Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 162. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Veðuröfgar í Bandaríkjunum Hart barist í Kosovo-héraði um helgina Albanir herða afstöðu sína Tírana, Pristína, Brussel, Haag. Reuters. Abubakar boðar kosningar Abuja. Reuters. ABDUSALAM Abubakar, leiðtogi herforingjastjómar- innar í Nígeríu, sagði í gær- kvöld að hann myndi fela lýð- ræðislega kjörnum forseta í hendur stjórn landsins frá og með 29. maí á næsta ári. Sagði Abubakar í sjónvarpsávarpi að kosningafyrirkomulag það sem komið var á fót í tíð Sanis Abachas, sem lést snemma í júní, yrði lagt fyrir róða og að senn færu fram nýjar forseta- kosningar í stað þeirra sem talið er að Moshood Abiola hafi sigrað í árið 1993. „Það er ljóst af þeim við- brögðum sem íbúar Nígeríu hafa sýnt við tilraunum okkar að þeir vilja ekkert minna en fullt lýðræði í sameinuðu og friðsömu landi,“ sagði Abubak- ar í ávarpinu. TALEBANAR lokuðu í gær bæki- stöðvum hátt í fjörutíu erlendra hjálparstofnana í höfuðborginni Kabúl, eftir að þær höfðu neitað að flytja í niðumídda byggingu, þar sem hvorki er rafmagn né renn- andi vatn. Talebanar skipuðu, fyrir hálfum mánuði, öllum einkareknum er- lendum hjálparstofnunum að flytja bækistöðvar sínar í skólabyggingu, sem hefur staðið auð í sex ár, en leggja niður starfsemi að öðrum kosti. Engin hjálparstofnun hefur samþykkt að flytja. Flestir starfs- mennimir höfðu yfirgefið Kabúl á sunnudagskvöld, þegar frestur til flutningsins rann út, en þeir síð- ustu höfðu sig á brott þegar bæki- stöðvunum var lokað með hervaldi í gær. MÓÐIR náttúra reyndi í gær að sýna íbúum Las Vegas í Banda- ríkjunum fram á að hún væri ekki síðri í framkvæmd ljósa- sýninga en eigendur spilavít- anna frægu í borginni. Steypiregn og sviptivindar fylgdu storminum sem reið yfir Nevada-ríki en vægðarlaus hitabylgja hefur riðið yfír suð- urríki Bandaríkjanna á síðustu dögum og er talin hafa valdið dauða meira en hundrað manna. Leit allt út fyrir það í gær að hitinn myndi fara yfir Qörutíu gráður í Dallas fimmtánda dag- inn í röð. Hafa yfirvöld í suður- hluta Texas á síðustu dögum reynt að veita ólöglegum inn- flytjendum frá Mexíkó aðstoð en er þeir leita inngöngu í Bandaríkin þurfa þeir að leggja á sig erfíða leið í gegnum eyði- Stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins voru undanþegnar flutningnum, en mót- mæltu tilskipuninni. Haft hefur verið eftir talsmönn- um hjálparstofnana að of kostnað- arsamt sé að gera skólabygging- una upp þannig að hún verði íveru- hæf. Starfsmenn óttast einnig um öryggi sitt og segja að ef allir er- lendir hjálparstarfsmenn verði saman komnir á einum stað aukist hættan á árásum og mannránum. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins stöðvaði allt hjálpar- starf á vegum sambandsins í Kabúl um helgina, en tilkynnti í gær að stefnt væri að því að hefja það að nýju, eftir viðræður við talebana um að draga úr mannréttindabrot- um gagnvart konum í landinu. mörk og opin svæði, þar sem hitabylgjan er sérstaklega lífs- hættuleg. Hafa fjörutíu og þrír farist á þessari leið síðustu daga. Sagði Bill Clinton, Banda- ríkjaforseti, í gær er hann var á ferð í New Orleans að þessi óvenjulega hitabylgja væri enn ein sönnunin fyrir því að loft- hjúpur jarðar sé að hitna. ÞUSUNDIR Kosovo-Abana streymdu í gær lengra inn á land- svæði á valdi skæruliða aðskilnaðar- sinna, á þriðja degi harkalegra bar- daga milli skæruliða og serbneskra öryggissveita. Paskal Milo, utanríkisráðheiTa Abaníu, sagði í gær viðræður um frið í Kosovo einungis mögulegar ef Serbar hættu ofbeldisaðgerðum gegn