Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐ JUDAGUR 21. JÚLÍ 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Forsvarsmenn Auðlindar um erlendar lántökur til kaupa á innlendum verðbréfum
Fela ekki í sér aukna áhættu
Hluthafar vel upplýstir um
stefnu fyrirtækisins
ERLENDAR lántökur til kaupa á
innlendum verðbréfum fela ekki í
sér aukna áhættu fyrir hlutabréfa-
sjóði og hluthafa þeiiTa, að sögn
Hreiðars Más Sigurðssonar, fram-
kvæmdastjóra Kaupþings eigna-
stýringar ehf. Hreiðar segir hlut-
hafa Auðlindar hf. vel upplýsta um
stefnu fyrirtækisins og vísar á bug
meintum staðhæfingum Guðmund-
ar Þórðarsonar, sjóðsstjóra hjá
Landsbréfum hf., sem birtust í
Morgunblaðinu á laugardag, um
að Auðlind hafi breyst í sérstakan
áhættusjóð vegna þess að hluti af
verðbréfakaupum sjóðsins sé íjár-
magnaður með erlendum lántök-
um.
Hreiðar segir stjóm Auðlindar
hafa ákveðið að bæta við fjárfest-
ingar sínar í erlendum hlutabréf-
um snemma á síðasta ári tö að
minnka áhættu sjóðsins og auka
við ávöxtunarmöguleika hans:
„Þetta reyndist farsæl ákvörðun
því að erlend hlutabréf sveiflast
ekki í takt við innlend og hafa á
undanfömu ári skilað umtalsvert
hærri ávöxtun en innlend hluta-
bréf. Hins vegar vildi sjóðsstjórnin
ekki taka þá gengisáhættu gjald-
miðla sem fylgir erlendum fjár-
festingum og til að lágmarka hana
vom tekin erlend lán og fjárfest
fyrir það fjármagn í skammtíma
innlendum ríkisverðbréfum. Með
þessu vannst tvennt: Ahætta
sjóðsins minnkaði og ávöxtunar-
möguleikarnir jukust því vextir á
traustustu innlendu verðbréfunum
voru hærri en fjármagnskostnaður
Auðlindar af erlendum lánum.
Þessi ráðstöfun skilaði hluthöfum
einnig veralegum ávinningi þar
sem gengi íslensku krónunnar hef-
ur styrkst allt frá því að erlendu
lánin vora tekin“.
Misvísandi
staðhæfingar
Hreiðar segir ummæli Guð-
mundar sl. laugardag því ekki eiga
við rök að styðjast og telur þar um
að ræða annaðhvort fullkomna
vankunnáttu á eignastýringu í
hinu opna hagkerfi og alþjóðlega
umhverfi nútímans eða hreinan at-
vinnuróg í garð Kaupþings eigna-
stýringar ehf: „Þeir sem fylgst
hafa með umræðunni um fjárfest-
ingar bandarískra verðbréfasjóða
á alþjóðlegum mörkuðum vita að
mikið hefur verið fjallað um hvort
sjóðirnir verji erlendar fjárfesting-
ar sínar gagnvart gjaldmiðlahreyf-
ingum.
Aðgerðir Auðlindar á síðasta ári
snera að nákvæmlega sama hlut.
Sjóðurinn vildi auka við ávöxtun-
armöguleika sína með fjárfesting-
um í alþjóðlegum hlutabréfum en
vildi hins vegar ekki auka við
áhættu sína af sveiflum í gengi
gjaldmiðla," segir Hreiðar.
Skortur á múr-
hleðslum önn um
Á MYNDINNI sjást þeir Ólafur Haraldsson og Pétur Þ. Óskarsson,
eigendur Reykvískrar útgáfu, afhenda Þóru Guðmundsdóttur, for-
stjóra Atlanta, fyrsta eintak hins nýja tímarits.
Nýtt tímarit
Atlanta
MIKILL skortur er á kunnáttu-
mönnum í múrhleðslu hér á landi
og hefur byggingaverktakafyrir-
tækið Desember fengið til liðs við
sig breska aðila til að sjá um múr-
hleðslu utan um eitt fjögurra múr-
steinshúsa sem félagið hefur reist
við Dalveg í Kópavogi.
Að sögn Gunnars R. Gunnars-
sonar, eins eiganda Desembers,
hefur reynst erfitt að fá íslenska
múrara til verksins. Bæði sé bygg-
ingarhefðin ekki til staðar á Is-
landi auk þess sem miklar annh'
ríkja á innlendum byggingarmark-
aði og fáir iðnaðarmenn á lausu.
