Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 67
FRETTIR
TALSVERT anni-íki var hjá lög-
reglunni um helgina og voru tæp-
lega sjö hundruð mál færð til bók-
ar. Margir lögðu leið sína úr höfuð-
borginni og sköpuðust vegna þess
nokkrar umferðartafir við borgar-
mörkin og á gatnamótum í austur-
borginni. Lögreglan var með fjöl-
mennt lið á helstu vegum við borg-
ina og voru höfð afskipti af öku-
mönnum sem ekki virtu gildandi
reglur.
Lögreglustjóri hefur boðað
hertar aðgerðir í nokkrum mála-
flokkum eins og fram hefur komið
að undanförnu. Fyrst hefur at-
hyglinni verið beint að umferðinni
og í síðustu viku voru 9 ökumenn
sviptir ökuréttindum vegna
hraðakstur. Fjórir þeirra vegna
hraðaksturs í íbúagötum þar sem
hámarkshraði er 30 km/klst. við
bestu aðstæður. Þá hefur verið
tekið í notkun nýtt tæki sem leysir
af blóðsýnistöku þegar ökumaður
er grunaður um ölvun við akstur.
Það gerir það að verkum að aðili
sem stöðvaður er af lögreglu og
reynist undir áhrifum áfengis við
akstur er sviptur ökuréttindum
sínum á lögreglustöðinni. Neiti að-
ili að gefa öndunarsýni er hann þó
fluttur til töku blóðsýnis en sviptur
Úr dagbók lögreglu
ökuréttindum í eitt ár fyrir að
neita samvinnu við lögi'eglu. Um
helgina voru 27 ökumenn stöðvaðir
vegna gruns um ölvun við akstur.
Rúmur tugur ökumanna var
stöðvaður vegna þess að ökumenn
höfðu vanrækt að setja sumarhjól-
barða undir bifreiðar sínar og óku
á nagladekkjum. Þá voru margir
ökumenn stöðvaðir vegna van-
rækslu á því að nota öryggisbelti.
Þá var ungur piltur stöðvaður á
bifhjóli við Elliðaár eftir að lög-
reglumenn höfðu veitt honum at-
hygli þar sem hann ók bifhjólinu á
miklum hraða um göngustíga Ár-
bæjarhverfis. Ökumaður og hjólið
voru flutt á lögreglustöð. Um helg-
ina var lögreglu tilkynnt um 26
árekstra og 117 ökumenn voru
stöðvaðir vegna hraðakstur um
helgina. Fjórir urðu að sjá á eftir
ökuréttindum sínum vegna akst-
ursins.
Lögreglu var tilkynnt um laus-
an eld í ruslatunnu við Fiskislóð á
Granda. Þegar lögreglan kom á
staðinn hafði eldurinn náð að
breiðast út á einum gafli hússins.
Slökkvilið kom á staðinn og náði
að stöðva útbreiðslu eldsins en
nokkrar skemmdir urðu en tvö
fyrirtæki eru á staðnum. Fjórir
piltar 15 til 17 ára voru handteknir
snemma að morgni laugardags
vegna gi’uns um aðild þeirra að
íkveikju við Geirsgötu fyrr um
nóttina. Við leit lögreglu á piltun-
um fundust ætluð fíkniefni. A
laugardagskvöld barst lögi-eglu
tilkynning um lausan eld í rusli við
Faxafen. Þar hafði síðan reykur
borist um loftræstiinntak verslun-
armiðstöðvar. Nokkrar skemmdir
urðu vegna reyks. Á mánudags-
kvöldið var lögreglu tilkynnt um
að kviknað hefði í húsnæði í Rima-
hverfínu í Grafarvogi. Þar reynd-
ist hafa kviknað í djúpsteikingar-
feiti og kona brunnið á höndum
hálsi og fæti. Konan var flutt á
slysadeild til aðhlynningar en sót-
skemmdir urðu í íbúðinni.
Lögreglan fékk vísbendingar
um að opnuð hefði verið knatt-
borðsstofa í austurborginni á
föstudaginn án þess að tilskilin
leyfi hefðu verið gefin út. Lögregl-
an lokaði staðnum og forráða-
mönnum var gerð grein fyrir gild-
andi lagareglum um leyfaskylda
starfsemi.
Ráðist var að karlmanni á veit-
ingastað í austurborginni rétt fyrir
lokun aðfaranótt laugardags. Þrír
aðilar voru fluttir á slysadeild. Þá
varð lögregla að hafa afskipti af
nokkrum tilvikum þar sem komið
hafði til átaka milli heimilisfólks.
Ráðist var að manni á Lækjartorgi
rétt fyrir fjögur að morgni laugar-
dags. Hann hafði fengið spark í
andlitið og var fluttur á slysadeild
til aðhlynningar. Árásarmaður er
ófundinn. Klukkan rúmlega fjögur
að morgni laugardags fannst aðili
liggjandi í götunni framan við Hér-
aðsdóm eftir slagsmál. Hann hafði
áverka í andliti og var fluttur á
slysadeild. Árásarmaður er ófund-
inn. Rétt fyrir sjö að morgni
sunnudags var ráðist að starfs-
manni borgarinnar sem var við
störf. Hann hlaut áverka í andliti
auk þess sem gleraugu hans brotn-
uðu. Tvennt var handtekið vegna
málsins og flutt í fangageymslu.
