Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 31
+ 30 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 31 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ALÞ J OÐLEGUR SAKAMÁLA- DÓMSTÓLL STÓRT skref í átt til aukins réttlætis og frelsis í heim- inum var stigið í liðinni viku í Róm, þegar ráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti stofnsamning alþjóðlegs sakamáladómstóls. Yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda, eða fulltrúar 120 ríkja, samþykkti stofnsamninginn, í þeirra hópi var ísland, sjö voru á móti, þ.á m. fulltrúi Bandaríkjanna, og fulltrúar 21 ríkis sátu hjá. Fyrir rúmum mánuði fjallaði Róbert R. Spanó, dómara- fulltrúi við Héraðsdóm Reykjaness og stundakennari í refsirétti við Háskóla Islands, um alþjóðastríðsglæpadóm- stólinn og undirbúning að alþjóðasamningi um stofnun al- pjóðlegs sakamáladómstóls, í grein hér í Morgunblaðinu. Þar kom fram að um 250 styrjaldir, borgarastríð og stríð milli ríkja, hafa geisað frá lokum síðari heimsstyrjaldar og kostað 170 milljónir manna lífið. í máli hans kom fram að það væri því ekki að ástæðu- lausu að samfélög manna, með pólitísk hagsmunasamtök í broddi fylkingar, gerðu sífellt auknar kröfur um að blóð- baði undanfarinna áratuga linni og að þeir, sem sök ættu á óhæfuverkunum, yrðu dregnir fyrir dóm og þeim refsað. Það eru orð að sönnu. í viðræðum aðildarríkja á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna hefur það verið viðhorf margra að með undirritun samningsins hafi einum mikilvægasta áfanga í alþjóðasam- skiptum sjálfstæðra ríkja verið náð síðan sáttmáli Samein- uðu þjóðanna öðlaðist gildi. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag að hann teldi þetta vera mikilvægasta framlag til aukins frelsis, réttlætis og mannréttindaverndar frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Sakamáladómstóllinn mun hafa aðsetur í Haag og fjalla um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi. Mikilvægt er, eftir að dómstóllinn tekur til starfa, að þjóð- ir heims sameinist um að finna störfum dómstólsins þann farveg, að um þau verði eining og að hann verði hafinn yfir pólitískt karp og þref. Valdsvið hans verður að vera óum- deilt. Því ber brýna nauðsyn til þess að Bandaríkin, Ind- land og fleiri ríki, sem settu fram ákveðna fyrirvara við aðild að dómstólnum, skrifi undir stofnsáttmála hans. Það væri auðvitað ótækt að einhverjar þjóðir neituðu að skrifa undir stofnsáttmála dómstólsins. Slíkt myndi rýra alþjóð- legt mikilvægi og gildi hans. BUFE OG UMFERÐ BANASLYS varð í Öræfasveit um helgina. Þar lézt 48 ára gömul frönsk kona, sem var farþegi í bíl með eig- inmanni sínum og öðrum frönskum manni. Ær hljóp fyrir bílinn og fipaði ökumanninn. Hann missti stjórn á bifreið- inni, sem valt, með þessum hörmulegu afleiðingum. íslendingar stefna hingað útlendum ferðamönnum og reynt er með öllum ráðum að fá þá til þess að heimsækja landið. íslendingar eru vanir sauðfénu og vita hvernig á að bregðast við, er það hleypur fyrir bílana, en útlendingarn- ir eru óvanir slíku og vegmerkingar eru ófullnægjandi ef nokkrar, sem vara við þessari hættu. Það er ekki lengur hægt að una við lausagöngu búfjár meðfram þjóðvegum landsins. Þótt íslenzkur landbúnaður