Morgunblaðið - 17.06.1998, Side 25

Morgunblaðið - 17.06.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 25 Konunglegur blll Peugeot 406 7 manna skutbíll Glœsilegur, fullvaxinn 7 manna fjölskyldubill þar sem öryggi og þœgindi eru í fyrirrúmi. Þetta er ríkulega utbúinn eðalvagn fyrir fólk sem er með þroskaðan smekk og veit hvað skiptir móli. Settu hlutlna í rétta forgangsröð! Verð aðeins iTiTifTTC 1.850. ERLENT Howard heldur fast við kosningaáform Canberra. Reuters. ÞRÁTT fyrir óvænt úrslit í ríkis- kosningum í Queensland í Ástralíu um helgina, hyggst John Howard forsætisráðherra standa við áform sín um að leysa upp þing og efna til kosninga gangi lagafrumvarp um landaréttindi frumbyggja ekki í gegn á næstu vikum. Frumvarpið, sem bæði er tilraun til að koma til móts við landeigendur og frum- byggja hefur tvívegis verið fellt í efri deild þingsins, þar sem stjómin hefur minnihluta. Tim Fisher aðstoðarforsætisráð- herra sagði í gær að deildin hefði frest fram að vetrarfríi þingsins í júlí til að afgreiða frumvarpið. Ann- ars yrði gengið til kosninga. Verði það úr verður að boða til kosninga fyrir 29. október næstkomandi. Kosningar geta þó dregist fram í desember og að þeim loknum hefur stjórnin, verði hún enn í meirihluta, möguleika á að sameina deildirnar og knýja þannig málið í gegn. Nú- verandi kjörtímabil rennur hins vegar út um mitt næsta ár. Allt bendir nú til þess að Ein þjóð, hægriöfgaflokkur sem hefur m.a. mælt gegn innflutningi fólks frá Asíu, sérréttindum frum- byggja, erlendri fjárfestingu og frí- verslunarsamningum, muni vinna þingsæti í efri deild þingsins þegar gengið verður til þingkosninga, en stofnandi hans, Pauline Hanson, á þegar sæti í neðri deild þingsins. Ein þjóð, sem stofnuð var fyrir 15 mánuðum, vann nálægt fjórðungi atkvæða í ríkiskosningunum í Qu- eensland um helgina og samkvæmt skoðanakönnunum jókst fylgi hennar úr 7% í 11% á landsvísu tvær síðustu vikur iyrir kosning- arnar. Á sama tíma féll fylgi stjórnarinnar úr 43% í 37% og fylgi Howards í sæti forsætisráðherra úr 40% í 36% en það er sama fylgi og höfuðandstæðingur hans Kim Beazley, formaður Verkamanna- flokksins, nýtur samkvæmt könn- unum. Ljóst þykir alltént að flokkur Hansons hafi sópað til sín atkvæð- um hægrimanna sem m.a. eru ósáttir við að stjórninni hafi mis- tekist að koma aðstoð við dreifbýl- ið, verndartollum og löggjöf um meðferð skotvopna í gegnum þing- ið. Stjómmálamenn í Asíu tóku fréttum af úrslitunum í Queensland með ró. Ástralskir ferðamálafröm- uðir lýstu hins vegar miklum áhyggjum af velgengni Einnar þjóðar enda telja þeir að hún muni skaða ímynd landsins og draga mjög úr aðsókn ferðamanna frá Asíu. Leiðtogar frumbyggja lýstu einnig áhyggjum af niðurstöðu kosninganna en sögðust þó telja þær eiga eftir að verða til góðs. „Það er betra að sjá snákinn fyrir framan sig en að vera bitinn af honum þar sem hann felur sig í runnanum," sagði Murrandoo Yanner, einn leiðtoga þeirra í Qu- eensland. Íl NÝBÝLAVEGI 2 SlMI: 554 2600 0PIÐ LAUGARDAG KL. 13-17 Eþíópía óskar eftir aðstoð STJÓRNVÖLD í Eþíópíu bóðu í gær hjálparstofnanir að senda þegar ýmsar nauðsynjavörur til íandsins, mætvæli og önnur hjálpartæld, til