Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 37
>
t
I
t
I
i
I
I
i
t
I
I
I
J
I
J
I
í blíðskaparveðri dró fyrir sólu í
fjölskyldu okkar þegar tilkynning
barst um ótímabært andlát Hannes-
ar Hafstein. Eitt stærsta og voldug-
asta tréð í fjölskylduskóginum er
fallið. í mínum huga átti þessi skóg-
ur að vera eilífur og ekkert mátti
raska honum. En ekkert er eilíft og
við sem eftir stöndum verðum að
horfast í augu við það.
Hannes kom inn í fjölskylduna
þegar hann fór að gera hosur sínar
grænar fyrii' móðursystur minni
Sirru. Þótt ég hafi verið ung að árum
eru minningarnar um Hannes mjög
skýrar og hrannast nú upp. I fyrstu
vorum við ekkert sérstakir vinir, því
mér fannst algjör óþai'fi af Sirru að
huga að flutningi af heimilinu.
Einnig hafði hann, á fyrsta fundi
okkar laumað sjóðheitri silfurskeið
úr kaffi sínu á hönd mína sem ég átti
erfitt með að fyrirgefa. Það leið samt
ekki langur tími þangað til Hannes
var orðinn ómissandi fjölskyldumeð-
limur. Ekki síst hjálpaði til gjafmildi
hans, en hann passaði upp á að ég
ætti flottasta dótið í hverfinu. Ég
man sem dæmi litlu Hoover-ryksug-
una sem ryksaug í alvöru, hún aflaði
mér mikilla vinsælda. Ég man fyrstu
utanlandsferðina mína með Gull-
fossi, með ömmu, Sirru, Stefáni og
Þórunni, en þá var Hannes stýrimað-
ur. Ég man líka þegar Hannes greip
Stefán Haralds áður en hann hljóp
fyrir gi'jóttrukk á Hringbrautinni.
Hannes hafði áhuga á lífinu og
mannfólkinu og það var engin tilvilj-
un að Hannes fórnaði sér fyrir slysa-
varnir í þágu þjóðarinnar. Hann vai’
á vaktinni á nóttu sem degi og eng-
um var vísað frá þótt tímasetningin
væri óguðleg og eiindið kannski ekki
merkilegt. Hannes vai' andlit Slysa-
vamafélagsins í mörg ár og gerði
það að verkum að fólk tók eftu- félag-
inu. Efth' að hann lét af störfum hef-
ur starfsemi Slysavarnafélagsins
ekki verið eins sýnileg. Hannes eign-
aðist fjölmarga vini í gegnum störf
sín, var vel metinn, virtur og fékk
viðurkenningar.
Hannes var vinsæll af bai'nabörn-
unum, hann var alltaf hress og
skemmtilega stríðinn. Hann fyllti
fjölskyldusamkomurnar galsa sem
stundum þurfti að stoppa af og þá
var hann ekki síður skammaður en
bömin. Það sem gerði Hannes svo
vinsælan var að hann hafði áhuga,
hann hafði áhuga á því sem yngri
kynslóðin var að gera og fylgdist vel
með. Hann var íþróttaáhugamaður
og fylgdist vel með íþróttamönnun-
um í hópnum og passaði upp á að
hrósa þegar frammistaðan var góð.
Það er erfitt að hugsa til þess að
Hannes skuli ekki vera enn á meðal
okkar og sárt er að hugsa til þess að
barnabömin hans litlu skuli ekki
hafa fengið að njóta hans lengur.
Jólaboðin okkar verða ekki söm þvi
það fyllir enginn skarð Hannesar
Hafstein. Við eigum öll eftir að
sakna hlátursins, stríðninnar og
kraftmiklu faðmlaganna.
Erfiðh' tímar eru nú í Skeiðarvog-
inum og sendum við, Helgi, Eva,
Asthildur og Þóra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hildur Sveinsdóttir.
Hannes Þórður Hafstein, frændi
P minn og vinur, er látinn langt um
|| aldur fram. Hann háði stutta, snarpa
L sjúkdómsbaráttu, en Hannes hafði
w dulinn æðasjúkdóm er varð honum
að aldurtila.
