Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA INNRITUN Á HAUSTÖNN — Faglegt nám til framtíðar — Starfsréttindi og stúdentspróf Innritun fyrir haustönn fer fram 2.-5. júní í skólanum. Tekið verður við umsóknum á skrifstofu skólans, sem er opin kl. 8.00—15.00, sími 581 4022, bréfasími 568 0335. Með um- sókn skal fylgja afrit af prófskírteinum. Einnig verður tekið á móti umsóknum á sameiginlegum innritunarstað framhalds- skólanna í Reykjavík 2.-3. júní í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Skólayfirvöld, kennslustjórar og námsráðgjafar eru til viðtals á skrifstofutíma. Almennar námsbrautir skólans eru þessar: Uppeldisbraut (tveggja ára nám) Viðskiptabraut (tveggja ára nám) Nám til stúdentsprófs: Félagsfræðibraut með vali í félagsfræði eða sálfræði Hagfræðibraut Upplýsingatækni- og margmiðlunarbraut Náttúrufræðibraut með vali í raungreinum eða heilbrigðisgreinum íþróttabraut Nýmálabraut Auk þess er boðið upp á 5 starfsmenntabrautir i Heiibrigðisskólanum, sjá auglýsingu hér fyrir neðan. Við skóiann starfa rúmlega 50 kennarar með full réttindi. 750 nemendur eru aö jafnaði i skótanum, sem er búinn tölvum og margmiðlunarbúnaði eins og best verður á kosið. Allir nemendur eiga kost á netfangi og eigin heimasvæði. Tölvuverið er rekið í góðum tengslum við bókasafn skólans. HEILBRI GÐIS- SKÓLINN Ármúla 12, 108 Reykjavík • Sími 581 4022 • Bréfasími: 568 0335 Heimasíða: www.fa.is í Heilbrigðisskólanum er boðið upp á fimm námsbrautir. Sjúkraliðabraut. Þriggja og hálfs árs nám með starfsþjálfun sem veitir lögvernduð starfsréttindi. Greið leið til stúdentsprófs af heilbrigðisvali náttúrufræðibrautar. Tanntæknabraut. Hálfs annars árs nám í skólanum, síðan níu mánaða starfsþjálfun og bóknám í Tannlæknadeild Háskóla íslands. Tanntæknar hafa umsvifalaust fengið vinnu á tannlæknastofum. Lokapróf veitir lögvernduð starfsréttindi. Lyfjatæknabraut. Fjögurra ára nám að loknum grunnskóla og 10 mánaða starfsþjálfun í apóteki. Nemendur með stúdentspróf fá metnar almennar greinar. Lokapróf veitir lög- vernduð starfsréttindi og eftirspurn eftir lyfjatæknum er mikil. Námsbraut fyrir nuddara. Þriggja ára nám að loknum grunnskóla. Nemendur með stúdentspróf eða aðra menntun fá almennar greinar metnar. Að loknu námi hér fara nemend- ur í Nuddskóla íslands í verklegt nám einn vetur, og eru síð- an brautskráðir eftir 1000 tíma vinnu hjá meistara. Læknaritarabraut. Þriggja anna nám í skólanum og sex mánaða starfsþjálfun á heilbrigðisstofnunum. Krafist er stúdentsprófs eða sambærilegrar menntunar. Námið veitir lögvernduð starfsréttindi og atvinna er trygg. Fjarnám. í samvinnu við Verkmenntaskólann á Akureyri verður boðið upp á fjarnám í ýmsum áföngum Heilbrigðis- skólans í haust. Hafið samband við kennslustjóra í síma 581 4022 til þess að fá frekari upplýsingar. Upplýsingar um lánshæfni náms fást hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Námsvísir skólans er á heimasíðu hans: http://www.fa.is Skólameistari. Heilbrigðisskólinn við Ármúla er sérstök deild við Fjölbrautaskólann við Ármúla og lýtur stjórn skólameistara hans og skólanefndar. Sérstakt fagráö heilbrigðisstétta og ráðu- neyta er skólameistara til halds og trausts þegar námsframboö er skipulagt. Nám við skólann er hnitmiðað og lokapróf af flestum brautum veitir lögvernduð starfsréttindi. Skólinn skipuleggur endurmenntun i samvinnu við einstök stéttarfélög. Heilbrigðisskól- inn er rekinn i samræmi við lög um framhaldsskóla hverju sinni og fján/eitingar til hans eru af fjárlagalið Fjölbrautaskólans við