Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 63 MINNINGAR SIGURÐUR Þ. GUÐJÓNSSON + Sigurður Þ. Guðjónsson var fæddur í Voðmúla- staða-Austurhjá- leigu í A-Landeyj- um 11. júní 1927. Hann lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 8. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 26. maí. I fjölmennu sam- kvæmi fyrir stuttu hitti ég mann, gamlan leik- félaga frá bernskuárum. Það var óvænt og ánægjulegt og ýmislegt rifjaðist upp í okkar spjalli, þar kom að hann sagði: „Hvar er hann frændi þinn, sem smíðaði rútuna, mig hefur alltaf langað til að hitta hann? Ég man hvað við strákarnir öfunduðum þig af bílnum enda var rútan falleg.“ Svo bætti hann við: „Ég hef aldrei getað gleymt bílnum og gæti vel hugsað mér að fara þess á leit við hann að smíða slíkan grip fyrir mig.“ Nú er þessi frændi minn, vinur, velunnari og völundur látinn. Bernskusviðið Selfoss og rútan full- komin smíð, falleg úr tré og máluð í litum fyrirmyndanna, eftirlíking fólksflutningabíla þess tíma og bíl- stjórinn 5-7 ára snáði í hópi „bíl- stjóra" á svipuðu reki. Nokkru síðar fékk ég aðra gjöf frá Sigga. Vörubíl fagurlega gerðan úr jámi með mjúkum línum, gluggum og hurð- um, ljósum og sturtu og renndum hjólum. Minn gamli leikfélagi minntist ekkert á þennan gi'ip, trú- lega vegna þess hve þungur bílinn var í drætti og því ekki allra eins og rútan. Lítil mynd frá liðnum tíma. Þetta var á árunum í kringum 1950 og Sigurður föðurbróðir minn bjó hjá foreldrum mínum á Selfossi. Astæða dvalar hans var að nema járnsmíði við Iðnskólann á staðnum. Sigurður lauk meistaraprófi í járn- smíði og vann sitt verk sem slíkur fyrst á Selfossi, en frá 1954 til starfsloka í Stálsmiðjunni í Reykja- vík. Ég hygg að hann hafi ekki vant- að í vinnu né mætt of seint að heitið geti starfsævina alla. Þegar afi minn og amma brugðu búi i sveitinni fluttu þau til Reykja- víkur og þar kom að Austurhjá- leigusystkini, þau þeirra sem enn voru í fóðurgarði, keyptu lítið hús við Grettisgötuna. Það var fjarlægt og byggð höll sem varð ættarsetur um árabil. Guðjón afi minn andaðist 1955. Við bygginguna á Grettisgöt- unni lögðu margir til verka, en víst má telja að hlutur Sigurðar hafi Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útfór er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær birtist innan hins tiltekna skilafrests. verið stór, og gilti einu hver verkþátturinn var: Tré, járn, málun, lagnir, steypa, flísar og síðar viðhald. Sigurður var völundur til allra verka og gekk að þeim syngjandi. Það var úr þessum ranni ömmu minnar Jónu og barna hennar, sem hjá henni bjuggu sem ég fékk fyrstu píanótímana í fermingargjöf. Þau voru Leifur, Jóhanna, Sigurður, sem nú er kvaddur, Þórður og Guðni. Ég bjó á Grettisgötunni næstu vetur við allsnægtir og elsku allra. Þetta var einstök og samhent fjölskylda. Ég bjó í íbúðinni hjá Sigga bróður en það var hann kall- aður af nákomnum. Af þessu mætti segja lengri sögu en verður ekki gert að sinni. Heima fyrir var vinnusemin og alúðin alstaðar umvefjandi. Það var til eftirbreytni hvernig Sigurður bjó, og raunar systkinin öll hvert í sinni íbúð. Með Sigurð í huga koma fram myndir þar sem hann svífur um syngjandi með þvegilinn eða sit- ur í bólstruðum hægindastólum prjónandi sokka fyrir fætur á köld- um vinnustað. Hafragrauturinn á morgnana og meira að segja jóla- kakan hans Sigga var þéttari í sárið