Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 60
Atvinnutryggingar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Veglyklar í Hval- fjarðar- göng uppseldir VEGLYKLAR sem veita afslátt í Hvalfjarðargöngin eru uppseldir en mun færri komu til landsins en pantaðir voru eða 900. Ekki er von á fleiri lyklum fyrr en seint í ágúst. Gjaldtaka hófst í göngunum klukk- an 6 í gærmorgun. Hægt verður að fá sérútbúin spjöld á meðan veglykla vantar en þá verða öku- menn að láta gata þau í hliðinu. í frétt frá Speli segir að pantaðir • ■ ýafl verið 2.200 lyklar til viðbótar frá norskum framleiðanda fyrir fjórum vikum. Töfín á afhending- unni sé sögð m.a. vegna sumarleyfa í erlendum fyrirtækjum, sem eigi þátt í framleiðslunni. Yfir 10.000 bflar á dag Gífurleg umferð var um göngin um helgina. Á laugardag fóru 10.350 bílar um göngin og talið var að þeir hefðu ekki verið færri á sunnudag. Gekk umferð mjög hægt síðdegis og .^segir lögreglan skýringuna vera _Tiæga umferð gegnum Mosfellsbæ og allt til Reykjavíkur. Á milli kl. 6 og 16 í gær fóru um 1.500 bflar um göngin. Áætlanir Spalar gerðu ráð fyiir um 1.500 bíl- um að meðaltali á sólarhring og er ljóst að fyrsta daginn var umferð um göngin mun meiri en það. ■ Gífurleg/12 --------------- Morgunbiaðið/Ómar Maður bak við foss ÞAÐ er tilkomumikil sjón að standa aftan við Selja- landsfoss og sjá hann falla með drunum eins og maðurinn á myndinni gerði í blíðunni á dögunum. Útlit er fyrir að norðanáttir ríki áfram að minnsta kosti næstu tvo daga með björtu veðri sunnanlands en kulda og rigningu norðan- og norðaustanlands. Vatnsbúskapur Landsvirkjunar áfram lélegur Verð á ótryggðri orku gæti hækkað ÚRKOMULEYSI og kuldar, sem valda erflðleikum í vatnsbúskap hjá Landsvirkjun, eru enn viðvarandi. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvh'kjunar, segir að þetta geti leitt til hækkunar á orku- verði í haust. Orka til almenningsveitna og stór- iðju, svokölluð ótryggð orka, er seld með þeim skilmálum að vatnsbú- skapur sé i lagi. Gjaldskrá Lands- virkjunar er þannig uppbyggð að fyrirtækið getur hækkað verð fyrir ótryggt rafmagn í þrepum. Verði tíðarfarið óbreytt gæti svo farið að Landsvirkjun hækkaði verð- ið og þá fyrst til þeirra kaupenda ótryggðs rafmagns sem eiga þann kost að útvega sér rafmagn með öðr- um hætti, t.d. með framleiðslu orku með olíu. Samtímis yrði sala á ótiyggðri orku til stóriðju skert. I framhaldi af hækkun á orku- verðinu gæti síðan komið til skerð- ingar á raforkusölu til almennings- veitna. Erfítt að fá iðnaðarmenn til starfa fyrir hið opinbera Tilboð í verk 20-50% yfir kostnaðaráæthm Forsætisráð- herra Svíþjóð- ar í einka- heimsókn GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, kom hingað til lands í einkaheimsókn í gær. Ráðherrann verður hér fram á fimmtudag. Hann mun eiga vinnufund með Davíð Oddssyni for- sætisráðherra í dag. Þá er ráðgert að Persson eigi fund með fulltrúum systui-flokks sænskra jafnaðar- manna, Alþýðuflokksins, á meðan á dvöl hans stendur. TILBOÐ í verk sem Framkvæmda- sýsla ríkisins hefur boðið út að und- anförnu hafa verið 20-50% yfir kostnaðaráætlun. Ovenju erfítt hef- ur verið að fá iðnaðarmenn til starfa fyrir hið opinbera í sumar vegna mikils uppgangs á höfuðborgar- svæðinu. Jóhanna Hansen, verkefn- isstjóri hjá Framkvæmdasýslunni, segir þetta einkum eiga við um pípulagningamenn, blikksmiði, jarð- vinnuverktaka og járnsmiði. Hún segir að útboð skili engum árangri við þessar aðstæður. Mun hag- kvæmara sé að semja beint við iðn- aðarmenn um framkvæmdir. Hún segir að á síðastliðnu ári hafi einnig orðið vart við stórfellda hækkun á tímavinnutöxtum tré- smiða. Þetta megi rekja til aukinnar eftirspurnar en