Morgunblaðið - 06.06.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.06.1998, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ LANDIÐ Annasamt hjá lögreg'lunni á Sauðárkróki ÓHAPP varð við Sauðárkrókshöfn kl. 3 aðfaranótt sunnudags þegar leiguskipið Mint Rapid á vegum Samskipa sigldi að bryggju og rak stefnið í stálþil bryggjunnar með þeim afleiðingum að plötur á þilinu rifnuðu og slitnuðu frá steyptum bryggjukanti.. Er tjónið á bryggj- unni nokkurt, en skipið er talið óskemmt, og hélt það áfram ferð sinni uppúr hádegi á sunnudag. Kl. rúmlega 5 þessa sömu nótt varð umferðaróhapp, þegar öku- maður, sem grunaður er um ölvun við akstur, ók á tengivagn sem stóð vestan Strandvegar á móts við Að- algötu 24. Við áreksturinn snerist tengivagninn í meira en hálfhring og flettist vinstri hliðin nánast af bifreiðinni sem er af gerðinni MMC Galant. Er bifreiðin talin gjörónýt, enda þurfti tækjabíl slökkviliðs til að ná ökumanninum úr flakinu, og var hann fluttur á Sjúkrahús Skag- firðinga, en talinn hafa sloppið hreint ótrúlega vel frá tiltækinu. Kl. 10 á sunnudag var Flugbjörg- unarsveitin í Varmahlíð ræst út til leitar að tveim mönnum sem farið höfðu um nóttina til fjalla til aðstoð- ar þriggja manna sem voru í erfið- leikum með bilaða vélsleða. Tví- menningarnir villtust og urðu að ganga af farartækjum sínum, en náðu þó að láta vita hvar þeir voru. Um sama leyti fréttist af hinum þrem í Berglandsskála við Urriða- vötn á Nýjabæjarafrétti. Var það ráð tekið að kalla til þyrlu Land- helgisgæslunnar og sótti hún menn- ina alla fímm, þrjá í Berglands- skála, en hina tvo í norðanverðan Torfnahnjúk, þar sem þeir voru orðnir blautir og þrekaðir og flutti þá alla niður í Eyjafjörð, að Hóls- gerði, þar sem félagar úr Flug- björgunarsveitinni í Varmahlíð tóku á móti þeim og fluttu til síns heima. Húsgagna- verslun opnuð á Selfossi Selfossi - Reynisstaðir heitir ný húsgagnaverslun sem opnuð var á Selfossi nýverið. Verslunin sem er sú eina sinnar tegundar á Arborg- arsvæðinu ber nafnið Reynisstaðir og er til húsa að Austurvegi 56, þar sem áður var Byggingavöruverslun Steinars Arnasonar. Eigendur verslunarinnar eru þau Geir Sigurðsson og Helga Gísla- dóttir en þau reka húsgagnaverslun með sama nafni í Vestmannaeyjum. Húsnæði verslunarinnar á Selfossi er 300 m2 að stærð og bíður upp á mikla möguleika til stækkunar. Morgunblaðið/Sig. Fannar. Ilaraldur Gestsson verslunar- sljóri og Sólrún Ragnarsdóttir starfsmaður í nýrri húsgagna- verslun á Selfossi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Á HJÓLABÁT Mýrdælinga á leið í brúðkaupið. Brúðkaup í Reynisfjöru Fagradal - Brúðkaupsgestir vissu ekkert hvað beið þeirra þegar þeim var boðið í brúðkaup þeirra Susanne Götzinger og Einars Steinssonar. Á boðskortinu stóð aðeins að mæta ætti við Víkur- skála. Þegar þangað kom beið hjóla- skip Mýrdælinga albúið til sigl- inga. Gestirnir voru alls óviðbúnir, sumir mættu á stuttpilsum og bandaskóm en þó létu flestir sig hafa það að sigla með enda var Gísli Daníel Reynisson skipstjóri tilbúinn með galla á fólkið. Siglt var eins og leið liggur út í Reynis- fjöru og tekið land við Hálsanefs- helli sunnan undir Reynisfjalli þar sem Haraldur Kristjánsson, sókn- arprestur Mýrdælinga, beið eftir brúðhjónunum. Brúðurin skellti sér í brúðar- dressið og voru þau gift með söng öldunnar í bakgrunni. Að athöfn lokinni var haldið aftur til Víkur með bátnum og beið rúta frá Vest- HARALDUR Kristjánsson, sóknarprestur í Vík, gaf brúðhjónin, Einar Steinsson og Susanne Götzinger, saman í Hálsanefshelli sunnan undir Reynisfjalli í Mýrdal. fjarðaleið gestanna en Einar er brunað til Hótels Höfðabrekku bflstjóri og Susanne leiðsögumað- þar sem glæsilegt