Morgunblaðið - 06.06.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.06.1998, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hlutfall vsk. af innlendri starfsemi aldrei lægra en í fyrra Ríkisendurskoðun telur alvar- legt að ekki fáist skýringar EF virðisaukaskattur af innlendri starfsemi er mældur sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur hann aldrei verið lægri en á síðasta ári eða tæp 3,7%. Á árinu 1992 var þetta hlutfall 1,6% hærra en það svarar til rúmra 8 milljarða kr. miðað við verga landsframleiðslu 1997. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um endurskoðun upplýsingakerfa sem notuð eru til þess að halda utan um virðisaukaskatt og öryggisþætti þess. „Ríkisendurskoðun telur alvarlegt mál að VSK-kerfíð geti ekki með afgerandi hætti svar- að því hver sé skýringin á lækkandi hlutfalli virðisaukaskatts af innlendri starfsemi í heild- arinnheimtu virðisaukaskattsins. Meðan svo er og deilt er um skýringar er ekki reynt að hafa áhrif á þróunina, hvort sem hún stafar af aukn- um skattsvikum eða öðrum orsökum,“ segir í skýrslunni. Fram kemur í skýrslunni að aldrei hefur þó innheimst meiri virðisaukaskattur en á síðasta ári þar sem hlutfall innheimtu vsk. af innflutn- Oframkvæmanleg reglugerð um blöð og tímarit ingi til landsins hefur farið hækkandi að undan- fömu. Ríkisendurskoðun bendir á að sumir telji skýringuna á lækkandi hlutfalli innheimtu virð- isaukaskatts af innlendri starfsemi vera auknar fjárfestingar og/eða svik við tekjuskráninguna og framtahnn innskatt. Endurgreiðslur til opinberra aðila í ógöngum Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niður- stöðu í úttekt sinni að framkvæmd endur- greiðslna til opinberra aðila sé komin í miklar ógöngur. Þá er brýnt að efla eftirlit innan virð- isaukaskattskerfisins að mati stofnunarinnar. „Það innbyggða eftirlit, sem menn töldu við gildistöku virðisaukaskattsins að fælist í kerf- inu sjálfu, þ.e. því að VSK-skyldir aðilar hefðu nokkurt eftirlit hver með öðrum, vegna þess að í viðskiptum þeirra á milli væri útskattur eins innskattur annars, hefur ekki reynst jafn- virkt og vonir stóðu til, m.a. vegna þeirra möguleika til innskattssvika sem virðisauka- skattskerfið býður upp á,“ segir í skýrslunni. Fylla út vsk-skýrslur til að svíkja út peninga Bendir stofnunin á að dómar sýni að eftir upptöku virðisaukaskattskerfisins séu dæmi um að menn hafi einungis þurft að fylla út vsk.-skýrslur til þess að svíkja peninga úr úr ríkissjóði. I skýrslunni segir einnig: „Allir þeir, sem Ríkisendurskoðun ræddi við um reglugerð nr. 366/1993 um innheimtu virðisaukaskatts af þeim blöðum og tímaritum sem send eru í áskrift frá útlöndum í pósti, voru sammála um að reglugerðin væri óframkvæmanleg." Árekstur á Bústaðavegi Þrír flutt- ir á slysa- deild HARÐUR árekstur varð á milli tveggja bíla á Bústaðavegi um kl. 16.20 í gær. Flytja þurfti báða ökumenn og einn farþega á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur með háls- og höfuðmeiðsli, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Var einn hinna slösuðu lagður inn á sjúkrahús eftir læknisskoðun. Kalla þurfti til tækjabíl slökkvi- liðsins sem notaður var til þess að klippa farþega og ökumann út úr öðrum bílnum. Einn ökumaður var í hinum bílnum og gekk betur að ná honum út. Fimm sjúkrabílar voru sendir á staðinn. Báðir bíl- arnir skemmdust mikið við árekst- urinn. