Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
DÓMSMÁLARÁÐHERRA réði kannski betur við lítið sýslumannsembætti
en reglugerðasmíði.
Reglugerð um ökuleyfissviptingu:
- Breytir dómvenju
Vítavert eöa ckki vítavert ,
Dómarar í Héraðsdómi Reykjavíkur virðast ósammála um skilgrein-
ingu á hugtakinu „vítaverður akstur" " 1111
Orlofsbyggð
í 54 húsum í
gömlu Súðavík
Staðfestir
samþykkt
um að
fella tré
UMHVERFISRÁÐHERRA hefur
staðfest samþykkt borgarstjómar
Reykjavíkur um að fella tré í lög-
sagnarumdæmi Reykjavíkur.
Samþykktin felur í sér að sækja
skuli um leyfí byggingarnefndar
Reykjavíkur til þess að fella tré
sem eru eldri en 40 ára eða hærri
en 4 m. Samþykkt þessi er sam-
hjjóða þeim ákvæðum sem gilt hafa
í byggingarreglugerð frá 1992, en
sú reglugerð féll úr gildi með til-
komu nýrrar byggingarreglugerð-
ar í gær, 20. júlí.
Borgarráð hefur skipað nefnd til
þess að gera tillögur um trjágróður
og að fella tré í borginni og er fyrr-
nefndri samþykkt ætlað að gilda
þar til ný samþykkt hefur verið
gerð samkvæmt tillögum nefndar-
innar.
BYRJAÐ er að selja og leigja hús
og íbúðir í gamla bænum í Súðavík
undir orlofsbyggð.
Stofnað hefur verið hlutafélagið
Sumarbyggð í Súðavík í kringum
starfsemina og að sögn Dagbjartar
Hjaltadóttur, framkvæmdastjóra,
hafa nokkur hús verið seld til ein-
staklinga og fyrirtækja. Hún segir
fasteignaverð húsanna lægra en
gengur og gerist á almennum
markaði.
Súðavíkurhreppur, fyrirtæki og
einstaklingar standa að hlutafélag-
inu, sem var stofnað í byrjun júlí.
„Það eru 54 hús og íbúðir í gamla
bænum sem hafa staðið ónotuð eft-
ir flóðin í janúar 1995. Okkur þótti
sárt að sjá þessi hús ónotuð og því
var tekin ákvörðun um að nýta þau
undir orlofsbyggð yfir sumarmán-
uðina, frá byrjun júní til loka
ágúst. Frá 1. október fram í byrjun
maí er hins vegar bannað að dvelja
í húsunum.“
Dagbjört segir húsin og garðana
í kringum þau í góðu ásigkomulagi
og þeim hafi verið haldið vel við á
allan hátt. Hún segir að félagasam-
tök og fyrirtæki hafi sýnt húsunum
mikinn áhuga og nú þegar hafa
nokkur hús verið tekin á leigu eða
verið seld. Meðal þeirra sem hafa
nýtt sér húsin í orlofsbyggðinni í
Súðavík eru Ingvar Helgason hf.
og Félag íslenskra hljómlistar-
manna.
Dagbjört segist ekki óttast að
Reykvíkingar telji það eftir sér að
dvelja í orlofshúsi í Súðavík. „Eg
held að Vestfirðir séu eitt best
geymda leyndarmál íslendinga.
Það er margt um að vera hér og
fólki ætii því ekki að leiðast."
^Mikið úrval efna!
Flísefni frá Bandaríkjunum frá 1.045 kr. m.
Flísefni frá Ítalíu frá 1.195 kr. m.
Teygjuefni í buxur og kjóla frá 1.565 kr. m.
Einlit dragta- og kjólaefni með fiskibeinamynstri
frá 1.595 kr. m.
Svart, beige, dökkbrúnt, off white og dökkblátt.
ÖgUÖ-búðirnar
Margrét Jónsdóttir
► Margrét Jónsdóttir, dósent í
fslensku fyrir erlenda stúdenta,
er fædd í Neskaupstað 21. mars
árið 1951. Margrét er stúdent
frá Menntaskólanum á Laugar-
vatni árið 1971 og cand. mag. í
íslenskri málfræði frá Háskóla
íslands árið 1981. Þar hefur
hún verið kennari frá 1980.
Fyrst sem stundakennari en
fastur kennari frá árinu 1989.
Lengst af hefur hún kennt út-
lendingum íslensku. Eiginmað-
ur Margrétar er Jón R. Gunn-
arsson. Hún á einn lftinn ömmu-
strák.
Erlendir stúdentar læra íslensku
50 ár frá fyrsta
sumarnám-
skeiðinu við HÍ
ÞÓTT flestir skóla-
nemar fagni því að
geta lokið aftur
skruddunum og haldið út í
sólina að loknum löngum
vetri fer því fjarri að allar
skólabyggingar standi
auðar yfir sumartímann.
Háskóli Islands er t.a.m.
fullur af lífi allt sumarið.
Þar inni sitja erlendir
stúdentar og nema ís-
lensku í gríð og erg. Mar-
grét Jónsdóttir, dósent í
íslensku íyrir erlenda
stúdenta, vekur athygli á
því að saga sumamám-
skeiðanna sé orðin 50 ára
gömul.