en hjá öðrum. Það var hollt ungum manni og þakkarvert að fá notið stunda við slíkar aðstæður stóran hluta táningsáranna. Sigurður kvæntist ekki og átti ekki afkomendur, en fylgdist af áhuga með niðjum ættarinnar í þeirra leik og störfum. Hann gladd- ist mjög yfir velferð frændfólksins og sagði stundum svo eftir var tek- ið: „Ja,... börnin mín,“ eða „Guð blessi ykkur,“ með sínum sérstaka hætti. Sigurður var í hópi þrettán systk- ina og ólst upp við hefðbundin sveitastörf þess tíma í glaðværð og svo söngelskum hópi að talað var um „sönghjáleiguna" í sveitinni. Veganestið entist honum ævilangt og við samferðafólkið fengum notið góðs af í ríkum mæli. Blessuð sé minning hans, Jónas Ingimundarson. GUÐMUNDUR JÓNASSON + Guðmundur Jónasson fædd- ist í Vestari-Garðs- auka, Hvolhreppi í Rangárvallasýslu, 3. maí 1920. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlið 23. maí síðastliðinn og fór útfór hans fram frá Mosfelli, Mosfellssveit, 30. Ég kynntist Guð- mundi Jónassyni fyrst hjá Sameinuðum verktökum þegar ég kom heim frá Bandaríkjunum í september 1951. Var það í raun upphaf að farsælu samstarfi okkar sem entist í 37 ár eða þar til Guð- mundur gerðist húsvörður í Iðnað- armannahúsinu í Reykjavík árið 1988. Guðmundur vann hjá Sa- meinuðum verktökum til júlí 1957 og byrjaði þá hjá Islenskum aðal- verktökum. A þessum árum vann hann við flest þau stórverk sem íyrirtækið starfaði að og má þar nefna m.a. lagningu Reykjanes- brautarinnar, sem var unnin á ár- unum 1962-1963 og 1965. Fljótt varð ég var við að þar fór ekki að- eins góður verkmaður heldur einnig góður og traustur drengur. Mér er það sérstaklega minnis- stætt þegar við vorum eitt sinn á leið til Radarstöðvarinnar á Langanesi með 30 smiði, hinn 5. september 1954 og lentum í blind- byl og ófærð nálægt Grímsstöðum á Fjöllum. Þetta var að nóttu til og gengum við Guðmundur saman á undan bílunum til að forða óhappi. Lýsti sú ferð vel ósérhlífni Guð- mundar og traustleika. Á þessum árum öðlaðist Guðmundur víðtæka verkreynslu sem gerði hann að fjölhæfum fagmanni. Guðmundur var af kynslóð þeirra iðnaðar- manna sem voru í senn bæði tæknimenn og handverksmenn. Benti hann tæknimönnum oft góð- látlega á hluti sem betur mátti út- færa í þeim verkum sem hann kom að. Það varð mér því mikill fengur þegar Guðmundur kom með mér t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, DÓRU SÆMUNDSDÓTTUR, Botnahlíð 33, Seyðisfirði, fer fram frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 5. júní kl. 15.00. Þorvaldur Jóhannsson, Sigurbjörg Baldvinsdóttir, Hafdís Baldvinsdóttir, Þorsteinn Þórir Baldvinsson, Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir, Inga Þorvaldsdóttir, Jóhann Þorvaldsson, Olav Jacobsen, Gunnar K. Gunnlaugsson, Björn Sigfinnsson, Þorsteinn Arason, Hrafnhildur Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SNORRI DANÍEL HALLDÓRSSON, verður jarðsunginn á morgun, fimmtudaginn 4. júní. Athöfnin fer fram í Langholtskirkju og hefst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Gunnar Snorrason, Jóna Valdimarsdóttir, Snorri Örn Snorrason, Camilla Söderberg, Sigurður Ingvi Snorrason, Anna Guðný Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. yfir til Breiðholts hf. og tók þátt í byggingu fyrsta áfanga félags- legra íbúða, sem fólst í að byggðar voru 312 íbúðir á 17 mánuðum, sem líklega er hraða- met á Islandi. Nýttust þar