Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 68
68 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ / 1 Hvítlauksbrauð og spjót á grillið Matur og matgerð I þessum þætti gefur Kristín Gestsdóttir okkur uppskrift að því sem kallað er kebab (spjót) um allan heim og með því hvítlauksbrauð sem er geysivinsælt á heimili hennar. EBAB er upprunalega tyrkneskur réttur sem barst fljótlega til Balkanskagans og Mið-Austur- landa. Nafnið er að sjálfsögðu tyrkneskt, „sis kebab“, sis þýðir kjötprjónn eða kjötteinn en kebab þýðir steikt eða glóðað kjöt. Við . þýðum þetta „á spjóti“ en það get- ur verið fleira en kjöt á spjótinu, t.d. fískur, grænmeti og ávextir. Líklega er hvergi meira víðsýni til allra átta í nágrenni höfuðborg- arinnar en þar sem ég á heima. Útsýnið svíkur engan með konung jöklanna, Snæfellsjökul, í vestri. Út um stofugluggann fylgjumst við með skipakomum til Hafnar- fjarðar. Það var þó ekki skip sem kom siglandi framhjá eitt góðviðr- iskvöld í vor heldur flotkvíin margfræga sem varð fyrir ýmsum skakkaföllum á leiðinni heim. En það er fleira en flotkví sem kemur yfir hafið, farfuglarnir hafa skilað sér flestir en þeir eins og flotkvíin verða líka fyrir skakkaföllum á leið sinni til Islands. Hér skammt fyrir vestan Garðaholt hvílir margæsin sig eftir flugið frá Skotlandi og fítar sig fyrir flug til Kanada, sem hún er um það bil að að leggja upp í. Þegar hún kom hingað fyrr í vor var þetta hin nettasta smágæs með línurnar í lagi, en þegar við hjónin skrupp- um niður að eiðinu út í Hliðsnes um helgina til að óska henni góðr- ar ferðar yfír hafið til Kanada ætl- uðum við ekki að þekkja hana, hún réri í spikinu, gjörbreytt af hinum kjammikla marhálmi sem hún hafði hakkað í sig og var orðin sannkölluð fítubolla. Fyrri uppskriftin í dag er úr bók minni „Grillað á góðum degi“ sem kom út árið 1993. Svínakjöt og smá- pylsur á spjóti Opið eða lokað grill. Grilltími 12-15 mínútur. Handa 5. 500 g meyrt svínakjöt í _____________gúllasbitum_______________ __________30 kokteilpylsur_____________ _______30 meðalstórir sveppir__________ __________2 grænar papríkur____________ __________1 2 * * 5 6 7/2 dl matarolía_ __________2 msk sitrónusafi____________ 2 tsk soja- eða __________worcestershiresósa___________ 1 hvítlauksgeiri eða !4 tsk hvítlauksduft 1/2 tsk salt 10 grillspjót 1. Setjið matarolíu, sítrónusafa og soja- eða worcestershiresósu í skál. Merjið hvítlauksgeirann, setjið hann út í og þeytið saman. 2. Setjið kjötbitana í löginn og þekið þá alla vel. Látið bíða á köld- um stað í 3-4 klst. eða við eldhús- hita í 1 klst. 3. Takið bitana úr Ieginum og þerrið lauslega með eldhúspappír. 4. Burstið sveppina með mjúk- um bursta, þerrið þá með eldhús- pappír eða þvoið. Takið steina úr papi-íku, skerið í bita. 5. Þræðið kjöt, sveppi, papríku og kokteilpylsur á víxl á grillspjót. 6. Hitið grillið og grindina. Setj- ið hana á miðrim á kolagrilli en haf- ið meðalhita á gasgrilli. Takið grindina af grillinu og smyrjið hana með matarolíu. Leggið grillspjótin á grindina. Grillið í 12-15 mínútur. Snúið öðru hverju. Stráið salti yfir kjötbitana í lokin. Meðlæti: Hvítlauksbrauð sem byrjað er á að grilla. Hvítlauksbrauð á grillið 500 g hveiti 1 tsk salt 2 tsk þurrger 2 msk ólífuolía eða önnur matarolía 4 dl fingurvolgt vatn, alls ekki heitara 1 dl ólífuolía til að pensla með 1 meðalstór hvítlaukur saman við olíuna 1. Brjótið hvítlaukinn upp, af- hýðið og merjið, setjið saman við olíuna, hitið örlítið, kælið og látið standa í Vá-1 klst. Hellið þá á sigti. Fleygið hvítlauknum. 