sé mikilvægur þjóðinni hlýtur að vera unnt að stunda hann án þess að sauðféð sé alltaf við þjóðvegi. Ferðaþjónustan er ekki síður mikilvægur atvinnuvegur en landbúnaðurinn. Þetta er mikið alvörumál. Stjórnvöld verða að sjá svo um að hér verði breyting á. Það er hörmulegra en orð fá lýst að kona í blóma lífsins skuli deyja af þessum sökum. Ástandið í þessum efnum er gersamlega óviðunandi. Bændur sjálfír eiga að hafa frumkvæði að því að nauðsyn- legar ráðstafanir verði gerðar til þess að koma í veg fyrir að sauðfé, sem gengur laust, verði að dauðagildrum. Þjóð- vegir eru fyrir fólk en ekki sauðfé. Nýr forstjóri Landsvirkjunar tekur við vandasömum verkefnum Hver á að byggj a virkj anir og h var ? Nýr forstjóri Landsvirkjunar stendur frammi fyrir stórum verkefnum. Fram hafa komið tillögur um breytingar á skipulagi orkugeirans í þá átt að auka samkeppni. Aform Landsvirkjunar um byggingu nýrra virkjana á hálendinu mæta andstöðu og fyr- irtækið þarf að ná málamiðlunum við þá sem telja að virkjanirnar spilli umhverfínu.Egill Ólafsson rekur þau verkefni sem blasa við nýjum forstjóra. ÞEGAR Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, stjórnarformað- ur Landsvirkjunar, var spurður um rökstuðning stjórnar fyrir ráðningu Friðriks Sophussonar sagði hann: „Friðrik er ráðinn á faglegum forsendum. Þær forsendur eru hins vegar að hluta til pólitískar, þ.e.a.s. þetta er opinbert fyrirtæki í eigu ríkisins og sveitarfé- laga. Framtíð þess ræðst mjög á hinu pólitíska sviði. Framundan er mikil vinna Landsvirkjunar með hagsmunaaðilum að samræma virkj- unarstefnu Landsvirkjunar stefnu fyrirtækisins í umhverfismálum. Það er einnig mjög mikil vinna framund- an varðandi skipulagsmálin, þ.e. hver staða Landsvirkjunar á að vera í framtíðinni. Allt byggist þetta end- anlega á pólitískum ákvörðunum og við teljum að reynsla Friðriks geti nýst okkur mjög vel í þessari vinnu.“ Raforkugeirinn stefnir í átt að aukinni samkeppni Á undanfórnum árum hafa viðhorf varðandi viðskipti með raforku breyst. Lengst var það viðtekin skoð- un að hið opinbera ætti að gegna lyk- Ohlutverki á öllum sviðum orku- geirans og markaðslausnir ættu þar ekki við. Þetta viðhorf hefur verið að breytast víða erlendis og þess gætir einnig hér á landi. I mörgum löndum hefur samkeppni smátt og smátt ver- ið komið á í framleiðslu og sölu á raf- magni. Norðmenn stigu fyrstu skref í þessa átt 1991 og hafa Svíar og Finnar fylgt í kjölfarið. Bretar urðu fyrstir Evrópusambandsþjóða til að endurskipuleggja sinn orkugeira og flest bendir tU að verulegar breyting- ar séu að verða í orkumál- ______ um í öðrum löndum ESB. í Bandaríkjunum, Ástralíu °g Nýja-Sjálandi hefur frjálsræði í orkuviðskipt- um verið aukið. Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um þessar breytingar bæði hér á landi og erlendis. Talsmenn aukins frelsis segja að reynslan hafi sýnt að samkeppni dragi úr framleiðslu- kostnaði og orkuverð lækki því neyt- endum til hagsbóta. Andstæðingar breytinganna segja að erfitt sé að koma á fullkominni samkeppni á þessu sviði. Stór markaðsráðandi fyrirtæki séu yfirleitt fyrir á markað- inum. Samkeppnin auki einnig á verðmismun, sem komi illa við þá sem búi í dreifðum byggðum. Tillögur um breytt