Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 3$ I YJ I I 0 0 I i + gat svo sannarlega litið til baka með stolti. Þá varð hann áhrifamaður í al- þjóðlegum samtökum um öryggis- mál sjómanna og rekstur slíkra skóla. Eitt af áhugamálum Hannesar var að SVEÍ eignaðist sérútbúna björgunarbáta til björgunarstarfa. Tókst honum að fá nánast gefinn frá breska björgunarbátafélaginu mjög fullkominn björgunarbát sem stað- settur var í Reykjavík. Fjölmörg fyr- irtæki innlend og erlend gáfu búnað í bátinn fyrir atbeina Hannesar. Var bátnum gefið nafnið Henry A. Hálf- dansson eftir forvera Hannesar í starfi. Það sýndi fyrst og fremst það traust sem til Hannesar var borið að honum skyldi takast að fá slíkan bát með þessum hætti. Báturinn var af- hentur í Skotlandi við hátíðlega at- höfn og að henni lokinni var haldin mikil björgunaræfing með þátttöku breska flughersins, strandgæslunnar og björgunarsveita. Öll framkoma í garð okkar bátsverja var með slíkum hætti að ógleymanlegt var. Þama var Hannes í essinu sínu, heimsborg- ari sem gustaði af. Það var sama hvort hann stóð við stýri eða gekk með áhöfn sinni undir sekkjapípu- blæstri í rauðgulum búningi björg- unarsveitamannsins, Minnisstæður varð hann flestum sem glæsilegur fulltrúi þjóðar sinnar. Stuttu eftir að Hannes lét af störfum og margir minnast, var unnið að undirbúningi að komu annars glæsilegs björgun- arbáts sem fékkst frá þýska björg- unarbátafélaginu með líkum hætti og sá fyrri fyrir atbeina Hannesar. Akveðið var að bátnum yrði gefið nafn hans. Mér var boðið að sækja bátinn og sigla honum til íslands. Hannes átti þar hlut að máli og sagði við mig: „Þetta verður í eina skiptið sem þú færð tækifæri til að stjórna Hannesi Þ. Hafstein og láttu ekki tækifærið renna þér úr greipum." Oft hentum við gama að þessu síðar. Fram hefur komið að Hannes var með afbrigðum starfsamur maður og ósérhlífinn. Hann gerði miklar kröf- ur til sjálfs sín og það gat stundum verið erfitt að standa undir þeim kröfum sem hann gerði til sam- starfsfólks. Menn voru ekki alltaf á sama máli og stundum var tekist á um málefni og mikilvægar aðgerðir. Hannes var drengskaparmaður og rétti fyrstur iram sáttahönd og erfði aldrei það sem sagt var í hita leiks- ins. Ekki var hægt að hugsa sér betri félaga hvort sem var við störf eða leik. Með Hannesi Þ. Hafstein er genginn mikilhæfur maður. Hans verður lengi minnst fyrir björgunar- störf og störf að öryggismálum sjó- manna. Margir munu ennfremur minnast hans sem manns sem ekkert aumt mátti sjá. Manns með stórt hjarta sem vildi öllum gott gera og hafði alltaf tíma til að liðsinna öðr- um. Fyrir hönd fjölskyldu minnar færi ég þakkir fyrir langa og ómet- anlega vináttu. Elsku Sigrún, megi góður guð gefa þér og fjölskyldu þinni styrk á þessum erfiða tíma. Hálfdan Henrysson. Það var fyrir rúmum 30 árum að undirritaður kynntist fyrst Hannesi Þ. Hafstein. Hann var þá fulltrúi hjá Slysavarnafélagi Islands og símar félagsins voru stilltir heim til hans á nætumar. Hann var jafnan á nætur- vakt og vakti yfir velferð sjófarenda. Hann hafði þá orðið fyrh’ þeirri lífs- reynslu, að bjallan í síma hans hafði bilað, ekki