Ármúla. FRÉTTIR FRÍMERKI98 - LÍF 30 ára FRIMERKI Safnaðarheimili Bústaðakirkju FRÍMERKJASÝNING UM NÆSTU HELGI Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara 30 ára. DAGANA 4. til 7. júní verður haldin fríraerkjasýning í Safnað- arheimili Bústaðakirkju undir heitinu Frímerki 98 - LÍF 30 ára. Að sjálfsögðu hefði verið ástæða til að minnast á þessa sýningu fyrr í frímerkjaþætti. Það hefur hins vegar ekki verið gert, þar sem stjórn LÍF hef- ur ekki látið í té fréttatil- kynningu, svo að mér sé kunnugt um, hvorki um af- mælið né sýninguna. Er slíkt vitaskuld fullmikill sofandaháttur, enda virðist heldur lítið lífsmark með Landssambandinu um þess- ar mundir. Nú hefur nýkjör- inn formaður Félags frí- merkjasafnara og stjómarmað- ur í LIF, Sveinn Ingi Sveinsson, hins vegar látið mér í té stutta greinargerð um þessa væntan- legu sýningu. Eins hef ég séð próförk sýningarskrárinnar. Sjálfsagt er að birta efnislega í þessum þætti það, sem þar kem- ur fram, þótt seint sé, svo að safnarar hafi einhverja hugmynd um; hvað til stendur um helgina. A sýningunni verður alis konar frímerkjaefni í 140 römmum, og mun mikill hluti efnisins koma frá útlöndum. Verða þama söfn frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, en einnig frá Þýzkalandi og Banda- ríkjunum. Á liðnum tveimur ár- um hefur einmitt verið reynt að fá hingað á sýningar söfn utan Norðurlandanna. Hefur þetta borið þann árangur, að samband hefur komizt á við hoUenzka, þýzka og bandaríska safnara, svo sem þeir muna, sem sáu FRÍMSÝN 97. Hér verður einungis unnt að nefna nokkur íslenzk söfn á sýn- ingunni, enda þótt flest þeirra séu alkunn fyrir. Hjalti Jóhann- esson sýnir safn sitt af íslenzkum upprunastimplum í fimm römm- um. Jón EgUsson sýnir í átta römmum íslenzkar blokkir og fjórblokkir. Þorgrímur Guð- mundsson á safn, sem hann nefn- ir Póstsögu. Sigurður R. Péturs- son á einnig safn, sem nefnist Póstsaga. Einar I. Siggeirsson sýnir safnið Af ferðum páfa um heimsbyggðina. Don Brandt verður með fjóra ramma með fjölbreytilegu efni, sem nefnist: Hvaða ár er í Japan? - Hvers vegna Kólumbus? og síðast af- brigði af I GILDI- yfirprentun frá 02 - 03. Höfundur þessara þátta sýnir safn sitt af dönskum tvflitum frímerkjum. Nokkur mótífsöfn verða á sýn- ingunni. Garðar Schiöth, sem er áhugamaður um bfla, á gott safn þeirra á frímerkjum. Fjórir ungir safnarar eiga þarna hver sitt safn, sem eru vel þekkt af fyrri sýningum, en ekki er ótrúlegt, að þeir hafi bætt ein- hverju við þau. Á liðnum árum hefur skapazt sú hefð, að fleira hefur fengið inn- göngu á frímerkjasýningar en frímerki og efni þeim skylt. Svo verður einnig á FRÍMERKI 98. Þar mun mega m.a. sjá barmmerki og eins gömul hlutabréf, en ýmsir safnarar hafa sýnt þeim áhuga á síðustu árum. Vafalaust verður þar ýmis- legt annað efni, sem sýning- argestir fá tækifæri til að skoða. Islandspóstur hf. verður með sölubás á sýningunni, og þar geta menn fengið frímerki stimpluð með sérstimpli. Nokkrir frímerkjakaupmenn verða með sölubása. FRÍMERKI 98 verður opnuð fimmtudaginn 4. júní og stendur til sunnudagsins 7. júní. Opnun- ardaginn verður sýningin opin frá kl. 17 til 20, á föstudegi frá kl. 15 til 20 og á laugardegi og sunnu- degi frá kl. 10 til 18. Þá verður landsþing LÍF hald- ið laugardaginn 6. júní. Jón Aðalsteinn Jónsson Skólaþróun og listir FAGFÉLÖG list- og verkgreina- kennara standa fyrir ráðstefnu um listmenntun og skólaþróun í sam- vinnu við Kennaraháskóla Islands, Háskóla íslands, Myndlista- og handíðaskóla Islands og Háskólann á Akureyri dagana 4. og 5. júní 