Ég kynntist Hannesi er ég hóf
störf sem heimilislæknir í Reykjavík
1988. Við Hannes tengdumst fljót-
lega sterkum vináttuböndum og átt-
um marga góða fundi.
Hannes var glæsilegur maður og
einkar vel gerður. Hann hafði
|| stöðuga lund og leysti hvern vanda
Pmeð faglegum hætti. Hannes vann
ómetanlegt starf að öryggismálum
P sjómanna. Hann var mörgum er í
raunir höfðu ratað hjálpsamur og
ráðagóður. Hannes lagði sig fram
um að hugga marga þá er áttu við
sorg að stríða.
Ymislegt hef ég heyrt í áranna rás
um Hannes, til að mynda að hann
hafi verið góður samstarfsmaður og
frábær yfirmaður. Hann var mikils
n metinn af samstarfsfólki sínu og
reyndar flestu fólki er hann þekkti.
Á flest mál hafði Hannes skarpa
■ sýn, en umfram annað samúðarfullt
viðhorf, er margir mættu læra af.
Jónas Jónasson sagði í útvarps-
þætti sínum að samvera við Þórunni,
dóttur Hannesar, hefði verið glit af
góðum degi. Kynni mín af Hannesi
voru sannarlega glit af góðum degi.
Ég óska Sigrúnu, eiginkonu
Hannesar, börnum þeirra og öðrum
ættingjum og vinum blessunar guðs í
missi þeirra og sorg.
Jón Gunnar Hannesson.
Allt er á hverfanda hveli
hugur, máttur og ást
En ætíð að enduðu éli
aftur þó fagrahvel sást.
(Hannes Hafstein.)
Mikið breytist blær dagsins við
samskiptahvörf, þegar leiðtogi endar
lífsgöngu á jörðu og ævidagar hans
verða að minningu í huga hópsins.
Ekki dugir þó orðvana að vera, því
að til þess eigum við tungumál að tjá
það sem þörf er á að vinir viti.
Við stúdentar MA 1947 eigum
mikinn minningarsjóð frá þeim
stundum, þar sem leiðtogi okkar
Hannes Þórður Hafstein átti hlut að
máli og fór fyrir hópnum. Við fráfall
hans skerpast línur. Vaktmaðurinn,
sem fann hitann í sjálfum sér og
sjálfs sín þrótt til að standa vaktina
vekur umhugsun um lífsgildin jafnt í
skyldustarfi og félagslífi. Hann og
við samstúdentarnir leituðum árlega
lags að eiga góða samverustund, þar
sem við gætum yljað huga við arin-
eld minninganna og aukið degi í ævi-
þátt við vinátturækt. Það var okkar
lán hve Hannes Þórður var árvakur
við þá iðju. Smátt og smátt spannst
vináttuþráður frá skólasamveru til
eftirlaunaára, alla starfsævidaga
okkar flestra. Litbrigðin eru mörg
en þráðurinn er sterkur og verklega
spunninn. Því veldur m.a. einörð og
drengileg athöfn Hannesar Þórðar,
sem ávallt bar sinn drengskapar-
skjöld, skínandi sem skapið hug-
prúða. Það verður viðfangsefni okk-
ar samstúdenta að herða huga að
muna á meðan, að minning mannvals
er til í vitund okkar. Og einnig það
hve áhugaríkur hann var í öllu sem
hann kom nærri. Þess nutum við í
hvatningu hans, að við héldum vel
saman og vorum fyrir sann stúd-
entasystkini.
í öllu kom það fram, að sá heiti
blær sem til hjartans nær frá hetj-
anna fórnarstól mótaði lífsstíl hans.
Síðasta erindið í ljóði Hannesar Haf-
stein „Klíf í brattann“ minnir mikið á
leiðtoga okkar Hannes Þórð Haf-
stein.
Klíf í brattann. Beit í vindinn,
brotin þræð og hika ei.
Hik er aðal-erfðasyndin.
Út í stríðið, sveinn og mey.
