Morgunblaðið - 03.06.1998, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 03.06.1998, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Málþing í Nýlista- safninu MÁLÞING það, sem til stóð að yrði í Nýlistasafninu á sunnudagskvöld, verður haldið þar í kvöld, miðviku- dag, kl. 21. Þar munu þau Dagný Kristjánsdóttir, Eiríkur Guðmunds- son, Auður Olafsdóttir og Arnar Guðmundsson brjóta upp á umræð- um um mat, ást og erótík, vinnu, vald og verkalýð. Málþingið er byggt á bókinni Flögð og fögur skinn en þar ritstýr- ir Dagný Kristjánsdóttir kafla sem hefur yfirskriftina „Þú ert það sem þú borðar (ekki).“ I fréttatilkynn- ingu segir að maðurinn lifi ekki án matar og fá svið mannlegrar tilveru séu eins mettuð af merkingu og þetta - frá matarvenjum til mann- áts. Eiríkur Guðmundsson ritstýrir kafla sem hefur yfirskriftina „Vinn- an og valdið". Þar er meðal annars fjallað um hið ósýnilega vald sem stjómar og fylgist með verkafólki í nútíma samfélagi, ekki minnst lík- ama verkamannsins og verkakon- unnar. ----------------- Nýjar bækur FLÖGÐ og fógur skinn nefnist rit- gerðasafn sem íslenska menningar- samsteypan art.is gefur út en það kemur út í tengslum við samnefnda myndlistarsýningu sem haldin er í Nýlistasafninu á Listahátíð í Reykjavík. I bókinni er fjallað um líkamann út frá ýmsum sjónarhorn- um. Bókin skiptist í sex kafla sem heita Förðuð skinn, Þú ert það sem þú borðar (ekki), Kynstur og kynja- líf, Hinn opni líkami, Vinnan og valdið og Handan líkamans. Ein meginritgerð er fyrir hverjum þess- ara kafla sem Guðni Elísson, Dagný Kristjánsdóttir, Geir Svansson, Úlf- hildur Dagsdóttir, Eiríkur Guð- mundsson og Jón Proppé skrifa en síðan samanstanda kaflarnir af Ijölda styttri greina og hugleiðinga um þema kaflanna. Ritstjórí bókarinnar er Jón Proppé en hún er gefm út af ís- lensku menningarsamsteypunni art.is. Bókin er nú seld á 1.998 kr. í Nýlistasafninu en frá og með næst- komandi mánudegi fæst hún hjá Máli og menningu og Stúdentabók- sölunni á kr. 2.998. Seiðmagnaður söngur TONLIST H á s k ó I a b í 6 SÖN GTÓNLEIK AR Galina Gorchakova og Larissa Gergi- eva fluttu söngva eftir Glinka, Dar- gomyshkí, Rímskí-Korsakov, Balakirev, Tsjajkovskf og Rakhman- inov. Þriðjudagurinn 2. júní, 1998. TÓNLEIKAR Gorchakovu í Há- skólabíói í gær voru þverskurður af rómantískum ástarsöngvum rúss- neskum, sem eru, eins og einn merkur maður ritaði,, jafn langir og hægferðugir, sem skuggar stepp- unnar“. Tónleikarnii- hófust á þrem- ur söngvum eftir Glinka. Fyrsta lagið, Lævh-kinn, er úr safni tólf sönglaga, sem ber nafnið „Kveðja til Pétursborgar", samið 1840, við texta eftir Kukolnik. Frægastur þessara söngva er sá nr. 6, „Söngur ferðamanns“, sem að öllum líkind- um er fyrsta ,jámbrautarsönglag- ið“. Næstu tvö lögin, Þú gleymir mér brátt (1847) og Eg man dýrð- legt andartak (1840) voru mjög áþekk og afburða vel flutt af lista- konunum. Dargomizhskí var fyrst og fremst áhugamaður um tónhst og í sam- starfi við Glinka og Balakirev lærði hann vel til verka en þykir heldur hafa verið vestrænn og tónmál hans ákaflega hlutlaust. Eftir hann söng Gorchakova fjóra söngva. Það var svo í lagi eftir