Bresku múrararnir komu til
landsins fyrir viku en Gunnar telur
að verkið taki alls um tvo mánuði.
Hann segist hissa á að ekki séu
fleiri hús af þessu tagi hér á landi
þrátt fyrir að byggingarkostnaður
þeirra sé aðeins hærri en almennt
gerist: „Þetta era falleg hús og það
er dapurt að þurfa að flytja inn
múrsteina þegar við eigum öll
nauðsynleg jarðefni til vinnslu í
þennan iðnað. Múrsteinaverk-
smiðjur þurfa lítinn tækjabúnað og
því ætti rekstrarkostnaður á slíku
fyrirtæki að vera tiltölulega lítill.
Innlend framleiðsla á múrsteinum
hefði eflaust í fór með sér fjölgun
H Á G Æ Ð A
Steiningarlím
hlaðinna húsa á íslandi fyrir
minna verð en áður,“ segir Gunn-
ar.
Hlutabréf í
Eimskipi
hækka í verði
VERÐ hlutabréfa í Eimskipa-
félaginu hækkaði um tæp 2% í
gær og námu viðskipti með þau
alls rúmum 17 milljónum
króna. Lokaverð var 7,28 en
hæst fór gengið í 7,38. Loka-
verð á föstudag var 7,14. Rekja
má hækkunina til spár Við-
skiptastofu Islandsbanka þess
efnis að hagnaður Eimskips
muni nema 1 milljarði króna á
fyrstu 6 mánuðum ársins.
Alls námu viðskipti mpð
hlutabréf á Verðbréfaþingi ís-
lands tæpum 54 milljónum
króna í gær. Úrvalsvísitala Að-
allista hækkaði um 0,19%.
Verslað var með hlutabréf í
Flugleiðum fyrir rúmlega 5
milljónir króna og lækkaði
gengi þeirra í 3,03 úr 3,07.
Hlutabréf í Sölusambandi ís-
lenskra fiskframleiðenda lækk-
uðu sömuleiðis; niður í 5,20, en
lokaverð á fóstudag var 5,35.
Viðskipti með hlutabréf í SÍF
námu rúmum 20 milljónum
króna.
REYKVÍSK útgáfa hefur unn-
ið tímaritið Farið (Passage)
fyrir flugfélagið Atlanta.
Blaðið sem er bæði á íslensku
og ensku er ætlað fyrir við-
skiptavini félagsins og inni-
heldur afþreyingarefni, upp-
lýsingar um starfsemi Atlanta
og þann varning sem boðinn
er til sölu um borð í Tri Star
og Júmbó vélum félagsins sem
gerðar eru út frá Islandi.
Áætlað er að milli 60 og 70
þúsund íslenskir og erlendir
ferðamenn líti blaðið augum á
næstu mánuðum, að því er
fram kemur í fréttatilkynn-
ingu.
Reykvísk útgáfa hefur stað-
ið að útgáfuþjónustu og aug-
lýsingagerð fyrir ýmis fyrir-
tæki og stofnanir hér á íandi
frá því að fyrirtækið var sett
á fót árið 1994.
• Til filtunar, kústunar
og sem þéttimúr.
• Gufuopið, vatnsþétt
og frostþolið.
• Tryggir góða áferð.
• 15,ára reynsla
á íslandi.
Smiðjuvegur 72,200 Kópavogur
Sími: 564 1740, Fax: 554 1769
-----------------DREIFINGARAÐiU-
bVjtlDMll NÐSSONebf:
Slmi: 533-1999, Fax: 533-1995
Margmiðlun
eykur alnets-
þjónustu
MARGMIÐLUN hf. hefur skrifað
undir samstarfssamning við alþjóð-
lega fyrirtækið iPass Inc., sem þró-
að hefur samnefnda tækni er gerir
alnetsþjónustum kleift að bjóða not-
endum sínum að tengjast Netinu
hvar sem er í heiminum á einfaldan
hátt gegn greiðslu sem nemur inn-
anlandssímtali á viðkomandi stað.
Samkvæmt frétt frá Margmiðlun,
er um að ræða net rúmlega 2.500 al-
netsþjónusta í veröldinni og löndin
sem taka þátt eru yfir 150 talsins.