Hannes háði framfarastríð í slysa-
varnamálum Islands svo að þess
munu lengi sjást merki, þótt ekki
setji hann lengur svip á atburði dag-
anna. En blær frá starfi hans leikur
um slysavarnasögu Islendinga. Eins
leikur blær frá sterkri félagsvitund
hans um samvistasögu okkar stúd-
enta MA 1947.
Hafi hann þökk fyrir hjartans mál
hug þrek og vilja.
Guð í hjarta - Guð í stafni - gefur fararheill.
í þökk fyrir samfylgdina biðjum
við Guð að mýkja sorgarsviða og
blessa minningar Sigrúnar, barn-
anna þeirra og tengdabarnanna og
allra afabarnanna.
Gísli H. Kolbeins.
Pallinn er í valinn aldavinur minn
frá barnæsku, Hannes Þórður Haf-
stein, fyrrverandi forstjóri Slysa-
varnafélags íslands. Hann var fædd-
ur á Húsavík við Skjálfanda og þar
ólst hann upp.
Foreldrar hans voru Júlíus Hav-
steen, sýslumaður Þingeyinga, og
kona hans frú Þórunn Jónsdóttir
Havsteen og var Hannes yngstur
átta systkina. Sýslumannshúsið á
Húsavík var annálað höfðingjasetur.
Þar héldust í hendur rausn, hjarta-
hlýja og menningarleg glaðværð.
Heimilið og skrifstofur embættisins
voru undir sama þaki og átti því
fjöldi fólks erindi þangað daglega,
sumt langt að komið og var ófáum
sem til embættisins sóttu veittur
rausnarlegur beini á heimilinu. Þótt
störf húsbænda væru erilsöm var
ekki slegið slöku við uppeldi bam-
anna og ríkti mikil ást og eindrægni í
því húsi. í þessu umhverfi ólst Hann-
es upp og bjó að því alla ævi.
Sýslumannshúsið stóð ætíð opið
öllum vinum systkinanna og átti ég
því láni að fagna að vera þar heima-
gangur. Ég minnist þess, að á af-
mæli Hannesar hvert ár var efnt til
stórveislu og vorum við vinir og jafn-
aldrar á Húsavík boðnir. Ég hef
marga ágæta veislu setið síðan, en í
minningunni rís þessi hæst. Hannes
varð snemma bráðger, vaskur í allri
framgöngu, vel á sig kominn að öllu
leyti og snemma kom í ljós sá eðlis-
kostur hans, sem entist honum alla
ævi, en það var drenglyndið. Við urð-
um snemma samrýndir og segja má,
að við höfum verið samvistum dag-
lega á bernsku- og unglingsárum. Þá
vorum við saman í Menntaskólanum
á Akureyri á sínum tíma og bjó
Hannes einn vetur hjá okkur á heim-
ili móður minnar og Ólafs bróður
míns. Síðar tengdumst við enn nán-
ar, þegar mér tókst að næla í ná-
frænku hans, hana Kristínu mína
sem eiginkonu. Ætla mætti, að ekki
hafi verið fjölskrúðugt líf unglinga á
kreppuárunum í sjávarþorpi norður
við heimskaut, en það var nú öðru
nær. Dorg á bryggju, handfæri á
legunni, íþróttaiðkanir úti á Höfða,
berjamór, skíðaferðfr í Húsvíkur-
fjalli og skautaferðir á Botnsvatni og
Skálatjörn á vetrarkvöldum undir
bragandi norðurljósum. Jafnvel
stúkufundfr undfr stjórn séra Frið-
riks urðu að skemmtisamkomum. Þá
man ég, að við, nokkrirkrakkar, 8-12
ára æfðum Skugga-Svein og lærðum
hlutverkin okkar utan að. Hannes lék
auðvitað sjarmörinn Harald. Og
fleira var nú stundað, sem mig minn-
ir að ráðstett fólk fullorðið hafi af ein-
hverjum ástæðum ekki talið til
brýnna nauðsynja við austanverðan
Skjálfanda. Hannes varð snemma af-
bragðs íþróttamaður, enda þótt hann
ætti við að stríða sársaukafúllt hand-
armein á æskuái'um.