Rimskí-Korsakov, Næturgalinn sem rósin heillaði, að Gorchakova beitti röddinni að fullu í eins konar vokalísu, sem tónskáldið hnýtti aftan við lagið. Lag þetta er nr. tvö í safni fjögurra söngva, sem gefnir voru út í Pétursborg 1866. Balakirev var einn af stofnendum „kutchka" en svo nefndu sig „fimm- menningamir" og efth- þennan sér- kennilega mann fluttu listakonum- ar þrjá söngva, Tunglið bjarta, nr. 5 úr safni 20 laga og tvö lög, Þính- mjúku töfrar heilla og Spænskur söngur, úr „Þremur gleymdum söngvum", sem gefnir vom fyrst út 1908, í Leipzig. Eftir Tsjajkovskí vom flutt fjögur lög en þeir sem era vel að sér í rússneskri söngtónlist, vilja meina að Tsjajkovski hafi ekki verið síðri sem „lieder“-höfundur en sinfóniker. Flest laga hans era lítt þekkt á Vesturlöndum nema ef til vill það síðasta, sem er Op. 38, nr. 2. I öðra laginu efth' Tsjajkovskí, Að gleyma svo fljótt, sem var glæsilega flutt, reyndi nokkuð á píanistann. Lokaviðfangsefnin vora fjögur lög eftir Rakhmaninov er var einnig mjög liðtækur sem „lieder“-höfund- ur. I þessum lögum gat að heyra öll litbrigði raddarinnar hjá Gorchakovu og píanistinn átti einnig nokkra góða spretti. Galina Gorchakova er sannköll- uð „díva“, sem ræður yfir miklum raddstyrk, svo að það hlýtur að vera mikil upplifun að heyra hana með hljómsveit í einhverri af átakasenum óperubókmenntanna. Þéttleiki raddarinnar á öllum styrkleikasviðum, tónsviðið í heild, túlkun og mótun tónhendinga, er í þeim gæðaflokki, sem aðeins snill- ingar hafa á valdi sínu. Þá var ekki síður ánægjulegt að heyra pí- anóleik Larissu Gergievu, sem var undarlega seiðmagnaður og fágað- ur. Þessir stórkostlegu tónleikar eiga eftir búa lengi með þeim er á hlýddu og vonandi að listakonurn- ar góðu eigi eftir að eiga leið hérna framhjá og líti þá við og syngi fyrir okkur meira af hinum seiðmögnuðu söngvum rússneskra tónskálda. Og ef tiltæk er þá hljómsveit, að syngja nokkra óperaríur. Jón Ásgeirsson GALINU Gorchakovu var vel fagnað að tónleikunum loknum í gærkvöld. Morgunblaðið/Ásdís Skráðu húsnæðið þitt hjá Leigulistanum þér að kostnaðarlausu. Með aðeins einu sfmtali er húsnæðið þitt komið á skrá hjá okkur og þar með ert þú komin(n) í samband við fjölda leigjenda. Skráðu íbúðina núna áður en hún losnar og komdu í veg fyrir að hún standi auð og arðlaus. Skráning í síma 511-1600 ; 1 IEIGULISTINN LEIGUMIÐLUN Skipholti 50B. - 105 Reykjavfk Miðvikudagur ÍSLENSKA óperan: Carmen Negra. Kl. 20. Raðganga: Skipulag og húsagerð í Reykjavík á 20. öld. Frá Áskirkju kl. 20. (Rúta frá Iðnó kl. 19.30.) Klúbbur Listahátíðar, Iðnó Miðvikudagur Jirí Kylián, Jochen Ulrich og Jorma Uotinen danshöfundar eru gestir klúbbsins en þeir era í tengslum við sýningu Islenska dansflokksins. Ragna Sara Jóns- dóttir kynnir danshöfundana. Kl. 20.30. ------♦-♦-♦---- Listaverkið aftur á svið SÝNINGAR á franska gaman- leiknum Listaverkinu hefjast aftur eftir alllangt hlé. Aðeins eru fyrir- hugaðar þrjár sýningar, þ.e. sunnudaginn 7., laugardaginn 13. og laugardaginn 20. júní. Leikend- ur eru Baltasar Kormákur, Hilmir Snær Guðnason og Ingvar E. Sig- urðsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.