Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Gjaldtaka hófst í Hvalfjarðar- göngum í gærmorgun Gífurleg umferð en slysalaus Morgunblaðið/Arnaldur GJALD er nú lagt á þá sem fara um Hvalfjarðargöngin. MILLI 6.800 og nærri 11.000 bílar fóru um Hvalfjarðargöngin á dag í síðustu viku. Umferð gekk mjög hægt um tíma síðari hluta sunnu- dags þegar meira en klukkutíma tók að aka frá syðri gangamunnanum til Reykjavíkur. Gjaldtaka hófst í göngunum í gærmorgun og gekk snurðulaust fyrir sig. Um 1.500 bflar höfðu farið um göngin kl. 4 síðdegis. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var töfín á sunnudagskvöld meðal annars vegna þess að umferð geng- ur hægt um Mosfellsbæ, enda um tvö hringtorg að fara sem sett voru niður til að hægja á umferð, og vegna umferðarljósa á Vesturlands- vegi við Víkurveg. Mestur umferð- arþungi var milli klukkan 18 og 20 á sunnudag. Að sögn Þorgríms Guð- mundssonar, varðstjóra hjá umferð- ardeild lögreglunnar í Reykjavík, annar Vesturlandsvegur ekki þess- ari gríðarlegu umferð, sérstaklega kaflinn gegnum Mosfellsbæ. Göngin önnuðu hins vegar umferðinni í gegn. „Vegakerfið flytur einfaldlega ekki alla þessa umferð. Hringtorgin tvö í Mosfellsbæ eru gerð til að draga úr umferðarhraða og því verður flæðið ekki eins liðugt þegar svona álag er,“ segir Þorgrímur. Hann segir varla hægt að gera þær kröfur að vegakerfið flytji alltaf há- marksumferð tafai'laust og í fyrra- dag hafi verið einn slíkur dagur. Hann taldi óhklegt að umferð yrði svo mikil um verslunarmannahelg- ina, hún myndi að minnsta kosti dreifast eitthvað meira á sunnudag og mánudag þá helgi. Tvöfalda þarf aðalleiðirnar „Auðvitað liggur sú framtíðarsýn fyrir að aðalleiðirnar þrjár að og frá borginni verði tvöfaldaðar, þ.e. Vest- urlandsvegur upp í Borgarfjörð, Suðurlandsvegur að Selfossi og Reykjanesbrautin. Það hlýtur að verða meginverkefni næstu ára,“ segir Þorgrímur og vakti athygli á því að þrátt fyrir þessa miklu um- ferð um Vesturlandsveg á sunnudag virtist sem lítið hefði dregið úr um- ferðarþunga um Suðurlandsveg til Reykjavíkur á sama tíma. Á kaflan- um frá Lögbergi og að borginni hefði verið nánast samfelld bflaröð á milli klukkan 16 og 20. Umferðarljósin við Víkurveg eru einnig nokkur flöskuháls en lögregl- Búist var við að yfir 1.500 bílar færu um Hvalfjarðargöng á fyrsta degi eftir að gjaldtaka hófst, sem er meira en áætlanir um meðalumferð gerðu ráð fyrir. Vesturlandsvegur annaði ekki umferð á sunnudag. an lét þau blikka á gulu þegar um- ferðin var sem mest eins og hefur reyndar iðulega verið gert undan- famar helgar þegar umferð er mikil. Segir Þorgn'mur það liðka nokkuð fyrir en það dugar þó ekki til þegar hámarksumferð er. Þorgrímm- sagði fyrir mestu að umferðin hefði geng- ið slysalaust fyrir sig, nokkuð var um aftanákeyrslur í röðinni en engin þeirra alvarleg. Lögreglan beindi umferð um tíma fyrir Hvalfjörðinn milli klukkan 18.50 og 20.20 þegar álagið var sem mest og sagði Þor- grímur vegfarendur hafa tekið því vel. Samkvæmt talningu Vegagerðar- innar fóru um 6.800 bflar um göngin á þriðjudag í síðustu viku, tæplega sjö þúsund á miðvikudag, 7.300 á fimmtudag og um 9.500 á fóstudag. Síðasta laugardag fóru 10.350 bflar um göngin en tölur lágu ekki fyrir um fjölda bfla á sunnudag og gerir Vegagerðin ekki ráð fyrir að lesa af mæli fyrr en í vikulok. Þó var talið að umferð á sunnudag hefði verið heldur meiri en á laugardag. Gjaldtakan snurðulaus Stefán Reynir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Spalar, segir ljóst að göngin sjálf anni umferðinni þótt mikil sé, það séu flöskuhálsar sunn- an megin sem geri það að verkum að umferðin sé svo hæg sem raun ber vitni þegar álag er mikið. Hann seg- ir það hafa verið til skoðunar á sín- um tíma að hafa göngin öll þrjár akreinar en menn síðan horfið frá þeirri