Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Séra Matthías,
kvótinn og skáldið
frá Samherja
EINN ötulasti mál-
svari gjafakvótasinna er
framkvæmdastjóri Út-
vegsmannafélags Norð-
urlands og ritstjóri
fréttabréfs LÍÚ, trú-
badúrinn og frétta-
skáldið Bjarni Hafþór
Helgason. Hann skrif-
aði í síðustu viku fjórar
gi’einar í Morgunblaðið
um orðsifjafræði
kvótaumræðunnar og
kvartaði sáran yfír orð-
unum eignatilfærslu,
sægreifa, gjafakvóta og
þjóð. Flest það sem
Bjami færir til hefur
verið afgreitt áður, en
þó er hætt við að einhverjir mis-
skilji ef ekki er svarað. Því eru
þessar línur skrifaðar. Mér sýnast
skrif Bjarna Hafþórs mestmegnis
margtuggin vitleysa. Rök fylgja fyr-
ir þá sem hafa tíma og nenningu.
þessi: Með framseljan-
legum aflaheimildum
kvótakerfísins er hægt
að nýta fiskistofnana
með mun minni til-
kostnaði en áður, þ.e.
með jafngóðum en
færri skipum, með
jafngóðum veiðarfær-
um, færri mönnum og
minna erfiði. Það er
einfaldlega bull að
ábatinn hafí orðið til í
útgerðarfyrirtækjun-
um. Hann varð aug-
ljóslega til vegna laga-
breytingar. Þegar
mönnum eru afhent
verðmæti án þess þeir
þurfí nokkru til að kosta, þá heitir
það á íslensku gjöf. En hver á að fá
ábata sem umboðsmenn almennings
búa til án sýnilegs kostnaðar? Hver
á að græða á gullnámum sem ríkis-
Markús
Möller
Eignatilfærsla
Það er reyndar rétt hjá Bjarna að
eignatilfærsla er ónákvæmt orð.
Tilfærsla hlýtur að þýða að einn fái
það sem annar tapar. Bjarni segir
að almenningur tapi engu þótt
veiðirétturinn sé gefínn útgerðar-
mönnum. Það er ekki Ijóst að þjóð-
argjöfin til útvegsmanna sé ávísun á
launalækkun. Svo gæti þó faríð þar
sem kvótinn fækkar störfum í sjáv-
arútvegi. En Bjarni skrifar líka að
útgerðarmönnum hafi ekki verið
gefið neitt. „Myndun eignanna, sem
eru aflaheimildir, hefur alfarið átt
sér stað inni í atvinnugreininni.“
Þetta endurtekur hann í umfjöllun
um gjafakvóta og það er vitleysa
sem ekki þarf að hrekja nema einu
sinni, í næsta kafla.
í umfjöllun Bjarna um eignatil-
færsluna er firnaskemmtilegur
kafli. Bjarni leggur séra Matthías
Jochumsson yfir hné sér til að berja
í hann rétta íslensku: Orðið eignatil-
færsla sé jafnvond íslenska og „til-
bjóst vort forlagahjól" hjá höfuð-
skáldi Akureyringa. Synd séra
Matthíasar er þó ekki meiri en eitt
orðabil, tilbjóst í staðinn fyrir til
bjóst. Eignatilfærsla er venjuleg
eignarfallssamsetning, hvorld sér-
lega lipur né brýn, en hátíð hjá orð-
færi Bjama: „Núorðið samanstend-
ur atvinnugreinin af fyrirtækjum
sem eru...“ Atviksorði klastrað
framan á sögn og sletta að auki. All-
ar erum vér syndugar systur, en
eigi skyldi sá grjóti kasta sem í
glerhúsi býr.
Gjafakvóti
Gjafakvóti þykir mér nákvæmara
orð en eignatilfærsla, því veruleik-
inn sem reynt er að lýsa sýnist
„Mér sýnast skrif
Bjarna Hafþórs mest-
megnis margtuggin vit-
leysa,“ skrifar Markús
Möller, og segir rök
fylgja fyrir þá sem hafa
tíma og nenningu.
starfsmenn rekast á í vinnutíman-
um á þjóðlendum? Ég vil láta skipta
jafnt, sé enga ástæðu til annars og
tel að annað væri tilefnislaus mis-
munun og óþörf samþjöppun auðs
og valda. Bjarni kallar það öfund,
en það er rökleysa þegar um er að
ræða verðmæti sem enginn hefur
unnið til.
Eftirfarandi hneykslunarrolla
Bjama yfir öfundinni er svo
skemmtileg að ég læt hana fijóta
með: „Skrifstofumanninum á að
finnast (ef hann trúir áróðri veiði-
gjaldssinna, innskot MM) að hann
eigi líka að fá svona aflaheimild
ókeypis. Hann á ekki að hugsa um
hvað það kostar að sækja fískinn.
