Morgunblaðið - 17.06.1998, Side 64

Morgunblaðið - 17.06.1998, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ 64 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 FÓLK í FRÉTTUM Kieslowski á pólskri kvik- myndahátíð Kvikmyndahátíð með pólskum kvik- myndum verður haldin í Bæjarbíói í * Hafnarfirði á næstu dögum og verða eldri myndir Krzysztof Kieslowskis áberandi á henni að sögn Arnaldar Indriðasonar. Hann kynnti sér hvaða myndir verða sýndar og eftir hvaða pólsku leikstjóra. BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði mun á ný gegna sínu gamla menningarlega hlutverki sem kvikmyndahús þegar Pólsk kvikmyndavika hefst í bíóinu þann 19. júní. Hún er haldin í samvinnu sendiráðs Póllands staðsettu í Osló og Kvikmyndasafns Islands. Hátíðin er einskonar farandsýning sem hefur ferðast m.a. um öll Norðurlöndin að sögn við góðan orðstír. Eru alls átta kvikmyndir á hátíðinni gerðar á undanförnum tveimur áratugum og þarf af er helmingurinn eldri myndir hins annálaða pólska leikstjóra Kxzysztof Kieslowskis. Fyrir þá sem vilja kynna sér hans fyrstu myndir er sannkallaður fengur að hátíðinni. ÚR STUTTRI mynd um ást, einni af boðorðamyndum Kieslowskis. ecco Gangur lífsins KRZYSTOF Kieslowski um það leyti sem hann gerði Tilviljun. Samstarfsmaður Wajda Opnunarmynd hátíðarinnar er eftir Zbigniew Kaminski og heitir hún Þjóðvetjar. Verður leikstjórinn viðstaddur sýninguna. Myndin var gerð á síðasta ári og er byggð á skáldsögu en hún gerist í Þýska- landi í seinni heimstyrjöldinni og er um fjölskyldu- og vinatengsl með stríðið í bakgrunni. Veltir hún upp ýmsum siðfræðilegum spurningum um stríð og hvað er rétt og hvað rangt í stríði. Kaminski er fæddur árið 1947. Hann sótti kvikmynda- nám í hinum þekkta kvikmynda- skóla í Lodz þar sem Roman Pol- anski og aðrir þekktir pólskir leik- stjórar stunduðu nám. Hann hefur fengist við stuttmyndir og bíó- myndir jöfnum höndum og hefur til margra ára verið samverkamaður hins þekkta pólska Ieikstjóra, Andrzej Wajda. Kaminski skrifaði handritið að Wa- jdamyndinni Þernunum í Wilko, sem tilnefnd var til Óskarsverðlaunanna árið 1980 sem besta er- lenda myndin. Hann er búsettur f Bandaríkj- unum. JERZY Stuhr fer sjálfur með aðalhlutverkið í mynd sinni, Astarsögum. 1947. Hann lærði heimspeki við Jagiellonianháskólann og var leik- ari við Stary leikhúsið í Kraká. Þar starfaði hann með leikstjórum á borð við Jerzy Jarocki og Wajda. Árið 1972 fór hann út í kvikmynda- leik og starfaði með Kieslowski við myndir eins og Kyrrðina, Örið, Áhugamanninn, Boðorðin tíu og Þrír litir: Hvítur. Einnig hefur hann leikið í myndum Agnieszka Hollan og Wajda og Zanussis. Ást- arsögur er önnur myndin sem hann Ieikstýrir. Sólúr „Sloneczny Zegar“ eða Sólúr er eftir Andrzej Kondratiuk og er lokamyndin í þríleik sem hófst með myndinni Árstíðirnar fjórar árið 1984, hélt áfram með Hjóli tfmans árið 1995 og endar nú með þessari mynd frá árinu 1997. Um er að ræða röð fjölskyldu- gera? Á hann að snúa til baka eða rækta með sér listamanninn sem gert hefur vart við sig á miðjum aldri? Á hann að fórna hamingjunni í lífinu fyrir hið óþekkta? Tilviljun Þeysireið ÁTRíðj Ný mynd eftir Ki'zysztof Zanussi verður á hátiðinni. Hún heitir Þeysireið j eða „Cwal“ en Zan- ussi er fslenskum kvikmyndahátfð- argestum að góðu kunnur. Myndin er frá árinu 1996 og gerist í Póllandi snemma á sjötta áratugnum. Hinn tíu ára gamli Hubert er sendur til frænku sinnar í Varsjá. Hún kemur drengnum furðulega fyrir sjónir. Frænkan er mikil hestakona og út- reiðartúrar eru hennar mesta yndi og hún hatar allt sem hún kallar bolsévika; þó er hún í miklu vin- fengi við háttsetta flokksmenn. Hún kennir Hubert að Ijúga að fólki en ekki að hrossum. Brátt er frænka neydd til þess að flytja úr borginni og Hubert kemst að leyndarmáli hennar. Zanussi er fæddur í Varsjá árið 1939 og lagði stund á eðlisfræði og heimspeki áður en hann fór út í kvikmyndagerð í Lodz. Frá 1979 hefúr hann verið forsljóri Tor kvik- myndafyrirtækisins í Póllandi, sem framleiðir Þeysireið. Meðal þekktra mynda hans má nefna Ár hinnar þöglu sólar, Líf fyrir líf og Þögla snertingu. + Astarsögur „Historie Mitosne" eða Ástarsög- ur er eftir Jerzy Stuhr, sem starf- aði áður mikið með Kieslowski. Stuhr fer sjálfur með aðalhlutverk- ið