hugmynd vegna kostnaðar og hvað þá að hafa göngin tvær akrein- ar í báðar áttir. Til þess að svo væri hefði allt mannvirkið þurft að vera hannað og undirbúið öðruvísi enda talið sýnt að göngin myndu vel anna umferðinni eins og þau eru nú úr garði gerð eins og reynslan sýndi. Gjaldtakan hófst klukkan 6 í gær- morgun og tók ekki langan tíma að afgreiða hvern bíl. Síðdegis í gær hafði vel á annað þúsund bfla farið um göngin að sögn starfsmanna í gjaldskýlinu. Áætlanir gerðu ráð fyrir um 1.500 bílum á sólarhring og töldu menn augljóst að umferð þessa fýrsta sólarhrings með gjald- töku yrði yfir því marki. Stefán Reynir segir að samkvæmt stöðlum megi gera ráð fyrir að hægt sé að af- greiða 6 bfla á mínútu. Lögreglan í Borgamesi vill vekja athygli ökumanna sem fara göngin á því að verði miklar tafir eða komi eitthvað fyrir í göngunum þannig að umferð stöðvast sé mikilvægt að draga úr mengun með því að drepa á vélunum. Þrátt fyrir öflugt loft- ræsikerfi ganganna sé það sjálfsögð varúðarráðstöfun að láta ekki vélar ganga ef umferð stöðvast. Mengun sé fljót að aukast ef göngin séu full af kyrrstæðum bflum sem allir séu í gangi. Tveir yfírlæknar á Landspítala telja að mikið gagn verði að gagnagrunni á heilbrigðissviði HELGI Valdimarsson og Bjarni Þjóðleifsson, yfirlæknar á Landspít- ala, telja að það dulkóðakerfi sem Islensk erfðagreining hefur hannað í samráði við Tölvunefnd sé öruggt og tryggi með fullnægjandi hætti að ekki verði hægt að tengja persónu- upplýsingar við gagnagrunn á heil- brigðissviði, sem áformað er að koma á fót. Nokkuð hörð gagnrýni kom fram á frumvarpið í sunnudagsblaði Morgunblaðsins m.a. frá íslenskum og erlendum vísindamönnum. Bjami segist vona að gagnrýni á frumvarp- ið verði ekki til að drepa það. „Ég tel að ef vel tekst til við gerð gagnagrunnsins verði þetta bylting- arkennt innlegg bæði inn í íslenska heilbrigðisþjónustu og læknavísindi. Þetta leiðir okkur að mínu mati inn í nýja öld,“ segir Bjarni Þjóðleifsson, dósent og yfirlæknir á Landspítal- anum, um frumvarpið um gagna- grunn á heilbrigðissviði. ,Að byggja upp svona gagna- grunn er mjög dýrt áhættuverkefni og ég tel að það eigi ekki að fjár- magna það með skattpeningum. Ég hef starfað í íslenskri heilbrigðis- þjónustu í meira en 20 ár, bæði við lækningar og rannsóknir, og þeir sem halda að hægt sé að koma þessu verkefni á fót með hefðbundnum fjármögnunarleiðum vita ekki hvað þeir eru að tala um. Þeir lifa í öðrum heimi enda eru margir af þeim sem eru að gagnrýna þetta menn sem starfa í útlöndum eins og Bogi And- ersen og Stefán Karlsson og aðrir sem hafa starfað hér í mjög skamm- an tíma. Einkaleyfi á sölu upplýsinga er skilyrði fyrir því að nægjanlegt fjár- magn fáist og ég trúi að verkefnið sé dautt ef einkaleyfið er klippt út. Einkaleyfi á sölu upplýsinga úr mið- lægum gagnagrunni takmarkar á Dulkóðakerfi ís- lenskrar erfðagrein- ingar mjög öruggt engan hátt aðgang vísindamanna að þeim gögnum sem nú liggja víða í heilbrigðiskerfinu. Þvert á móti get- ur miðlægur gagnagrunnur verið mjög mikil lyftistöng fyrir íslensk læknavísindi. Sá skilningur sumra íslenskra vísindamanna að einka- leyfí takmarki aðgang virðist byggj- ast á mistúlkun á upphaflegu frum- varpi og/eða illa sömdu frumvarpi. Sá mikli flýtir sem átti að vera á af- greiðslu frumvarpsins í vor skapaði eðlilega torti'yggni. Ég trúi að end- urskoðað frumvarp muni leysa þetta. Kerfi fslenskrar erfðagreining- ar frábærlega vel hannað Það er algjört skilyrði fyrir sam- þykkt frumvarpsins að hægt sé á fullnægjandi hátt að dulkóða per- sónuupplýsingar. í samvinnu minni við Islenska erfðagreiningu hef ég kynnst því kerfi sem fyrirtækið hef- ur þróað og tel það frábærlega vel hannað og fullnægjandi til að hindra að hægt sé að tengja persónuupp- lýsingar við gagnagrunninn. Það er mikið