Og hann á ekki að skrifa undir nein
skuldabréf vegna kaupa á þeim
tækjabúnaði sem þarf til veiðanna.
Hann á bara að sitja heima, bíða
eftir umslaginu sínu og öfunda þá
sem vel gengur..." Bjama sést yfir
að hin svívirðilega tilætlunarsemi
skrifstofumannsins, sem bíður eftir
tékkanum, er kostur sem allir nú-
verandi kvótahafar eiga í langtum
stærri stíl.
Sægreifar
Ég hef forðast að tala um sæ-
greifa, en þótt samlíkingin fyndin.
Aðalsmenn miðalda þágu lén og
þegna af konungi sem gat hirt aft-
ur eftir geðþótta. Útgerðarmenn
hafa kvóta með sömu skilmálum
samkvæmt lögum um fiskveiði-
stjórnun, og þeir ráða afkomu fólks
í sjávarþorpunum. Ef Þorsteinn
Már Baldvinsson, sem rekur Sam-
herja og Bjarna Hafþór, fyrtist við
granna sína og flytur allt sitt haf-
urtask til Hafnarfjarðar, þá hrynja
íbúðaverð og tekjur á Akureyri.
Munurinn á kvótaeigendum og aðli
er að Akureyringar gætu valið
skellinn ef þeir svo kysu, og þeir
gætu keypt kvóta á markaði ef þeir
treystu sér til. Þegnar lénsherr-
anna áttu hins vegar engrar und-
ankomu auðið og áttu líf og limi
undir duttlungum aðalsins. Þessi
munur, valfrelsi, kaupréttur og
vald yfir lífi og limum, þykir mér
næg ástæða til að tala síður um sæ-
greifa.
Bjarni missir hins vegar algjör-
lega marks þegar hann segir að fé-
lagsmenn lífeyrissjóða verði hinir
sönnu sægreifar. Þeir fá ekkert
endurgjaldslaust frá kóngi eða
þingi og má vera sama hvort þeir
eiga hlutabréf í Granda eða Gener-
al Mills.
Þjóðin
í lokagrein Bjarna tókst mér að
festa hönd á þremur hugmyndum
eða fullyrðingum: 1) Andstæðingar
gjafakvótans eru á móti kvótakerf-
inu, 2) þjóðin nýtur ærins ábata af
gjafakvótakerfinu og 3) veiðigjald
myndi renna til ríkisins en ekki til
almennings.
Fyrsta atriðið er bábilja. Fisk-
veiðistjómun og eignarhald eru að-
skilin mál og flestir fylgjendur
veiðigjalds eru fylgismenn kvóta-
stýringar eða keimlíkra aðferða.
Annað atriðið er þungamiðja
kvótamálsins: Ef óbeinn hagur al-
mennings af því að gefa útgerðar-
mönnum kvótann væri meiri eða
litlu minni en mögulegar tekjur af
veiðigjaldi, þá væri gjaldtaka
óþörf. Stjórnvöld hafa ekki látið
skoða hve mikill þessi óbeini hagur
er, ef hann er einhver. Ég hef
skoðað það talsvert og sýnist hlut-
ur almennings verða lítill eða eng-
inn og hugsanlega verri en enginn.
Einhverra hluta vegna hafa út-
gerðarmenn lagst af öllu afli gegn
því að kalla til óhlutdræga kunn-
áttumenn að athuga málið. Líklega
finnst þeim traustara að kaupa
leigupenna til að sulla bleki yfír al-
menning.
Þriðja atriðið er angi.af mikil-
vægasta verkefni lýðræðissamfé-
laga: Að skipuleggja nauðsynlegar
valdastofnanir og lagaramma svo
að þær þjóni hagsmunum einstak-
linganna, almennings. Sérstakir
ríkishagsmunir eru að réttu lagi
ekki til.
Reynslan af kvótamálinu bendir
hins vegar til þess að íslendingar
þurfi að gera betur til að losa
valdamenn og valdastofnanir úr
viðjum sérhagsmunaþjónkunar.
Höfundur er hagfræðingur.
Enn um fyrsta
ljóð heimsins
ÞAÐ ER góður siður
hjá Morgunblaðinu að
draga kjarna máls eða
mikilvæg rök út úr að-
sendum greinum, und-
irstrika og slá upp á
áberandi hátt. Þessi
venja auðveldar al-
mennum lesanda að
átta sig á innihaldi
greina og vekur áhuga
á frekari lestri. Oft
verður samt sú raunin
að menn láta við það
sitja að lesa útdráttinn
og leiða efni greina hjá
sér að öðru leyti. Þessi
venja Mbl. krefst þess
aftur á móti að faglega
sé að verki staðið. Auðvitað hefur
Mbl. nægu mannvali á að skipa til
að vanda vel til vinnubragða á þessu
sviði sem öðrum. Yfirleitt er þetta
líka unnið af smekkvísi.