veisluborð beið ur hjá því fyrirtæki. Síðan var gestanna. Morgunblaðið/Lára Vilbergsdóttir FRÁ stofnfundi Eiðavina. Samtök Eiðavina stofnuð Egilsstöðum - Áhugafólk um vernd- un menntaseturs á Eiðum blés til fundar sem lauk með því að stofnuð voru Samtökin Eiðavinir, en hefð- bundið skólahald hefur verið lagt niður á staðnum. Tilgangur samtakanna er m.a. að afla stuðnings ríkis, sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka við endur- reisn menntaseturs á Eiðum og al- hliða menningarstarf á staðnum. Ennfremur að kynna náttúrufar og sögu staðarins, gögn og gæði, með útgáfu bæklings. Stuðla að fegrun og vemdun umhverfis og sögulegra minja á staðnum. Gefa reglulega út fréttabréf og halda Eiðamót. Sendir voru út undirskriftalistar og hafa þegar á fjórða hundrað manns gerst Eiðavinir. Milli 40 og 50 manns mættu á stofnfundinn. Fundurinn ályktaði að gerð verði 5 ára áætlun um viðhald og endur- bætur á menntasetrinu, samið verði við heimaaðila um rekstur menning- ar-, félags- og atvinnulífs á staðnum og að leitað verði allra leiða til þess að fínna Eiðastað hlutverk í anda þess sem var. í aðalstjórn Eiðavina voru kosin: Sigrún Björgvinsdóttir, Sigrún Harðardóttir, Kristján Giss- urarson og Björn Ágústsson. *>«' RÆSTIVAGNAR IBESTAI Urvalið er hjá okkur Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 Ráðstefna um gildi upp- lýsingatækni í rekstri Húsavík - Ráðstefna var haldin um síðustu helgi á Hótel Húsavík um gildi upplýsingatækni í rekstri. Þjóðbraut framtíðarinnar. Ráð- stefnan var fjölmenn og ríkti mikill áhugi um þau þjóðþrifamál sem til umræðu voru. Ráðstefnustjóri var Arna Yrr Sigurðardóttir, starfsmaður Verk- menntaskólans á Akureyri. Ráð- stefnan hófst með setningarávarpi Einars Njálssonar bæjarstjóra og ávarpi Halldórs Blöndal ráðherra. Fyrsti frummælandi var Guð- björg Sigurðardóttir, forsætisráðu- neytinu, sem ræddi um stefnumót- un ríldsstjómarinnar. Sæmundur Þorsteinsson skýrði frá ATM-rann- sóknameti Landssímans. Ingi Rún- ar Eðvaldsson, Háskólanum á Akureyri, ræddi um upplýsinga- tækni og landsbyggðina. Haukur Ágústsson ræddir um fjarkennslu við VMA og Þórsteinn Gunnarsson rektor um upplýsingatækni við Há- skólann á Akureyri. Ennfremur voru flutt framsöguerindi um breið- bandið og nýja þjónustu í fjarskipt- um, um framtíð hugbúnaðarfyrir- tækja úti á landi og fjarvinnslu og hugbúnaðarhús. Að loknum framsöguerindum voru líflegar pallborðsumræður um „Framkvæmd til framtíðar" og stjórnaði þeim Bjarni Kristinsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfé- lags Eyjafjarðar. Mikið var rætt um framtíðina og mótun hennar, hver sem hún nú annars kann að verða. Minningar- og duftreit- ur á Höfn Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir MÆÐINNI kastað við erfitt verk. Sveinn Siguijónsson, Kristján Ingi Gunnarsson og Vignir Svavarsson við vinnu sína. Hornafjörður - Nú standa yfír í kirkjugarðinum við Hafnarkirkju á Höfn breytingar og endurbæt- ur. Vestasta hliðin á garðinum verður eftir þessar breytingar hlaðin úr gabbrói sem tekið var úr Horninu við Hornaíjörð. í hleðslunni miðri hefur verið komið fyrir minningar- og duftreit sem ekki hefur áður ver- ið í Hafnarkirkjugarði. „Minning- arreiturinn er til afnota fyrir alla íbúa Hafnar, hvort sem hinn látni hvflir annars staðar eða jarð- neskar leifar hans hafa ekki komið fram svo sem eftir sjóslys, og það er einlæg von okkar að fólk verði óhrætt við að nota sér þessa aðstöðu," sagði séra Sig- urður Kr. Sigurðsson, sóknar- prestur Hafnarkirkju. Starfsmenn Skrúðgarðaþjón- ustunnar vinna verkið og eru verklok áætluð í næstu viku. Arkitekt að veggnum var Kjart- an Mogensen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.