skipulag liggD’a fyrir I október 1996 skilaði nefnd sem iðnaðarráðherra skipaði til að gera tillögur um framtíðarskipan orku- mála tillögum, en nefndin var undir forystu Þórðar Friðjónssonar, þá- verandi forstöðumanns Þjóðhags- Verður Lands- virkjun skipt í tvennt? stofnunar. Nefndin lagði til að skipulagi orkumála á Islandi yrði breytt og komið yrði á aukinni sam- keppni. Nefndin lagði hins vegar áherslu á að farið yrði varlega og samkeppni yrði komið á í áföngum og staðan yrði endurmetin eftir hvern áfanga. Að mati nefndarinnar er ekki hægt að koma á aukinni samkeppni í orku- geiranum nema að skilja að orku- vinnslu og -sölu annars vegar og flutning og dreifingu hins vegar. Þetta þýðir að stofna þarf sérstakt fyrirtæki sem kemur til með að eiga og reka rafmagnslínurnar. Nefndin telur tímabært að taka ákvörðun um stofnun slíks fyrirtækis, sem í skýrsl- unni er kallað Landsnet. Nefndin bendir á að flókið kunni að vera að ákveða hve stór hluti af dreifikerfinu eigi að vera í eigu Landsnets. Fyiár- tækið verði að lágmarki að yfírtaka flutningskerfi Landsvirkjunar og þann hluta flutningskerfis RARIK sem þarf til að tryggja að allar raf- veitur eigi beinan aðgang að Lands- netinu. Nefndin útilokar ekki að Landsvirkjun verði hluthafi í Lands- netinu. Skipulagsbreytingar í orkugeiran- um hljóta með einum eða öðnim hætti að rýra sterka stöðu Lands- virkjunar á markaðinum. Þeir sem vilja auka samkeppni í orkuvinnslu benda á að Landsvirkjun framleiði 93% af öllu rafmagni sem notað er á íslandi og ef eigi að koma á eigin- legri samkeppni verði hlutur Lands- virkjunar að minnka. Hugmyndir hafa verið settar fram um að skipta fyrirtækinu í tvennt til að tryggja eðlilega samkeppni. Veruleg and- ________ staða er við hugmyndir í þessa veru. Að margra mati er þörf fyrir stórt og öflugt orkufyrirtæki á Is- landi ef landið á að halda ... áfram á þeirri braut að selja orku til stóriðju. Smá orkufyrir- tæki ráði einfaldlega ekki við stór- verkefni eins og Landsvirkjun hefur ráðist í í gegnum tíðina. Samnings- staða Landsvirkjunar verði veik ef fyrirtækinu verði skipt í tvennt og möguleikar þess á hagstæðum lán- veitingum verði skertir stórlega. Nefndin um framtíðarskipan orku- mála taldi ekki tímabært að taka af- stöðu til spurningarinnar um skipt- ingu Landsvirkjunar og telur raunar að það kunni að vera óhjákvæmilegt að fyrst í stað verði hér áfram eitt orkufyrirtæki langstærst á markað- inum. Ef skipulagi orkumála verður breytt vaknar spurningin hver á að sjá um rannsóknir á þessu sviði. Orkurannsóknir eru óhemju kostn- aðarsamar, auk þess sem gera þarf mikið af grunnrannsóknum sem ekki er sjálfgefið að nýtist vegna virkjun- STÆRSTA framkvæmd Landsvirkjunar á þessu ári er bygging Sultartangavirkjunar í Þjórsá. arframkvæmda. Þetta er eitt af því sem þarf að leysa verði skipulagi orkumála breytt. Margir vilja virkja RARIK, Hitaveita Suðumesja, Hitaveita Reykjavíkur og fleh-i orku- fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að byggja nýjar virkjanir og því er þrýstingur á stjómvöld að leyfa fleirum en Lands- virkjun að virkja og selja orku. Hita- veita Suðumesja hefur þegar hafið framkvæmdir við vh’kjun við Svarts- engi þrátt fyrir að iðnaðarráðherra hafi ekki gefið