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fundum Alþingis frestað fram á haust Aldrei fleiri þingmál lögð fram DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra frestaði fundum Alþingis til septemberloka á þingfundi síðdegis í gær. Þar með er 122. löggjafarþingi lokið. í máli Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, rétt fyrir þinglok, kom íram að aldrei hefðu fleiri þingmál og þingskjöl verið lögð fram á Alþingi. Alls voru 248 lagafinmvörp lögð fram á Al- þingi á liðnu þingi, 121 þingsá- lyktunartillaga, 39 skýrslur og 316 fyrirspumir. Alls voru af- greidd 119 lagafrumvörp og 33 tillögur. Við lok þinghaldsins í gær fór forseti Alþingis nokkrum orð- um um störf þingsins í vetur og sagði m.a. að það hefði verið mjög athafnasamt. Að lokum þakkaði hann þingmönnum og starfsmönnum þingsins fyrh' samstarfið og kvaðst vonast til þess að hitta þá heila á ný næsta haust. Svavar Gestsson, þingflokksformaður Alþýðu- bandalags og óháðra, þakkaði sömuleiðis forseta Alþingis fyr- ir stjóm hans á þinginu í vetur og samstarfið við hann. Að síðustu frestaði forsætis- ráðherra þingfundum fram á haust og óskaði um leið þing- mönnum og landsmönnum öll- um alls hins besta. Eldur í veitingastað ELDUR kom upp í veitingastaðnum Tongs Takeaway á Langholtsvegi í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík var töluverður eldur og virtist sem hann hefði kviknað í eldhúsi staðarins. Sendur var slökkvibíll úr Tungu- hálsi og annar úr Skógarhlíð og um tugur slökkviliðsmanna. Svo virðist sem búið hafi verið að loka staðnum fyrir kvöldið þegar eldurinn kom upp og gerði íbúi í næsta húsi við- vart. Eldurinn hafði verið slökktur laust eftir klukkan hálf eitt í nótt og var þá hafist handa við að reykræsta. íbúð er á efri hæð húss- ins, en hún var mannlaus. Morgunblaðið/Ásdís KALLA þurfti til tækjabíl til að klippa slasað fólk út úr öðrum bílnum, sem lenti í árekstri á Bústaðavegi. Trúðurinn Skralli TRÚÐURINN Skralli lagði land undir fót á dögunum og hélt til Reykjavíkur frá heima- bæ sínum Akureyri. Ekki bar á öðru en að Skralli kynni vel við sig í höfuðborginni. Það fór sérstaklega vel á með honum og reykvískum krökkum sem hittu hann við verslanirnar í Laugalæk í gær. Skralli verður á sömu slóðum í dag og á vafalaust eftir að hitta fleiri krakka, sér og þeim til ánægju. Hraðakstur, naglar og veggjakrot LÖGREGLAN í Reykjavik kærði 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur sól- arhringinn frá fimmtudagsmorgni til fóstudagsmorguns en sólarhringinn þar áður voru 33 kærðir. Þá voru skráningarnúmer tekin af 37 bifreiðum, flest vegna vangoldinna bifreiðagjalda. Þó að komið sé fram í júní og snjór og klaki á bak og burt er enn nokkuð um það að lögregla hitti fyrir bíla á nagladekkjum. Undanfarna daga hafa nokkrir verið teknir við þá iðju að mála á veggi og aðrir sektaðir fyrir ótíma- bært þvaglát á almannafæri. Að sögn lögreglu virðist ennfrem- ur ástæða til að minna ökumenn á að stöðva við rautt ljós, en ella er hætta á að mynd af bíl og ökumanni verði opinbert málsgagn með tilheyrandi sektum og punktum. Auk radarmæl- inga og rauðljósamyndavéla eru svo sérstakir bílar á ferð um allt land með hraðamyndavélar sem mæla hraðann hjá ökumönnum sem liggm" helst til mikið á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.