjónvai-psveðreiðum
Fáks í fyrrahaust, bráðefnilegur
hlaupari, virðist bæði sprettharður,
sterkur og með sérlega gott stökklag.
Þess má geta að Kósi er undan þeim
þekkta stóðhesti Gusti frá Grand.
Hryssurnar í aðalhlutverkum
í 250 metra skeiðinu voru hryss-
urnai' í aðalhlutverkum. Ósk frá
Litladal og Sigurbjörn Bái'ðarson
höfðu sigur og eru þau úrslit nokkuð
eftir bókinni enda hún verið erfið
viðureignar fyrir andstæðingana á
undanfömum árum. Framtíð frá
Runnum kom næst en knapi á henni
var Sveinn Ragnarsson. í þriðja sæti
varð Pæper frá Varmadal en hann
var dæmdur úr leik þar sem knapinn
á honum, Kristján Magnússon,
reyndist vera of ungur. Er það súr
niðurstaða að hegna ungum og efni-
legum knapa fyrir þessar sakii- og
mætti sannarlega afnema aldurs-
mörk í skeiðgreinum kappreiða. Það
er einungis af hinu góða að ungir
knapir nái að þroskast í þessari
vandasömu grein þar sem slysahætta
er ekki mikil.
í 150 metra skeiðinu urðu úrslit
nokkuð óvænt þegar Sigurður V.
Matthíasson á Ölver frá Stokkseyri
bar sigurorð af læriföður sínum, Sig-
urbirni Bárðarsyni, á hinum aldna
enn illsigrandi Snai-fara frá Kjalar-
landi.
Hasar í veðmálunum
Mikið fjör var í veðmálunum að
sögn Valdimar Snorrasonai' sem þar
réð ríkjum og sagði hann að mesti
hasarinn hefði verið inni í félagsheim-
ili þar sem menn fylgdust með í sjón-
varpi og veðjuðu milli spretta. Heild-
arveltan var um 260 þúsund krónur
og vora 60% af þeirri upphæð greidd í
vinninga, hæsta vinningshlutfall sem
greitt var út var 6,6 og hæstu greiðsl-
ur á einn riðil woru 35 þúsund krón-
ur. Valdimar sagði að hæstu einstöku
vinningar hefðu verið í kringum 5
þúsund krónur. Hann sagði að ekki
væri búið að taka endanlega ákvörðun
um framhaldið en mjög líklegt væri
að næstu kappreiðar yrðu haldnar í
lok júní. Þá sagði Valdimar að verið
væri að kanna möguleika á að gera
mönnum kleift að veðja í gegnum
síma eða jafnvel alnetið og yrði þá
greitt með greiðslukortum ef það
tækist.
Hálf minúta heil eilífð
Þótt vissulega megi margt bæta í
framhaldinu sem vonandi verður má
segja að í heildina hafi vel tekist til.
Hinn kunni íþróttafréttamaður ríkis-
sjónvarpsins Samúel Öm Erlingsson