hringt, þótt skip væri í hafsnauð. Undirritaður fór og tók við hann viðtal um þessa viðburði, sorg- leg örlög ungra manna, sem áttu allt undir því að hann svaraði í símann og setti björgunarvél SVFI í gang. Þessi sorglegi atburður varð m.a. upphaf mikillar og góðrar samvinnu undirritaðs við Hannes, en tengsl hans við Morgunblaðið og ritstjóm þess efldust eftir því sem árin liðu. Hannes var eins og kallað er hrein- ræktaður Morgunblaðsmaður, sem vildi blaðinu vel og hann uppskar, að því er ég held, líka velvild Morgun- blaðsins og starfsfólks þess íyrir ár- vekni og tryggð í garð blaðsins. Áhugýhans á að gefa út vandaða og góða Árbók SVFI var mikill og þar gat Morgunblaðið aðstoðað hann um aðdrætti myndefnis. Endurgjald hans var að Morgunblaðið þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að frétta ekki stax af atburðum á meðan Hannesar naut við hjá Slysavarnafé- laginu og hans er enn sárt saknað af starfsmönnum blaðsins. Enginn hef- ur enn farið í fót hans hjá Slysa- vamafélginu. Hannes Þ. Hafstein vai' mikill mannkostamaður, hreinskiptinn og ákveðinn og hann mátti ekki vamm sitt vita. Oft kom hann á ritstjóm Morgunblaðsins til þess eins að spjalla um landsins gagn og nauð- synjar og hann var ætíð aufúsugest- ur á ritstjórninni. Starfsmenn rit- sjórnar Morgunblaðsins senda eigin- konu hans og fjölskyldu hugheilar samúðarkveðjur og minnast góðs drengs, sem fallið hefur í valinn fyrir aldur fram. Blessuð sé minning Hannesar Þ. Hafstein. F.h. ritstjórnar Morgunblaðsins, Magnús Finnsson. Með Hannesi Þórði Hafstein er fallinn í valinn atorkumaður sem var óvenju vel til þess fallinn að koma málum í framkvæmd. Þegar hann hóf störf fyrir Slysavamafélag Islands var hann áreiðanlega sann- kallaður hvalreki fyrir þessi stóra samtök. í ýmis hom var að líta og sennilega leið varla sá dagur að fé- lagið háði ekki baráttu á einhverju sviði og Hannes var mikill baráttu- jaxl. Hjá Slysavamafélaginu starf- aði hann að nánast öllum málum, fyrst sem erindreki, síðar sem framkvæmdastjóri og forstjóri. Undir hans stjórn óx vegur Slysa- vai-nafélagsins til muna. Björgunar- sveitir vora efldar, lögð áhersla á að félagið eignaðist bækistöðvar vítt og breitt um landið og, eftir því sem efni stóðu til, aukið við útbúnað sveitanna. Allt byggðist þetta á sjálfboðaliðastarfi fjölda fólks úti um land allt og þessu fólki stjómaði Hannes eins og herforingi. Hug- myndirnar og atorkuna skorti ekki. Hannes var ákaflega fylginn sér þegar málefni félagsins vora annars vegar, stundum svo að öðram þótti nóg um. Hann var kappsamur og synd að segja að hann væri hlé- drægur. Þetta var áreiðanlega að mörgu leyti kostur í þessu starfi, en gat einnig valdið árekstram og ágreiningi. Við sem unnum að sömu máleíhum, en störfuðum í öðrum fé- lagasamtökum en Slysavarnafélag- inu, voram ekki ávallt í uppáhaldi hjá Hannesi og hann ekki hjá okk- ur. Það breytti þó engu um þá virð- ingu sem borin var fyrir persónu hans og störfum og í samstarfi var vart hægt að hugsa sér betri banda- mann. Að leiðarlokum er full ástæða til að þakka Hannesi fyrir þau miklu störf sem hann vann fyrir björgun- ar- og slysavarnamálefni hér á