Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 17 Þokkaleg loðnuveiði var um helgina Fjöldi skipa á miðunum í grænlensku lögsögunni ÞOKKALEG veiði var á loðnumið- unum um helgina en skipin voru þá að veiðum innan grænlensku lög- sögunnar, um 200 mílur norður af Húnaflóa. Skipstjórnarmenn segja allt að 100 skip vera við veiðarnar nú. Loðnuskipin fengu ágætan afla aðfaranótt laugardags og sunnu- dags eftir leiðindaveður í síðustu viku. Jón Axelsson, skipstjóri á Húnaröst SF, sagði í samtali við Verið í gær að ekki hafí verið um neina mokveiði að ræða en skipið landaði fullfermi á Djúpavogi í gær. Jón segir alltof mörg skip við veið- arnar og því verði veiðin minni en ella. „Við fengum þennan afla í ell- efu köstum, þannig að það var dá- lítið fyrir þessu haft. Loðnan er á hraðri ferð norðaustur og fæst á nokkuð stóru svæði. Þar sem lóðn- ingarnar eru þéttastar fá skipin kannski 200 tonn í íyrstu köstunum en eftir það verður miklu minna úr þessu því það er gífurlegur fjöldi skipa á miðunum núna. Ætli það séu ekki um 100 skip að berja á þessu í einu. Fyrir utan íslenska flotann eru einnig norsk, færeysk og dönsk skip á miðunum," sagði Jón. Norðmenn setjast á lóðningarnar Jón sagði oft þröng á þingi á mið- unum og stundum virtist sem norsku skipstjóramir reyndu að gera þeim íslensku erfítt fyrir. „Það má aðeins tiltekinn fjöldi norskra skipa veiða í einu. Þegar þeir virða það þá setjast þeir sem ekki eru að veiðum á lóðningamar þannig að maður þarf annaðhvort að reka þá í burtu eða reyna að sneiða hjá þeim.“ Um 100 þúsund tonna minni afli en í fyrra Samtals var landað rúmum 20 þúsund tonnum af loðnu hér á landi um helgina, þar af um 5.700 tonn- um af erlendum skipum. Þegar mánuður er liðinn af sumarvertíð- inni er því búið að landa rúmum 201 þúsund tonnum af loðnu hér- lendis. Vertíðin hófst 20. júní sl. eða tíu dögum fyrr en í fyrra. Hinn 21. júlí á síðasta ári hafði verið landað hér um 222 þúsund tonnum af loðnu en tæpum 310 þúsund tonnum þegar mánuður var liðinn af vertíðinni. Það er því rúmum 100 þúsund tonna minni afli en á fyrsta mánuði síðustu sumarvertíðar. Þeir sem Morgunblaðið ræddi við segja að einkum megi þar kenna inn verra tíðarfari og þar af leiðandi minni sókn. Þau vítamín og næringarefni sem mjólkin hefur að geyma gegna mikilvægu hlutverki í daglegu lífi okkar alla ævi. Látum aldrei vanta mjólk á okkar heimili. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir Hyundai frá kr. Huyndai Accent er glæsilegur og rúmgóður fjölskyldubíll á verði smábíls. Hyundai Accent fæst bæði með 1,3 og 1,5 vél; 3, 4 og 5 dyra. Kynntu þér sumartilboð á Hyundai Accent, sölumenn okkar eru í mjög góðu tilboðsskapi. 995 000 - til framtiðar Ármúla 13 • Sími 575 1220 • Skiptiborð 575 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.