Meðal erlendra fjarskiptafyrirtækja
í iPass-samstarfinu era m.a.
CompuServe, GTE Internetwork-
ing, UUNet Technologies og
EQUANT, sem rekur í samvinnu
við SITA stærsta fjarskiptanet
heims.
Heilsukort
fyrir alla
vestanhafs
New York. Reuters.
CLINTON-stjórnin hyggst
skylda alla Bandaríkjamenn til að
bera „heilsukort“ með kennitölu
viðkomandi, sem væri hægt að
nota til að koma á fót gagnabanka
og rekja sjúkdómssögu allra borg-
ara frá vöggu til grafar að sögn
New York Times.
Tölvumerkingar sem þessar
voru heimilaðai’ með lögum frá
1996 og verða fyrsta víðtæka
kennitölukerfi Bandaríkjanna síð-
an almannatryggingakerfið inn-
leiddi kennitölui- 1935. Fyrirætl-
unin er umdeild og þeim sem átti
að hi-inda henni í framkvæmd í
febrúar hefur orðið lítið ágengt.
Þefr munu nú kalla fyiir vitni til
að afla sér stuðnings meðal al-
mennings að sögn blaðsins.
Meðal þeirra sem styðja fyrir-
ætlunina eru tryggingarfélög og
yfirvöld heilbrigðismála. Stuðn-
ingsmennirnir segja að með áætl-
uninni geti læknar og sjúkrahús
fylgzt með heilsu sjúkiinga, þótt
þeir skipti um tryggingarfélög.
Skriffinnska muni ekki koma í veg
fyrir að hægt verði að afla gamalla
upplýsinga.
Andstæðingar fyrirætlunarinn-
ar, þar á meðal baráttumenn frið-
helgis einkalífs og sumir hópar
lækna, segja að kennitölukerfið
beri keim „Stóra bróður".
Þeir segja að viðkvæmar upp-
lýsingar um heilsufar verði hægt
að tengja upplýsingum um fjárhag
eða sakaferil. Veradun einkalífs sé
veik fyrir og nú verði enn meira
grafið undan henni þegar til dæm-
is gagnabankar með upplýsingar
um sjúklinga með geðræn vanda-
mál verði tengdir.
Báðir aðilar segja að umræðan
hafi harðnað við það að skortur sé
á alríkislögum til vemdar einkalífi
sjúklinga í Bandaríkjunum.
Hagnaður
Microsoft
eykst um 28%
Seattle. Reuters.
HAGNAÐUR Microsoft Corp.
jókst um 28% á síðasta ársfjórð-
ungi, meira en búizt hafði verið við
í Wall Street og að miklu leyti
vegna mikillar sölu á Windows 98-
stýrikerfinu að sögn fyrirtækisins.
Hagnaðurinn nam 1,36 milljörð-
um dollai-a, eða 50 sentum á hluta-
bréf, á fjórða fjórðungi reiknings-
árs fyrirtækisins. Á sama tíma í
fyrra nam hagnaður Microsoft
1,06 milljörðum dollara, eða 40
sentum á bréf. Sérfræðingar
höfðu yfirleitt spáð 48 senta arði á
hlutabréf.
Microsoft segir að 1 milljón
Windows 98-stýiikerfa hafi verið
seld síðan kerfið var sett á markað
25.júní.
Á fjárhagsárinu í heild nam
hagnaður Microsoft 4,49 milljörð-
um dollara, eða 1,67 dollurum á
hlutabréf, miðað við 3,45 milijarða
dollara, eða 1,32 dollurum á hluta-
bréf, reikningsárið 1997.
Adidas semur
við AC Milan og“
Real Madrid
Herzogenaurach, Þýzkalandi. Reuters.
REAL MADRID og AC Milan
munu bera merki Adidas fram á
næstu öld vegna samnings, sem
hinn kunni framleiðandi íþrótta-
fatnaðar í Þýzkalandi hefur gert
við liðin. Samið var við Real Ma-
drid til 10 ára frá 1. júli og við AC
Milan til sex ára frá sama tíma.
Deilt hefur verið á Adidas fyrh’
að nota vinnuþræla í Kína til að
framleiða fótbolta með merki fyr-
irtækisins og HM.
Adidas kveðst hafa sagt upp
samningum um fótbolta frá Kína
meðan rannsókn fari fram á þess-
um ásökunum, sem kínverskur
andófsmaður, Bao Ge, setti fram í
Macau á fyrsta degi HM.