að veita þeim 300.000 manns aðstoð sem lent hafa á vergangi vegna stríðsins við Erítreu. Telja þau þörf á allt að 27.000 tonnum matar, yfir- höfnum, tjöldum og öðru þess háttar. * Afengi verra en kannabis í SKÝRSLU sem birt var í Frakklandi í gær er komist að þeirri niðurstöðu að áfengis- drykkja sé mun meira heilsu- spillandi en kannabisreykingar. Höfundar skýrslunnar, sem unnin var á vegum læknarann- sóknarstofnunar franska ríkis- ins, draga í efa forsendur þess að frönsk lög banni kannabis en geri ekkert til að stöðva áfeng- isneyslu. Áfengi, heróín og kókaín eru samkvæmt skýrsl- unni hættulegust heilsunm'. Hænur bólusettar í BÍGERÐ er í sumar að bólu- setja tuttugu milljónir hænsna á Bretlandi til að eyða hættu á salmónellusýkingu vegna neyslu eggja. Hér er sennilega á ferðinni stærsta bólusetning til vamar gegn salmónellusýk- ingu sem nokkum tíma hefur verið fyrirhuguð og munu öll egg sem seld verða undir merkjum Lion-fyrirtækisins koma úr hænum sem hlotið hafa tvær sprautur til varnar salmónellu. Umdeild fjár- lög í Noregi LÍKLEGT er talið að Kjell Magne Bondevik, forsætisráð- herra Noregs, þvingi norska Stórþingið til að samþykkja umdeild fjárlög á föstudag með því að tengja atkvæðagreiðsl- una við vantraustsyfirlýsingu á stjórnina. Minnihlutastjórn Bondeviks er þó talin munu standa af sér slíka vantrausts- yfirlýsingu. Hasina hitti Vajpayee Peugeot 406 eru stórglœsilegir og vel útbúnir fólksbílar með öflugar 112 hestafla, 1800cc vélar 1800cc vél. 112 hestöfl. vökva- og veltlstýrl, snúnlngshraöamœlir, loftpúöar fyrlr ökumann og farþega, fjarstýrðar samlœsingar, þjófavörn, rafdrifnar rúöur að framan. stlglaus hraöastilling ó miöstöð, hœöarstilllng á aöalljósum. hœöarstillt bílbeltl, bílbeltastiekkjarar. þrjú þriggia punkta bilbelti í afturscetum. nlöurfellanleg sœtisbök að aftan 40/60. armpúöl í aftursœtl. lesljós fyrir farþega í aftursœtum, hemlaljós f afturglugga. hliöarspeglar stillanleglr Innan frá, bensínlok opnanle^ Innan fró, útvarp og segulband, stafrœn klukka. aur hlífar o.fl. PEUGEOT LJÓN A VEGINUM! SHEIKH Hasina, forsætisráð- herra Bangladesh, átti viðræð- ur við leiðtoga Indlands í gær og fóru viðræðumar fram í skugga kjarnorku- tilrauna Ind- verja og Pakistana. Hasina mun heimsækja Islamaband, höfuðborg Pakistans, Vajpayeeog síðar f mán. liasina ,. uðinum og þá eiga viðræður við stjómvöld Pakistans. Á fundinum kynnti Atal Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, Hasina for- sendur kjarnorkutilrauna Ind- verja auk þeirra aðgerða sem stjórnvöid landsins telja sig hafa gripið til í því augnamiði að minnka spennu í S-Asíu. Munu Hasina og Vajpayee hafa verið sammála um að ekld væri rétt að utanaðkomandi aðili kæmi að deilum Indlands og Pakistans. Rándýrá góðu verði! wm* . * ■ 11 ■ ■ > Fágað villidýr! Peugeot406 4 dyra Giœsilegur og tignarlegur bfll, ríkulega útbúinn og með ótrúlega Ijúfa aksturseiginleika. Sannkailaður eöalvagn, bíll sem gerir (aig stoltan. Slepptu dyrinu í þér lausu! Verð aðeins Upplifðu Pougeot í reynsluakstrl og leystu prófið. Ijónheppinn reynsluökumoður mun hljóta helgarferð fyrir tvo til Pansar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.