einnig til leiðrétt- ingar frá tímavinnutöxtum þegar lægð var í þjóðfélaginu 1994 og 1995. Tímavinnutaxtar sem voru 1.500-1.800 kr. eru komnir upp í 2.500 kr. og hæsti taxtinn sem Jó- hanna kveðst hafa séð hljóðaði upp á 2.800 kr. á tímann. Jóhanna segir að mikið launa- skrið hafi orðið á árinu. „Kostnaður við þá verkþætti þar sem launaliðir eru mjög stórir, eins og t.d. í inn- réttingum, hefur hækkað mjög mik- ið. Aðrir verkþættir, til dæmis raf- magnsvinna og aðrir liðir sem fela í sér innkaup á innfluttum búnaði og hafa ekki í för með sér mikla inn- lenda vinnu, hafa ekki hækkað jafn- mikið. Byggingarkostnaður hefur hækkað en reyndar má segja að ár- lega sé ákveðin þensla á markaðn- um yfir sumarið. Hún stafar m.a. af því að stórir verkkaupar, eins og menntamálaráðuneytið og Reykja- víkurborg, hefja endurbætur og við- hald á skólunum yfir sumartímann. I júlí og ágúst er því byggingar- kostnaðurinn hæstur en hann lækk- ar strax aftur í september um leið og meira framboð verður á iðnaðar- mönnum. Þetta er árleg tilhneiging sem verður óháð því hvort þensla er á markaðnum eða ekki. Þenslan er þó mun meiri núna en sem nemur þessu,“ segir Jóhanna. Staðbundin þensla Hún segir að þenslan sé þó stað- bundin. Hún sé mest í Reykjavík og í litlum bæjarfélögum, þar sem eru fáir iðnaðarmenn. I stærri bæjarfé- lögum, eins og Hornafirði og Akur- eyri, sé þenslan ekki jafnmikil. Hjá Samtökum iðnaðarins feng- ust þær upplýsingar að þetta væri sá árstími sem mest væri að gera á hjá iðnaðarmönnum. Auk þess væri nú meira um opinberar fram- kvæmdir en oft áður. Stóriðju- og virkjunarframkvæmdir hefðu tekið til sín marga iðnaðarmenn. Guðmundur Pálmi Kristinsson, TVEIR fangar á Litla-Hrauni hafa verið ákærðir fyrir að hafa undir höndum og dreifa bamaklámi innan fangelsisins. Ríkislögi-eglustjóra barst ábending frá fanga um að þarna ætti sér stað fjölfóldun á klámefni í tölvum. í leit sem lögreglan á Selfossi gerði hjá fóngunum fundust geisladiskai' og tölvudisklingar með klámefni, þar á meðal bai'naklám með 4-7 ára göml- um bömum. Einnig voru á diskunum myndh' sem hafði verið átt við með forstöðumaður byggingadeildar borgarverkfræðings, segist hafa fundið fyrir þessu auk þess sem til- boð í verk hafi hækkað um 5-10%. „Fram að þessu hefur okkur þó tek- ist að manna okkar verkefni," segir hann. ,jMtur á móti eru oft ekki nema einn til tveir sem bjóða í verk sem er mjög óvenjulegt því til þessa hafa 5 til 15 aðilar gjaman boðið í sams konar verk.“ Guðmundur segir að til greina komi að hægja á einhverjum fram- kvæmdum þótt ekki hafi komið til þess enn sem komið er. Nokkur verk séu á eftir áætlun en áætlun sumarsins hafi þó haldist að mestu enda sé um góða verktaka að ræða sem hingað til hafi staðið við sitt. því t.d. að setja bamsandlit inn á aðr- ar myndir. Myndirnar em greinilega erlendis frá og margar þehTa teknar af Netinu. Lögreglan á Selfossi ásamt fanga- vörðum á Litla-Hrauni lagði hald á klámefnið og er staðfestur granur um að það hafi verið fjölfaldað af fanga. Það eitt og sér að eiga barnakiám á myndum, hvort heldur er á pappír eða í tölvutæku formi, er lögbrot. Um annað klám gildir að það telst lögbrot þegar því er dreift. Grunur um íkveikju á Laufásvegi Morgunblaðið/Kristinn 1 48 viskíflöskur sprungu GRUNUR leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða þeg- ar eldur kom upp í bflskúr að Laufásvegi í Reykjavík síðdegis í gær. Slökkviliðið í Reykjavík kom á staðinn og logaði þá í fjórum pappakössum með 48 viskíflöskum. Flöskurnar sprungu og eitthvert tjón varð á munum sem geymdir voru í skúrnum áður en tókst að slökkva eldinn. Fangar ákærðir fyrir barnaklám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.