landi. Við félagar í Landsbjörg þökkum honum fyrir samstarfið og sendum eftirlifandi eiginkonu og öðram ættingjum innilegar samúð- arkveðjur. F.h. Landsbjargarfélaga, Ólafur Proppé. Allar ferðir hefjast með einu litlu skrefi. Allar ferðir eiga sér endalok. Og nú er komið að ferðalokum þeirrar samferðar sem ég átti með Hannesi Þ. Hafstein - ferðar sem hófst með smáum skrefum fyrir um það bil þremur áratugum. Eg hafði vænst þess að samferð okkar mætti og gæti staðið lengur en öllum era ásköpuð örlög og þeim verður að hh'ta. En þótt komið sé að vegamót- um og leiðir skilji mun ég enn eiga samleið með Hannesi. Sá vegur liggur um lendur þess fjársjóðs sem minningin um hann er. Minning um góðan dreng, sem gaf öllum sem honum kynntust og umgengust, meira en hann þáði af þeim. Og Guðstrúin gefur okkur líka fyrirheit um að þegar kemur að eigin ferða- lokum þá munum við hitta Hannes aftur fyrir í veröld almættisins. Þegar ég kynntist Hannesi Þ. Hafstein var ég ungur maður sem var að leggja út á leið sem ég þekkti ekki og hafði í raun fá leiðarijós til þess að fara eftir. Stundum fannst mér þá að þröskuldarnir sem þurfti að yfirstíga væra það háir og miklir að óhugsandi væri að komast yfir þá án þess að hnjóta. Þá réð miklu að finna hlýja hönd Hannesar á öxl sér, skynja kraft hans, áhuga og dugnað og vita að orðið bilbugur var ekki til í hans orðabók. Og saman ferðuðumst við í eiginlegri og óeig- inlegri merkingu, kepptum að ákveðnu marki. Takmark okkar var að skrá og koma á prent þeirri hetjusögu sem björgunar- og sjó- slysasaga Islands er og einlægt markmið okkar beggja að freista þess að láta þá ekki gleymast sem unnið höfðu sigra og afrek né held- ur þá sem biðu ósigur og féllu í val- inn. Það var ekki einungis að Hannes aðstoðaði mig með ráðum og dáð. Ég eignaðist hann fljótt að vini. Orðið vinur var honum tamt í munni enda átti það þar vel við. Hannes vissi að í því starfi sem hann gegndi hjá Slysavarnafélagi íslands, blóma starfsævi sinnar, urðu verkin ekki unnin með fyrirmælum eða einleik. Starfið var þess eðlis, hvort heldur var í hinum félagslegu þáttum eða þegar mest alvara var á ferðum, að lykillinn að góðum árangri var að þekkja menn og treysta þeim til vandasamra verka. Hann ræktaði því sambönd sín við fólk um allt land og vissi að hann hafði að því aðgang hvernig sem á stóð og hvort sem var að nóttu eða degi. Sjálfur var hann bakhjarlinn, eldhuginn og hugsjónamaðurinn sem sífellt var á vaktinni, þegar með þurfti. Þá hugs- aði hann sannarlega ekki um eigin þarfir og var óþreytandi. Og tilfinn- ingar hans voru einlægar. Gleði og bros yfir unnum sigrum og dapur- leiki og jafnvel tár á hvarmi þegar illa fór. Að Hannesi Þ. Hafstein stóðu sterkir stofnar. Kærleika og virð- ingu fyrir öllum, háum sem lágum, kynntist hann í fóðurhúsum norður á Húsavík. Þar var faðir hans, Júlí- us Havsteen sýslumaður, maður sem þjóðsögur gengu af í lifanda lífi fyrst og fremst vegna þess að hann var dómari hjartans en ekki bók- stafsins. Allt frá því að ég kvnntist Hannesi skynjaði ég að það vega- nesti sem hann fór með út í lífið frá foreldum sínum reyndist drjúgt og kom honum að góðum notum. Fáa eða enga menn hef ég þekkt sem borið hafa í brjósti jafn mikla ást og virðingu fyrir foreldrum sínum og fjölskyldu og hann. Þetta var svo snar þáttur í lífsmynstri hans að þeim sem hann þekktu þótti hann sjálfsagður. Samstarf okkar Hannesar var mikið og þótt á því yrði hlé um tíma hélst vináttan óbreytt. Það var ekki síst honum að þakka. Hann mund?