2. Setjið allt annað í skál og hnoðið vel saman. Gott er að nota hrærivél. 5. Búið til um 10 kringlóttar kúlur úr deiginu, fletjið út í kringlóttar eða aflangar kökur um ‘/z cm þykkt. Hitið grillið í mesta straum. 6. Penslið báðar hliðar brauð- anna með hvítlauksolíunni og bak- ið á grillinu í um 3 mínútur á hvorri hlið. Tími er mismunandi, fjarlægð frá glóð og hitastyrkur skiptir máli. 7. Vefjið brauðin strax inn í hreint stykki og stingið ofan í plastpoka. Athugið: Brauðin má baka fyrst og pensla í lokin með olíunni. í DAG VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frábær þjónusta VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Eg vil koma á framfæri þakklæti mínu til þeiiTa á Bílasölu Reykjavíkur á Bíldshöfða. Ég hef selt bíla mina hjá þeim og finnst þjónustan hjá þeim bera af. Þeir ganga frá öllu fyinr mann svo maður þarf ekk- ert að gera sjálfur. Þama er þjónustulundin i fyrirrúmi." Ánægður viðskiptavinur. Þakklæti vegna bókagjafar FORELDRI barns sem er að útskrifast úr 10. bekk vildi koma á framfæri þakklæti til Félags ísl. bókaútgefenda og prent- smiðjunnar Odda. Þessi fyrirtæki gáfu öllum í~10. bekk bókina „Islensk orð- snilld". Telm- foreldri það höfðinglegt að gefa öllum sem nú útskrifast úr 10. bekk bókina. Tapað/fundið Næla týndist NÆLA, eins og G i laginu með pei-lum í, týndist á leiðinni frá Leifsgötu niður á Lindargötu, Vitatorg. Skilvís finnandi hringi í síma 551 8753. Dýrahald Skógarkettlingur fæst gefíns BLANDAÐUR skógar- kettlingur fæst gefins. Upplýsingar í síma 586 1485. Snúður er týndur SVARTUR og hvítur frek- ar stór fress, þekkist af hvítum litlum punkti á enda rófunnar, týndist í Hrauntungunni í Kópa- vogi, bjó áður í vesturbæ Kópavogs. Þeir sem hafa orðið varir við kisa hafi samband í síma 554 6667. Læða óskar eftir heimili LÆÐA, 2 og hálfs mánað- ar, óskar eftir heimili. Upplýsingar í síma 567 0744. Kettlingar óska eftir heimili FJÓRAR litlar kisulórur óska eftir að komast á góð heimili (mamman er bland- aður skógarköttur). Upp- lýsingar í síma 567 5404. Kettlingar óska eftir heimili TVEIR kettlingar óska eftir góðu heimili. Upplýs- ingar í síma 554 1102. Kettlingur óskar eftir heimili KETTLINGUR óskar eft- ii’ nýju heimili vegna of- næmis á heimili hans. Upplýsingar í síma 562 1452. Þessi kisa er týnd ÞESSI fallegi köttur hvarf frá heimili sínu Hr- ingbraut 65 í Hafnarfírði fyrir viku. Hans er sárt saknað. Þeir sem hafa séð hann eða geta gefið einhverjar uppiýsingar vinsamlega hafið samband við Fann- eyju í síma 555 0551. SKAK llm.vjón Mai'gcir Pétursvon STAÐAN kom upp í hraðskák á alnetinu. Gary Kasparov (2.825), stiga- hæsti skákmaður heims, hafði hvítt og átti leik gegn Rússanum Peter Svidler (2.690) 48. Bxh6+! - Kxh6 49. Dcl+ - Kg7 50. h6+ - Kh8 51. g7+ - Kh7 52. Hgl - Hd8 53. g8=D+ - Hxg8 54. Hg7+! og Svidler gafst upp. Um helgina voru tefldar tvær skákir í einvígi Kramniks og Shirovs um áskorunarréttinn á Kasparov. Þeim