1998. Ráðstefnan er haldin í Háskólabíói og stendur frá kl. 9.30-15.50 báða dagana. Markmiðið með ráðstefnunni er að dýpka hugmyndafræðilega sýn á gildi listgreinakennslu, fjalla um þróun skólastarfs, m.a. með tilliti til hlutverks list- og verkgreina og skoða leiðir og ný sjónarhorn er varða mat á skólastarfi. Þungamiðja ráðstefnunnar verða tveir fyrirlestr- ar Dr. Elliots Eisners, þar sem hann mun koma inn á kenningar sínar um áhrif listmenntunar á vitsmuna- þroska einstaklingsins og skynjun okkar á umheiminum, segir í frétta- tilkynningu. Fyrri fyrirlestur Eisners ber heit- ið „The Educational Uses of Assess- ment and Evaluation". Brugðið verður upp nýju sjónarhomi á námsmat og mat á skólastarfi. Rak- in verður þróun þeirra skoðana sem uppi hafa verið um þessi mál og grunnur lagður að hugmynd um mat og námsmat sem kemur nemendum og kennurum að góðu gagni. Seinni fyrirlesturinn nefnist „What do the Arts teach?“ og fjallar um það hlutverk sem listir gegna í námi og þroska einstaklinga sem njóta góðrar listkennslu. Reynt verður að varpa ljósi á hugsun og at- ferli nemenda í listrænu starfi. Margir innlendir fyrirlesarar úr röðum skólamanna munu einnig flytja erindi á ráðstefnunni. Dr. Elliot Eisner er prófessor í kennslufræði og listum við Stan- fordháskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur varið stórum hluta af starfsævi sinni í að bæta listgreina- kennslu í Bandaríkjunum og talinn með merkustu kennslu- og uppeldis- fræðingum í heiminum á þessari öld. Rit hans hafa verið þýdd á fjölda tungumála og fjalla einkum um hlut- verk lista í vitsmunaþroska og hvernig listir hjálpa okkur að skynja og skilja umheiminn. Einnig hefur hann fjallað mikið um námskrár- gerð, námsmat og skólaþróun. Elliot Éisner er helsti hugmyndafræðing- ur DBAE-stefnunnar í mynd- menntakennslu sem stundum hefur verið nefnd fagmiðuð myndmennta- kennsla. Eisner telur að sköpun sterkra og viðkvæmra ímynda sé verk hugans og krefjist hugmyndaríkra hæfileika til þrautalausna, sundurgreinandi og samtengjandi hugsunar og dóm- greindar. Þröngt sjónarhorn skólans á greind komi í veg fyrir að hægt sé að nota allar mögulegar aðferðir til þess að þroska vitsmuni barna. Vefsíða ráðstefnunnar er http://rvik.ismennt.is/~cdt/eisn- er.html. Sjómanna- degi fagnað í Kópavogi ÖNFIRÐINGAFÉLAGIÐ, félag brottfluttra Önfirðinga, heldur sjó- mannadagsskemmtun í Kópavogi dagana 5., 6. og 7. júní. Hátíðar- höld verða með hefðbundnu sniði að hætti Vestfírðinga. Föstudagskvöld verður upphitun á veitingahúsinu Catalínu þar sem hinn alþjóðlegi trúbador, Siggi Bjöms, tekur lagið. Á laugardagskvöld verður sjó- mannadagskvöldvaka á Catalínu frá kl. 22-24. Þar verður stiklað á sjávartengdum gamanmálum og að því loknu verður sjómannadans- leikur fram á nótt. Hinn eiginlegi sjómannadagur er svo á sunnudag og hefst kl. 13. Siglt verður með björgunarskipinu Eldingu í boði veitingahússins Ca- talínu. Að sighngunni lokinni verð- ur keppt í beitningu, stakkasundi, koddaslag, reiptogi, netabætningu og kajakróðri, auk þess sem kajak- menn munu lofa fólki að reyna far- kosti sína. Hjálparsveit skáta í Kópavogi verður með margþætta leiki fyrir börn auk sýningar á björgunartækjum og kynningu á starfsemi sinni. Sælgætisregn verður yfir svæðið úr þyrlu í boði Þyrluþjónustunnar hf. og sjó- mannadagskaffi og meðlæti verður á Catalínu kl. 14-18 á sjómanna- daginn. Þetta er í fyrsta sinn sem hald- inn er hátíðlegur sjómannadagur í Kópavogi, næststærsta sveitarfé- lagi landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.