Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
Táknræn
mótmæli
við Fögru-
hveri
„ÉG vil mótmæla þeirri skamm-
sýni sem felst í því að eyði-
leggja þjóðargersemar," segir
Guðmundur Páll Ólafsson, nátt-
úrufræðingur og rithöfundur,
sem dró á sunnudag íslenska
fánann í hálfa stöng við Fögru-
hveri á bökkum Köldukvíslar.
Hverirnir eiga eftir að fara
undir vatn vegna Hágöngumiðl-
unarlónsins, sem gert er vegna
virkjana Landsvirkjunar á
Þjórsár-Tungnaársvæðinu.
„Ég hafði engin önnur meðul
til þess að mótmæla, búinn að
gera það í skrifum og viðtölum
og það er nú einu sinni þannig
að þjóðin fær ekkert um þetta
að segja fyrr en eftir á,“ segir
Guðmundur. „Þetta er bókfell
náttúrunnar og við eigum að
vernda það fyrir komandi kyn-
slóðir. Sá þjóðararfur er miklu
meira virði heldur en virkjan-
irnar, meira að segja í pening-
um talið.“
Guðmundur segir Fögruhveri
ekki vera einu náttúruperluna
sem sé í hættu vegna virkjanaá-
ætlana Landsvirkjunar. „Mjög
margar aðrar eru í húfi,
Langisjór, Þjórsárver, svæðið
norðan jölda og eiginlega allt
vatnafar íslands og vistkerfi."
Frjáls af-
greiðslutími
frá 28. júlí
LÍKLEGT er að ákvæði um
frjálsan afgreiðslutíma veit-
ingastaða í Reykjavík tald
gildi þriðjudaginn 28. júlí.
Að sögn Helga Hjörvar
borgarfulltrúa var upphaflega
stefnt að því að afgreiða málið
úr borgarstjóm í dag, en
ákveðið var að leita fyrst eftir
umsögn lögreglustjóra og því
frestast það um viku.
Sól fundar með umhverfísráðherra
Br otaj árns vinnsla
fái umhverfísmat
STJÓRN Sólar í Hvalfirði gekk í
gær á fund Guðmundar Bjarnasonar
umhverfisráðherra til að kynna hon-
um afstöðu sína til hugmyndar um
brotajámsvinnslu á Grundartanga.
Stjórnin lýsti yfir eindreginni and-
stöðu við frekari uppbyggingu á
mengandi starfsemi á svæðinu.
I bréfi sem stjórn Sólar afhenti
umhverfisráðherra er farið fram á
að ekki verði gefin út starfsleyfi fyr-
ir frekari mengandi starfsemi í
Hvalfirði fyrr en fyrir liggi niður-
stöður rannsókna og mat á áhrifum
þeirrar starfsemi, sem fyrir er, á líf-
ríki Hvalfjarðar. Þá krefst Sól þess
að allar umsóknir um starfsleyfi á
þessu svæði komi til umsagnar ráð-
gjafanefndar um umhverfisvöktun í
Hvalfirði. Loks er þess krafist að
umhverfisráðherra beiti 6. gr. um
mat á umhverfisáhrifum og að fyrir-
huguð starfsemi Hringrásar ehf.
fari í lögfomlegt umhverfismat.
Ólafur Magnússon, fomaður
stjómar Sólar, sagði að mengunar-
áiag á Grundartanga og næsta ná-
grenni væri orðið gríðarlega mikið.
Mikil iðnaðaruppbygging hefði átt
sér stað á svæðinu og í kjölfar teng-
ingar við Hvalfjarðargöng hefði
mengun og ónæði aukist mikið.
Ólafur sagðist gera sér grein fyrir
að það væri jákvætt að losna við
brotajárn úr umhverfinu, en Grund-
artangi væri ekki rétti staðurinn
undir slíkt vegna þess hvað mengun-
arálag á svæðinu væri mikið.
Sextíu
húsbílar
á ferðinni
Blönduósi. Morgunblaðiö.
UM sextíu húsbflar eru þessa
dagana saman á ferð um Norð-
urland. Um er að ræða félaga í
Félagi húsbflaeigenda. Um
helgina heimsóttu húsbflaeig-
endurnir Húnavatnssýslur og
heilsuðu m.a. upp á kántrý-
kónginn Hallbjörn Hjartarson í
Kántrýbæ hinum nýja og færðu
honum gamlar sveitasöngva-
plötur.
Nú í vikunni er ferð húsbfl-
anna heitið austur á bóginn og
lýkur ferðinni í vestanverðum
Éyjafirði. Á myndinni má sjá
húsbflana sextíu koma til
Blönduóss.
f hnattflugi á fisi
Kominn á
áfangastað
BRIAN Milton, sem ferðast hefur í
kringum hnöttinn á fisi, lenti í
London síðdegis í gær. Þar með
lauk hnattferð Miltons.
Milton kom til Reykjavíkur á mið-
vikudagskvöld og flaug tO Hafnar
daginn eftir. Hann lagði af stað frá
Höfn fyrir hádegi á laugardag og
lenti á Orkneyjum klukkan níu að
staðartíma á laugardagskvöld. A
sunnudag flaug hann til Aberdeen í
Skotlandi. Þaðan fór hann í gær-
morgun og lenti m.a. í Edinborg á
leið sinni til London.
