Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 21 Verö aðeins 1.850.000 kr. NYBYLAVEGI 2 SfM1: 554 2600 OPIÐ LAUGARDAG KL. 13-17 ERLENT Fyrsti fundur fsraela og Palestínumanna í marga mánuði Sátt um fram- hald viðræðna Jerúsalem. Reuters. ÍSRAELAR og Palestínumenn gerðu í gær lítið úr því að von væri um stórkostlegan árangur í friðar- umleitunum þeirra í milli í kjölfar fyrsta fundar háttsettra fulltrúa þeirra í marga mánuði. Á fundin- um hefði einungis náðst samkomu- lag um að halda viðræðum áfram. „Það er _enn mikil vinna framundan. Ég vil ekki vekja falskar vonir,“ sagði Yitzhak Mor- dechai, varnarmálaráðherra ísra- els, sem tók þátt í viðræðunum ásamt Mahmoud Abbas, háttsett- um palestínskum embættismanni. Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Israels, spáði því í gær að svo myndi fara að fundir stæðu all- an sólarhringinn. Það var að undirlagi banda- rískra stjórnvalda að Palestínu- menn féllust á að hitta Mordechai á hóteli í Tel Aviv á sunnudag, og stóð fundurinn í þrjár klukku- stundir. Friðarumleitanir hafa engar verið frá því í mars í fyrra, en þá leyfðu ísraelsk stjórnvöld byggingarframkvæmdir í land- námi gyðinga í Austur-Jerúsalem, sem Palestínumenn ætla að verða höfuðborg sjálfstæðs ríkis síns. „Ekkert“ að frétta Fréttamaður spurði Yasser Ara- fat, forseta heimastjórnar Palest- ínumanna, fregna af fundinum, en Arafat bandaði frá sér og sagði: „Ekkert." Ráðgjafí forsetans bætti því við að hann ætti við að ekkert nýtt væri að frétta. Saeb Erekat, aðalsamningafullti'úi Palestínu- manna, sagði í gær að Israelar væru ekki reiðubúnir að standa við gefín fyrirheit um landaafsal, held- ur vildu halda frekari viðræður. Mordechai sagði fréttamönnum að nefndir beggja aðila hefðu í gær byrjað viðræður um tvö erfiðustu deilumálin. Hann tilgreindi ekki nákvæmlega hver þau væru, en meðal þess sem harðast hefur ver- ið deilt um er landaafsal ísraela á Vesturbakkanum og krafa þeirra um að Palestínumenn ógildi ákvæði í stefnuskrá sinni um að Israelsríki skuli lagt í auðn. Castro sagður veikur Akært fyrir morðin í Ballymoney LÖGREGLAN á N-írlandi sagðist í gær hafa ákært tutt- ugu og þriggja ára gamall mann fyrir morðin á þremur kaþólsk- um bræðrum í bænum Bally- money. Kemur maðurinn einnig frá sama bæ. I gær var síðan hafíst handa við nýja rannsókn á tildrögum atburða „blóðuga sunnudagsins" 30. janúar 1972, þar sem fjórtán borgarar féllu í skothríð breskra hermanna, en bresk stjómvöld samþykktu í janúar að efna til hennar. Koizumi vinsæll EF marka má skoðanakannanir kýs almenningur í Japan helst að Junichiro Koizumi, heilbrigð- isráðherra, taki við embætti forsætisráðherra af Ryutaro Hashimoto, sem sagði af sér í síðustu viku eftir að Frjálslynd- ir demókratar (LDP) guldu af- hroð í kosningum. En þótt Koizumi sé sá þriggja fram- bjóðenda LDP sem almenning- ur treystir helst er Seiroku Ka- jiyama, utanríkisráðherra, hins vegar vinsælli meðal flokks- meðlima og það eru þeir sem velja eftirmann Hashimotos á fóstudag. 14 farast í eldingu FJÓRTÁN manns létust í Yungui í suðvestur Kína tíunda júlí síðastliðinn þegar elding skall á húsi er þeir höfðu leitað skjóls í vegna gífurlegs storms. Jafnframt urðu 42 fyrir meiðsl- um við sama tækifæri en frétta- stofan Xinhua gaf ekki upp hvers vegna fréttir af atburðin- um berast svo seint. PEUGEOT LJÓN A VEGINUMI Peugeot 406 eru stórglœsilegir og vel útbúnir fólksbílar með öflugar 112 hestafla, 1800cc vélar 1800cc vél. 112 hestöfl, vökva- og veltistýri, snúnlngshraðamœllr, loftpúðar fyrlr ökumann og farþega. fjarstýrðar samlœslngar, þiófavöm, rafdrifnar rúður að framan, stlglaus hraðastllllng ó mlðstöð, hœðarstilling á aðalljósum, hœðarstillt bílbelti, bílbeltastrekkiarar, þrjú þriggja punkto bílbeltl í aftursœtum, nlðurfellanleg sœtisbök að aftan 40/60, armpúðl í aftursœtl, lesljós fyrlr farþega í aftursœtum, hemlaljós 1 afturglugga, hllðarspeglar stillanleglr Innan frö, bensínlok opnanlegt Innan fró, útvarp og segulband. stafrœn klukka. aurhlífar o.fl. BANDARÍSKA dagblaðið Mi- ami Herald greindi frá því á sunnudag að Fidel Castro, for- seti Kúbu, hefði geng- ist undir læknisað- gerð í októ- ber sl. vegna lífs- hættulegs þrýstings- kvilla í heila. Frétt blaðsins var höfð eftir dr. Elizabeth Trujillo Izquierdo, sem sögð var vera kúbanskur skurðlæknir. Dag- setningarnar, sem hafðar eru eftir Izquierdo, virðast þó orka tvímælis og hefur fulltrúi Vatík- ansins sagst hafa setið á fundi með Castro einn þeirra daga sem Izquierdo segir hann hafa dvalið á sjúkrahúsi. Þrír Kúrd- anna fundnir ÞÝSKA lögreglan fann í gær þrjá af kúrdísku unglingunum sem talið var að skæruher Kúr- dístan (PKK) hefði rænt í síð- ustu viku úr sumarbúðum norð- arlega í Svíþjóð. Voru drengirn- ir þegar sendir aftur heim til Stokkhólms og segja sænsk dagblöð drengina halda því fram að PKK hafí ekkert haft með hvarf þeirra að gera. Rándyra góðu verði! ■ ■ ■ ■ ■ «+ ■ Fágað villidýr! Peugeot406 4dyra Glœsilegur og tignarlegur bíll, ríkulega útbúinn og meö ótrúlega IJúfa aksturseiginleika. Sannkallaður eðalvagn, bíll sem gerir þig stoitan. Slepptu dyrinu í þér lausul Verö aóeins Konunglegur bíll Peugeot 406 7 manna skutbíll Glœsllegur, fullvaxlnn 7 manna fjölskyldubíll þar sem öryggi og þœglndi eru í fyrirrúmi. Þetta er ríkulega útbúinn eðalvagn fyrir fólk sem er með þroskaðan smekk og veit hvað skiptlr móli. Settu hlutina í rétta forgangsröðl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.