Þegar Hannes var þrettán ára
urðu átakanleg þáttaskíl í lífi hans
og fjölskyldunnar, þegar móðir hans
dó langt um aldur fram. Þótt Hannes
væri bugaður af sorg sýndi hann
ótrúlega karlmennsku af unglingi á
svo viðkvæmum aldri að vera, svo
mikið ástríki sem verið hafði með
þeim mæðginum. Þennan tíma man
ég vel og þar með, að allt héraðið
grét þessa mikilhæfu og göfugu
konu.
Að loknu barna- og unglingaskóla-
námi heima á Húsavík hélt Hannes
til framhaldsnáms í Reykjavík og á
Akureyri, en á sumrin vann hann
hörðum höndum bæði á sjó og landi.
Hann lauk stúdentsprófi frá MA
1947. Þaðan lá leiðin vestur um haf í
skóla bandarísku strandgæslunnar,
þar sem hann var í tvö ár. Þá hóf
hann nám í Stýrimannaskólanum í
Reykjavík og þaðan lauk hann far-
mannaprófi 1950. Þá hóf hann störf
hjá Eimskipafélagi íslands og sigldi
á skipum þess allt til þess að hann
réðst til Slysavarnafélags Islands
sem erindreki og síðar forstjóri.
Hannes var úrvalssjómaður og elsk-
aður og dáður af skipverjum sem
með honum sigldu. Mér er tjáð af
skjallegum mönnum, að störf hans
að slysavömum megi teljast til af-
reka. Hannes hlaut margvíslega við-
urkenningu innanlands og utan, en
hæst ber þó þá sjaldgæfu sæmd, sem
honum var sýnd með því að láta nýtt
björgunarskip bera nafn hans. Slíka
sæmd hljóta ekki aðrfr en afreks-
menn. Hannes var glæsimenni að
vallarsýn og sviptiginn svo að af bar,
en það sem úrslitum réði um mann-
kosti hans, var hans stóra hjarta og
mannúð.
25. október 1953 var án efa mestur
hamingjudagur í lífi Hannesar, en þá
gengu þau í hjónaband hann og Sig-
rún Stefánsdóttir, sú yndislega kona,
og var hjónaband þeirra sannarlega
farsælt.
I upphafi starfs síns sem fram-
kvæmdastjóri Slysavarnafélgas ís-
lands valdi Hannes sér að einkunn-
arorðum hendingu úr sálmi séra
Valdimars Briem: „Stýr mínum hag
til heilla mér og hjálpar öðrum
mönnum.“ Fyrir tveimur árum kom
út bók með minningum Hannesar -
Á vaktinni. Hannes Hafstein sofnaði
aldrei á vaktinni. Við Kristín og fjöl-
skylda okkar sendum Sigrúnu og
fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur
og biðjum himnaföðurinn að styrkja
þau í sorg þeirra.
Guðmundur Benediktsson.
Við óvænt fráfall góðs félaga og
hollvinar sjómannasamtakanna set-
ur fyrst að manni depurð en þó fljót-
lega minningar um góða samfylgd í
nærri fjóra áratugi.
Fyrst um borð í Gullfossi 1961.
Stýrimaðurinn Hannes Hafstein
vakti strax athygli mína, ákveðinn
yfirmaður með fágaða framkomu við
hásetana sína, gekk í verkin með
þeim ef hönd vantaði enda gagn-
kvæm virðing og traust.
Það var sérstök upplifun að koma
af vöruflutningaskipum um borð í
Gullfoss þar sem þjónustan við far-
þega skipti meginmáli á siglingu, en í
höfnum mikil vinna við losun og lest-
un skipsins.
Sjaldan voi-u miklir frítímar í
höfnum hjá hásetum en þótt svo
stæði á voru menn boðnir og búnir til
vinnu ef Hannes kallaði. A siglingu
var hann hvers manns hugljúfi, far-
þega sem áhafnar, sem og glæstur
maður mjög. Ég minnist þess oft hve
vaktin á nóttunni gat verið fljót að
líða, alltaf tveir hásetar á vakt með
stýrimanninum, auk aðgæslu ör-
uggrar siglingar, umræðan um lífið
og tilveruna. Jafnvel íslensk lög
sungin hvar Hannes var leiðandi.
Slíkan vaktfélaga hef ég aldrei átt
fyrr né síðar.