„I júní voru liðin 50 ár
frá því að fyrsta sumar-
námskeiðið var haldið. Það
var í senn norrænt og al-
þjóðlegt og kennari var Sveinn
Bergsveinsson sem lengst af var
prófessor í Austur-Berlín. Nám-
skeiðin lágu niðri á tímabili en
voru tekin upp aftur síðar. Sér-
stök námskeið eru fyrir nomæna
stúdenta. Þau hafa verið haldin
frá 1959, fyrst annað hvert ár en
árlega frá um 1990. Námskeiðinu
í ár er nýlokið. Alþjóðlegu nám-
skeiðin hófust 1985 og hafa þau
verið haldin árlega frá 1989. Um
þau sér Stofnun Sigurðar Nor-
dals. Hún sér einnig um sérstakt
námskeið í bókmenntum nú í júlí.
Með árunum hefur námskeiðið
verið fjölsóttara og stunda um 50
nemendur nám á alþjóðlega nám-
skeiðinu í sumar. I ágúst verða
íslenskunámskeið fyrir þá er-
lendu stúdenta sem hefja munu
nám við HÍ í haust.“
- Hvenær fóru erlendir stúd-
entar að sækja nám við háskói-
ann?
„Erlendir stúdentar hafa verið
við nám í HÍ frá fyrstu tíð. Einn
var t.d. við nám við skólann fyrir
1920. Nokkur tímamót urðu svo
þegar menntamálaráðuneytið fór
að styrkja erlenda stúdenta til ís-
lenskunáms árið 1949. Smám
saman þróaðist námið og er orðið
þriggja ára skipulagt nám. Nám-
ið er 90 eininga og lýkur með rit-
gerð. Með því að ljúka náminu
öðlast nemendurnir svokallaða
B.Ph.Isl. gráðu.
Menntamálaráðuneytið styrkir
tæplega 30 erlenda stúdenta til
náms hér á landi. Styrkurinn
fjármagnar skólagjöld og fram-
færslu miðað við mat Lánasjóðs
íslenskra námsmanna. Úthlutun-
in fer eftir árangri stúdentanna
við íslenskunám eða önnur skyld
fóg í sínum heimalönd-
um. Styrkurinn er
mikil hvatning fyrir
erlenda stúdenta og
hið merkilegasta starf
á vegum ráðuneytis-
ins.“
- Hvaðan koma stúdentar
að læra íslensku við HÍ?
„Fyrstu stúdentamir voi-u að-
allega nemendur í germönskum
og norrænum fræðum af germ-
anska málasvæðinu. Enn eru
flestir nemendanna með þennan
bakgrunn og sjaldnast algjörir
byrjendur í íslensku. Hópurinn
hefur stækkað og nemendur frá
fleiri þjóðum hafa bæst við. Þeir
koma víðar að en áður og er
hægt að nefna að hingað koma
stúdentar frá Japan og Kína á
hverju ári. Mikil sókn hefur verið
frá Á-Evrópu á seinni árum.“
- Hvers vegna kýs fólk að
„Ódýrasta og
besta land-
kynningin sem
völ er á“
til
eyða sumrinu við íslenskunám á
Islandi?
„Ástæðan er fyrst og fremst
brennandi áhugi á tungumálinu
og/eða germönskum og norræn-
um fræðum. Islenska er talsvert
notuð sem rannsóknarmál í mál-
vísindarannsóknum víða um
heim. Sumir koma svo af hreinni
ævintýraþrá."
- Hvaða hag hafa íslendingar
af því að styðja við nám ííslensku
fyrir útlendinga?
„Eg staðhæfi að nám í íslensku
fyrir erlenda stúdenta og sumar-
námskeiðin séu ein ódýrasta og
besta landkynningin sem völ er
á. Stúdentamir eiga eftir að
koma íslenskri menningu í víð-
ustu merkingu orðanna á fram-
færi í heimalöndum sínum. Sér-
staklega ber svo að nefna að með
náminu er verið að leggja grunn
að þýðendum framtíðarinnar.
Ekki er lítils virði fyrir okkur að
eiga þýðendur, í löndum eins og
og Kína, þegar heimurinn er sí-
fellt að minnka. Ég get líka nefnt
í tengslum við þættina um Lax-
ness að þónokkrir af
þýðendum verka hans
hafa stundað íslensku-
nám við HÍ. Ekki er
heldur óalgengt að í
tengslum við þýðingar-
verkefni eða önnur
verkefni haldist tengslin við HI
og landið þegar heim er komið.“
- Hvernig taka Islendingar
útiendingunum ?
„Reynsla stúdentanna af dvöl-
inni fer að hluta til eftir fólkinu
sjálfu. Annars verð ég að viður-
kenna að mér finnst að við Is-
lendingar gætum staðið okkur
betur í samskiptum við útlend-
inga. íslendingar mega ekki
gleyma því að útlendingar eiga
hrós skilið fyrir að koma hingað
til að læra jafn erfitt tungumál
og íslensku. Þetta er vel menntað
og gott fólk sem við getum lært
margt af.“