lauk báðum með jafntefli. Eftir sex skákir hefur Shirov því forystu í einvíg- inu 3í/2-2!4. Alls verða tefldar fjórar skákir til viðbótar. Boðsmót TR Hið árlega Boðsmót TR hefst miðvikudaginn 3. júní nk. kl. 19.30. Sem fyrr verða tefldar 7 umferðir eftir Monradkerfi með umhugs- unartímanum 1,5 klst. á 30 leiki og síðan 30 mínútur til að ljúka skákinni. Teflt verður einungis virka daga, og hefjast umferðir ávallt kl. 19.30. ?ifiSTwlSm ffliz |gp vm, íí gp HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Sf óll oktar Aznsriáe/cc era útbúin, s/epp/sse.tam.. * Víkverji skrifar... STUNDUM hefur því sjónar- miði verið gaukað að Víkverja dagsins, að dálkarnir þrír, sem settir eru undir tilskrif Víkverja sex daga vikunnar, væru stundum uppnefndir og kallaðir „grátmúr Morgunblaðsins". Þessfr dálkar væru vettvangur fyrir óhamingju- sama starfsmenn ritstjórnar, sem yrðu að leita útrásar fyrir „frústrasjónir“ sínar, pirring, leið- indi, röfl og reiði, með því að færa í letur í Víkverja. Víkverji heldur því fram, að nafngift sem þessi, geti á stundum átt við, t.d. í dag, en aðra daga alls ekki. Víkverji veit ekki betur en það hendi oft, að ýmsu sé hrósað í bak og fyrir í þessum dálkum, mönnum, málefn- um, frammistöðu, framtaki og fleiru. En ekki í dag! Ó, nei! XXX HVAÐA stofnanir skyldu nú vera jafnóvinsælastar í hug- um fólks, vegna þess hversu erfíð- lega gengur að sækja þjónustu, fá svör, öðlast skilning á reikningum o.þ.h.? Fyrst kemur upp í huga Víkverja gamli Póstur og sími, sem nú heitir Landsíminn hf. og Islandspóstur hf. Kannski að há- effið verði þessari klofnu stofnun til bjargar og að símafyrirtækið og póstfyi’irtækið fari að njóta já- kvæðs umtals. Aldrei að segja aldrei. Önnur stofnun sem Vík- verja kemur í hug er Gjaldheimtan í Reykjavík sem varð nú reyndar kveikjan að þessum harmagráti Víkverja við grátmúr dagsins í dag, en það er arftaki Gjaldheimt- unnar, því nú skal hringt í Toll- stjóra til þess að fá upplýsingar um álögð gjöld, ef leita þarf skýr- inga á annað borð. XXX A ASTÆÐA þess að Víkverji hringdi fyrir nokkrum dögum í Tollstjórann var sú að hann vant- aði skýringu á ákveðinni upphæð sem skattayfirvöld hugðust krefja dóttur hans um. Skýrði hann mál sitt fyrir símadömunni, sem sagði hið hefðbundna: „Augnablik“, sem varði að minnsta kosti í tvær mín- útur. Þá loks var svarað á hinum enda línunnar, og svarið var þetta: „Bifreiðagjöld". Víkverji greindi bifreiðagjaldamanni frá því að hann hefði beðið um upplýsingar varðandi skatta unglinga og fékk svarið augnablik og aftur jafn- langa bið, þar til á ný var svarað: „Skiptiborð". Enn skýrði Víkverji um hvað hafði verið beðið í upp- hafi, og fékk enn eitt „Augnablik" án þess að svo mikið sem „svei þér“ að nú ekki sé talað „fyrir- gefðu“ eða „afsakið" fylgdi með í sárabót og enn ein „augnabliksbið- in“ hófst. Loks var svarað á rétt- um stað og svör veitt við þeim spurningum sem lagðar voru fram. Ungmenni undir 16 ára aldri máttu á liðnu ári ekki þéna meira en 77.940 krónur. Af því sem þau unnu sér inn umfram það, var inn- heimtur tekjuskattur. Ætlar ein- hver að halda því fram að inn- heimtumenn ríkissjóðs ráðist bara á garðinn þar sem hann er lægst- ur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.