Með starfi Hannesar Hafsteins
hjá Slysavamafélagi íslands voru
mörg merk spor stigin sem mörkuðu
þáttaskil í öryggismálum sjómanna
og Slysavamafélags íslands. Má þar
m.a. nefna Slysavarnaskóla sjó-
manna, alþjóðasamþykkt um starfs-
þjálfun sjómanna, gagnleg samskipti
við erlend björgunai-félög og stai'fs-
þjálfun íslenskra björgunarsveitar-
manna þar ytra.
Hannes gaf sig allan að störfum
Slysavamafélagsins og var í orðsins
fyllstu merkingu vakinn og sofinn í
starfi sínu fyrir Slysavarnafélagið og
allt er varðaði öryggismál til sjós og
lands.
Á þessum ámm höfðum við Hann-
es oft samband. Ég vissi það, þá vo-
veiflegir atburði höfðu átt sér stað
tók hann það nærri sér, en traust
fjölskylda stóð honum að baki og þar
voru oft andvökunætur, rás atburð-
anna óhjákvæmilega henni tengd,
sem oft vildi gleymast þá um var
rætt.
Nokkra eftir starfslok Hannesar
Hafstein hjá Slysavamafélaginu tal-
aðist okkur svo til að hann kæmi til
starfa við undirbúning og fram-
kvæmd sjómannadagsins í Reykja-
vík. Kröftugur og fullur atorku
mætti Hannes til starfans. Við áttum
gott og einstakt samstarf og nú síð-
ast mikill undirbúningur að 60 ára
afmæli sjómannadagsins. Á annað
hundi'að módelum skipa var safnað
saman í Sjómannaskólanum til sýnis
í tvær vikur um sjómannadag. Þar
vann Hannes af miklum áhuga og
eldmóð enda sýningin vel sótt og
vakti athygli.
Á miðjum vetri talaði Hannes við
mig um veikindi sín en í aðgerð færi
hann ekki ef mögulegt væri fyrr en
eftir sjómannadag. Nokkram dögum
fyrir andlát Hannesar sátum við
saman og ræddum um sjómannadag-
inn hvað betur mætti fara og ný-
breytni þessa dags að ári.
Hannes hlaut margai' viðurkenn-
ingar íyrir störf sín hérlendis sem
erlendis. Hann var sæmdur heiðurs-
merki sjómannadagsins á sjómanna-
daginn 1992.
Ég þakka Hannesi Hafstein ein-
staka samfylgd og góða vináttu um
leið og ég fyrir hönd stjómar Sjó-
mannadagsráðs þakka gott og óeigin-
gjamt starf að öryggis- og velferðar-
málum íslenskrar sjómannastéttar.
Eftirlifandi eiginkonu Hannesar,
Sigi'únu S. Hafstein, bömum og fjöl-
skyldum þeirra votta ég samúð
mína.
Guðmundur Hallvarösson alþm.
Kveðja frá
Slysavarnafélagi Islands
Hannes Þ. Hafstein, fyiTverandi
forstjóri Slysavamafélags íslands er
látinn langt um aldur fram.
Með Hannesi er horfinn óvenju-
legur og stórbrotinn persónuleiki,
sem um áratugi setti svip á allt starf
Slysavarnafélags Islands. Hannes
var ósérhlífinn og mikill eldhugi í
öllu sínu starfi. Hann virkaði mjög^
hvetjandi á allt félagsfólk Slysa-
varnafélagsins. Hann var drífandi og
ákveðinn og undir hans stjóm gengu
hlutimir jafnan vel.
Hannes réðst til Slysavarnafélags-
ins í nóvember 1964. Fyrstu árin
sinnti hann aðallega erindrekstri og
þjálfun björgunarsveita og slysa-
varnadeilda félagsins út um allt land.
I mars 1973 var hann ráðinn fram-
kvæmdastjóri félagsins og forstjóri
frá árinu 1986 til 1993.
Þegar skipt var úr vinstri umferð
yfir í hægri hér á landi árið 1968, var
Slysavarnafélaginu falið að stofna :*•
umferðaröryggisnefndir um allt
land. Kom það í hlut Hannesar að
annast alla skipulagningu og fram-
kvæmd verksins fyrir hönd félagsins
og nýttust þar vel kynni Hannesar af
félagsfólki um allt land.