* eftir fólki, fylgdist með því og var tilbúinn að láta til sín heyra þegar honum þótti þess þurfa. Og það fylgdi því alltaf hressilegur blær að heyra í Hannesi eða hitta hann. Það var alltaf allt gott af honum að frétta, hvemig sem á stóð hjá hon- um. Kannski fann maður stundum til örlítillar óþolinmæði þegar hon- um fannst það ekki ganga fram af æskilegum hraða eða þrótti sem hann var að berjast fyrir. Og alltaf var það þannig að þegar hann hafði lokið einu verkefni hafði hann fund- ið sér annað til þess að glíma við og sigrast á. Atvikin höguðu því þannig að í nærfellt tvö ár hittumst við Hannwwf nánast daglega. Það var er ég tók mér það fyrir hendur að festa ævi- sögu hans á bók. Það vora sannar- lega eftirminnilegir og ánægjulegir dagar, ekki síst vegna þess hve mörgu og markverðu hann hafði að segja frá og hversu ótrúlega minn- ugur hann var bæði á atburði og fólk. Heimfæra má á Hannes það fomkveðna að sá sem víða fer kynn- ist mörgu. Það sem hann hafði fram yfir marga var hins vegar að augu hans vora alltaf opin og hann sá o^ skynjaði og mundi það sem við hafði borið. Hér verður starfssaga Hannesar Þ. Hafstein ekki rakin með öðram orðum en þeim að segja að hann hafi verið eldhugi, hugsjónamaður og brautryðjandi í starfi sínu hjá Slysavamafélagi íslands. Margir mætir menn eiga merka kafla í sögu þessa mikilvæga félags en ég hygg að á engan sé hallað þótt fullyrt sé að Hannes hafi átt stóran þátt í þeim málum sem nú eru talin þau mikilverðustu í slysavarnamálum sjómanna. Nægir þar að nefna sem dæmi Tilkynningaskylduna, Slysa- varnaskóla sjómanna, björgunar- skip og samstarf við erlenda björg^ unaraðila. Nefna má einnig síðasta verkið sem Hannes tók sér fyrir hendur og starfaði að af sama eld- móði og öllu öðra - skipulag og upp- setningu sýningar sem haldin var í Sjómannaskólanum í tilefni af stóraímæli sjómannadagsins nú í byrjun júní. Á þeim áram sem Hannes var er- indreki Slysavamafélags Islands ferðaðist hann oft um landið. Æki hann fram á fótgangandi var það háttur hans að bjóða þeim far. Einn þeirra vegamóðu manna sem þáðu slíka greiðvikni var Bragi Jónsson frá Hoftúnum á Snæfellsnesi sem launaði Hannesi greiðann með vísnabálki. Síðasta erindið er þessa leið: Hannesi ég heilla bið hér og síðar bæði. Drottinn honum leggi lið lífs um ferðasvæði. Nú hefur Hannes lagt á ókunnugt ferðasvæði. En góður drengur, sem hann, á þess vísa von að einnig þar leggi Drottinn honum lið. Við hjónin sendum Sigrúnu, eiginkonu Hannesar, börnum hans og öllum hans nánustu hugheilar samúðarkveðjur á erfiðri stundu. Við, vinir Hannesar, munum geymsí" minningu hans í hjörtum okkar. Steinar J. Lúðvíksson. • Fleirí minningargreinar um Hannes Þ. Hafstein bíða birtingar og munu birtast f blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.