út virkjunaileyfi. Hita- veita Reykjavíkur er nú að byggja rafmagnsvirkjun á Nesjavöllum, en fyrirtækið gerði samning um orku- sölu við Landsvirkjun. Stjórn Veitu- stofnana Reykjavíkur hefur ákveðið að láta kanna möguleika á frekari orkuvinnslu á svæðinu. Landsvirkjun kann því að standa frammi fyrir aukinni samkeppni í orkuvinnslu innan ekki mjög langs tíma, þ.e.a.s. ef pólitísk ákvörðun verður tekin um að leyfa fleirum en Landsvirkjun að virkja. Afstaða Landsvirkjunar og nýs forstjóra skiptir að sjálfsögðu máli í þeim um- ræðum sem fram eiga eftir að fara um skipulag orkumála. Nýr forstjóri hef- ur ekki tjáð sig um afstöðu sína til þessara mála, en fráfarandi forstjóri hefur lýst andstöðu við hugmyndir um að skipta Landsvirkjun og lagt áherslu á að áfram sé þörf fyrir eitt stórt og öflugt orkufyrirtæki á Is- landi. Samræma þarf orkustefnu um- liverllssjónarmiðum Nýs forstjóra bíða verkefni við að einnig erfið samræma orku- stefnu Landsvirkjunar viðhorfum í umhverfismálum. Á seinni árum hefur gætt sífellt meiri efasemda um ýmis áfonn Landsvirkjunar um nýjar virkjanir á hálendinu. Eftir að lög voru sett um umhverfismat árið 1993 þarf Landsvirkjun að ganga í gegnum strangt próf með alla sína virkjunarkosti. Eldri lög kváðu einnig á um að Landsvirkjun yrði að taka tillit til umhverfissjónarmiða og almenningi gafst einnig þá, eins og nú, tækifæri til að segja álit sitt á framkvæmdunum áður en þær hófust. Landsvirkjun hefur á __________ seinni árum lagt sífellt meiri áherslu á umhverfis- málin. Fyrirtækið sam- þykkti á síðasta ári sér- staka umhverfísstefnu og “““““ réð til starfa umhverfisstjóra. Fyrir- tækið hefur í gegnum árin staðið fyr- ir umfangsmiklum rannsóknum á há- lendi íslands, sem snerta jarðfræði, náttúrufar, gróður, dýralíf og fleira. Landsvirkjun hefur aðallega horft á tvö svæði á landinu varðandi bygg- ingu næstu vatnsaflsvirkjana. Ann- ars vegar áframhaldandi uppbygg- ingu á Þjórsár-Tungnaársvæðinu og hins vegar byggingu virkjana norður af Vatnajökli. Á Þjórsár-Tungnaársvæðinu hafa tvær virkjanir verið á teikniborðinu, Búðarhálsvirkjun og Vatnsfellsvirkj- un. Vatnsfellsvirkjun má byggja í tveimur áfóngum, samtals 140 MW, og hún kann að verða næsta vatns- aflsvirkjun Islendinga. Ef Lands- virkjun nær samningum við stóra orkukaupendur er þó líklegra að næsta virkjun verði á Austurlandi. Þetta ræðst nokkuð af staðsetningu stóriðjunnar því ekki er talið hag- kvæmt að byggja stórar flutningslín- ur yfir hálendið auk þess sem and- staða er við það út frá umhverfis- sjónarmiðum. Verði ekki gerðir nýir orkusamningar er líklegt að þörf verði fyrir fyrri áfanga Vatnsfells- vii’kjunar 2004-2005. Bygging virkj- unarinnar sjálfrar er ekki mjög um- deild út frá umhverfissjónaiTniðum, enda verður hún staðsett í mann- gerðum skurði sem liggur frá Þóris- vatni. Hins vegar kallar virkjunin á meiri vatnsmiðlun og því hafa verið settar fram hugmyndir um byggingu svokallaðrar Norðlingaöldu. Bygging stíflu við Norðlingaöldu mun leiða til þess að fremsti hluti af Þjórsárver- um fer undir vatn, en andstaða er við það vegna náttúruverndarsjónar- miða. Um gerð Norðlingaöldulóns verð- ur án efa tekist á þegar framkvæmd- in fer í umhverfismat. Landsvirkjun telur að