Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Krydd og grænmeti geymt til vetrar Sé hugmyndaflugí gefinn laus taumur eru aðferðir til að geyma grænmeti, ávexti og kryddjurtir fram á vetur nánast óteljandi. Brynja Tomer fékk nokkrar hugmyndir hjá Patriciu Burk, listakokki á matstofunni 7 A næstu grösum. Hún kann ýmsar leiðir til að varðveita ferskleika fram í skammdegið og býr meira að segja til súpujurtir úr því sem flestir henda. SENN líður að uppskerutíð þeirra sem hafa matjurtagarða, raunar hafa sumar jurtir þegar náð fullum þroska og ræktendur því farnir að njóta afraksturs vinnu sinnar. Síð- sumars og á haustin, þegar ferskir ávextir, nýupptekið grænmeti og ferskar kryddjurtir eru á boðstól- um, er freistandi að varðveita fersk- leikann fram á vetur. Patricia Burk á matstofunni Á næstu grösum í Reykjavík hefur í mörg ár súrsað, þurrkað og fryst ferskt grænmeti i sem hún notar síðan í skamm- deginu. Þótt hún kjósi helst líf- rænt ræktuð matvæli segir hún að sér þyki grænmeti hér á landi almennt mjög gott, hvort sem það er lífrænt ræktað eða ekki. Agiirkur Vissulega hafa fáir aðstæður til að rækta agúrkur heima hjá sér, en fáist þær á góðu verði í búðum segir Patrieia tilvalið að súrsa þær. „Súrsað- ar gúrkur eru mjög góðar með sunnu- dagssteik eða CHILI-oIía '■- bauna- kyndir undir buffi bragðlaukum. °£ einnig ofan á brauð, til dæmis með sesamsmjöri eða lifrarkæfu. Þær eru heilsusamlegar og bæta melt- inguna.“ Hún segir að sér þyki best að strá bara salti yfir gúrkur í sneiðum, því þá súmi þær í eigin vökva. Hæfilegt saltmagn er 1% af þyngd grænmet- isins. Fyrir kíló af gúrkum þarf því 10 g af salti, sem samsvarar tveim- ur teskeiðum. „Gúrkur eru skornar í bita af þeirri stærð sem hentar og bitarnir settir í krukku í lögum með salti á milli. Einnig má bæta krydd- jurtum saman við, til dæmis lárvið- arlaufi eða hvítlauksgeirum. Síðan er þrýst ofan á gúrkurnar með fargi eða hnefa og þegar gúrkusafi flýtur yfir bitana er nóg komið. Þá er krukkunni lokað og hún geymd á dimmum, svölum stað í að minnsta kosti tvær vikur. Sjálf á ég súrsað grænmeti sem hefur verið í krukku í mörg ár og er enn gott, svo geymsluþolið er mikið. Sé krukkan falleg og grænmeti komið hagan- lega fyrir getur krukkan verið til mikillar prýði á heimilinu. Gulrætur og kál Sömu aðferð má nota til að geyma gulrætur, blómkál og spergilkál. Þá era gulrætur rifnar á rifjárni og síðan saltaðar, en blóm- kál og spergilkál er skorið í hæfi- lega stóra bita áður en það er salt- að.“ Þetta segir Patricia að sé mjög gott að nota í ferskt grænmetissalat á veturna, en einnig er hægt að búa til saltpækil og hella yfir grænmetið í stað þess að salta það og láta það súrna í eigin vökva. „I saltpækil nota ég 12 bolla af vatni á móti 1/3 bolla af salti, grófu eða fínu. Suða er látin koma upp á saltvatni og það Garpur er kröftugur drykkur sem býr yfir miklu og hressandi ávaxtabragði og er ríkur að kalki og C-vítamíni. Uppistaðan er mysa en í henni eru öll helstu bætiefni mjólkurinnar. Garpur er góður á íþróttaæfinguna, í skólann, fjallið, bíltúrinn og bústaðinn. Morgunblaðið/Arnaldur PATRICIA Burk: „Það er gjöfult og hollt að eyða einni og eiuni kvöldstund í að útbúa matvæli til vetrargeymslu." Morpunblaðið/Sverrir BLÓMKÁL er til dæm- ís hægt að salta eða snöggsjóða og frysta. GULRÆTUR hægt að er geyma blöðin og ma þurrka á jólunum því núna. heilar, en má taka í síðan kælt. Þá er því hellt yfir grænmeti sem búið er að sneiða og raða í krakku, og krukk- unni lokað.