Ég var því alveg þrumu lostinn er
ég í sunnudagsblaðinu barði augum
grein mína Fyrsta ljóð heimsins.
Hún er andsvar við gagnrýni sem
áður birtist í Mbl. á þýðingu Gunn-
ars Dal á söguljóðinu um Gilga-
mesh. Það vill ekki betur til en svo
að upp er slegið setningu þar sem
ég birti innan gæsalappa ummæli
gagnrýnanda Mbl., Skafta Þ. Hall-
dórssonar, um þýðingu skáldsins og
þau eignuð mér með feitu letri.
Þetta er eins og vel ort öfugmæla-
vísa. Ég skrifa greinina einmitt sér-
staklega til að andmæla þessum
orðum Skafta og þykist á hógværan
hátt vera að skýra út af hverju þau
eiga ekki við rök að styðjast. Gagn-
rýnandinn veit greinilega ekki
hvaða endursögn ljóðsins Gunnar er
að þýða og hefur þar af leiðandi
engar forsendur til að dæma hvort í
þýðingunni gætir ónákvæmni og
ósamkvæmni af hans hálfu.
I greininni er ég einnig að rök-
styðja þá skoðun hversu augljóst
gildi það hefur þegar skáld fást til
að þýða og endursegja söguljóð.
Þau afreka það með skáldgáfu sinni,
sem fáum öðrum er fært, að gera
þýðinguna að sjálfstæðu listaverki.
Ég mótmæli einnig þeirri fullyrð-
ingu gagnrýnandans að um geti
verið að ræða einhverja staðalþýð-
ingu á hinu forna söguljóði um Gil-
gamesh og færi fyrir því rök. Það að
segja eins og Skafti að texti Gunn-
ars sé ekki trúr einhverri „staðal-
þýðingu“ eða „fi-umtexta“ er þess
vegna alveg út í bláinn.
Niðurstaða mín kemur skýrt
fram í lok greinarinnar í sunnu-
dagsblaðinu en þar segir svo:
„Bók Herbert Mason, Gilgamesh,
hef ég undir höndum. Ég hef borið
hana saman við þýðingu Gunnars
Dal. Ég sé ekki annað en Gunnar sé
textanum trúr. Og ekki aðeins það.
Þýðing Gunnars er afbragðsgóð.
Svo ég vitni nú aftur til orða Skafta
Þ. Halldórssonar:
„Texti Gunnars er oft
mjög glæsilegur og
fullur af skáldlegri
andagift. Þar sem
Gunnar er frumtextan-
um trúr komast fáir
með tærnar þar sem
hann hefur hælana.“
Það er einmitt þetta
sem máli skiptir. Þýð-
ing Gunnars höfðar til
manns undir eins. Það
hversu góð hún er
verður til þess að sá
fjöldi landsmanna sem
hefur yndi af góðum
skáldskap mun lesa
söguljóðið um Gilga-
mesh sér til óblandinnar gleði. For-
máli og skýringar Gunnars auka
mjög við gildi bókarinnar. Það er
Gunnari Dal og Stefáni Steinssyni
til mikils sóma að hafa kynnt ís-
lenskri þjóð þessi ævafomu menn-
ingarverðmæti."
Auðvitað hlýtur hér að
vera um einhver mistök
að ræða, segir Baldur
Oskarsson, sem ég veit
að Morgunblaðið mun
leiðrétta með viðeig-
andi hætti.
Uppsláttur Mbl. á umsögn Skafta
og að eigna mér orð hans kemur því
eins og skrattinn úr sauðaleggnum.
Hér er um að ræða vinnubrögð sem
blað sem vill kalla sig vandað við-
hefur ekki. Þetta er niðurlægjandi
fyrir greinarhöfund og ruglar les-
andann algerlega í ríminu. Enda
hefur það glöggt komið í ljós hjá
kunningjum mínum sem hringt hafa
og spurt hvemig ég geti fullyrt eitt í
fyrirsögn en rökstutt allt aðra skoð-
un í meginmáli greinar. Svo mikill
er töframáttur Morgunblaðsins að
menn eiga ekki von á að því geti
skjöplast. Og auðvitað hlýtur hér að
vera um einhver mistök að ræða
sem ég veit að Morgunblaðið mun
leiðrétta með viðeigandi hætti. Og
að því búnu get ég haldið áfram að
breiða út það sem ég sagði Matthí-
asi á dögunum að þjóðin mætti
þakka Guði fyrir á hverjum útgáfu-
degi Morgunblaðsins að eiga jafn
gott og áreiðanlegt dagblað.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Aths. ritstj.:
Morgunblaðið biður Baldur
Óskarsson afsökunar á þeim mis-
tökum, sem urðu við birtingu grein-
ar hans í sunnudagsblaðinu.