Kosovo-Abönum. Sagði hann albönsk stjórnvöld engan kost hafa annan en styðja andspyrnu Frelsis- hreyfingar Kosovo (KLA) ef ekki yrði bundinn endi á blóðbaðið. „Við hljótum að styðja fólk sem berst gegn eigin útrýmingu," sagði Milo. Samskipti albanskra og serb- neskra stjórnvalda versnuðu mjög um helgina þegar Abanai- sökuðu serbneska hermenn um að hafa hald- ið uppi stórskotaliðsárásum innan landamæra Abaníu á laugardag í kjölfar harðra átaka í Kosovo. Serb- nesk stjórnvöld kváðu ásakanirnar hins vegar vera uppspuna. Öryggissveitir Serba sögðust í gær enn hafa á sínu valdi borgina Orahovac í suðvesturhluta Kosovo en skæruliðar Frelsishreyfingar Kosovo (KLA) reyndu á sunnudag að taka borgina með áhlaupi. Héldu leyniskyttur KLA enn uppi skotárás á borgina og svöruðu Serbar með stórskotaliðsárásum, að sögn heim- ildarmanna Iieuters og voru vegar- tálmar uppi allt í kringum Orahovac, sem er í um 60 km fjarlægð frá Pristína, höfuðborg Kosovo, og búa þar um tuttugu þúsund manns. ESB lýsir andstöðu sinni Evrópusambandið lýsti í gær and- styggð sinni á auknum átökum í Kosovo um helgina en um 450 manns er enn saknað og er talið líklegt að þeir hafi fallið í átökunum. Hvatti ESB deiluaðila til að hætta ofbeldis- verkunum umsvifalaust. Robert Gelbard, sérlegur sendi- maður Bandaríkjanna á Balkan- skaga, átti í gær fund með fulltrúum júgóslavnesku stjórnarandstöðunn- ar. Sagði hann fremur hafa verið rætt um lýðræðisþróun í Júgóslavíu en um ástandið í Kosovo en stjórnar- andstæðingarnir sögðu að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, bæri sök á ástandinu í Kosovo. SLASAÐRI konu hjálpað út úr ástralskri hjálparflugvél. Papúa Nýja-Ginea Neyðarað- stoð tekin að berast Atiape, Lundúnum. Reuters. ALÞJGÐI.EG neyðaraðstoð var í gær, undir forystu Ástrala og Nýsjá- lendinga, tekin að berast til hinnar af- skekktu norðurstrandar Papúa Nýju- Gíneu, þai' sem tíu metra há flóð- bylgja þuirkaði út heilu þoi-pin á 18 km langri strandlengju um helgina. Óttazt er að alls hafi yfir 3.000 manns látið lífið. A.m.k 1.000 manns hafa fundizt látnir, flestir börn og gamalmenni, en þúsunda er saknað. Sökum þess hve afskekkt héraðið er bái'ust fyrstu hjálpargögnin i gær þegar flugvélum frá ástralska flug- hernum tókst að lenda við trúboðs- stöð í nágrenninu. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær alþjóðasamfélagið til að láta íbúum Papúa Nýju-Gíneu í té aðstoð, „rausnarlega og snarlega". Jarðskjálfti á sjávarbotni mun hafa orsakað flóðbylgjuna. ■ Fórnarlömbin/20 Reuters VEL GEKK að ráða niðurlögum eldsins um borð í skemmti- ferðaskipinu. Hér dælir dráttarbátur vatni á síðustu logana. Eldur í skipi undan Flórída ELDUR brauzt út í skuti skemmtiferðaskipsins Ecstasy í gær, skömmu eftir að það lét úr höfn frá Miami með um tvö þús- und farþega innanborðs. Þórir Gröndal, fréttaritari Morgunblaðsins í Fort Lauder- dale, sagði að skipið hefði verið skammt undan Miami Beach og stóð til að draga það nær landi og jafnvel inn á höfnina. Einnig hafi verið rætt um að flytja far- þegana á önnur skip. Ekki hafi orðið slys á fólki. Þórir sagði ólíklegt að íslend- ingar væru um borð í skipinu því þarna hefði aðeins verið um að ræða fjögurra daga siglingu en sín reynsla væri sú að Islending- ar færu jafnan í lengri ferðir en þetta. Hörður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstof- unnar Urvals-Utsýnai', sem sel- ur ferðir í nokkur af skemmti- ferðaskipum Carnival Cruise Lines, segir að Ecstasy sé ekki þar á meðal. Talebanar þrengja að hjálparstofnunum Bækistöðvum í Kabúl lokað Kabúl. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.