Milton var alls 119 daga á leið
sinni kringum hnöttinn, 39 dögum
lengur en hann ætlaði sér en hann
ætlaði sér 80 daga í ferðina líkt og
söguhetja Jules Verne. Á heimasíðu
Miltons kemur fram að áhugasamir
fisflugmenn slógust í för með Milton
síðasta spölinn og buðu hann þannig
velkominn á áfangastað.
---------------
Óskað eftir
gögnum um verð-
hækkun Símans
PÓST- og fjarskiptastofnun hefur
óskað eftir gögnum um hvort hækk-
un Landssíma íslands hf. á byrjun-
argjaldi fyrir hringingar í upplýs-
inganúmer 114 og 118 taki mið af
raunkostnaði við að veita þjónust-
una.
í fréttatilkynningu frá stofnuninni
segir að hún skuli hafa eftirlit með
gjaldskrám í alþjónustu eins og upp-
lýsingaþjónustu um símanúmer.
Gjaldtaka í alþjónustu skuli taka
mið af raunkostnaði við að veita
þjónustuna að viðbættum hæfíleg-
um hagnaði. Minnt er á að stofnun-
inni sé heimilt að mæla fyrir um há-
marksverð í alþjónustu þegar sér-
staklega standi á.
Stofnun Félagsbústaða hf. skiptir sköpum fyrir útkomu borgarsjóðs árið 1997
Seldar voru íbúðir fyrir
4.238 milljónir í stað 800
STOFNUN Félagsbústaða hf. á síð-
asta ári hefur mikil áhrif á aíkomu
Reykjavíkurborgar á árinu. í fjár-
hagsáætlun fyrir árið 1997 var gert
ráð fyrir að eignasala til Félagsbú-
staða hf. yrði 800 milljónir króna
eða sem svaraði til 20% af félags-
legu íbúðarhúsnæði borgarsjóðs. í
raun voru hinsvegar allar almennar
leiguíbúðir seldar fyrir 4.238 millj-
ónir króna, sem er 3.438 milljónum
yfir áætlun.
Þessi ráðstöfun hefur mikil áhrif
á ársreikning borgarinnar. Þannig
batnaði fjárhagsstaða borgarsjóðs
um 2.678 milljónir króna vegna
þessa, skuldir borgarsjóðs lækkuðu
um 861 milljón króna, vegna
áhvílandi lána á íbúðunum sem voru
yfirtekin, og tekjuafgangur varð af
rekstri borgarsjóðs árið 1997 að
fjárhæð 881,1 milljón króna. Fram
kemur í skýrslu borgarendurskoð-
unar um ársreikninginn að ef horft
er fram hjá áhrifum vegna sölu
eigna til Félagsbústaða hf. þá „má
leiða sterkar líkur til þess að um
1.820 m.kr. hafi vantað upp á frá
reglulegum rekstri borgarsjóðs árið
1997 til að standa undir rekstri
málaflokka, afborgunum lána og
fjárfestingum“.
Hlutafélagið Félagsbústaðir hf.
sem sjá á um rekstur félagslegra
íbúða borgarinnar, er alfarið í eigu
borgarinnar. Við umræður um árs-
reikninga borgarinnar kom fram
hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
borgarstjóra að við gerð fjárhags-
áætlunar hafi verið tekin sú stefnu-
markandi ákvörðun að láta fyrir-
tækið kaupa leiguíbúðir borgarinn-
ar. „Það voru hins vegar uppi áform
um það þá að aðeins hluti íbúðanna
yrði seldur á því ári og síðan yrði
því haldið áfram á árinu 1998. Hins
vegar þegar farið var að vinna mál-
ið, þá varð niðurstaðan að Félags-
bústaðir keyptu á einu bretti allar
almennar leiguíbúðir, ekki íbúðir
fyrir aldraða, heldur almennar
leiguíbúðir. Fyrst verið væri að fara
í þetta á annað borð þá væri nær að
gera þetta einu sinni og í eitt skipti í
stað þess að láta það ná yfir lengri
tíma.“
Gerði gæfumuninn
Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn,
segist í sjálfu sér ekki gagnrýna að
svona mikið af leiguhúsnæði hafi
verið fært yfir til Félagsbústaða hf.
en það hafi samt gert gæfúmuninn
um hvað fjárhagsstaða borgarinnar
batnaði. „Það er augljós ástæða
þegar ársreikningurinn hefur litið
dagsins Ijós að salan er fyrst og
fremst reikningslegur hagur fyi’ir
borgarsjóð."
Sigrún Magnúsdóttir, forseti
borgarstjómar, segir að þennan
ársreikning eigi að meta með sama
hætti og aðra ársreikninga. „Hann
gefur nákvæmlega rétta mynd af
hag borgarsjóðs. Við vorum ákveðin
í að hafa hallalaust og það tókst.
Það verður kannski hægt að selja
einhverjar aðrar eignir næst eða
draga saman.“
Sérblöð f dag
KR-ingar í þriðja sæti
Landssímadeildarinnar/B5
••••••••••••••••••••••••••••«
Góður árangur í meistara-
mótum golfklúbbanna/B8
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is