Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 51 AÐSENDAR GREINAR Hekluvegur Guðna GUÐNI Ágústsson alþingismaður er höf- undur greinar sem birt- ist í Morgunblaðinu hinn 22. maí sl. Þar ber þingmaðurinn sig aum- lega eftir að hafa verið bendlaður við heimsku og fáfræði í sama blaði nokkrum dögum áður. Sárindi Guðna eru skilj- anleg en þar er ekki við aðra að sakast. Guðni skýrir frá því í grein sinni að eitt það fyrsta sem hann hafl lært af móður sinni hafi verið mikilvægi þess að virða skoðanir annarra. Eitt- hvað virðist Guðni gefa lítið fyi'ir þessi heilræði móður sinnar og er það miður. Þannig úthrópar hann fólk sem ekki er sammála skoðun- um hans um að veita skjólstæðingi sínum leyfi til að ryðja veg á Heklutind og veita sömuleiðis einkaleyfi á flutningi ferðamanna á fjallið. Þeir sem bera virðingu fyrir Heklu og vara við hug- myndum um að ráðist sé á þessa náttúruperlu með jarðýtum í von um skjótan gróða kallar Guðni: sérvitringa, sjálfskipaða riddara, öfgamenn og fólk haldið mikilmennsku! Skilaboð Guðna til þeirra sem búa í Reykjavík og á öðrum þéttbýlisstöðum og hafa áhyggjur af fram- kvæmdagleði athafna- manna á hálendinu eru skýr: athafnamenn í sveitarfélögum sem liggja að hálendinu hafa fullan rétt á að setja jarðýtusár á náttúruperlur og lýsa yfir einkarétti hvað aðgang varðar. Þeim sem gagnrýna þetta eru ekki vandaðar kveðjurnai'. Fyrir skemmstu kom í ljós að fyrirtæki eitt hefur lýst yfir einkarétti á aðgangi að Langjökli frá vestri. Einum af ráðhen'unum og samflokksmanni Guðna var ekki Jón Viðar Sigurðsson skemmt. Spuming er hvort ráð- herranum sé kunnugt um hug- myndir Guðna um að veita skjól- stæðingi sínum leyfi til vegagerðar á Heklutind og einkarétt á flutningi ferðamanna á fjallið. Guðni fullyrðir að með því að veita framkvæmdamanninum leyfi til að ryðja veg á Heklutind yrði fjallið eitt af undrum veraldar. Svo mörg voru þau orð. Hekla er merki- legt eldfjall. Hún rís tignarlega yfir Ég leyfi mér að full- yrða, segir Jón Viðar Sigurðsson, að Hekla þurfí ekki á að halda jarðýtusárum í nafni gróðavonar athafna- manns til að öðlast meiri virðingu. sléttum Suðurlands og nýtur virð- ingar. Ég leyfi mér að fullyrða að hún þurfi ekki á að halda jarðýtu- sárum í nafni gróðavonar athafna- manns til að öðlast meiri virðingu. Hvað þá að þar með yrði hún eitt af undram veraldar. Höfundur er jarðfræðingvr. KOMDU l FISKVINNSLUSKÓLANN! Hagnýtt nám til framtíðar í nútímaskóla. $$ Kennslan í dag byggir á að koma skólanum og nemendum hans inn í 21. öldina. Frá árinu 1995 hefur námið verið í stöðugu endurmati og því breytt í takt við þróun tímans. Hin aukna tæknivæðing í sjávarútvegi hefur verið höfð að leiðarljósi. Markmið skólans er að útskrifa fiskiðnaðarmenn sem geta tekið að sér gæða- verk- og framleiðslustjórnun. Nemendum skólans hefur vegnað vel í störfum og margir hafa unnið sig upp í toppstöður. Allmargir nemendur hafa haldið áfrarn námi á háskólastigi. <Í£ Inntökuskilyrði hafa verið rýmkuð. Almennt er gerð krafa um 52 einingar úr framhaldsskóla. Umsækjandi með verulega starfsreynslu getur fengið inngöngu í fomám eftir reglum þar um, þó hann uppfylli ekki kröfuna um 52 einingar. Almennt nám í Fiskvinnsluskólanum er 4 annir og útskrifast nemendur þá sem fiskiðnaðarmenn. Námið er lánshæft. T| Umsóknarfrestur er til 5. júní. Hvaleyrarbraut 13 220 Hafnarfirði Sími: 565 2099 Fax: 565 2029 Gsm: 892 0030 Heimasíða: http://rvik.ismennt.is/~fiskvin Netfang: gislier@ismennt.is «« baftinnréttTnaar CASA MIA Fallegt, vandað og ítalskt. Casa Mla matardiskur kr. 540,- Casa Mia súpudiskur Casa Mia kaffibolli m/undirskál kr. 510,- kr. 790,- Casa Mia kökudiskur kr. 490,- Casa Mia undirdiskur kr. 1.260,- Casa Mia salatskál kr. 1.370,- Casa Mia skál kr. 460,- Casa Mia rjómakanna kr. 660,- Casa Mia sykurskál kr. 1.490,- Casa Mia teketill kr. 2.190,- Casa Mia krúsir kr. 440,- Casa Mia fat kr. 2.330,- Casa Mia er matarstell úr sérhertu postulíni sem endist vel og þolir bæði uppþvottavél og örbylgjuofn. Oplð mánudaga til íimmtudaga 9-18 Föstudaga 9-19 Laugardaga 10-16 Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 510 8020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.