Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 74
74 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK f FRÉTTUM
AÐSOKN
iaríkjunum
Títill Síðasia vika Alls
1.(1.) Godzilla 1.296 m.kr. 18,0 m.$ 99,3 m.$
2. (-.) Hope Floats 1.022 m.kr. 14,2 m.$ 14,2 m.$
3. (2.) Deep Impact 727m.kr. 10,1 m.$ 112,0 m.$
4. (3.) The Horse Whisperer 526m.kr. 7,3 m.$ 43,4 m.$
5.(4.) Bulworth 346 m.kr. 4,8 m.$ 17,5 m.$
6. (-.) I Got the Hook-Up 238m.kr. 3,3 m.$ 4,4 m.$
7. (-.) Almost Heroes 202 m.kr. 2,8 m.$ 2,8 m.$
8. (5.) The Quest for Camelot 173m.kr. 2,4 m.$ 17,0 m.$
9. (7.) Titanic 128 m.kr. 1,8 m.$ 579,0 m.$
10.(6.) Fear and Loathing in Las Vegas 127 m.kr. 1,7 m.$ 7,3 m.$
MATTHEW Broderick og Maria Pitillo leika aðalhlutverkin í skrímsla-
myndinni „GodzilIa“ sem hélt toppsæti listans þessa vikuna.
Máttur
„Godzilla“
að þverra
STÓRMYNDIN „Godzilla“ á ekki
þeim vinsældum að fagna sem búist
var við og féll aðsókn að myndinni
um tæp sextíu prósent um síðustu
helgi. Skúnslið „Godzilla" hélt þó
efsta sæti listans þessa vikuna en
nýjasta kvikmynd Jims Carreys
verður frumsýnd um næstu helgi og
þá má ófreskjan fara að vara sig.
Það var Sandra Bullock sem
nældi sér í annað sæti listans með
nýjustu mynd sinni „Hope Floats“
sem leikarinn Forrest Whitaker
leikstýrir. I heimi leikur Bullock ein-
stæða móður og fyrrverandi fegurð-
ardrottningu sem snýr aftur til
heimabæjar síns. Aðdráttarafl Bull-
ock er greinilega talsvert þvf „Hope
Floats“ skaut meðal annars stór-
myndinni „Deep Impact" ref fyrir
rass.
Mynd Roberts Redfords „The
Horse Whisperer“ er á góðri ferð og
féll aðeins um eitt sæti á listanum
eins og Warren Beatty með sína
mynd „Bulworth." Gamanmyndin „I
Got the Hook-Up“ fór beint í sjötta
sæti listans en gamanmyndin
„Almost Heroes“ með þeim Chris
Farley og Matthew Perry í aðalhlut-
verkum náði aðeins því sjöunda.
„Almost Heroes" var síðasta myndin
sem Farley lék í áður en hann lést.
ÆVINTYRALEGT INNGONGUTILBOÐ
Disneyklúbburínn - Bókaklúbbur
barnanna opnar ungu kynslóðinni
^ töfrandi œvintýraheim.
Mónaðarlega fœr barníð senda
gjflr heim nýja og spennandi Disneybók
ósamt Góska, litprentuðu blaði
|f klúbbsins.
1 Víð inngöngu í klúbbinn fœrðu fyrstu
tvœr bœkurnar ó verðí einnar, aðeins
925 krónur, og ef þú svarar ínnan tíu
daga fœrum við þér að aukí skemmti-
lega Bangsímon-buddu að gjöf!
Tryggðu barninu þínu vandaðar bœkur
og góðar gjafir - bœkurnar eru ekki ó
boðstólum ó almennum markaði.
Scott Weiland tekinn
með eiturlyf
SÖNGVARI rokksveitarinnar Stone Temple Pilots vai- handtekinn
síðastliðinn mánudag og ákærður fyrir að vera með heróín í fórum
sínum. Scott Weiland, sem er 30 ára, var handtekinn í kunnu eitur-
lyfjabæli í New York og hafði þá 10 poka af heróíni á sér, að sögn lög-
reglu.
FYRIRSÆTAN Cindy Crawford og
Rande Gerber, sem er 36 ára, giftu
sig á strönd á Bahama-eyjum síðast-
liðinn föstudag. Crawford, sem er 32
ára, varð heimsfræg sem fyrirsæta
Revlon og hefur einnig leikið í
nokkrum kvikmyndum og stýrt sjón-
varpsþáttum. Þriggja ára storma-
sömu hjónabandi hennar og leikar-
ans Richard Gere lauk árið 1994.
www.islandia.
is/kvikmyndaskoli
Kvikmyndaskoli
I S L A N D S
Kvikmyndavinnustofa
sumar mun Kvikmyndaskóli íslands í samvinnu við Japis,
Stöð 2 oq Kvikmynaasjóð Islands standa fyrir verkleaum
námskeiðum í kvikmyndagerð. Þetta er kjörið tækifæri
til að kynnast leyndardómum kvikmyndagerðar á
markvissan hátt.
Takmarkaður fjöldi, aðeins 6 manns í hóp
Kennsla fer fram 19:00-23:00
Farið er yfir framleiðsluferli kvikmynda og mismunandi
upptökutækni kynnt: Filma, SP beta, digifal, VHS. Fjallað
um lýsingu og helstu lampa.
Nemendur taka upp stuttar myndir undir leiðsögn
leiðbeinanda. Klippt og hljóðsett á AVID klippitolvu og
forritið kynnt nemendum.
Leiðbeinendur eru allir starfandi kvikmyndagerðarmenn.
Nýttu sumarið. Skráðu þig strax á námskeið í síma 588 2720
eða 896 0560
Námskeið hefjast 8. júní, 22. júní, 6. júlí, 20. júlí, 10. ágúst, og
24. ágúst
tt--,-
ráogjafar.
^pis Z
KVIKMYNDASJÓÐUR
ISLANDS