virkjun við Vatnsfell í fullri stærð verði ekki hagkvæm án lónsins og framtíð hennar ræðst því að öllum líkindum af því hvort leyft verður að stíflavið Norðlingaöldu. Áform um þrjár stórar virkjanir norðan Vatnajökuls Norðan Vatnajökuls eru þrjár stórar ár, Jökulsá á Fjöllum, Jökulsá á Brú og Jökulsá á Fljótsdal. Sam- tals rennur um þessar ár þriðjungur af öllu vatnsafli á Islandi. Virkjun þessara áa kallar á gríðar- lega miklar framkvæmdir. Ef þær yrðu allar að veruleika yrðu, svo dæmi sé tekið, byggð jarðgöng til að leiða vatn frá miðlunarlónum að virkjunum sem samtals yi’ðu fast að 100 km á lengd. Byggð yrðu þrjú miðlunarlón og er það stærsta álíka stórt og Þingvallavatn. Vh-kjun í Jökulsá á Brú við Kára- hnjúka yrði stærsta virkjun á Islandi eða 500 MW. Hún yrði nálægt helm- ingi stærri en stærsta virkjun lands- ins, Búrfellsvirkjun. Ef byggð yrði sífla við Kárahnjúka, sem yrði 200 metra há, myndi einungis yfirborðs- vatn renna um Dimmugljúfur. Meiri andstaða er þó við virkjun Jökulsár á Fjöllum, en ef hún yrði að veruleika myndi vatn minnka í Detti- fossi og í Jökulsárgljúfrum. Áformað er að leiða ána í jarðgöngum út í Lagai-fljót, en hún fellur í dag út í Öxarfjörð. Það er ekki hægt að virkja Jökulsá á Fjöllum fyrr en búið er að virkja við Kárahnjúka og því hefur Landsvirkjun meira horft til virkjunar í Jökulsá á Brú. Sú virkjun sem er hins vegar mest til umræðu nú og hefur raunar verið það í bráðum 20 ár er Fljótsdals- virkjun. Heimildarákvæði um virkj- unina voru sett í orkulögum árið 1981 og Landsvirkjun var veitt virkj- unarleyfi 1991. Framkvæmdir hófust við virkjunina það ár. Lagðir voru vegir og framkvæmdir við jarðgöng hófust. Landsvirkjun hefur þegar lagt í 2-3 milljarða kostnað við virkj- unina. Framkvæmdum var hins veg- ar frestað í nóvember 1991 þegar áform um álver við Keilisnes voru lögð á hilluna. Fljótsdalsvirkjun kallar á umdeilt _________ lón við Eyjabakka, en þar er fjölbreytt fuglalíf og fal- legur gróður. Mikill fjöldi gæsa dvelst þar á haustin. Breytt ásýnd Snæfells er “““““ einnig viðkvæmt mál fyrir marga. Virkjunarleyfi vegna Fljótsdals- virkjunar var gefið út áður en lög um umhverfismat voru sett 1993 og því þarf virkjunin ekki að fara í um- hverfísmat. Frá því að almenningi gafst kostur á að segja álit sitt á virkjuninni á grundvelli þáverandi laga hafa viðhorf í umhverfismálum breyst, að mati þeirra sem andsnúnir eru virkjuninni, og þess vegna er þrýst fast á stjórnvöld að láta fram- kvæmdina fara í umhverfismat. Ef það verður gert er með öllu óljóst hver úrskurðurinn yrði. Sú staða gæti því komið upp að Landsvirkjun yrði bannað að hefja framkvæmdir við vh'kjun sem fyrirtækið hefur virkjunarleyfi fyrir. Sú spurning hlýtur þá að vakna hver á að bera 2-3 milljarða kostnað við virkjuna sem Landsvirkjun hefur þegar stofn- að til. Harl tekist á um Fljóts- dalsvirkjun Finna dreymir um Kin álahéruðin Rauði herinn sovéski réðst inn í Finnland 30. nóvember 1939 en þrátt fyrir frækilega frammistöðu Finna í Vetrarstríðinu, sem stóð 1 þrjá mánuði, urðu þeir að láta Kirjála- héruðin af hendi, um 10% landsins, frjósamasta hluta þess og heimkynni Kalevala-kvæðanna. Síðan hafa þeir að mestu borið harm sinn í hljóði að því er fram kemur í