Baldur
Óskarsson
Valkostir í heilbrigðisþjónust-
unni og réttindi sjúklinga
HR. RITSTJÓRI.
Að undanfórnu, hafa
menn deilt um rétt-
mæti þess að leggja
óskir fólks um sólar-
landaferðir, sem
margir hafa þo ekki
efni á að stunda, og
bifreiðatryggingar að
jöfnu við rétt til heil-
brigðisþjónustu. Sólar-
landaferðir og bif-
reiðatryggingar falla
ekki undir framþarfir
fólks. Eðlilegra þykir
mér að meta frumþarf-
ir fólks svo sem þörf
fyrir næringu og húsa-
skjól að jöfnu við þörf
fyrir heilbrigðisþjónustu. Á þjóð-
veldistímanum festum við íslend-
ingarf í lög ákvæði um
þurftamannafram-
færslu. Samkvæmt
þeim lagaákvæðum var
hreppnum skylt að
tryggja þurfandi fólki
framfærslu. Engin póli-
tík lá þar að baki! Enn
eru til þjóðir sem ekki
búa við slík lagaákvæði.
Síðan hafa verið sett lög
er tryggja fólki er
þarfnast aðstoðar
sæmilega framfærslu.
Almannatryggingar og
síðari lög um heilbrigð-
isþjónustu tryggja fólki
jafnan rétt til bestu fá-
anlegrar heilbrigðis-
Stjómmálamenn hafa
ekki ennþá sett lög er tryggja fólki
Ólafsson
þjónustu.
Þessi þjónusta er ekki
ókeypis eins og oft er
gefíð í skyn, segir Olaf-
------^-----------------
ur Olafsson í opnu
bréfí til ritstjóra Morg-
unblaðsins. Allir þeir er
greiða skatta borga
fyrir þjónustuna í bein-
hörðum peningum.
sólarlandaferðir og bifreiðatrygg-
ingar!! Hér er því ólíku saman að
jafna.
Ýmsar veigamiklar ástæður
liggja að baki framangreindum
lagasetningum. Þar vegur þyngst
samkennd er myndast hefur í ald-
anna rás með fámennri þjóð sem
býr í harðbýlu landi og á lítið skylt
við smápólitískt dægurmálaþras.
Samheldnin auðveldaði fólki lífsbar-
áttuna.
í annan stað hefur það jákvæða
samfélagslega þýðingu að t.d. bólu-
setja 'ögiéekna einstaklinga vegna
smitsjúkdóma og farsótta og hindra
þannig að fleiri smitist. Einnig hef-
ur það samfélagslega þýðingu að
sinna vel mæðra- og ungbarna-
vernd, lækna slasað fólk, sinna
slysavömum, beinþynningarfar-
aldri, koma í veg fyrir að fólk í fullu
fjöri veslist upp úr afleiðingum
kransæðastíflu eða að konur deyi úr
legháls- eða brjóstakrabba frá
börnum og búi svo að eitthvað sé
nefnt. Þessi þjónusta er'ekki ókeyp-
is eins og oft er gefið í skyn. AJlir
þeir er greiða skatta borga fyrir
þjónustuna í beinhörðum peningum.
Raddir eru uppi um að fólk geti
keypt sér forgang að biðlistum
sjúkrahúsa. Sjúkrahúsin sem hafa
verið byggð og tæknivædd fyrir al-
mannafé eru mjög aðþrengd en
6.000-6.500 manns bíða eftir sjúkra-
húsvist, að vísu misjafnlega þurf-
andi (Landlæknisembættið 1998).
Ég fæ ekki séð að borð sé fyrir bára
varðandi afköst á sjúkrahúsum. Þo-
. lendur yrðu allflestir borgarar
þessa lands 'sem ekki hafa efni á
slíkum kaupum.
Verði rháluni skipað á þérinan
veg, rjúfum við langa hefð um að
læknisfræðilegt mat (alvarleiki
sjúkdóma) skuli gilda við forgang
sjúklinga að þjónustunni. Einka-
hagsmunir og fjármagnseign ráða
þá ferðinni á kostnað samhyggju og
samheldni, eykur á misrétti og
skapar vantraust á lækna og stjórn-
endur. Ég tel að slík skipan mála
stangist á við anda laga um heil-
brigðisþjónstu og réttindi sjúklinga
sem nýlega hafa verið samþykkt
samhljóða á Alþingi.
Að lokum vil ég þakka þér fyrir
einarða og mannúðlega afstöðu í
hjúkrunarfræðingadeilunni.
Höfundur er landlæknir.