Morgunblaðið - 17.06.1998, Side 56

Morgunblaðið - 17.06.1998, Side 56
, 56 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Sæll, Kalli Bjarna! Velkominn á ballið! Það eru allir komnir. Ég vona að við séum ekki of seinir. Þetta er Nei. Hver er þá þessi ekki grímu- litli strákur í ball er það? hundabúningnum? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Keiko og karakúlféð Frá Hallgrími Guðjónssyni: ÞEGAR litið er yfir fjölmiðla- og þjóðmálaumræðu hér á landi síð- ustu vikur og mánuði kemur í ljós að þar kennir margra grasa. Margt skrautlegt hefur verið borið á borð fyrir þjóðina, ef svo má að orði komast. Eitt hefur vakið at- hygli mína, en það er allmikil um- ræða um að flytja háhyrning sem kallaður er Keiko frá Bandaríkjun- um til íslands. Ég verð að viður- kenna að mig brestur kunnugleika til að ræða í smáatriðum um þetta upphlaup, enda lít ég á það sem nokkurs konar „spaugstofubrand- ara“. Strax hefur myndast tog- streita um hver á að hijóta hnossið ef af verður og í blöðum hafa sést myndir þar sem háskólamenn og alþingismenn eru að skoða aðstæð- ur. I þessu sambandi koma til greina staðir eins og Vestmanna- eyjar og Eskifjörður. Mig minnir að jafnvel hafi heyrst í umræðunni að Hvalfjörður væri heppilegur staður fyrir Keiko, ekki síst vegna þess að þar væri orðinn alvarlegur áhalli, eftir að stóriðja var aukin við norðanverðan fjörðinn. Talað er um að fleiri tugir þúsunda og jafnvel hundruð þúsunda ferða- manna muni streyma til landsins (sennilega engin hætta á að ferða- menn geti traðkað og spillt um- hverfinu) og að við heimkomu dýrsins verði viðstaddir eitt þús- und fjölmiðlamenn. Það eru því engir smápeningar í veði. Það er vonandi að vel gangi að flytja Keiko til heimkynna sinna og að hann komi til með að una sér vel hjá „frændum" sínum. En að öllu gamni slepptu, finnst mér þetta vera þvílíkt rugl að ekki sé orðum að því eyðandi. Tilefni þess að ég set þessar hugleiðingar mín- ar á blað er að ég sá og heyrði sjónvarpsviðtal við Kristján Lofts- son forstjóra þar sem hann gagn- rýndi Keikomálið og minnti um leið á innflutning á svokölluðu karakúlfé til landsins, sem átti sér stað árið 1933. Ég er forstjóranum alveg sammála. En einmitt að hann nefndi karakúlféð rifjaði upp hjá mér, skelfilegar minningar frá þeim tíma. Þetta fé kom frá Þýskalandi og því fylgdi vottorð frá virtum háskóla um heilbrigði þess. Af þessu er til mikil raunasaga, sem sýnir ljóslega hvemig annars ágætir og vel menntaðir menn (stjórnmálamenn ekki undanskild- ir) geta fallið fyrir óraunhæfum hugmyndum. Ég tel að þessi slysa- legi innflutningur hafi haft nei- kvæð áhrif á mitt eigið líf, en hann átti sér stað eins og áður hefur komið fram árið 1933, en það er einmitt fermingarárið mitt. Þá gekk heimskreppan mikla yf- ir (sem svo er kölluð) og lék hún bændur og alla þjóðina mjög grátt. Sem dæmi um verðlag má nefna að bændur fengu 8 krónur fyrir meðaldilk. Stór hluti bænda hafði nær allar tekjur sínar af afurðum sauðfjár á þessum árum. AUir pen- ingar hurfu og fólk varð að neita sér um margt, sem nú þykir sjálf- sagt, þar með talið að kosta ungt fólk til náms. Ég ætla ekki hér og nú að rifja þetta frekar upp, enda geta les- endur, sem áhuga hafa, orðið sér úti um góðar heimildir um þessi mál. Ég var nýlega að lesa hið mikla rit um Jón Sigurðsson, eftir Pál Eggert Olafsson, en þar er langur kafli um „fjárkláðamálið" og af- skipti Jóns af því. Þjóðin skiptist í mjög hatrammar fylkingar, sem voru kallaðar „niðurskurðarmenn og lækningamenn" og var Jón Sig- urðsson einn aðalforgöngumaður síðartalda hópsins. Fyrir það varð hann fyrir slíku aðkasti að með ólíkindum er. Kom það m.a. fram í því að hann féll í kosningu til for- seta á Alþingi 1859, að vísu munaði aðeins einu atkvæði. Seinna fluttu íslendingar inn hina mögnuðu riðuveiki, sem enn þann dag í dag er verið að berjast við og sér ekki ennþá fyrir endann á þeirri baráttu. Þeir sem réðu málum árið 1933, hefðu því átt að vera reynslunni ríkari. Þegar faðir minn var ungur maður fór hann á námskeið, hjá Magnúsi Einarssyni dýralækni, þeim merka manni (ég held að það hafi verið árið 1913). Ég heyrði hann oft segja frá því, hve Magnús hefði lagt ríka áherslu á að ekki yrði látið undan kröfum um inn- flutning á búfé. Ég bið lesendur þessa greinar- korns að athuga það vel að ég er ekki hér að vekja ótta við smit- sjúkdóma í sambandi við Keikomálið. Og ég er ekki að gera lítið úr sérfræðingum á hvaða sviði sem er. Vottorðagjöf, hvort sem hún er vegna heilsu manna, dýra eða af öðrum toga, er ekki óbrigðul frekar enn önnur mannanna verk. Það fengu Islendingar að reyna árið 1933 í sambandi við karakúlpestimar. Því ættu menn ekki að gleyma. HALLGRÍMUR GUÐJÓNSSON, ív. bóndi og hreppstjóri frá Hvammi í Vatnsdal. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.