samantekt Sveins Sigurðssonar en nú er kannski að verða breyting þar á. hemum að hefja aðgerðir en beið með stríðsyfirlýsingu í von um, að Finnar gæfu eftir. Jaíhvel þegar hér var komið taldi Erkko, að aðeins væii um þrýsting að ræða en nú var öðrum ráðherrum nóg boðið. Forsætisráðherrann og utanrík- isráðherrann fóru frá og ný stjóm und- h’ forystu Risto Ryti vildi semja um landaskipti. Þá var það orðið of seint. Kiijálahéruðin látin af hendi Vetrarstríðið stóð aðeins í þrjá mán- uði og frammistaða Finna gegn of- urefli liðs ávann þeim aðdáun um allan heim. Varð Rauði herinn fyrir óskap- legu mann- og hergagnatjóni og þegar stríðinu lauk höfðu víglínumar ekkert breyst. Þótt Frakkar og Bretar hétu þeim aðstoð, þá vissu Finnar, að þeir EINS og fram hefur komið, hefur finnskur hershöfðingi, Kari Hietanen, lýst yfir, að kominn sé tími til, að Rúss- ar skili þeim hluta Kirjálahéraðanna, sem sameinaður var Sovétríkjunum í síðari heimsstyrjöld. Kallaði hann innlimunina „söguleg mistök“, sem bæri að bæta fyrir nú þegar kalda stríðið væri um garð gengið. Hietanen hefur með þessu hreyft við mjög viðkvæmu máli. Þótt Finnar hafi aldrei sætt sig við missi Kirjála- héraðanna, hefur verið þegjandi sam- komulag að nefna þessa kröfu ekki á nafn. Erfið staða Finna gagnvart Sovétríkjunum eftir stríð gerði það nauðsynlegt en jafnvel þótt tímamir séu breyttir, þá er ljóst, að fmnskir ráðamenn telja sig ekki munu sækja gull í greipar Rússa nú fremur en áð- ur. Paavo Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, og yfirstjóm finnska hersins bragðust líka hart við yfirlýsingum Hietanens og sögðu þær aðeins vera hans einkaskoðanir. Austurhluti Kirjálahéraðanna varð sérstakt sjálfstjórnarlýðveldi innan Sovétríkjanna 1920 en vesturhlutinn og stærsti hluti þeiiTa var innan finnsku landamæranna. Var höfuð- staðurinn Viborg, næststærsta borg í Finnlandi. Var yfir henni meiri heims- menningabragur en öðrum finnskum borgum enda gamalgróinn verslunar- borg frá dögum Hansakaupmanna. Molotov-Ribbentrop- samningnrinn Síðari heimsstyrjöld hófst með inn- rás Þjóðverja í Pólland 1. september 1939 og fljótlega kom í ljós hvað griða- sáttmálinn milli þeirra og Sovétstjóm- arinnar þýddi. Póllandi var skipt á milli Þýskalands og Sovétríkjanna 28. sept., Eistland, Lettland og Litháen fóm undir Sovétríkin í september og október og á sama tíma krafðist Sovét- stjórnin þess, að Finnar létu land af hendi í suðausturhluta landsins. Samkvæmt griðasáttmála nasista og kommúnista var Finnland á rúss- nesku áhrifasvæði þótt Finnar hefðu aldrei verið spurðir um það og finnsku landamærin á Kirjálaeiði, milli Ladogavatns og Finnska flóa, voru þá skammt fyrir vestan Len- ingrad. Sovétstjórnin óttaðist, að þrátt fyi’ir griðasáttmálann yrði Finnland eins konar stökkpallur fyiir innrás Þjóðverja og með landakröfun- um á hendur Finnum vakti því fyrir henni að styrkja varnir sínar. Sovétmenn vildu fá suðm’hluta Kirjálaeiðis og nokkrar mikilvægar eyjar í Finnska flóa og gegn þessu buðu þeir í staðinn allstór, skógivaxin svæði í Austur-Kirjálahéruðunum, land, sem finnskir þjóðemissinnar höfðu raunar lengi látið sig dreyma um. Sterki maðurinn Eljas Erkko Finnska stjórnin neitaði að verða við þessum kröfum þótt