Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Kastaðist út af flug- braut í lendingu LÍTIL einkaþota sem var að koma inn til lendingar á Kefla- víkurflugvelli á sunnudagskvöld kastaðist út af braut í lendingu. Orsakir óhappsins er ókunnar að sögn Þorsteins Þorsteinsson- ar hjá Rannsóknamefnd flug- slysa en von er á tæknimönnum til landsins í dag sem munu gera við vélina og komast að því hvað fór úrskeiðis. Engin slys urðu á fólki en tveir flugmenn og einn farþegi voru um borð. Vélin sem var á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu var í ferjuflugi og hafði hér viðdvöl til að taka eldsneyti. Að sögn lögreglu í Keflavík, sem mætti á staðinn ásamt slökkviliði, hafði engin tilkynning borist frá vél- inni um að eitthvað væri að þannig að svo virtist sem eitt- hvað hefði komið upp á í lend- ingunni. Helgarferð til Prag 16. okt. frá kr. 29.960 Föstudagsmorgunn til sunnudagskvölds Beint leíguflug Borg hinna þúsund tuma, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, gullna borgin. Það er engin tilviljun að Prag hefur verið nefnd öllum þessum nöfnum, borgin er einstök og á engan sinn líka í Evrópu. Borgin var stærsta og ríkasta borg Evrópu á 14. og 15. öld, menningarhjarta Evrópu, og hún er ótrúlegur minnisvarði um stórkost- lega byggingarlist og kúltúr. Hér frumflutti Mozart Don Giovanny óperuna, hér hélt Beethoven reglulega tónleika, hér samdi Mahler tónlist og Kafka og Einstein sátu við skriftir. Hradcany kastalinn gnæfir yfir borgina, hið gamla stjómarsetur konunga allt frá níundu öld og nú aðsetur forsetaskrifstofu Havels. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg með beinu flugi til Prag, föstudaginn 16. október. I boði em góð 3ja og 4ra stjömu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi á milli þess sem þú eltir óendan- lega ranghala gamla bæjarins með íslensk- um fararstjórum Heimsferða. Aðeins 50 sæti á sértilboði Túnleikar ♦ Glæsilegir veitingastaðir Næturlíf ♦ Kynnisferðir ♦ íslenskir fararstjórar Hótel Quality Eitt besta þriggja stjömu hótel í Prag, 240 herbergi. í 10 mínútna fjarlægð frá gamla bænum, öll herbergi með sjónvarpi, síma, minibar, baðherbergi. Veit- ingastaður, bar, stór móttaka. Mjög snyrtileg herbergi. Don Giovanni Líklega besta 4ra stjörnu hótel í Prag. Staðsett rétt hjá Quality-hótelinu. Öll herbergi með loftkælingu, sjónvarpi, síma, baðherbergi, minibar, öryggishólfi. Herbergisþjónusta. Góður veitingastaður, píanóbar, skemmtistaður. Topphótel. Hilton Prag Topphótel í hinum fræga hótelhring. Skammt frá gamla bænum. Stærsta hótelið í Prag, öll herbergi með sjónvarpi, síma, baði, minibar, loftkælingu, baði. Veitingastað- ir, barir, ráðstefnuaðstaða. Verð kr. 29.960 Verð kr. 39.960 Flugsæti til Prag fyrir fullorðinn með sköttum. Verð kr. 43.860 M.v. 2 í herbergi, Don Giovanni, flug, gisting m. morgunverði, fararstjóm, ferðir til og frá flugvelli, skattar. M.v. 2 í herbergi Quality Hotel, flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, ís- lensk fararstjóm, skattar. HEIMSFERÐIR \ m Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600. FRÉTTIR Sverrir Hermannsson á fundi með Verðandi Þarf að koma kvóta- flokkum frá völdum Morgunblaðið/Ámi Sæberg SVERRIR Hermannsson á fundi hjá Verðandi. SVERRI Hermannssyni var boðið á aukalandsfund Verðandi, samtaka ungs alþýðubandalagsfólks og óháðra, sem haldinn var á sunnu- dag, til að ræða um sjávarútvegs- stefnu sína. Sverrir sagði á fundin- um m.a. að það væri lífsnauðsynlegt að þeir kvótaflokkar sem nú sitja í ríkisstjórn færu frá völdum. Sverrir lýsti einnig efasemdum sínum um sameiningu vinstri flokkanna, sagð- ist ekki geta verið bjartsýnn fyrir hönd Alþýðubandalagsmanna þegar þeir ættu að „fara að strokka með honum Sighvati," eitt væri að sam- einast í sveitarfélagi eins og Reykjavík, annað að sameinast á iandsvísu. Sverrir sagði ánægjulegt að finna byr undir skoðanir sínar á sjávarút- vegsmálum á fundinum en kvað nei við fyrirspurn Þorvarðar Tjörva Ólafssonar, fyrrverandi formanns Verðandi, sem spurði Sverri hvort hann hefði haft samband við Jóhann Arsælsson, formann starfshóps Al- þýðubandalagsins um sjávarútvegs- mál, þegar hann var að móta hug- myndir sína, þær ættu sér langan aðdraganda. Gerður Magnúsdóttir, nýkjörin HELGI Hjörvar, formaður Birt- ingar-Framsýnar, félags Alþýðu- bandalagsmanna í Reykjavík, segir það fáránlegt að Alþýðubandalags- félagið í Reykjavík skuli fá Stein- grím J. Sigfússon alþingismann til að halda ræðu á almennum fundi flokksmanna, sem félagið hefur boðað til í