Morgunblaðið - 17.06.1998, Page 23

Morgunblaðið - 17.06.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 23 Bandarísk sálfræðikönnun Mannlegt eðli samsafn fímmtán hvata London. The Daily Telegraph. MANNLEGT eðli má skilgreina sem samsafn fímmtán langana og hvata, að mati sálfræðinga. Segja þeir sjálfstæðan persónuleika hvers og eins markast af því hverj- ar þessara hvata fái forgang. Sál- íræðingarnir byggja þessa niður- stöðu á rannsókn sem um 2.500 manns tóku þátt í en fólkið svaraði spumingum um lífsgildi. Sálfræðingamir komust að því að skipta mátti svörunum upp í fímmtán flokka, frá grunnþörfum, svo sem hungri, og upp í félagsþörf og löngun manna til að komast til metorða. Er þetta í fyrsta sinn sem sálfræðingar hafa skilgreint svo margar hvatir manneskjunnar og jafnframt viðurkennt að það sé mismunandi eftir einstaklingum hvaða hvatir séu ráðandi, að því er Steven Reiss, sálfræðiprófessor við ríkisháskólann í Ohio fullyrðir. Reiss segir að hingað til hafi sál- fræðingar sett fram fjölda kenn- inga sem byggi aliar á-því að ein hvöt sé mikilvægari en önnur. Freud hafí t.d. talið kynhvötina að- aldrifkraft mannskepnunnar og Plató hafi talið heimspeki mestu ánægju lífsins. „Þeir sem stunda rannsóknir ganga út frá því sem vísu að menn reyni að njóta sem mestrar ánægju og draga eins mik- ið úr sársauka og mögulegt sé. En það er ekki rétt. Niðurstöður okk- ar sýna að þegar gildi og hvatir eru annars vegar, á það sama ekki við um alla. Það virðist ekki vera nein ákveðin röð á mikilvægi hvatanna í hugum fólks.“ Grunnhvatirnar virðast vera löngun til kynlífs og kynferðislegra ímyndana, löngun í mat og líkam- lega hreyfingu og til að komast hjá sársauka og kvíða. Aðrar hvatir eru t.d. forvitnb (löngunin til að læra), heiður (löngunin til að hegða sér í samræmi við gildandi reglur), skipulag (löngunin til að hafa röð og reglu í daglegu lífi), hefndar- þorsti, félagsleg tengsl, löngunin til að verja tíma með fjölskyldunni, löngunin í metorð og síðast en ekki síst, löngunin í völd. Reiss segir flestar þessara hvata vera hinar sömu og sjá megi hjá dýrum og að þær tengist jafnframt flestar sjálfsbjargarviðleitninni. Því séu þær líklega meðfæddar. Þrjár hvatanna töldu sálfræðing- amir þó að miklu leyti áunnar; löngunina til að vera meðborgari (að njóta opinberrar þjónustu og réttlætis), löngunina til sjálfstæðis (að taka ákvarðanir um eigið líf) og óttann við félagslega höfnun. Hvað liggur að baki löngun í bfl? Þátttakendur í könnuninni voru beðnir að svara hvort þeir væru sammála eða ósammála fullyrðing- um sem settar voru fram um lang- anir og hvatir. Unnið var úr svör- unum með „þáttagreiningu“ þar sem leitað var róta óska fólks. T.d. var kannað hvað lá raunverulega að baki óskinni um nýjan bíl, en það reyndist oftast vera löngunin í aukinn frama og upphefð. Hvatirnar reyndust missterkar, svo sem kynhvötin. Reiss segir hana drifki-aft sumra, þeir leitist sífellt við að uppfylla hana. Aðrir leggi hins vegar afar lítið upp úr kynlífi og leggi ekkert á sig til að fullnægja kynhvöt. Reiss kveðst vona að hægt verði að nota próf byggð á greiningu hvata, til að spá fyrir um geðræn vandamál, þar sem prófín leiði oft í ljós ofuráherslu eða mikinn ótta við ákveðin atriði. T.d. megi spá fyrir um kvíðaköst einstaklinga, með því að byggja á svörum þeirra við spurningum er varða kvíða. sandalar ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina. Sími 551 9800 http://www.mmedia.is/sportleigan ÍSLENSKAR SIÐAN 1972 GÆÐA MURVORUR A GOÐU VERÐI FLOTMUR 5 GERÐIR INNI OG ÚTI. GERUM TILBOÐ. i I steinprýöi STANGARHYL 7, SÍMi 567 2777 Eiqöu Ijjorlj fpamtíS rníjc! SERTA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.