vel þeir eiginleik- ar Guðmundar að hann var jafnvígur á grófvinnu eins og upp- slátt og fínni verk eins og innréttingavinnu, en það er ekki öllum til lista lagt. Guðmundur hafði áhuga á nýj- ungum í byggingaraðferðum og varð hann sérfræðingur í svokall- aðri „Lift-Slab“-byggingaraðferð, ásamt Gunnólfi Sigurjónssyni tækjastjóra en sú aðferð er bandarísk. Vann hann við flestar þær byggingar sem reistar voru hérlendis með þeirri aðferð. í apr- íl 1973 kom Guðmundur með mér til Aðalbrautar hf. og vann að flestum stórverkefnum sem fyrir- tækið tók að sér, m.a. upphafs- verki fyrirtækisins sem var lagn- ing Vesturlandsvegar frá Höfða- bakka að Úlfarsá. Fjöldi mann- virkja var reistur á vegum Aðal- brautar undir traustri verkstjórn Guðmundar. Guðmundur Jónasson var óvenju verklaginn smiður og at- orkusamur, skipulagður og hafði góðan verkstjórnarhæfileika. Er það eflaust skýring á okkar langa samstarfi. Hann gekk ekki til verka með látum, heldur af útsjón- arsemi og vandvirkni og sannaði dagsverkið að það var farsælla verklag. Ég votta Maríu og sonum henn- ar, sem Guðmundur gekk í föður stað, þeim Rúnari, Hermanni og Ólafi, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Einnig börnum Guð- mundar, Jóhanni Helga og Kol- brúnu Þórunni, svo og öðrum að- standendum. Guðmundi Jónassyni þakka ég langt og far- sælt samstarf. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Einarsson, verkfræðingur. KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- aðra: Opið hús í dag kl. 13.30-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynisson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bænastund lokinni. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Orgelleikur, fyrirbæn- ir og altarisganga. Léttur hádegis- verður á eftir. Opið hús kl. 20-22 æskulýðsfél. 13-15 ára. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn. Kl. 12.10 kyrrðarstund í hádegi, orgelleikur frá kl. 12. Kl. 15.30 fermingartím- ar, barnaskólinn. Kl. 16.30 ferm- ingartímar, Hamarsskóli. Kl. 20 KFUM & K húsið opið unglingum. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Kl. 18.30 er fjölskyldusamvera sem hefst með léttu borðhaldi á vægu verði. Kl. 19.30 er fræðsla og bæn. Allir hjartanlega velkomnir. Ellimálaráð Reykjavíkurprófasts- dæma. Guðsþjónusta í Seljakirkju í dag, miðvikudaginn 3. júní, kl. 14. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Prestur sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Kaffi- veitingar á eftir. Allir velkomnir. + Þökkum hlýhug og hluttekingu við fráfall okkar ástkæra RÍKARÐS SUMARLIÐASONAR fyrrv. yfirdeildarstjóra hjá Pósti og sima, Ástúni 8, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Lan- dakotsspítala. Sigrún Einarsdóttir, Tómas Ríkarðsson, Steinunn Arnórsdóttir, Ágústa Ríkarðsdóttir, Gunnlaugur Nielsen, Ríkarður Ríkarðsson, Friðbjörg Sif Grétarsdóttir, Einar Már Ríkarðsson og barnabörn hins látna. + Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS GÍSLASONAR, Lindargötu 26b, Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Siglufjarðar. María Guðmundsdóttir, Halldóra Ragnarsdóttir, María Lillý Ragnarsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Kristín Ragnarsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Frímann Gústafsson, Einar Júlíusson, Haukur Jónsson, Herdís Sæmundsdóttir, Jón Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.