“ Ferskar radísur á jólunum Þeir sem vilja eiga ferskar radísur, spergilkál eða blómkál geta lagt granninn að Radísur era notaðar spergilkál og blómkál sundur ef vill. Suða er látin koma upp á saltvatni í sömu hlutfóllum og notuð eru í pækil. Grænmetið er sett út í þar til litur á spergilkáli tekur breytingum. Það tekur mjög skamma stund og er grænmetið þá strax tekið upp úr potti og kalt vatn látið renna á það til að stöðva suðu. Grænmetið er síðan fryst í ílátum eða plastpokum, til dæmis eru plastbox utan af ís hentug til þess arna. Jólarauðkál er tilvalið að útbúa um leið og ferskt íslenskt rauðkál er fáanlegt. Patricia segist skera það í þunnar sneiðar og léttsjóða síðan í eplaediki með svolitlu salti. Meðan verið er að skera rauðkálið er krukka látin í vatnsbað og suða lát- in koma upp á vatninu. Heitt kálið er sett í heita krukku og henni síðan lokað strax. Kryddjurtir Patricia lumar á ýmsum aðferð- um til að geyma kryddjurtir. Úr basiliku býr hún til dæmis til ítalska pesto-sósu, en einnig er tilvalið að frysta krydd. Steinselju, basiliku, kóríander og estragon má til dæmis frysta í bréfpokum. Kryddlauf er ekki tekið af stönglum, heldur látið heilt í poka eða önnur ílát. Þegar á að nota kryddið er það mulið milli handanna meðan það er frosið. „Ferskt krydd á ekki að sjóða eða steikja, heldur strá yfir mat rétt áð- ur en hann er borinn fram,“ upplýs- ir Patricia. Hún segir að rót af kón'ander sé lostæti með mat. „Ég skola af henni og mauka hana í matvinnsluvél með hvítlauk og ólífuolíu. Einnig má bæta salti, pipar og jafnvel chili-pip- ar saman við. Maukið geymist vel í lokaðri FAÐU ÞER EINN - DAGLEGA '//r krukku á dimmum og svölum stað. Mjög gott er að smyrja því yfir fisk, til dæmis heilagfiski, sem síðan er pakkað í álpappír og grillaður." Eitt af góðum grillráðum Patriciu er að taka fisk af grillinu tveimur mínút- um áður en hann er tilbúinn. „Þá er hann mátulega eldaður þegar hann kemur á diskinn.“ Kryddedik og kryddolía Einfalt er að útbúa eigin kryddol- íur og edik, eins og seldar eru dýr- um dómum í verslunum. Patricia segist gjarnan setja heilar greinar af kryddjurtum, til dæmis rósmar- íni og estragoni ásamt lárviðarlaufi í fallega flösku. „Stundum set ég líka heil piparkorn og hvítlauk út í og helli síðan góðri ólífuolíu yfir eða góðu epla- eða vín- ediki. Einnig geymi ég oft kryddjurtir í ol- íu, saxa þær og set í krukku. Síðan helli ég góðri ólífuolíu yfir og veiði krydd og olíu upp með skeið þegar mig vant- ar kryddolíu." Hún segir að nokkrar vikur taki fyrir olíu og edik að taka í sig bragð. Eigin súpujurtir Enn ein geymsluaðferðin er sú að útbúa eigin súpujurtir íyrir