í myndinni, sem segir fjórar sög- ur á sama tíma og fjalla þær allar um ástina. Hálffimmtugur maður er aðalsöguhetjan í þeim öllum og skoðar Stuhr samband hans við konur á ólíkum aldri: samband milli táningsstúlku og föðurs, sem er prestur; 25 ára gamals háskólastúd- ents og prófessors hennar; 35 ára gamallar dræsu og fangans í lífi hennar og loks 45 ára gamallar rússneskrar konu og yfirmanns í hernum. Sthur er fæddur í Kraká árið Urí>eysireid, ny.]ustu Zaiuissis. mynda eftir Kondratiuk þar sem sömu per- sónurnar velta fyrir sér sgurning- um um lífið og tilveruna. í þessari þriðju mynd segir af sérkennileg- um kvikmyndagerðarmanni, eigin- konu hans og tökuvélinni sem alltaf suðar og myndar furðulegan ástar- þríhyrning. Eldri verkin Það er ekki oft sem gefst kostur á að sjá eldri verk leikstjórans Kieslowskis, þau sem hann gerði áður en hann var svo gott sem tek- inn í dýrlingatölu evrópskra kvik- myndagerðarmanna. Myndirnar sem sýndar verða eftir hann á pólsku hátíðinni eru gerðar á árun- um frá 1979 til 1988 og heita í réttri tímaröð, „Amator“ eða Áhugamaður, „Przypadek" eða Til- viljun, „Bez Konka“ eða Án enda og loks Stutt mynd um ást eða „Krótki film o miIosci“. Ahugamaður Aðalpersónan í þessari mynd frá 1979 er Filip Mosz, hamingjusamur maður, kvæntur, á barn og er í góðri vinnu. Ekki mikið kannski en hann gerir ekki kröfur um meira. Allt hans líf breytist þegar hann kaupir litla kvikmyndatökuvél til þess að mynda nýfædda dóttur sína. Fyrr en varir er hann farinn að taka myndir fyrir verksmiðjuna sem hann vinnur í og hann sér nýja og aðra og kannski meira spenn- andi möguleika í lífinu. Það hefur kostnað í för með sér. Eiginkonan fer frá honum. Vinur hans missir vinnuna vegna kvikmyndatökunnar í verksmiðjunni. Hvað á hann að Þessi mynd er frá 1982 og segir af því hversu mikil áhrif einföld til- viljun getur haft á líf okkar. Ungur maður kemur á járnbautastöð og ætlar að ná í lest. Hún er þegar lögð af stað en hann hleypur á eftir henni og nær heimi. Um borð hittir hann kommúnista og skráir sig í Kommúnistaflokkinn, hittir fallega stúlku sem hefur aðrar skoðanir en hann og er á leið á ungliðaráð- stefnu kommúnista erlendis þegar verkföll dynja á um allt Pólland. Líf hans hefði getað farið allt öðruvísi ef t.d. járnbrautarvörður hefði stöðvað hann á hlaupunum og hann misst af lestinni. Þá hefði hann kynnst fólki með öndverðar skoð- anir við kommúnistann og kynnst allt öðru lífí. Hversu miklu ræður einföld tilvilj- un í lífi okkar? An enda Þessi mynd er frá árinu 1984 en hún ger- ist í PóIIandi tveimur árum fyrr og er aðal- söguhetjan, Iögfræðing- urinn Antoni Zyro, lát- imi. Hann lést fyrir nokkrum dögum og út- för hans var haldin í gærdag. Zyro varð samt eftir til þess að fylgjast með sorg eiginkonu sinn- ar, sem gerir sér ekki grein fyrir því fyrr en of seint hversu mikið hún elskaði manninn sinn, og að fylgjast með hvernig ungum skjólstæðingi hans farnar nú þegar lögfræðingur hans hefur fallið frá. Um ástina Stutt mynd um ást frá árinu 1988 er ein af myndunum i' bálki Kieslowskis sem hann byggir á Boðorðunum tíu. Myndin um ástina segir af ungum póstmanni, Tomek, sem er yfir sig hrifinn af Mögdu, sem býr í blokkinni gegnt honum. Hann njósnar um hana í gegnum sjónauka og segir hemii loks að hann elski hana. Hún kynnir honum grundvallarreglu lífsins; það er engin ást til aðeins kynlíf. Tomek er eyðilagður maður eftir kynnin við Mögdu og reynir sjálfsmorð en það mistekst og þegar hann kemur af sjúkrahúsinu er það Magda sem er orðin yfir sig hrifin af honum. Kieslowski, sem nú er látinn, er sagður hafa endurreist hina list- rænu evrópsku kvikmyndahefð með myndum sínum sem síðustu árin er hann lifði öðluðust heimsfrægð og var nafn hans á allra vörum. Boð- orðamyndir hans tíu höfðu vakið athygli á þessum sérstæða og húmam'ska pólska leikstjóra en myndirnar sem á eftir fylgdu eins og Tvöfalt líf Veroníku og Rauður, Hvítur, Blár, gerðu hann að einum fremsta kvikmyndaleikstjóra álf- unnar. Pólska kvikmyndahátíðin stend- ur til 26. júní og verður hver mynd aðeins sýnd tvisvar sinnum. Eru sýningar pólsku myndanna fyrstu opinberu kvikmyndasýningarnar í Bæjarbíói eftir að Kvikmyndasafn Islands tók við húsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.