Lögreglu var tilkynnt um 7 inn-
brot um helgina sem er fækkun úr
13 innbrotum miðað við sömu helgi
árið 1997.
Frönsk frei -
gáta í Reyjavík-
urhöfn
FREIGÁTA franska hersins
„Latouche-Treville" leggur að
landi í Reykjavík 5. júni. Freigátan
mun liggja í Reykjavíkurhöfn við
Ægisgarð dagana 5.-8. júní 1998.
Skipherra freigátunnar, Louis
de Contenson, býður alla þá sem
hafa áhuga velkomna um borð í
skipið til að skoða það laugardag-
inn 6. júní kl. 14-17 og sunnudag-
inn 7. júní kl. 14-17.
LEIÐRÉTT
Villandi fyrirsögn
í FRÉTT frá Mannréttindaskrif-
stofu Islands sl. laugardag um að-
ild Öi-yrkjabandalagsins að félag-
inu var fyrirsögnin villandi. Þar
mátti lesa að aðildarsamtök Mann-
réttindaskrifstofunnar væi*u 24
með 16.000 félagsmenn en það á
við um Öryrkjabandalagið. Aðild-
aifélög Mannréttindaskrifstofu Is-
lands eru 10 með um 60.000 félags-
menn. Beðist er velvirðingar á
þessu.
Sjómanna-
dagsblað Snæ-
fellsbæjar
SJÓMANNADAGSBLAÐ Snæfells-
bæjar kemur út fyrir Sjómannadag-
inn 7. júní nk. Þetta er þriðja blað
sem sjómannadagsráðin í Ólafsvík og
á Hellissandi gefa út sameiginlega.
Meðal efnis er hugvekja eftir sr.
Friðrik J. Hjartar, grein eftir Ásgeir
Jóhannesson, forstjóra, um Ólafsvík
séð með augum aðkomumanns árin
1952 til 1959 og grein um Hraðfrysti-
hús Hellissands eftir sr. Ólaf Jens
Sigurðsson. Þar er skrifað um þann
tíma sem Rögnvaldur heitinn Ólafs-
son var forstjóri HH en það var hann
samfleytt í 44 ár. Sigrún Sigurðar-
dóttii’ frá Hellissandi skiifar um þeg-
ar hún var á Saxhamri SH á reknet-
um. Viðtöl eru við Guðjón Bjamason
og Guðmund Magnússon. Þá skrifar
dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðu-
maður Sjávai-útvegsstofnunai- háskól-
ans, um menntun stafsstétta i sjávar-
útvegi. Grein um Sparisjóð Ólafsvík-
ur skrifar Kristinn Kristjánsson og
frásagnii- eru eftir Elinberg Sveins-
son, Konráð Ragnarsson, Öm Hjör-
leifsson og Hermann Úlfarsson.
Grein um Sjönuskóla er eftir Sigur-
laugu Jónsdóttur en sá skóli var und-
frstaða margra sjómanna í Ólafsvík.
Ritstjóri blaðsins er Pétur S. Jó-
hannsson. í ritnefnd em þeir Björn
E. Jónasson, Jónas Gunnarsson, Páll
Stefánsson og Pétm- Ingi Vigfússon.
Próförk er í höndum Svanhvítar Sig-
urðardóttur.
Blaðið er til sölu í Kaffivagninum í
Reykjavík.
-----------------
MS-fyrirlestur hjá
líffræðiskor HI
LÍFFRÆÐISKOR Háskóla íslands
kynnir MS-fyi'irlestm' Arnars Páls-
sonar fimmtudaginn 4. júní. Erindið
er haldið klukkan 16:15 í stofu G-6 á
Grensásvegi 12. Öllum er heimill að-
gangur.
Markvissar stökkbreytingar í
lígasa-geni Themus scotoductus.
DNA-lígasar em nauðsynlegii' við
eftirmyndun og viðgerð á DNA-sam-
eindum. Þeir tengja saman DNA-
búta. Tvær gerðir DNA-lígasa hafa
verið skilgreindar og nota þær mis-
munandi hjálparþætti, önnur ATP en
hin NAD. Starfhæfir NAD-lígasar
hafa einungis verið einangraðir úr
raunbakteríum. Gen NAD háðs lígasa
hefur fundist í mönnum en virkni
þess hefur ekki verið staðfest. I fyi'ir-
lestrinum verður sagt frá rannsókn-
um á NAD háðum lígasa úr hitakæm
raunbakteríunni Thermus scotoduct-
us. Sagt verður frá framköllun mai’k-
vissra stökkbreytinga á vel varð-
veittu svæði lígasagens og áhrifum
þeirra á virkni lígasapróteinsins.
