Morgunblaðið - 17.06.1998, Side 2

Morgunblaðið - 17.06.1998, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landlæknisembættið kynnir niðurstöður skoðanakönmmar 86% finnst að hækka eigi framlög til heilbrigðismála NIÐURSTÖÐUR skoðanakönnunar sem land- læknisembættið kynnti í gær benda til að tæp- lega 86% landsmanna finnist að auka eigi fram- lög ríkisins til heilbrigðismála, 1% finnst að ætti að minnka þau en 13% að þau ættu að vera óbreytt. I könnuninni kemur einnig fram að 15% þeirra sem tóku afstöðu sögðust hafa þurft að fresta för sinni eða hætta við að fara til læknis á síðustu 12 mánuðum vegna fjárskorts. Á það í meiri mæli við um konur og yngra fólk og þá tekjulægstu. f hópi þeirra tekjulægstu kváðust rúm 33% hafa þurft að fresta eða hætta við för til læknis vegna fjárskorts. Einnig var kannað hvort fólk hefði notað heilbrigðisþjón- ustu og hvort það hefði verið ánægt með úr- lausn á heilsuvanda sínum. Rúmlega 78% not- uðu heilbrigðisþjónustuna á síðastliðnum 12 mánuðum og rösklega 79% þeirra sem notuðu heilbrigðisþjónustuna voru ánægð með úrlausn á vanda sínum. Skoðanakönnunin var unnin fyrir Landiæknis- embættið af Gallup í mars og apríl 1998 og eru niðurstöður hennar kynntar í síðasta hefti Læknablaðsins. Þátttakendur í könnuninni voru 1.132 af öllu landinu á aldrinum 18-75 ára og voru þeir valdir með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Of margir fara ekki til læknis vegna fjárskorts Ólafur Ólafsson landlæknir sagði könnunina gerða til að kanna hvort heilbrigðisþjónustan stæði undir væntingum almennings. Hvatinn að könnuninni hafi verið kvartanir sem þeir hafi fengið um að aðgengi að heilbrigðisþjónustunni sé verra en áður. Sambærilegar kannanir hafi verið gerðar 1996 og 1997. Árin 1985, 1990 og 1995 hafi embættið einnig látið gera kannanir en ekki eins ítarlegar og þær sem gerðar hafa verið síðustu þrjú ár. Olafur sagði breytingar sjáanlegar á svörum tekjulægsta hópsins, þeirra sem hafi mánaðartekjur undir 100.000 krónum. Þeim hafi fjölgað frá fyrri könnunum sem svör- uðu því játandi að fjárskortur hafi staðið í vegi fyrir því að þeir leituðu til læknis. Haraldur Briem, smitsjúkdómalæknir hjá landlæknisembættinu, sagði að túlka mætti nið- urstöðumar sem svo að skilningur sé meðal al- mennings á því að heilbrigðisþjónustan eigi í fjárhagsvanda og að það þurfi að bæta. Niðurstöður voru greindar eftir aldri, kyni, búsetu, tekjum og starfi. Konum fannst í meira mæli en körlum að hækka ætti framlögin, hlut- fallið fer lækkandi með auknum fjölskyldutekj- um og er hæst í elsta hópnum, 55-75 ára. Konur virðast nota heilbrigðisþjónustuna meira en karlar. 84,4% þeirra sögðust hafa notað hana síðastliðna 12 mánuði en 72,5% karla. Ólafur sagði einnig ánægjulegt að fólk virðist almennt ánægt með þær úrlausnir sem það fær á heilsuvanda sínum en 79% sögðust ánægð. Það sé hins vegar full ástæða til að huga að því að 20% eru ekki ánægð með þjónustuna og það þurfi að skoða. Magnús Baldursson, deildarstjóri hjá land- læknisembættinu, sagði niðurstöðumar vekja þær spumingar hvort verið geti að tekjur og staða hafi áhrif á það hvort fólk hafi efni á því að leita til heilbrigðisþjónustunnar og hvort það sé ánægt með þá þjónustu sem það fær. Forseti borgarstj órnar Reykjavíkur Guðrún fær eitt ár en Helgi Hjörvar þrjú GUÐRÚN Ágústsdóttir verður for- seti borgarstjómar Reykjavíkur fyrsta ár kjörtímabilsins en Helgi Hjörvar tekur þá við embættinu og gegnir því til loka kjörtímabilsins. Þetta var niðurstaða borgarstjóm- arflokks Reykjavíkurlistans á fundi í gærkvöldi, að sögn Helga Hjörv- ars. Formenn nefnda og ráða Helgi tekur einnig sæti Guðrún- ar í borgarráði Reykjavíkur og sit- ur þar ásamt Sigrúnu Magnúsdótt- ur og Steinunni V. Óskarsdóttur. Borgarstjórnarflokkur Reykja- víkurlistans ákvað einnig í gær hverjir skyldu verða formenn nefnda og ráða borgarinnar. Helgi Hjörvar verður formaður félags- málaráðs, Guðrún Ágústsdóttir formaður skipulagsnefndar, Árni Þór Sigurðsson formaður hafnar- stjórnar, Alfreð Þorsteinsson for- maður veitustofnana og Innkaupa- stofnunar borgarinnar, Sigrún Magnúsdóttir formaður fræðslu- ráðs, varaformaður borgamáðs og formaður borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans, Óskar Bergs- son formaður bygginganefndar, Kristín Blöndal formaður Dagvist- ar barna, Steinunn V. Óskarsdótt- ir formaður Iþrótta- og tóm- stundaráðs, Pétur Jónsson for- maður atvinnu- og ferðamála- nefndar og Helgi Pétursson for- maður stjómar SVR, umhverfis- og heilbrigðisnefndar og sam- starfsnefndar Reykjavíkur og Kjalamess. Helgi sagði að Guðrún Ágústs- dóttir mundi stýra samstarfsnefnd í Grafarvogi og sjálfur kvaðst hann mundu fá formennsku í nefnd sem sett verður á laggimar innan skamms en hann kvaðst ekki geta greint frá að svo stöddu hver yrði. Komnir hringinn SLOKKVILIÐSMENNIRNIR sex, sem hjóla til styrktar krabba- meinssjúkum börnum, enduðu hringferðina við Slökkvistöðina í Skógarhlíð um hálfþrjúleytið í gær. Við Rauðavatn biðu þeirra fulltrúar frá Styrktarsjóði krabba- meinssjúkra barna, slökkviliðs- menn, vinir og ættingjar. Þaðan hjóluðu sumir með þeim síðasta spölinn. Sexmenningarnir voru ánægðir með ferðina og sögðu hana hafa gengið vel í alla staði. Móttökur um allt land hefðu verið frábærar og í ljósi þeirrar vinsemdar sem þeir hefðu mætt væru þeir bjartsýnir á heimtur úr áheitasöfriuninni. Ferðalagið hófst 5. júní og vora þeir fegnir að koma heim, sem von- legt var, þar sem þeir hjóluðu allir allan hringinn. Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir Bandarískt viðskiptatímarit Kári Stefáns- son meðal frumkvöðla ársins KÁRI Stefánsson, forstjóri íslenskr- ar erfðagreiningar, er í hópi þeirra tíu manna sem bandaríska fjárfest- ingartímaritið Red Herring hefur valið frumkvöðla ársins. „Það eru tvenns konar tilfinningar sem þetta vekur í brjósti mér,“ sagði Kári Stefánsson, þegar Morgunblað- ið leitaði viðbragða hans við þessari útnefningu í gær. „Númer eitt er þetta töluvert mikill sómi. Þetta er tímarit amerískra fjárfesta og þeir hafa úr ansi stórum hópi manna að velja þannig að það eru að minnsta kosti einhverjir úti í hinum stóra heimi sem finnst það sem við höfum gert einhvers virði. Það bendir til þess að ef guð lofar endar það með því að einhverjum finnst það líka uppi á íslandi, þótt auðvitað sé ekki hægt að ábyrgjast það. Það er gam- an að þessu og þetta gerir að verkum að það verður líklega hlustað meira á mig þegar ég reyni að afla fjár til nýrra verkefna. Það er líka mjög gott fyrir íslenska erfðagreiningu að það er litið svo á að starf fyrirtækis- ins hafi verið velheppnað fram að þessu. Hins vegar vekrn- þetta með mér þær tilfinningar að mér finnst skrýtið að menn séu famir að líta á mig sem frumkvöðul í viðskiptum. Ég hef alltaf litið á mig sem fyrst og fremst vísindamann, í annan stað lækni og í þriðja stað heldur lélegt skáld. Þess vegna vekur það hjá mér svolítinn söknuð og trega að menn úti í hinum stóra heimi séu farnir að líta á mig sem frumkvöðul í viðskipt- um,“ sagði Kári Stefánsson. ------------- Á eld- stöðvunum í Vatnajökli ÍSINN hefur nú gengið yfir og hulið fjallið sem myndaðist í eldgosinu undir Vatnajökli fyrir tæpum tveimur árum. Vatnsflaumurinn frá Gjálpargosinu myndaði djúpa gjá, 3-4 km Ianga, með hrikalegum öskubornum jakaveggjum á báðar hliðar, eins og sjá má á myndinni sem tekin var innst í þessari gjá í vorleiðangri Jöklafélagsins, Háskóla Islands og ýmissa rannsóknastofnana, sem nú stendur yfir á Vatnajökli. Innst í þessari ísgjá standa leiðangursmennirnir Finnur Pálsson verkfræðingur, Halldór Gíslason arkitekt og lejðangursstjórinn og formaður JÖRFA, Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur. Umfangsmikil verkefni eru dagskrá leiðangursins, m.a. könnun á Gjálp með íssjá, þyngdar- og segulmælingum og jarðfræðilegum athugunum til að kanna lögun, gerð, eðlismassa og segulmögnun nýja fjallsins, og mæla ísskriðið inn í sigdældir umhverfis gosstöðina. í dag www.mbl.is 8SÍÐUR ► Verið segir í dag frá veiði- og markaðshorfum á loðnuvertíðinni sem hefst á laugardaginn. Ennfremur er sagt frá lirfurannskóknum Hafrannsóknastofnunnar og minnkandi rækjuveiði fyrir Norðurlandi. Þjóðhátíðar stemmning 4SÍÐUR 4 SfDUR Dómarar sæta gagnrýni Buraas með : Brasilía Kristni til : fyrst í 16- Isiands \ liða úrslit C1 C2 C3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.