Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Jarðskjálfti í Afganistan kostar þúsundir manna lífíð Eyðileggingin meiri en talið var í fyrstu ÞÚSUNDIR MANNA DEYJA I JARÐSKJALFTA STARFSMENN hjálparstofn- ana sögðu á sunnudag að allt að 4000 manns hefðu látið lífið í jarðskjálftanum í norður-Afganistan á laugar- dag en stór jarðskjálfti reið einnig yfir landið í febrúar. Allt að 80 þorp eyðilögðust í skjálftanum sem mældist 7.1 á Richterskvarða. I skjálftanum í febrúar dóu að minnsta kosti 4000 manns og 14 þorp eyðilögðust. 100 km LOFTMYND frá þorpinu Shurak sýnir vel eyðilegginguna en þarna létust 40 manns og 35 slösuðust. Áætlað er, að 4.000 manns hafi týnt lífi í skjálftanum á laugardag og 45.000 misst heimili sín. Allt að 80 þorp í riístum og sum grófust undir aurskriðum Faizabad. Reuters, The Daily Telegraph. LÍKLEGT þykir, að jarðskjálftinn í Afganistan um síðustu helgi, sem olli dauða nokkurra þúsunda manna, hafi valdið eyðileggingu á miklu stærra svæði en talið var í fyrstu, jafnvel allt að 40% stærra. Er það haft eftir starfsmönnum hjálparstofnana, sem segja, að enn eigi eftir að kanna ástandið í mörg- um bæjum og þorpum. Jörg Stöcklin, talsmaður Al- þjóðanefndar Rauða kross-félaga, sagði, að skjálftinn sl. laugardag, sem var 7,1 á Richterkvarða, virtst hafa náð til stærra svæðis og kom- ið af stað fleiri aurskriðum en áður var vitað um. Sagði hann, að hjálp- arstarfsmenn hefðu fundið 1.000 manns, sem slasast hefðu í hamfbr- unum, en ekki hefði enn tekist að finna neinn á lífi í hrundum húsum. Sums staðar hafa heilu hlíðirnar farið af stað og grafið þorpin og íbúa þeirra í aur og grjóti. Manntjón dvíst en skiptir þúsundum Fulltrúar ýmissa hjálparstofn- ana áætla, að um 4.000 manns hafi farist en Stöcklin sagði, að þeim hjá Rauða krossinum þætti enn of snemmt að nefna einhverjar tölur. A þessu svæði búa um 60.000 manns og kvað Stöcklin nauðsyn- legt að kanna ástandið betur, jafnt úr lofti sem á landi. Talið er, að allt að 80 þorp og bæir séu að mestu rústir einar. Talsmaður frönsku hjálparstofnunarinnar Acted áætl- aði, að 45.000 manns hefðu misst heimili sín. Hjálpargögn hafa verið flutt með þremur þyrlum til Faizabad og stóð til að bæta tveimur þyrlum við. Margir eftirskjálftar valda því, að fólk þorir ekki inn í þau hús, sem upp standa að eihverju leyti, og því hefst það allt við úti undir beru lofti. Hefur rignt nokkuð á svæðinu en birt á milli og segja læknar, að það geti aukið líkur á kóleru- og blóðkreppusóttarfar- aldri og einnig malaríu. Skjálfti að næturlagi hefði orðið skelfilegur Mest ríður á að koma tjöldum og matvælum til fólksins en þær birgðir, sem fólkið átti fyi’ir, eru víða grafnar undir húsarústunum. Er vonast til, að hjálparstarfið gangi betur nú en í febrúar sl. þeg- ar um 4.000 manns fórust í hörðum skjálfta á þessum sömu slóðum. Þá voru miklar rigningar, sem gerðu flutninga í lofti og á láði mjög erf- iða. Það þykir vera lán í óláni, að skjálftinn á laugardag skyldi verða á miðjum morgni þegar margt fólk var utandyra. Hefði hann orðið að næturlagi, hefði mannfallið orðið miklu meira. Indónesar spá 10% efnahagssamdrætti Jakarta. Reuters. Kært fyrir kynjamis- rétti Kaupmannahöfn. Reuters. í UNDIRBUNINGI er nú ákæra á hendur danska flug- félaginu Maersk Air fyi’ir brot á jafnréttislögum en flugfé- lagið hefur krafist þess af flugfreyjum sínum að þær beri andlitsfarða við störf sín. Talsmaður jafnréttisráðs í Danmörku sagði í gær að mál- ið kæmi fyrir rétt í lok júní en í umfjöllun jafnréttisráðs var komist að þeirri niðurstöðu að Maersk stuðlaði að kynjamis- rétti með reglum sínum. Haft var eftir Morten Ny- mann, forseta MAK, samtaka flugþjóna og flugfreyja hjá Maersk, að flugfélagið gæfi þá ástæðu að það tapaði við- skiptavinum ef flugfreyjur bæru