gert úr þeirri gagn- rýni að miðlægur gagnagrunnur bjóði hættunni heim með stór inn- brot, en það hefur minna heyi'st um að mun auðveldara er að byggja upp öryggiskerfi um einn eða tvo örygg- islykla heldur en þá tugi eða hund- ruð gagnabanka sem til eru í dag. Ef gagnagrunnsfrumvarpið verð- ur samþykkt verða Islendingar í far- arbroddi í að nýta þá auðlind sem heilbrigðisupplýsingar fela í sér. Ég vona að Alþingi geti gert gagna- grunnsfrumvarpið þannig úr garði að sem flestir verði sáttir og jafn- fram vona ég að íslenskir læknar og líf- og upplýsingavísindamenn drepi ekki frumvarpið með neikvæðri um- fjöllun," sagði Bjarni að lokum. Einkaleyíí ekki sama og einokun Helgi Valdimarsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum, sagði að svo virtist sem eina leiðin til að koma á fót miðlægum gagnagi'unni á heilbrigðissviði væri að fjármagna hann með áhættufjármagni, en það þýddi að fyrir hendi þyrfti að vera möguleiki á fjárhagslegum ávinningi fyrir þann sem tæki að sér að búa til grunninn. „Mitt sjónarmið hefur verið að ef hægt er að tryggja öryggi persónu- upplýsinga í gagnagi'unninum þá geti hann orðið til mikils gagns. Ég þekki ekki, hvorki hér á landi né er- lendis, kerfi sem er jafn öruggt og það kerfi sem Islensk erfðagreining hefur komið sér upp í samráði við Tölvunefnd,“ sagði Helgi. Helgi sagði að það yrði hins vegar geysilega mikið og vandasamt verk að koma upp gagnagrunni á heil- brigðissviði. Til þess að gagna- grunnurinn kæmi að notum við erfðafræðirannsóknir á sumum sjúkdómum væri ekki nóg að skrá dulkóðaðar upplýsingar eins og þær er að finna í sjúkraskýrslum heldur þyrfti að vinna klíníska gi'einingu sem væri í samræmi við þarfir rann- sóknanna. Helgi hefur í rúmt ár unnið að viðamikilli erfðarannsókn á sjúklingum sem eru með húðsjúk- dóminn psoriasis. Hann sagðist hefði getað sparað mikinn tíma og fjármuni ef hægt hefði verið að fá þessar upplýsingar úr gagnagrunni, jafnvel þótt að hann hefði þurft að greiða fyrir upplýsingarnar. „Ég sé sem vísindamaður því frekar ávinn- ing af gagnagrunninum en hömlur. Menn mega ekki gleyma að einka- leyfi er ekki sama og einokun." Mikilvægt tækifæri Helgi sagði að unnið væri að end- urbótum á gagnagrunnsfi’umvarp- inu og afstaða hans til frumvarpsins myndi mótast af því hvernig það liti út í endanlegri mynd. Fyrir lægju hins vegar yfirlýsingar frá aðstoðar- manni heilbrigðisráðherra og for- stjóra íslenskrar erfðagreiningar um að frumvarpið kæmi ekki í veg fyrir að aðrir vísindamenn gætu nýtt sér upplýsingar úr gagna- grunninum og að frelsi vísinda- manna, sem vilja stunda rannsóknir, yrði ekki á nokkurn hátt skert með frumvarpinu. Helgi sagði það ekki gild rök að Islendingar ættu ekki að fara út í að byggja upp miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði vegna þess að engin önnur þjóð hefði gert það. Þetta sýndi aðeins að Islendingar væru framsækin þjóð sem hefði jákvæða afstöðu til hugmyndarinnar um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Já- kvæð afstaða Islendinga til upp- byggingar hugmyndar um gagna- gi’unn á heilbrigðissviði staðfesti það sem margir læknar hefðu fund- ið, að Islendingar væru fúsir til samstarfs við vísindamenn sem stunda rannsóknir á sjúkdómum. „Tækifæri okkar felst í því að þjóðin er lítil, en vel menntuð og læknar okkar og aðrir vísindamenn hafa hlotið góða menntun við alþjóðlegar stofnanir. Aðstæður á íslandi eru þannig að uppbygging á miðlægum gagnagrunni er raunhæfur mögu- leiki. Við höfum þarna tækifæri til að gera hluti sem enginn annar hef- ur gert og ættum þess vegna að hugsa vel okkar gang áður en við látum þetta tækifæri úr greipum okkar ganga. Hugsanlegur ávinn- ingur er meiri en áhættan ef vel er um hnútana búið.“ I I » » I [ I I I I l hr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.