vetur- inn. Patricia tínir blöð af gr’ænkáli, rófum og spergilkáli ásamt laufí af radísum og næpum og rófum meðan þau eru græn. Einnig notar hún lauf af gulrótum eða litlar gulrætur sem teknar eru upp þegar verið er að grisja. Þetta bindur hún í knippi og hengir fyrir ofan miðstöðvarofn, þar sem sól nær ekki að skína. Þar hanga jurtimar þar til þær eru þurrar, en þá era þær færðar í krukku þar sem þær bíða mat- reiðslu. Patricia segir þessa blöndu fyrirtak í pottrétti og kjötsúpu. Ræktar hindber í garðinum sínum í litla Skerja- firði ræktar Patricia meðal annars hindberjaronna, enda er hún mjög hrifin af hindberjum. „Hindber nota ég til dæmis í hindberjaedik. Þá læt ég suðu koma upp á eplaediki og slekk undir. Síðan bæti Rætur af ég einni matskeið af hun- kóríander geta angi út í og hræri saman. verið lostæti Þegar edikið er orðið kalt helli ég því yfir hind- viskíi." Hann segir að á móti hverj- um desilítra af olíu sé mátulegt að nota tvær matskeiðar af viskíi. Piparmagn fer eftir styrkleika sem fólk leitar eftir. „Þetta er geymt í mánuð og síðan notað í dropatali út á mat til að ná fram kraftmiklu pip- arbragði." Patricia segir ekki vafa leika á að með dálítilli fyrirhyggju sé hægt að njóta ferskra afurða náttúrunnar nánast allt árið. „Hægt er að fá hug- myndir og uppski’iftir í ýmsum bók- um og svo ættu menn að vera óhræddir við að prófa það sem þeim dettur í hug. Auk þess sem öllum finnst ferskt grænmeti betra en nið- ursoðið hafa flestir gaman af að út- búa matvæli til vetrargeymslu. Það er gjöfult fyrir fjölskylduna og hollt að eyða einni og einni kvöldstund í að salta, súrsa, sulta eða frysta." Að endingu er hér birt uppskrift að sal-. ati sem hún segir henta vel á vet- uma. Vetrarsalat __________Vz hvílkólshaus_________ _____________I tsk. salt__________ snöqqsoðnar radísur úr frysti 1 vorlaukur 2 msk. ólífuolía berin. Þetta edik er mjög gott út á salat og einnig í súrsætar sósur.“ Hún segir mjög gott að frysta fersk ber, til dæmis bláber, og borða yfir vetrartímann. „Flestir sem hafa aðgang að berjum gera mikið af sultu, miklu meira en heim- ilisfólkið notar. Ég er sannfærð um að fersk/frosin ber út á ís eða með þeyttum rjóma eru meiri gleðigjafi í skammdeginu en eintóm sulta.“ Meðan við spjöllum saman rekur inn nefið brasilískur maður, Pakas, sem vann til skamms tíma á mat- stofunni. Hann mælir með því að fólk geri eigin chili-olíu. „Lítill chili- pipar er látinn heill í flösku. Yfir hann er hellt góðri ólífuolíu og góðu 2 tsk. sítrónusafi eða edik V2 laukur V2 bolli soðin hrísgrjón Hvítkálið saxað smátt og salti sáldrað yfir. Þá er kálið kreist í höndunum eins og verið væri að þvo í höndum. Kálið er kreist þar til vökvi lekur úr því. Þá er radísum bætt út í og einnig vorlauk í sneið- um. Salatsósa er gerð þannig að ol- ía, sítrónusafi eða edik, laukur og soðin hrísgijón era maukuð í raf- magnsblandara. Sósunni er blandað við grænmetið og salatið borið fram sem stakur réttur með góðu brauði eða sem meðlæti. 1 > \ > > \ \ i i i ) i I l 1 > I >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.