ekki andlitsfarða við störf sín. Sex hand- teknir eftir mótmæli Ósló. Reutcrs. NORSKA landhelgisgæslan handtók í gær sex meðlimi Greenpeace-samtakanna í Nor- egshafi eftir að þeir höfðu gert tilraun til að komast um borð í olíuborpall í því skyni að mót- mæla borunum Norðmanna í leit að olíu og gasi. Skip norsku landhelgisgæslunnar sigldi í veg fyrir sexmenningana þegar þeir fóru inn fyrir 500 metra öryggis- línu olíuborpallsins og gerði landhelgisgæslan tvo gúmmibáta Greenpeace-mannanna upptæka. Eftir að hafa handtekið sex- menningana dró norska land- helgisgæslan skipið Stahlratte, þaðan sem sexmenningarnir höfðu lagt uppfrá í gúmmíbátum sinum, í átt til Kristiansand á vesturströnd Noregs. ÚTLIT er fyrir að efnahagsástand í Indónesíu muni enn fara versn- andi og í gær hófst opinber rann- sókn á þeim gífurlega auði sem fyrrverandi forseti landsins, Su- harto, og vinir hans hafa safnað. Mannaflaráðherra, Fahmi Idris, sagði að búist væri við að alls yrðu 15,4 milljónir manna án atvinnu í ár, eða um 17% af 90 milljónum at- vinnufærra Indónesa. Hagstofan spáir rúmlega 10% efnahagssamdrætti á árinu, og var- ar við því að verðbólga geti orðið allt að 85% og jafnvel farið yfir 100% ef framhald yrði á óeirðunum sem brutust út í Jakarta í síðasta mánuði. Námsmenn stóðu að óeirð- unum og kröfðust afsagnar Su- hartos, sem lét undan' kröfunum 21. maí og við embætti tók varafor- setinn, Jusuf Habibie. Greiðslur frá IMF gætu hafíst innan fárra vikna Eini vonameistinn er fólginn í þeirri tilkynningu sem barst frá AI- þjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) í gær um að lánagreiðslur, sem eru stór hluti af 41,2 milljarða dala efnahagsaðstoð til Indónesíu, muni hefjast innan fárra vikna. Stanley Fischer, aðstoðarframkvæmda- stjóri IMF, sagði í gær að staðan væri ákaflega erfið vegna þess hve indónesíski gjaldmiðillinn, nipían, hefði fallið gífurlega. Fischer sagði ennfremur að nú, þegar Suhai-to hefði látið af völd- um, væri ástæða til að ætla að greiðslur frá IMF gætu hafist inn- an skamms. Ollum greiðslum var frestað þar til niðurstaða fengist í þeirri stjómmála- og efnahag- sóvissu sem ríkir í landinu. Þjóðarframleiðslan minnkar Hagstofan sagði í gær að þjóðar- framleiðsla hefði dregist saman um 6,21% á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við síðasta ár. Verð- bólga í maí hefði numið 5,24%, sem á ársgrundvelli væri 52%. Síðasta fjárlagaframvarp, sem IMF sam- þykkti í apríl, hljóðaði upp á fimm prósenta efnahagssamdrátt á þessu ári, 45% verðbólgu og að rúpían yrði á genginu 6.000 gagn- vart dollaranum. IMF segir nú að þessar tölur þurfi að endurskoða. Síðdegis í gær var rúpían skráð á um 11.700 gagnvart dollaranum. Geimferja á leið til Mír Moskvu. Routers. STAÐIÐ var í gær við áætlanir um að bandaríska geimferjan Discovery héldi af stað áleiðis til móts við rússnesku geimstöðina Mír, eftir að áhöfn geimstöðvar- innar hafði á síðustu stundu tek- izt að gera við tölvubilun, sem annars hefði getað hindrað að geimferjan gæti tengst geimstöð- inni. „Allt er í lagi um borð í Mír, eftir því sem við heyrum. Ákvörðun var tekin um að geim- ferjan færi í loftið [á þriðjudags- kvöldi] eins og áformað hafði ver- ið,“ sagði Kathleen Maliga, sem starfar sem tengiliður banda- rísku geimferðastofnunarinnar NASA í stjómstöð Mír á jörðu niðri, í Koryolov skammt frá Moskvu. Ahöfnin um borð í Mír setti í gær aftur í gang kerfið sem á að sjá um að geimstöðin snúi alltaf eins og henni er ætlað, en á laug- ardag kom upp tölvubilun í því sem stefndi í að valda því að fresta yrði ílugtaki geimferjunn- ar, sem áætluð var kl. 22:10 að ís- lenzkum tíma. Aætlað er að Discovery tengist Mír tveimur dögum síðar, þ.e. annað kvöld að okkar tíma. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.