TVÆR stúlkur sem komu í heimsókn í sumargrínið.
Þorsteinn Helgason
verkfræðingur
Röng mynd
RÖNG mynd birtist í laugardags-
blaði Morgunblaðsins, bls. 33. Þar
birtist grein með fyrirsögninni „Ný
tæknibraut við verkfræðideild Há-
skóla íslands“ eftir fjóra prófess-
ora við HI. Vegna mistaka birtist
mynd af Þorsteini Helgasyni fé-
lagsfræðingi í stað Þorsteins
Helgasonar verkfræðings. Hlutað-
eigendur eru beðnir velvirðingar á
mistökunum.
Sumargrín
á skóla-
völlum
LEIKTÆKJAVAGNAR ÍTR
verða á ferðinni um skólavelli í
Reykjavík í sumar. Börn geta
komið, leikið sér í leiktækjunum,
fengið andlitsmálningu eða farið
í leiki. Fimmtudaginn 4. júní er
fyrsti sumargrínsdagur sumars-
ins.
Við Laugarnesskóla verður
skemmtivagn ÍTR kl. 9.30-15 og
kl. 13.30 sýnir Pétur Pókus
töfrabrögð. Við Ártúnsskóla
verður leikbrúðuvagn ÍTR frá
kl. 9.30-15. Kl. 13.30 verður
frumsýning á leikbrúðuverkinu
Bannað að rífast.
Dagskráin í júní:
4. júní Ártúnsskóli og Laugar-
nesskóli. 5. júní Grandaskóli og
Engjaskóli. 8.-9. júní Vesturbæj-
arskóli og Austurbæjarskóli.
10.-11. júní Ölduselsskóli og
Foldaskóli. 12. júní á Ingólfs-
torgi og í Árseli. 15. júní Klé-
bergsskóla á Kjalarnesi. 17. júní
í Hljómskálagarði og Hallar-
garði. 19. júní Álftamýrarskóli
og Breiðagerðisskóli. 22.-23.
júní Seljaskóli og Breiðholts-
skóii. 24.-25. júní í Hlíðaskóla og
á Ingólfstorgi. 26. júní í Lang-
holtsskóla og Hvassaleitisskóla.
29. júní í Árseli og Selásskóla.
KaelisRápar
á ótrulegu verðí í nuMu úrvall!
Mál hxbxdx Tegund Vörunúmer Kælirými Lítrar Frystirými Lítrar Frystir Staðsetning Staögreitt j
85x50x60 AEG SANTO 1533TK 140 L 37.570,-
85x51x56 INDESIT RG 1150 134 L 26.900,-
85x55x60 AEG SANTO 1443TK 115 L 19 L Innbyggður 43.191,-
85x60x60 General Frost C 175 158 L 17 L Innbyggður 25.900,-
117x50x60 INDESIT RG 2190 134 L 40 L Uppi 37.900,-
127x54x58 AEG SANTO 2532 KA 241 L 59.990,-
127x54x58 AEG SANTO 2232 DT 167 L 46 L Uppi 62.900,-
127x54x58 AEG SANTO 2332 KA 219 L 18 L Innbyggður 62.900,-
130x60x60 General Frost C 275 222 L 28 L Innbyggður 33.900,-
139x55x59 INDESIT RG 2250 184 L 46 L Uppi 39.900,-
144x54x58 AEG SANTO 2632 DT 204 L 46 L Uppi 64,900,-
147x55x60 INDESIT RG 1285 232 L 27 L Innbyggður 37.900,-
149x55x60 AEG SANTO 2632 KG 161 L 59 L Niðri 65.900,-
150x55x60 General Frost SCD 260 186 L 59 L Uppi 37.900,-
150x55x60 INDESIT CG 1275 175 L 56 L Niðri 53.900,-
155x60x60 AEG SANTO 1555 KS 302 L 72.900,-
162x54x58 AEG SANTO 3032 DT 225 L 61 L Uppi 69.949,-
164x55x60 INDESIT RG 2290 215 L 67 L Uppi 48.900,-
165x55x60 General Frost SCD290 225 L 62 L Uppi 39.900,-
165x60x60 INDESIT CG 1340 216 L 71 L Niðri 59.900,-
170x60x60 INDESIT RG 2330 258 L 74 L Uppi 49.900,-
170x60x60 AEG SANTO 3232 KG 216 L 79 L Niðri 75.900,-
177x60x60 AEG SANTO 3633 KG 238 L 90 L Niðri 104.900,-
185x60x60 AEG SANTO 1855 KS 354 L 82.900,-
185x60x60 AEG SANTO 1855 KF 178 L 112 L Niðri 89.900,-
186x60x60 General Frost SCB 340 207 L 88 L Niðri 59.900,-
195x60x60 AEG SANTO 4133 KG 293 L 90 L Niðri 110.974,-
AEG
4^índesíl- Jp
'ENERAL FROST
_BRÆÐURNIR
f©3QRMSSON
Láqmúla 8 • Sími 533 2800