kvöld. Kolbeinn Óttars- son Proppé, formaður ABR, segir að fundurinn sé tilraun til að sætta ólík sjónarmið í flokknum. „Steingrímur J. er farinn úr flokknum, en það eru ekki allir farnir sem greiddu tillögu hans at- kvæði á landsfundinum," segir Kol- beinn. „Að fá Steingrím sjálfan aft- ur i Aiþýðubandalagið væri náttúr- lega það besta en þó að hann sé farinn úr flokknum er ekki nauð- synlegt að slíta við hann öll tengsl." Myndi Sjálfstæðisflokkurinn funda með Sverri? Kolbeinn segir að á fundinum verði tveir framsögumenn, fulltrú- ar þeirra tveggja tillagna um sam- fylkingarmál sem tekist var á um á landsfundinum. Reynt hafi verið að fá Margréti Frímannsdóttur, for- mann Alþýðubandalagsins, en hún hafi ekki getað mætt, og því hafí Jóhann Geirdal varaformaður verið fenginn í staðinn. ALÞÝÐUBANDALAGSFÉLAGIÐ við Öxarfjörð hefur ítrekað stuðning sinn við sameiginlegt framboð vinstri manna við næstu kosningar. Félagsmenn hafa undanfama daga fundað bæði með Steingími J. Sig- fússyni alþingismanni og Margréti Frímannsdóttur, formanni flokksins. formaður Verðandi, sagði í samtali við Morgunblaðið að Verðandi væri að kynna sér framboðsmál í landinu og lýsti ánægju sinni með að AI- þýðubandalaginu hefði bæst lið- styrkur í sjávarútvegsmálum. Ekki væri þó hægt að slá neinu fóstu um hvort möguleiki væri á stjómar- samstarfl vinstrimanna og fram- boðs Sverris að loknum kosningum „Það gerist oft og iðulega að menn sem ekki eru í flokknum eru fengnir til að halda ræður í Alþýðu- bandalaginu,“ segir Helgi Hjörvar. „En það er annað mál með mann sem er nýbúinn að kljúfa sig út úr flokknum. Ætli Framsóknarflokk- urinn myndi hafa boðið Stefáni Valgeirssyni á fund í Reykjavík eftir að hann klauf sig út úr flokkn- um, eða mun Sjálfstæðisflokkurinn halda sérstakan fund til heiðurs Sverri Hermannssyni í Reykja- vík?“ Helgi Hjörvar heldur því fram að Svavar Gestsson, formaður þing- flokks Aiþýðubandalagsins, standi á bak við að Steingrímur hafi verið fenginn á fundinn, enda sé fundar- boð sent út og undirritað af Svavari. „Þetta fundarboð verður ekki skilið öðruvísi en svo að menn vilji halda lifandi deilum frá lands- fundi, að menn ætli að ala á ófriði og átökum í stað þess að virða nið- urstöður fundarins. Slíkar starfsað- ferðir hljóta að valda vonbrigðum, nú þegar ríður á að jafnaðarmenn á Islandi sameinist um að ná fram breytingum á íslensku samfélagi í næstu kosningum," segir Helgi. Kolbeinn segir að stjóm ABR standj ‘4 bak við fundarboðið í um- bóðHféfágsins, en ekki Svavar Ge.stfison. í fréttatilkynningu um ályktun fundar félagsins segir að það sé „samhljóða niðurstaða fundarins að hagsmunum alþýðu sé best borgið í öflugri samfylkingu". Einnig er skorað á Margréti Frímannsdóttur að veita hinni nýju hreyfingu for- ystu. á næsta ári vegna þess að enn væri ekki vitað um skoðanir Sverris í öðram málaflokkum eins og t.d. menntamálum. Vona að minn gamli flokkur nái áttum Sverrir sagði í samtali við Morg- unblaðið að yfirlýsingar sínar um að nauðsyn þess að velta stjórnar- flokkum úr sessi þýddu ekki að hann stefndi að samstarfi við vinstriflokka. „Ég er að vænta þess að minn gamli flokkur nái áttum og það gerir hann ef hann fær ráðn- ingu í kosningunum. Hins vegar virðist manni á ýmsum vinstri mönnum að þeir hafi þá skoðun og stefnu að hverfa frá því kerfi sem við búum við og það er auðvitað af hinu góða.“ Svemr sagði að engu yrði breytt ef Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur héldu meirihluta að lokn- um kosningum og að hann gæti vel séð fyrir sér samstarf síns framboðs og Sjálfstæðisflokksins ef sá síðar- nefndi snarbreytti um fiskveiði- stjórnunarstefnu. ANDLÁT Ásthildur Kristín Björnsdóttir ÁSTHILDUR Kiástín Björnsdóttir, eiginkona Steins heitins Steinan' ljóðskálds, lést 18. júlí síðastliðinn. Hún var fædd á Bergsstöðum í Svartárdal 4. júní árið 1917. Faðir hennar var Björn Stefánsson og móðir hennar Guðrún Ólafsdóttir. Ásthildur Kristín var yngst fjögurra alsystkina. Einnig átti hún tvær hálf- systur. Ásthildur Kristín fluttist til Reykjavíkur árið 1937, sama ár og hún varð stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri. Var hún búsett í Reykjavík upp fi'á þvt Ásthildur Kristín vann við ýmis störf þar til hún réðst á Hagstofuna 1941. Þar starfaði hún til sjötugsaldurs. Helgi Hjörvar um félagsfund ABR Gagnrýnir að Stein- grímur sé ræðumaður Tilraun til sátta, segir formaður ABR Alþýðubandalagsfélagið við Öxarfjörð Stuðningur við sam- fylkingu ítrekaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.