Hannes var sístarfandi og vann
allan sólahringinn ef svo bar undfr,
hann var tilbúinn að sinna málefnum
félagsins hvar og hvenær sem var.
Hann var m.a. yfirmaður Tilkynn-
ingaskyldu íslenskra skipa og björg-
unarmiðstöðvar félagsins. Fyrir utan
sín reglubundnu störf fyrir félagið
sinnti Hannes kalli um aðstoð og
björgun jafnt á nóttu sem degi.
Þessu mikla starfi fylgdi mikið álag
og oft andvökunætur þegar kalla
þurfti út heilu björgunarsveitimar
fjarlægum byggðarlögum. Þetta var
ekki aðeins álag fyrir Hannes, held-
ur einnig fyrir heimili hans, Sigrúnu
konu hans og börn.
I starfi sínu sinnti hann fjölmörg-
um trúnaðarstörfum fyrir Slysa-
vamafélagið, átti sæti í Siglingaráði,
sótti fundi framkvæmdastjóra syst-
urfélaga Slysavarnafélagsins erlend-
is bæði austan hafs og vestan, var í
framkvæmdanefnd IASST (alþjóðleg
samtök um öryggisfræðslu sæfar-
enda) svo fátt eitt sé talið.
Hannes bæði sótti og stóð fyrir
fjöldanum öllum af ráðstefnum og
fundum fyrir Slysavarnafélagið bæði
innanlands og erlendis og flutti er-
indi og ávörp um björgunar- og
slysavarnamál. Hann var aðal-
tengiliður félagsins við innlenda og
erlenda fjölmiðla og upplýsti þannig
almenning um öryggismál, slysfarir
og bjarganir.
Ég hef átt þess kost að hitta
marga af samstarfsmönnum Hann-
esar á erlendri grund og hafa þeir
allir metið Hannes mikils og á hann
án efa stóran þátt í góðri kynningu
erlendis á björgunar- og slysavama-
starfi íslendinga.
Ég kynntist Hannesi fyrst þegar
ég fór að starfa í björgunarsveit •
Slysavarnafélagsins í Grindavík, en
áður hafði ég hitt Hannes á heimili
foreldra minna, en faðir minn Tómas
Þorvaldsson og Hannes vora miklir
vinir. Ég man fyrst eftir samæfingu
björgunarsveita Slysavarnafélagsins
austur að Hofi í Öræfum sumarið
1974. Þar kynnti Hannes af áhuga
margskonar björgunartæki og
stjómaði æfingum björgunarsveit-
anna. I lok æfíngarinnar var svo
safnast saman og þeir Hannes Haf-
stein og Gunnar Friðriksson þáver-
andi forseti Slysavarnafélagsins fóru
yfir gang og reynslu af æfingunni
með öllum þátttakendum. Fannst
mér framkoma þeirra og áhugi mjög
áhugaverður og hvetjandi.
Eftir þetta lágu leiðir okkar
Hannesar mjög oft saman og sér-
staklega eftir að ég varð foi-maður í
björgunarsveitinni í Grindavík 1978.
Um haustið 1983 átti ég þess kost að
taka þátt í þjálfunarferð björgunar-
sveitamanna til Skotlands. Hannes
var fararstjóri í þeirri ferð. En hann
hafði áður kynnst starfi björgunar-
skóla í Aberdeen og Stonhaven í
Skotlandi þar sem þjálfaðir era
starfsmenn á olíuborpöllunum í
Norðursjónum. Hannes sá strax að í
þennan skóla áttu íslenskir björgun-
armenn fullt erindi. Framhaldið var 'r—
svo að farnar voru fjölmargar þjálf-
unarferðir næstu ár á eftir. í þessari
ferð var mikið rætt um öryggis-
fræðslumál sjómanna og töldu menn
alveg nauðsynlegt að íslenskir sjó-
menn fengju álíka fræðslu í öryggis-
málum og starfsmenn olíuborpall-
SJÁ NÆSTU SÍÐU