Gustaf Mannerheim hershöfðingi og raunar fleiri frammámenn teldu rétt að gefa eftir. Þeir vissu sem var, að finnski herinn gæti ekki staðist þeim rúss- neska snúninginn til lengdai’ og enga FINNSKIR hermenn í vetrarskrúða í grennd við rússnesku landamærin. hjálp var að fá. Þjóðverjar héldu að sér höndum í samræmi við Molotov- Ribbentrop-samninginn og ráðlögðu Finnum að verða við óskum Sovét- stjórnarinnar; Svíar neituðu að veita Finnum hernaðaraðstoð og herir Bandamanna voru víðs fjarri. Finnska ríkisstjórnin sagði samt nei og því réð sterki maðurinn í stjóminni, utanríkisráðherrann Eljas Erkko. Hann taldþ að Sovétstjórnin væri að blekkja. I 20 ár hefði hún ekki talað um annað en frið og hvem- ig gæti hún þá farið að ráðast á frið- sama smáþjóð? Gerði hún það samt sem áður, myndi hún fyrst birta Finnum úrslitakosti og þá gætu þeir fallist á landaskiptin. Þetta var ekki alveg út í hött. Sov- étstjórnin vildi ekki, að svo liti út sem hún væri árásaraðilinn og birti því Finnum enga úrslitakosti. Hún reyndi hins vegar að koma þeim til skila með heiftarlegum árásum á finnsku ríkisstjórnina í sovéskum fjöl- miðlum og 26. nóvember vom Finnar sakaðir um árásir yfir landamærin. Tveimur dögum síðar rifti hún ekki- árásar-samningi milli ríkjanna og daginn eftir sleit hún stjórnmálasam- bandinu. 30. nóvember skipaði hún gætu ekld haldið stríðið út til lengdar og sömdu um frið. Létu þeir af hendi eyj- arnar, þar á meðal Hangö, • og landamærin vom færð í vestur frá Leningrad. Árangur Finna gegn Rauða hernum átti sinn þátt í að sannfæra Hitler um, að Rússar væru van- búnir til átaka og þegar Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin sumarið 1941 réðust Finnar inn í Kii’jála- hémðin í þeim tilgangi að endurheimta þau. Komust þeir langt austur fyrir sín gömlu landamæri, langt inn í Austur-Kirjálahéruð- in, og þar var víglínan þeg- ar Sovétmenn hófu mikla gagnsókn sumarið 1994. < Finnar gáfust þá upp og samið var um, að þeir hörf- uðu til landamæranna, sem ákveðin vora eftir Vetrar- stríðið, og auk þess létu þeir Petsamo í norðri og nokkurt annað land af hendi. Blóðtaka fyrir litla þjóð Þegar Finnar misstu Kirjálahémðin í Vetrarstíðinu flýði stór hluti íbúanna, 423.000 manns, vestur á bóginn en mannfall Finna þá var um 25.000 manns og 10.000 særðust eða örkuml- uðust. í stríðinu 1941 til 1944 misstu þeir 65.000 manns og 158.000 særð- ust. Auk þessa urðu Finnar að greiða Sovétstjóminni miklar strlðsskaða- bætur, aðaliega í formi vörusendinga, og hafa þær verið virtar á um 900 millj. Bandaríkjadala að þávirði, sem var óskapleg blóðtaka fyrir þessa litlu þjóð. Þrengingamar í Finnlandi eftir stríð voru miklar enda þurfti ekki að- eins að greiða Rússum, heldur einnig að byggja yfir næstum hálfa milljón flóttamanna. Finnar lögðu hart að sér og síðasta afborgunin af stríðsskaða- bótunum var 1952. Finnar sakna Kirjálahéraðanna enda misstu þeir með þeim um 10% landsins og einn frjósamasta hluta þess. Þar voru líka Kalevala-ljóðin upprunnin eða varðveitt. Mikil breyt- ing hefur hins vegar orðið á íbúum héraðanna og nú er yfirgnæfandi meirihluti þeima rússneskur. Aðeins um 10% teljast vera af finnsku bergi brotnir. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.